Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Páskasnjórinn er í boði Vina Hlíðarfjalls Eftir Andra Karl andri@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gærmorgun að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga, í samræmi við tillögur nefndar sem gerði úttekt á ferða- kostnaði íþróttafélaga í tengslum við viðurkennd íþróttamót. Fram- kvæmdastjóri ÍSÍ fagnar ákvörðun- inni sem verði til að halda uppi öfl- ugu grasrótarstarfi íþrótta. Formaður ÍBV vonar að þetta verði til að minnka ferðakostnað foreldra og félagsins sjálfs, sem gera má ráð fyrir að sé um og yfir 40 milljónir króna á ári hverju. „Félagið eyðir miklu og foreldrar þurfa einnig að greiða háar upphæð- ir og það kemur til viðbótar því að við neyðumst til að fara oftar með Herj- ólfi en góðu hófi gegnir. Það aftur stuðlar að því að krakkarnir gefast upp eftir erfið ferðalög í langan tíma,“ segir Jóhann Pétursson, for- maður ÍBV. Hann vonast til að áhrif af sjóðnum, til lengri tíma litið, verði að félagið geti boðið iðkendum íþrótta þægilegri ferðalög, s.s. að ferðast meira með flugi. „En þetta er fyrst og fremst viðurkenning, sem skiptir miklu máli, á að félögin standi þokkalega jafnt að vígi hvað þetta varðar.“ Spurður um kostnað segist Jó- hann ekki getað gefið upp nákvæmar tölur en ekki kæmi honum á óvart að ferðakostnaður meistaraflokka ÍBV í handknattleik og knattspyrnu væri um 15 milljónir á ári. Fyrir allt félag- ið megi þá gera ráð fyrir að kostn- aðurinn sé á milli 30 og 40 milljónir króna, jafnvel meiri. Fyrst og fremst innanlands Ákvörðun ríkisstjórnarinnar felur í sér að stefnt verður að því að fram- lag til sjóðsins verði níutíu milljónir króna á ársgrundvelli og að því marki verði náð á þremur árum – framlag ársins 2007 verður þrjátíu milljónir króna. Stefán Konráðsson, framkvæmda- stjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir þetta ákveðin tímamót og að sambandið muni nú skipa nefnd til að vinna að málinu, s.s. hvernig fjármunum verði skipt milli félaga. Fyrst og fremst verður veitt úr sjóðnum vegna ferðalaga innan- lands og munu veitingar ná til allra starfseininga ÍSÍ. Samþykkt hefur verið að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga með það að markmiði að jafna ferðakostnað Verður vonandi til að minnka kostnað foreldra Morgunblaðið/Halldór Þormar Meira jafnræði Markmiðið er að jafna kostnað félaga vegna ferðalaga. „ÞETTA er mikil viðurkenning fyrir íþrótta- hreyfinguna og það vita allir sem fylgjast með starfi hreyfing- arinnar að ferða- kostnaður fé- laga, sérstaklega á landsbyggð- inni, er farinn að sliga þau verulega og valda vand- ræðum við að halda uppi grósku- miklu íþróttastarfi,“ segir Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra um ferðasjóð íþróttafélaga. Ráðherra segir hugsunina bak við sjóðinn vera að ná fram jafn- ræði í ástundun íþrótta og þátttöku á íþróttamótum. „Við viljum stuðla að sem bestu aðgengi fyrir fólk hvaðanæva af landinu, og sjóðurinn er liður í að svo verði. Við finnum að það hvílir mikið á sjálfboðaliðum og álagið kemur niður á íþrótta- starfinu. Þetta er því frábært lands- byggðarmál og merkilegur dagur fyrir íþróttahreyfinguna í landinu,“ segir Þorgerður Katrín. Frábært lands- byggðarmál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir KOSTNAÐUR við alþingiskosn- ingarnar í vor er áætlaður 133,2 milljónir króna. Ríkisstjórnin ákvað í gær hvernig greiða skuli úr ríkissjóði kostnað sem sveitarfélög bera af kosningunum vegna starfa undir- kjörstjórna og kjörstjórna og fyrir kjörgögn, áhöld og fleira. Sveitarfélögin hafa fram að þessu borið kostnað af framkvæmd kosn- inga til Alþingis. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að með nýjum lög- um um fjármál stjórnmálasamtaka hefði ríkið tekið að sér að greiða þennan kostnað. Í fjárlögum væru 57,7 milljónir ætlaðar til að kosta framkvæmd kosninga. Það væri hins vegar ljóst að þessi kostnaður yrði meiri. Kostnaður við sveitarstjórn- arkosningarnar á síðasta ári væri talinn hafa numið tæplega 120 millj- ónum króna. Björn sagði að þó rík- issjóður kæmi til með að greiða þennan kostnað yrði það eftir sem áður sveitarfélaganna að sjá um framkvæmd kosninganna. 430 kr. á hvern kjósanda Í fréttatilkynningu frá dómsmála- ráðuneytinu segir að kostnaður hjá sveitarfélögum vegna kosninga sé mismikill. Í því skyni að einfalda uppgjör milli ríkisins og sveitarfé- laga verði notað einfalt greiðslulík- an, þannig að greidd verður tiltekin fjárhæð fyrir hvern kjósanda á kjör- skrá. Einnig er áætlað að greiða fyr- ir sérhvern kjörstað, en með því móti er unnt að bæta fámennum sveitar- félögum kostnað þeirra. Endanleg fjárhæð fyrir hvern kjósanda hefur verið ákveðin 430 krónur og greiðsla fyrir hvern kjör- stað 300 þúsund eða alls um 133,2 milljónir. Reiknað er með 217 þús. kjósendum og 132 kjörstöðum. Utankjörfundarkosning er hafin og er hægt að kjósa hjá öllum sendi- ráðum Íslands erlendis, fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu og aðal- ræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg og Þórshöfn í Fær- eyjum (frá 2. apríl). Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar hjá kjör- ræðismönnum Íslands erlendis. Ítarlegar upplýsingar um kosn- ingar til Alþingis og framkvæmd þeirra er að finna á vefsíðunni kosn- ing.is. Kostnaður við kosn- ingar 133 milljónir Ríkisstjórnin hefur samþykkt reglur um greiðslu kostnaðar Björn Bjarnason FLJÚGANDI hálka mætti íbúum höfuðborgarsvæðisins í gærmorgun þegar haldið var af stað út í umferð- ina og hlaust af á annan tug umferð- aróhappa með tilheyrandi töfum og fólki til mikillar armæðu. Urðu margir seinir til vinnu en að sögn lögreglunnar var ástandið í gær- morgun víða slæmt, ekki síst í út- hverfum, t.d. Breiðholti og Graf- arvogi. Á köflum komust ökumenn hvorki aftur á bak né áfram vegna umferð- artafa og gáfust margir þeirra upp á ástandinu og sneru við heim til sín og biðu þar til hnútarnir leystust. Margir árekstrar urðu í aust- urborginni og á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi. Stór vöruflutn- ingabíll fór yfir hringtorg á Vest- urlandsvegi og stakkst ofan í skurð handan við hringtorgið. Morgunblaðið/Golli Miklar tafir í hálku Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is SORPHIRÐA Reykjavíkurborgar hefur nú til skoðunar að bjóða út sorphirðu í einu hverfa borgarinn- ar, líkt og gert er í nágrannasveit- arfélögunum á höfuðborgarsvæð- inu. Jafnframt eru uppi hugmyndir um að flokka frá lífrænan úrgang sem ásamt dagblaðapappírnum veg- ur um helming af heimilissorpinu. Þetta segir Guðmundur B. Frið- riksson, skrifstofustjóri hjá sorp- hirðu borgarinnar, sem leggur áherslu á að hugmyndin sé að út- boðið yrði í tilraunaskyni. „Eitthvað kunni að vera til í því“ að það standi á sveitarfélögunum að auka endurvinnslu, líkt og framkvæmda- stjórar Íslenska gámafélagsins og Gámaþjónustunnar héldu fram í Morgunblaðinu á mánudag. Aðspurður um hvort til standi að bjóða upp á sérstakar endur- vinnslutunnur, líkt og Íslenska gámafélagið og Gámaþjónustan gera nú þegar, bendir Guðmundur á að neytendum standi til boða að leigja grænu tunnuna, auk þess sem setja megi pappír og pappa í grenndargámana. Þarf að safna meiri pappír Hann játar aðspurður að magn pappírs í heimilissorpinu, sem er áætlað um 27%, sé orðið vandamál og að til skoðunar sé hvernig megi auka söfnun pappírs, sem er nú um 41% í grenndargámunum. „Við þurfum að hefja vinnslu á lífrænum úrgangi,“ segir Guðmund- ur. „Við þurfum að ná markmiðum um minni urðun á úrgangi sem er komin í löggjöf um meðhöndlun úr- gangs. Það er stutt í að einhver nið- urstaða verði um það hvaða leið verði farin,“ segir Guðmundur og minnir á að Sorpu sé greitt í hlut- falli við það magn heimilissorps sem hún urði. Íhuga útboð á sorp- hirðu í tilraunaskyni Hugmyndir um að flokka frá lífrænan úrgang í Reykjavík Í HNOTSKURN »Dagblaðapappír og líf-rænn úrgangur vega um helming af heimilissorpinu, sem vegur alls 41.000 tonn. »Von er á nýjungum í söfn-un á flokkuðu sorpi í borg- inni sem verða kynntar í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.