Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 84
84 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is / KRINGLUNNI WILD HOGS kl. 1:30 - 3:50 - 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 7 ára 300 kl. 5:30 - 8 - 10:10 - 10:30 B.i. 16 ára DIGITAL NORBIT kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ eeee V.J.V. LADY CHATTERLEY kl. 5:40 - 9 HORS DE PRIX ísl. texti kl. 4 - 6 - 8 TELL NO ONE (NE LE DIS A PERSONE) kl. 3:30 - 10:20 PARIS, JE T'AIME kl. 5:40 LES GUERRIRS DE LA BEAUTÉ kl. 10:15 ALLIANCE FRANÇAISE, Í SAMVINNU VIÐ PEUGEOT OG BERNHARD, KYNNA: FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í HÁSKÓLABÍÓ 3.MARS TIL 1. APRÍL STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Á ÍSLANDI FRÁ HÖFUNDI SIN CITY eee VJV, TOPP5.IS eee SV, MBL THE GOOD GERMAN kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára 300 kl. 3:30 - 6 - 8:30 - 11 B.i. 16 ára MUSIC AND LYRICS kl. 8 STÆRSTA GRÍNMYNDIN Í BANDAR GEORGE CLOONEY, TOBEY MAGUIRE OG CATE BLANCHETT SÝNA STÓRLEIK Í MAGNAÐRI MYND LEIKSTJÓRANS STEVEN SODERBERGH VAR VALINN BESTA MYND ÁRSINS Í FRAKKLANDI eee L.I.B. - TOPP5.IS á allar sýningar merktar með appelsínugulu á laugardögum og sunnudögumSPARBÍÓ 450kr eee „Meinfyndin!“ - S.V., Mbl EINS og vill verða á lokakvöldi Mús- íktilrauna var megnið af hljómsveit- unum utan af landi og skýrir kannski að einhverju leyti hve fjölbreytt músík var í boði að þessu sinni – allt frá léttu tölvupoppi í harkalegt metalcore. Hljómsveit með því skemmtilega nafni Man ekki hvað þeir heita hlaut að verða skemmtileg og fyrsta lag sveitarinnar stóðst allar væntingar, galgopalega sungið með skemmti- legum texta og spilamennska í fínu lagi. Þar með var skemmtunin þó búin, því næsta lag var ósköp venjulegt um flest og frekar óspennandi. Það var þó vel flutt og söngur með ágætum. SkyReports var á hefðbundnum slóðum í emóskotnu háskólarokki en gerði það vel. Mjög þétt og fagmann- leg sveit og seinna lag hennar var upp á tíu. Næsta sveit sleppti söngnum og lét hljóðfærin tala. Hress / Fresh er skip- uð úrvals hljóðfæraleikurum og tón- listin alla jafna vel heppnuð, sér- staklega seinna lagið sem hélt athygli manns út í gegn. Það eina sem skyggði á gleðina var óspennandi hljómur úr hljómborði og gítar, hljómborðshljómurinn hvell og óþægilegur og gítartónninn allt of hreinn. Enn var skipt um stíl við hljóm- sveitaskipti því Þögnin spilar gróft metalcore. Fyrra lag sveitarinnar var reyndar ekkert sérstakt sem slíkt, fín bygging í því en lítil framvinda og ekki spilað af nógu miklum krafti. Í seinna laginu hrukku þeir félagar svo í gang með frábærri keyrslu. Systursveit Þagnarinnar, Dark- ness Grows, var næst á svið og nálg- aðist viðfangsefnið úr aðeins annarri átt – laglínan fékk meira vægi í lög- unum og meiri tilþrif voru í söngnum. Seinna lag sveitarinnar var frábær- lega vel spilað, sérstaklega var bassa- leikurinn magnaður, en lagið sjálft ekki eins skemmtilegt. Næsti þátttakandi stakk eilítið í stúf við það sem á undan var komið, einn maður með tölvu sem spilaði tölvupopp með söng og kallaði sig Wanker of the 1st Degree. Hann var smástund að koma sér að efni, sjálf- sagt stressaður, en undir lok fyrra lagsins náði hann að fóta sig með góð- um stuðningi áheyrenda. Seinna lagið var býsna gott með skemmtilega gervilegum hljóðum. Aftur var slegið í þegar Ashton Cut birtist. Vel þétt hljómsveit með flottu gítarspili eins og heyra mátti í fyrra lagi sveitarinnar og eins því síðara en í því stóð söngvari sveitarinnar sig líka afskaplega vel. Hljómsveitin Haraldur spilaði grípandi rokk með einkar skemmti- legri bassa- og trommukeyrslu, sér- staklega í síðara lagi sveitarinnar sem var gríðarlega vel spilað, frábært lag. Gítarleikur var líka fínn, einkar áhrifaríkur í seinna laginu, og óvenju- legur söngstíll passaði líka vel við það lag. Það er alltaf merki um fagmennsku þegar menn standa græjuvandræði af sér og til fyrirmyndar hvernig ann- ar gítarleikari Gordon Riots lét það ekki á sig fá að vera sambandslaus framan af fyrsta lagi sveitarinnar. Það tók skamman tíma að koma hon- um í gang og svo var keyrt á öllum strokkum út lagið. Allir liðsmenn sveitarinnar stóðu sig vel en söngv- arinn þó sýnu best; frábær frammi- staða hans gerði sitt til að koma sveit- inni áfram. Lokasveit Músíktilrauna 2007 var svo grín- og glenssveitin Dixon sem stóð sig býsna vel. Sérstaklega var seinna lag sveitarinnar gott þar sem þeir félagar duttu inn og út úr hlut- verkum sínum. Gordon Riots var nokkuð örugg með sigur úr sal, en dómnefnd valdi áfram SkyReports. Aðrar sveitir sem komnar eru áfram eru Magnyl, Loo- byloo, Spooky Jetson, The Portals, Soðin skinka, <3 Svanhvít!, The Cu- stom, Shogun og Hip Razical, en úr- slitin verða í Listasafni Reykjavíkur 31. mars næstkomandi. Úr ýmsum áttum TÓNLIST Músíktilraunir, fimmta og síðasta til- raunakvöld. Haldið í Loftkastalanum 23. mars. Tilþrif Darkness Grows - meiri laglína og fleiri tilbrigði. Gróft Þögnin keyrði á grófu metalcore. Þéttir Ashton Cut var vel þétt hljómsveit með flottu gítarspili. Einn Wanker of the 1st De- gree kom fram með tölvu. Gaman Man ekki hvað þeir heita byrjaði vel en varð svo venjuleg. Glens Dixon stóð sig býsna vel. Keyrsla Hljómsveitin Haraldur keyrði á frábæru hrynpari. Árni Matthíasson Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Spuni Hress/Fresh var og er skipuð úr- valshljóðfæraleikurum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.