Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR straumsvik.is Kynntu þér röksemdir fyrir stærra og betra álveri og sjáðu myndband um stækkun álversins í Straumsvík. straumsvik.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞRÓUNARSJÓÐUR á sviði inn- flytjendamála verður stofnaður sam- kvæmt ákvörðun Magnúsar Stefáns- sonar félagsmálaráðherra. Starf- semi Fjölmenningarsetursins á Ísa- firði og Alþjóðahússins í Reykjavík verður styrkt og tilraunaverkefni um aðlögun innflytjenda sett af stað í Bolungarvík og Fjarðabyggð. Magnús sagði í samtali við Morg- unblaðið að innflytjendaráð myndi móta reglur um þróunarsjóðinn, auglýsa eftir umsóknum og ráðstafa úr sjóðnum. Háskólasetur Vest- fjarða mun annast umsýslu sjóðsins sem mun veita styrki samtals upp á 10 milljónir króna á ári. Magnús kvaðst sjá fyrir sér að t.d. sveitar- félög og félagasamtök gætu sótt um styrki til einstakra verkefna. Fjölmenningarsetrið á Ísafirði verður eflt og bætt þar við stöðu upplýsingafulltrúa. Upplýsingagjöf er mikilvægur þáttur í aðlögun inn- flytjenda að ís- lensku samfélagi. Reiknað er með að upplýsinga- fulltrúinn hefji störf eigi síðar en um mitt þetta ár, en staðan verður auglýst fljótlega. Einnig verður ráðgjafar- og lög- fræðiþjónusta Alþjóðahúss vegna innflytjenda styrkt sérstaklega. Þjónustan mun ná til alls landsins. Þá mun félagsmálaráðuneytið styðja tvö tilraunaverkefni um að- lögun innflytjenda að samfélaginu í Bolungarvík og Fjarðabyggð sem unnin verða í samvinnu við Fjöl- menningarsetrið. Byggjast verkefn- in á tillögum sveitarfélaganna og Sambands sveitarfélaga á Austur- landi og verða unnin í ár og næsta ár. „Við vitum að hluti innflytjenda er kominn til að vera og einhver hluti kemur um skamman tíma,“ sagði Magnús. Hann sagði aðgerðir félags- málaráðuneytisins vera í anda stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamál- um þar sem aðlögun væri í brenni- depli. En brenna innflytjendamálin heitar á Vestfirðingum og Austfirð- ingum en öðrum? „Ég tel að þessi mál brenni á fólki víða,“ sagði Magnús. „Í Fjarðabyggð er sérstakt ástand vegna hinna miklu framkvæmda en sveitarfélagið vill standa myndarlega að þessum málum. Við viljum standa með þeim í því. Málefni innflytjenda eru eitt- hvað sem menn vilja vinna í og ég hef orðið þess var undanfarið að sveit- arstjórnarmenn hafa í auknum mæli verið að taka þessi mál til umfjöll- unar í sínum sveitarfélögum.“ Magn- ús setti í gær íbúaþing á Ísafirði en þingið var liður í alþjóðlegri ráð- stefnu um málefni innflytjenda. Umhverfi innflytjenda- mála verður styrkt Magnús Stefánsson LÍNUMANNVIRKI næst íbúða- byggð Hafnarfjarðar verða fjar- lægð ásamt stórum hluta spennu- stöðvarinnar við Hamranes, ef samkomulag milli Landsnets og Alcan nær fram að ganga. Sam- kvæmt tilkynningu frá Alcan mun fyrirtækið bera kostnaðinn við breytingarnar en forsenda þess er að af stækkun álversins í Straums- vík verði. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, kveðst ánægður með að samkomulag um þennan þátt sé í höfn en málinu sé þó ekki lokið fyrr en endanlegt umhverfismat liggi fyrir. „Hins vegar er það svo að það hefur alltaf staðið til að línur í næsta nágrenni við spenni- stöðina við Hamranes og línur sem liggja þaðan inn til Hafnarfjarðar færu í jörðu. Það hefur lengi legið fyrir en það er hins vegar ekki nema vika síðan við sendum stað- festingu á því til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði að við höfum náð sam- komulagi um þetta,“ segir Guð- mundur. Alltaf staðið til að línur fari í jörðu ÞAÐ ER engu líkara en eitt af flutningaskipum Sam- skipa sé komið á þurrt við Gróttu. Það er þó auðvitað ekki tilfellið heldur sigldi skipið sína leið í góðviðrinu í gær. Glöggt má sjá á elstu kortum af Seltjarnarnesi að Grótta var ekki eyja heldur breiður nyrsti hluti nessins. Vegna landsigs á síðari öldum hafði sjór brotið land við Gróttu og árið 1788 segja danskir mælingamenn að 5 álnir séu milli flóðfara á nyrðri grandanum og hafa því náttúruhamfarir á borð við Básendaflóðið átt hægt um vik að eyða landinu við Gróttu á þann hátt að eftir það varð hún eyja í hafi, að vísu landtengd með granda sem stendur upp úr á fjöru. Fyrri hluta 19. aldar var Grótta í eyði. Á seinni hluta aldarinnar bjuggu þar útvegs- bændur og skipasmiðir en árið 1897 var risinn þar viti. Nýr viti var reistur eftir síðari heimsstyrjöld. Morgunblaðið/Ómar Siglt við Gróttu EKKI hefur verið sýnt fram á nauð- syn þess að beita öðrum aðferðum til fækkunar sílamávi en þegar eru heimilar og leggst Náttúrufræði- stofnun Íslands gegn því að verk- fræðistofunni VST verði veitt und- anþága til tilrauna með svefnlyf í vísindaskyni, segir m.a. í umsögn NÍ vegna leyfisveitingar Umhverfis- stofnunar til sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu. Í leyfinu felst að heimilað verður að beita svefnlyfjum til að fækka mávum í sumar. Þrátt fyrir umsögn NÍ var leyfið veitt. Náttúrufræðistofnun gerir at- hugasemdir við val á rannsóknar- svæðum sem nefnd hafa verið; Garðaholt, Rjúpnahæð og Vatns- endi, sem eru í nánd við vaxandi byggð. Vísað er í úttekt á mávavanda í þéttbýli í Skotlandi. „Þar er lögð áhersla á að allar slíkar aðgerðir þurfi að fara fram á svæðum þar sem hægt sé að takmarka aðgang al- mennings, a.m.k. tímabundið.“ Telur stofnunin engan þessara staða koma til greina við slíkar tilraunir. NÍ gerir at- hugasemdir við svæðaval MORGUNBLAÐIÐ hefur um ára- tugaskeið verið helsti umræðuvett- vangur landsmanna. Með tilkomu blog.is hefur þessi þjónustuþáttur blaðsins vaxið enn frekar. Í dag hefur nýr vettvangur fyrir umræðugreinar verið opnaður á blog.is. Þar gefst fólki kostur á að fá greinar sínar birtar samdægurs og er útdráttur úr nokkrum greinum birtur á umræðusíðum blaðsins. Greinahöfundar geta vistað grein- ar, myndir, myndskeið eða annað efni á vefsvæði sínu og er vefurinn gagnvirkur að því leyti að skráðir notendur á blog.is geta gert athuga- semdir við greinar annarra höfunda. Héðan í frá áskilur Morgunblaðið sér rétt til þess að vista innsendar greinar á þessu svæði, undir nafni greinahöfunda, hafi ekki tekist að birta greinarnar innan tveggja vikna frá því þær voru sendar. Með þessum hætti kemur Morg- unblaðið á móts við hina gífurlegu eftirspurn eftir plássi undir greinar í blaðinu. | 30 Nýr umræðu- vettvangur á blog.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is SKIPULAGSSTOFNUN skilaði nýverið niður- stöðu um tillögu Landsnets að matsáætlun um háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík. Þar kemur fram að stofnunin telur mikilvægt að við mat á umhverfisáhrifum háspennulínanna sé lögð áhersla á að bera saman áhrif þess að leggja línur í jörðu og leggja þær sem loftlínu á hina ýmsu umhverfisþætti, s.s. útivist og ferðamennsku, gróður, landslag auk hugsanlegra áhrifa á vatns- verndarsvæði, fugla og fornminjar. Forstjóri Landsnets segir að eftir eigi að taka tillit til þeirra athugasemda sem fram koma. „Stofnunin leggur það til í úrskurði sínum að við skoðum frekar að leggja línur í jörðu,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. „Hún leggur til að við skoðum ýmsa þætti sem tengjast því og við munum skoða þá og vinna úr. Við sögð- um að frumgögnin væru lögð fram til að kalla eft- ir viðbrögðum og þau höfum við nú fengið.“ Í niðurstöðum Skipulagsstofnunar segir m.a. að talið sé líklegt að svo umfangsmiklar fram- kvæmdir til flutnings orku, sem taka til víðáttu- mikils svæðis, geti haft neikvæð áhrif fyrir ferða- þjónustuaðila sem halda úti ferðum innan áhrifasvæðis framkvæmdanna. Stofnunin telur hins vegar ekki efni standa til þess að lagt verði mat á fjárhagslegt tjón sem þeir aðilar kunna að verða fyrir í ferli mats á umhverfisáhrifum. „Fjárhagslegar skaðabætur vegna tjóns af völd- um fyrirhugaðrar framkvæmdar eru að mati Skipulagsstofnunar samkomulagsatriði milli Landsnets og viðkomandi ferðaþjónustufyrir- tækja.“ Endurskoða þarf mat á gildi svæðisins Skipulagsstofnun telur að endurskoða þurfi fyrirliggjandi mat á Hengilssvæðinu þar sem ráð- ist hafi verið í miklar framkvæmdir á Hellisheiði frá því að greinargerð Líffræðistofnunar Háskóla Íslands um gildi landslagsins á svæðinu var unn- in, árin 2001–2002. „Í tillögu að matsáætlun vegna háspennulín- anna kemur ekki fram með hvaða hætti eigi að meta áhrif þeirra á landslag m.t.t. gildis þeirra svæða sem línurnar koma til með að liggja um en ljóst er þó að gildi sumra svæða liggur fyrir þar sem Búrfellslína 3 og Kolviðarhólslína 2 munu fara um friðlýst svæði, þ.e. Bláfjallafólkvang og Reykjanesfólkvang. Skipulagsstofnun telur að endurskoða þurfi fyrirliggjandi mat á gildi Heng- ilssvæðisins og leggja það til grundvallar þegar metin eru áhrif háspennulínanna á landslag.“ Skoðuð verði áhrif lagn- ingar lína á fjölda þátta Skipulagsstofnun féllst á matsáætlun vegna háspennulína með athugasemdum Í HNOTSKURN »Skipulagsstofnun skilaði niðurstöðumsínum í síðustu viku varðandi háspennu- línur frá Hellisheiði að Straumsvík. »Þar er m.a. bent á mikilvægi þess aðbera saman áhrif lagningar háspennu- lína sem loftlína og sem jarðstrengja á hina ýmsu umhverfisþætti. Í því sambandi þarf að styðjast við viðmið umhverfisáhrifa sem er að finna í stefnuskjölum stjórnvalda. »Fyrir liggur að Landsnet hyggst geraítarlega grein fyrir jarðstrengslögnum og segir Þórður Guðmundsson forstjóri þá vinnu í fullum gangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.