Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 76
Sagan segir að dags- skammturinn hafi ver- ið um átta grömm af kókaíni á dag. … 84 » reykjavíkreykjavík „ÉG leik náttúrlega skíthæl,“ segir Erpur um hlutverk sitt í kvikmynd- inni Stóra planið sem frumsýnd verður eftir tæpt ár. Á heimasíðu myndarinnar segir að hún fjalli um listrænan handrukkara sem ákveður að láta drauma sína rætast með hjálp Kínverja í höfðinu á sér. „Þetta verður mjög skemmtileg mynd enda er þetta allt mjög fyndið og pælingin á bak við söguna er mjög sniðug,“ segir Erpur en leik- stjóri myndarinnar er Ólafur Jó- hannesson sem hefur áður gert myndir á borð við Africa United og Blindsker, heimildarmyndina um Bubba Morthens. Stóra planið er gamanmynd sem byggð er á bókinni Við fótskör meistarans eftir Þorvald Þor- steinsson en myndin fjallar um Dav- íð, undarlegan náunga sem Pétur Jóhann Sigfússon leikur. Skilar ekki skattskýrslum Erpur segist ekki hafa getað hafnað boði um að leika í myndinni. „Mér finnst þetta bara svo skemmtilegt handrit. Ég hef alveg fengið skemmtileg handrit í gegnum tíðina þótt þau hafi ekki öll hentað. En þetta er fyndið og skemmtilegt og hlutverkið er passlegt,“ segir Erpur og ítrekar að karakterinn sem hann leikur sé ekkert sér- staklega viðkunnanlegur. „Hann heitir Elvar og skilar ekki skatt- skýrslum enda er hann glæpamað- ur.“ Þótt Erpur sé trúlega þekktari sem tónlistarmaður en leikari segist hann þó ekki vera neinn nýgræð- ingur á því sviði. „Ég hef náttúrlega leikið í stuttmyndum og var alltaf að gera stuttmyndir þegar ég var yngri. Ég, Eyjó bróðir minn og Grímur Hákonarson gerðum mikið af stutt- myndum saman og unnum verðlaun fyrir þær þegar við vorum ungling- ar. Við vorum að gera þetta fram eftir aldri en svo fór ég að gera ann- að á meðan þeir héldu áfram að gera myndir,“ segir Erpur, en hann lék þó Johnny National í Íslenskri kjötsúpu, þáttum sem sýndir voru á Skjá einum í árdaga stöðvarinnar. 12.000 þættir Á meðal annarra leikara í Stóra planinu má nefna Eggert Þorleifs- son, Ilmi Kristjánsdóttur, Jóhann G. Jóhannsson, Halldóru Geirharðs- dóttur, Jón Gnarr, Sigurjón Kjart- ansson, Þorstein Guðmundsson, auk bandaríska leikarans Michael Im- perioli sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Christopher Molt- isanti í þáttunum um Sopranos- fjölskylduna. Aðspurður segir Erp- ur frábært að fá að vinna með þessu fólki. „Þetta er allt topplið sem kem- ur að þessu og það er gaman að sjá hvað er mikið af alvöruliði í þessu verkefni,“ segir hann en tökur á myndinni hefjast í maí og stefnt er að frumsýningu í febrúar á næsta ári. Þessa dagana hefur Erpur hins vegar lítinn tíma til að hugsa um kvikmyndaleik því skólinn á hug hans allan. „Ég er að útskrifast úr Margmiðlunarskólanum í maí. Út- skriftarverkefnið mitt er 12.000 þátta sería. Þótt ég ætli bara að gera einn þátt ætla ég að sýna hvernig þáttaröðin væri ef hún yrði gerð í alvörunni,“ segir Erpur og út- skýrir að um sápuóperu sé að ræða, þær nái alltaf upp í 12.000 þætti. Þrátt fyrir annríkið er tónlistin aldrei langt undan og segist Erpur hafa verið duglegur að spila að und- anförnu. „Bæði er ég að spila sóló- dót og svo er Rottweiler alltaf að spila, við erum búnir að taka mikið af þessum menntaskólaböllum. Svo er ég alltaf eitthvað að DJ-ast,“ seg- ir Erpur sem veit þó ekki hvenær hann ætlar að senda frá sér nýtt efni. „Ég er á fullu í skólanum þann- ig að ég er ekki að semja á fullu. Ég er náttúrlega alltaf að skrifa og að gera eitthvað en ég hef ekki enn getað sest niður. En ég fæ vonandi tækifæri til þess um leið og ég klára skólann.“ Morgunblaðið/Ásdís ERPUR ERPUR EYVINDARSON HEFUR KOMIÐ VÍÐA VIÐ, RAPPAÐ MEÐ ROTTWEILER-HUNDUM OG HÆSTU HENDINNI, SÉÐ UM SJÓNVARPSÞÆTTI OG GENG- IÐ UNDIR NÖFNUM Á BORÐ VIÐ BLAZROCA OG JOHNNY NATIONAL. NÚ ER HANN HINS VEGAR AÐ FARA AÐ LEIKA Í KVIKMYND OG AÐ KLÁRA SKÓLA. JÓHANN BJARNI KOLBEINSSON RÆDDI VIÐ HANN UM ALLT ÞETTA – OG FLEIRA. Samlestrar Erpur og aðrir leikarar á fyrstu æfingu fyrir Stóra planið. www.poppoli.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.