Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 86. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is                                               BRANDUR ENNI FÆR KANNSKI HROLL ÞEGAR HANN SKOÐAR GAMLAR MYNDIR >> 47 AMERÍKANÍSERING SKEKUR FRAKKLAND ÍMYNDIN SKÖPUÐ Í SJÓNVARPI >> 16 FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÁHERSLA íslenskra fyrirtækja á orku- verkefni erlendis hefur aukist hratt síðustu ár. Telja má víst að íslenskir aðilar hafi þegar lagt á annan tug milljarða króna í verkefni á sviði jarðhitanýtingar á erlendri grundu. Segja má að orkufyrirtækið Enex hafi rutt brautina, en það var stofnað árið 2001 með það að markmiði að setja aukinn kraft í tilraunir Íslendinga til að selja tækniþekk- ingu og reynslu af virkjunarmálum til út- landa. Meðal annarra helstu aðila sem vinna að svonefndri útrás á orkusviðinu eru Enex Kína, Geysir Green Energy ehf., sem er í eigu FL Group, Glitnis og VGK Hönnunar, HydroKraft Invest, sem Landsbankinn og Landsvirkjun eiga, Atorka í gegnum Jarð- boranir og Exorka á Húsavík. Í gær var til- kynnt að Orkuveita Reykjavíkur hefði ákveð- ið að leggja allt að tvo milljarða króna til nýs útrásarfyrirtækis orkuþekkingar – Reykja- vik Energy Invest. Auk nýs hlutafjár verða eignarhlutir OR í Enex, Enex Kína og öðrum útrásarfyrirtækjum lagðir inn í nýja félagið. Þess ber að geta að flestir þeir sem starfa á þessu sviði hér á landi eru hluthafar í Enex. Geysir er stærsti hluthafinn með 27% eign- arhlut, Landsvirkjun og OR eiga 24% hlut og Jarðboranir 16% hlut í því félagi. Kalifornía og Kína Meðal verkefna sem félögin hafa tekið að sér eru sala raforku í Kaliforníu, sem dótt- urfélag Enex á hlut að, rekstur hitaveitu í Kína á vegum OR, Enex og Glitnis og bygg- ing jarðvarmastöðvar í Ungverjalandi. Þá hafa verið ýmis verkefni í löndum á borð við- El Salvador og Þýskaland. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarfor- maður OR, segir mikla eftirspurn eftir ís- lenskri þekkingu og hátækni. Ásgeir Mar- geirsson, framkvæmdastjóri Geysis, segir að stuðningur við græna orku hafi aukist og verð á henni hækkað. Þótt Íslendingar hafi mikla þekkingu á sviði jarðhita eru fleiri þjóðir vel að sér á þessu sviði. Þar má nefna Bandaríkjamenn, Nýsjálendinga og Japana. Líklegt er að íslensku fyrirtækin þurfi að halda vel á spöðunum vilji þau vera í forystu á sviði jarðhitanýtingar. Kynt undir útrás með jarðvarma HÆGT er að gera 2+2 Suðurlands- veg sem felur í sér framtíðarlausn sem tryggir öryggi vegfarenda fyrir 7,5–8 milljarða kr. Þetta er niður- staða Ístaks sem unnið hefur hönn- unar- og kostnaðaráætlun fyrir slík- an veg í samvinnu við Sjóvá. Vegagerðin kynnti nýverið að kostnaður við gerð 2+2 vegar væri 13,5 milljarðar og 2+1 vegur kostaði 5,8 milljarða. Útfærsla Ístaks er talsvert önnur en Vegagerðarinnar. Ístak leggur til að hringtorg verði sett upp á leiðinni út frá Reykjavík og milli Hveragerðis og Selfoss. Vegagerðin gerði hins vegar ráð fyr- ir mislægum gatnamótum. Þá leggur Ístak til að 2,5 metrar verði á milli akstursleiða en Vegagerðin gerði ráð fyrir 11 metrum. Ásgeir Loftsson, verkfræðingur hjá Ístaki, segir að með útfærslunni sé hægt að spara fyllingarefni og lækka kostnað. Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, segir að hægt sé að byggja mislæg gatnamót í stað hringtorga síðar. Við hönnun vegarins studdist Ís- tak við slysatölur frá Sjóvá. Þetta samstarf skilaði m.a. því að Ístak gerir ráð fyrir að ljósastaurar verði inni á milli vegriða sem verða á milli akstursleiða. Þór segir að tölur Sjó- vár bendi til þess að kostnaður við árekstur á ljósastaura á Reykjanes- braut sé um 100 milljónir á ári. Ístak telur unnt að undirbúa og vinna allt verkið á þremur árum og reiknar með þrennum mislægum gatnamótum milli Gunnarshólma og Hveragerðis og þar verði umferðin óhindruð. Þessi kafli vegarins er 28 km langur. | Miðopna Hægt að tvöfalda Suður- landsveg fyrir 7,5 milljarða Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is GÍSLI Súrsson er ekki dauður úr öllum æðum. Hann er reyndar úr plasti núna, 15 tonna línubeitning- arbátur frá Grindavík. Strákarnir á honum settu Íslandsmet í afla smábáta nú í vikunni. Á mánudags- kvöldið var aflinn ríflega 17.000 á 13.000 króka og í gær komu þeir með 16 tonn að landi, en þurftu að skilja eftir einn rekka ódreginn. Og Auður Vésteins gerir það gott líka og útgerðin er sú sama, að sjálf- sögðu Einhamar. Nú mokfiska allir bátar sem komast á sjó, en veturinn hefur verið alveg einstaklega erfiður vegna veðurs. Fyrra met við veiðar smábáta er um 17 tonn á 20.000 króka, svo áhöfnin á Gísla getur verið ánægð. Á mánudaginn voru þeir búnir að fylla bátinn, þegar þeir áttu eftir að draga þrjá rekka og fóru því í land með 15,2 tonn. Þeir fóru svo út aft- ur til að draga hina, en náðu ekki nema tveimur með góðu móti, því búið var að leggja net yfir þann þriðja. Þá komu þeir inn með ríf- lega tvö tonn. Óðinn Arnberg, vélstjóri og af- leysingaskipstjóri, segir að bátarn- ir fiski allir, hvort sem það er í net eða á línu og það er mikið líf í fisk- vinnslunni í Grindavík. Mikil vinna er í saltfiski og ferskum fiski fyrir flugið. Óðinn segir að með svona fiskiríi gangi hratt á kvótann. Smábátar mokfiska á miðunum eftir bræluna Íslandsmet sett á Gísla Súrssyni: Ríflega 17 tonn á 13 þúsund króka Morgunblaðið/RAX Fengsælir Þeir eru fjórir um borð í Gísla Súrssyni og voru þeir allir glaðbeittir í Grindavíkurhöfn í gærdag er þeir komu með sextán tonn að landi. Haraldur Björn Björnsson er skipstjórinn, vélstjórinn Óðinn Arnberg, Kristinn bróðir hans er kokkur og hásetinn er Mikael Tamar í Múla. Í HNOTSKURN »Afli Gísla Súrssonar ámánudag var 14 tonn af þorski og 2,5 tonn af ýsu. Smávegis af öðru eins og keilu. »Þá var fyrsti róður báts-ins eftir viku tíma. Hann hefur aðeins komizt á sjó tíu sinnum í mánuðinum. »Fyrra Íslandsmet viðveiðar smábáta er um 17 tonn á 20.000 króka. „ÞETTA er rosalega fínn fiskur, mest þorskur, af- bragðsfiskur. Hann er kominn ansi nálægt hrygningu og svilin leka úr honum,“ segir Óðinn Arnberg, vél- stjóri og afleysingaskipstjóri. „Við sækjum hérna út á Hrygginn og Ranann og það er mikið af fiski. Hann er að koma upp eftir loðnuna, sem er farin, og svo er engin smáræðis friðun af helv… brælunni. Á mánu- daginn var okkar fyrsti róður eftir vikutíma og við höfum aðeins komizt á sjó tíu sinnum í mánuðinum. Svo virðist vera bræla framundan, á föstudaginn, en við sætum færis og róum í hvert skipti sem dúrar. Við verðum að nota tímann,“ segir Óðinn. Friðun felst í brælunni Óðinn Arnberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.