Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GUNNAR Hannes Biering barnalæknir andaðist á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi aðfaranótt 27. mars sl., 81 árs að aldri. Gunnar var fæddur í Reykjavík 30. desember 1926, sonur Henriks C.J. Biering kaupmanns og konu hans Olgu Astrid Hansen. Gunnar lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1946. Sama ár hóf hann nám í læknisfræði við Há- skóla Íslands og lauk því 1953. Hann fór til framhaldsnáms í Bandaríkjunum, stundaði sérnám í barnalækningum við Háskólann í Minnesota og útskrifaðist vorið 1958. Gunnar hóf störf við barna- deild Hringsins um sumarið og starfaði þar til 1961 er hann varð barnalæknir fæðingardeildar Landspítalans. Gunn- ar vann að uppbygg- ingu vökudeildar Barnaspítala Hrings- ins og var síðan yf- irlæknir hennar til starfsloka 1996. Hann var dósent í barna- lækningum við Há- skóla Íslands í 15 ár og kenndi einnig við hjúkrunarskólann og ljósmæðraskólann. Að loknum læknisferli fór Gunnar í Leið- söguskóla Íslands og lauk honum 1997. Hann starfaði við leiðsögn og far- arstjórn til 2006. Gunnar var tvígiftur. Fyrri kona hans var Kristjana Edda Ólafs- dóttir hjúkrunarkona, sem andað- ist 1957. Síðari kona Gunnars var Herdís Jónsdóttir hjúkrunarkona sem andaðist 1996. Gunnar eign- aðist sína dótturina í hvoru hjóna- bandi og lifa þær báðar föður sinn. Andlát Gunnar Biering Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is VIÐVARANDI hætta er á óhöppum og slysum á Laugarvatnsvöllum, á leiðinni milli Laugarvatns og Þingvalla um Gjábakkaveg, að sögn Valtýs Valtýs- sonar, sveitarstjóra Bláskógabyggðar. Nauðsyn- legt er að leggja nýjan uppbyggðan veg, sam- kvæmt áætlun Vegagerðarinnar. Enn eitt óhappið varð á mánudag þegar jeppamenn lentu í krapa við Laugarvatnsvelli og var bjargað eftir drjúga bið á bílþakinu. Á svæðinu getur myndast hálfgert stöðuvatn í leysingum og er vegurinn því lokaður þegar þannig er ástatt. Samt hafa menn freistast til að aka veginn. Bláskógabyggð hefur lagt mikla áherslu á að nýr Gjábakkavegur verði lagður enda sé núverandi vegur sumarvegur og lélegt farsímasamband þar. Veitt hefur verið fé til lagningar nýs vegar en málið er í biðstöðu vegna umfjöllunar umhverfisráðu- neytisins um kæru Péturs M. Jónassonar vatna- líffræðings á fyrirhugaðri framkvæmd. Bláskóga- byggð átti von á niðurstöðu ráðuneytisins um síðustu mánaðamót en ekkert hefur enn frést af málinu, að sögn Valtýs. „Okkur er farið að lengja eftir niðurstöðu í mál- inu, svo vægt sé til orða tekið,“ bendir hann á. „Samkvæmt lögum ætti úrskurðurinn að liggja fyr- ir, en hann er ekki kominn enn.“ Valtýr segist ítrekað hafa bent á það í gegnum árin að núverandi Gjábakkavegur gegni engu hlut- verki sem samgönguæð innan sveitarfélagsins. „Hættan á óhöppum í leysingum á þessum stað er fyrir hendi á hverju einasta ári og menn geta rétt ímyndað sér hvort okkur dettur í hug að aka skóla- börnum um þennan veg. Þess í stað er valin mun lengri leið þannig að útkoman er skólaakstur upp á á annað hundrað kílómetra daglega. Þess vegna er nauðsyn á nýjum Gjábakkavegi sem er bæði styttri og öruggari allt árið um kring og ég bendi á að það er ábyrgðarhluti að leggjast gegn slíkum áformum með kærum til yfirvalda.“ Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og sér- fræðingur í lífríki Þingvallavatns, hefur varað mjög við áformum um uppbyggingu Gjábakkavegar og bendir á að aukin mengun af völdum niturs (köfn- unarefnis) í Þingvallavatni af völdum umferðar um Gjábakkaveg og einnig um þjóðgarðinn, geti gert vatnið grænt og gruggugt. Vegalagningin gæti einnig orðið til þess að Þingvellir féllu út af heims- minjaskrá UNESCO. Pétur hefur bent á að sam- kvæmt áætlunum Vegagerðarinnar verði 90 km há- markshraði á nýjum Gjábakkavegi og verði hann að veruleika verði stutt í að kröfur komi fram um að leggja veg fyrir 90 km hraða í gegnum þjóðgarðinn. Telur viðvarandi hættu á óhöppum á Gjábakkavegi Bið Tveir menn biðu í 2 tíma á þaki bílsins í krap- anum á mánudag eftir að hafa lent utan vegar. FYRSTU heiðlóur ársins sáust í gærmorgun, tvær saman á flugi. Björn Arnarson, starfsmaður Fugla- athugunarstöðvar Suðausturlands, sá lóurnar. „Já, ég sá lóur í morgun, þetta hafa sennilega verið þær fyrstu,“ sagði hann. Björn kom auga á þær við Einarslund þar sem Fugla- athugunarstöðin er með aðstöðu. Einarslundur er trjálundur í grennd við Höfn í Hornafirði. Einar Hálfdánason, skógræktarmaður frá Höfn, byrjaði að rækta tré við Mið- fjárhúsahól í kringum 1950. Hann ánafnaði svo Félagi fuglaáhuga- manna í Höfn lundinn. Á síðustu árum hafa fyrstu lóurn- ar sést á tímabilinu 20.–29. mars, en þær fara ekki að streyma til lands- ins fyrr en um miðjan apríl. Spurður um aðra farfugla sagðist Björn hafa séð mikið af álftum í gærmorgun. Hann sagði einnig að gæsahópar og þrestir væru komnir til landsins. Einnig sást til lóu við Eyrarbakka í gær. Heiðlóa er meðalstór mófugl og lifir á skordýrum, ormum, sniglum og berjum. Vængir lóunnar eru fremur langir og þekkt er bragð hennar til að lokka óvini frá hreiðr- um með því að þykjast vængbrotin. Vorboðinn ljúfi lentur við Höfn í Hornafirði og Eyrarbakka eftir langt flug Lóan er komin til landsins Ljósmynd/Jóhann Óli Á AÐALFUNDI VR sl. mánudag var m.a. samþykkt að lækka fé- lagsgjald um 30%, úr 1% í 0,7% af heildarlaunum. Tillagan var sam- þykkt með öllum greiddum atkvæð- um á fundinum. Samkvæmt upplýsingum frá VR mat stjórn félagsins það svo að tæki- færi væri til að lækka gjaldið en VR hefur verið rekið með góðum hagn- aði undanfarin ár. Hagnaður af starfsemi félagsins árið 2006 var t.d. 980 milljónir króna – sem er met- hagnaður. „Lækkun félagsgjaldsins til framtíðar er því liður í að láta fé- lagsmenn njóta þessarar góðu rekstrarafkomu,“ segir m.a. í til- kynningu frá VR. Einnig var ákveðið að veita 412 milljóna króna framlag í VR vara- sjóð félagsmanna, en sjóðurinn var stofnaður á síðasta ári með ríflega 850 kr. stofnframlagi. Segir í til- kynningu að allir félagsmenn muni fá sent yfirlit á næstu dögum þar sem fram kemur hversu mikið er lagt inn á sjóð hvers og eins. VR lækkar félagsgjald um 30% SIV Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra hefur ákveðið að hefja undir- búning að setningu reglugerðar þar sem mælt verður fyrir um breyttar viðvaranir á tóbaksumbúðum. Breytingarnar eru liður í þeirri við- leitni að hvetja fólk til að láta af reykingum með því að koma á fram- færi skýrum skilaboðum um skað- semi þeirra. Í stað textaviðvörunar, sem í dag er á bakhlið tóbaksum- búða, er miðað við að komi myndir sem skírskota til skaðsemi tóbaks. Reiknað er með að á umbúðunum verði skráð símanúmer Reyksímans. Nýjar viðvaranir SAMKOMULAG náðist í gær milli stjórnmálaflokkanna sem eiga full- trúa á Alþingi um að takmarka aug- lýsingakostnað í aðdraganda alþing- iskosninganna í vor. Samkomulagið er það fyrsta sem stjórnmálaflokkar gera með sér síðan árið 1991 og er leið þeirra til að koma böndum á út- gjöld vegna baráttunnar sem fram- undan er. Undanfarnar vikur hafa fram- kvæmdastjórar setið marga fundi um málið og eftir miklar þreifingar undanfarna daga og getgátur í fjöl- miðlum er samkomulagið loks stað- fest. Flokkarnir skuldbinda sig m.a. til að takmarka kostnað við auglýs- ingabirtingar í dagblöðum og ljós- vakamiðlum á landsvísu og má kostnaður vegna auglýsinga í þeim miðlum ekki verða meiri en 28 millj- ónir króna. Samþykkt var að óháður aðili yrði fenginn til að hafa eftirlit með fram- kvæmdinni. Flokkarnir náðu saman Hringdu í 530 2400 og fáðu Heimaöryggi í áskrift! www.oryggi.is Hver vaktar þitt heimili um páskana? Hi m in n og h af / SÍ A ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.