Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sá er aldeilis ratvís, þetta bjargar okkur alveg í baráttunni, ég hafði ekki grænan grun um þennan rollu-stíg, Nonni minn. VEÐUR Það er vel ráðið hjá stjórn Ís-lenzku óperunnar að ráða Stef- án Baldursson sem stjórnanda óp- erunnar. Nánast má fullyrða, að ekki hefði verið hægt að finna hæf- ari einstakling í þetta starf.   Stefán Baldursson á að bakiglæstan feril í íslenzku leikhúsi, fyrst sem leikhússtjóri hjá Leik- félagi Reykjavík- ur og síðar sem þjóðleikhússtjóri.   Það er ekkiauðvelt að stýra menning- arstofnunum og halda utan um þau ólíku sjón- armið, sem uppi eru innan þeirra og þær þrífast að mörgu leyti á. Stefáni Baldurssyni fórst það einstaklega vel úr hendi í báðum leikhúsunum.   Hann býr því að mikilli reynslu,sem hann byggir á, þegar hann tekur nú við stjórn Íslenzku óp- erunnar. Hún er í góðum höndum, þar sem Stefán er og það verður spennandi að fylgjast með því í hvaða farveg hann beinir starfsemi hennar.   Skoðanir hafa verið skiptar umstefnu óperunnar síðustu árin. Það er ekki vont fyrir menning- arstofnun að það stormi svolítið um hana og að ýmsar leiðir séu próf- aðar. Það hefur verið gert á und- anförnum árum.   En nú verða tímamót á marganhátt. Gera má ráð fyrir að nýr óperustjóri taki húsnæðismál óp- erunnar föstum tökum og að hann marki óperunni nýja listræna stefnu.   Það er ástæða til að óska íslenzkuóperunni til hamingju með að hafa fengið Stefán Baldursson til starfa. Hennar bíður ný framtíð. STAKSTEINAR Stefán Baldursson Vel heppnuð ráðning SIGMUND           ! "#  $ %& ' (          )' * +, - % . /  * ,             01   0 2  3 1, 1 ) , 4 0 $ 5 '67 8 3 # '      ! ""# "   "  "  "   9 )#:;         ) ## : )  $ %& '  &  ( ) <1 < <1 < <1 $ ' "! * "#+ ,!"- ;     ) =: $ '! % ! (  . /' 0 " "" " ! & " "# <6 =  $ '! % ! (  . /' 0 " "" " ! & " "# < $ & " ! & " + 1 % $ ! 2 "# 0 "   ""  . 3    !. 45!! % 66 "! (% / ( * "# 2&34 >3 >)<4?@A )B-.A<4?@A +4C/B (-A . 0 0 . . . . . . . .  . .  . . . . 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0     Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ G. Helga Ingadóttir | 27. mars Vorhreingerningar í Eldstó Café! Það er í mér hugur að opna litla kaffihúsið mitt í vor og við erum á kafi í að endur- skipuleggja […] Ég vonast til að það verði í þessu sígandi gangur eins og áður, suma er allavega farið að lengja eftir að fá góðan kaffisopa og með því. Og þá er bara að taka sig saman í andlitinu, hætta þessu rápi á blogginu og byrja. Híf opp og syngið með! Meira: trukona.blog.is Guðríður Haraldsdóttir | 27. mars Stóra blekkingin Fyndið hvað ég læt alltaf blekkjast, svona líka gáfuð, klár og greind stúlka, eins og mamma sagði alltaf og ættingjar úr Þingeyj- arsýslunni… Trúi og treysti þeim upplýsingum sem fram koma og á alls ekki von á því að fá rothögg að morgni dags… daginn eftir að VORIÐ KOM! Hahaha, það er hvít jörð núna og komið þriggja trefla veður aftur, sýnist mér, alla vega tveggja trefla. Meira: gurrihar.blog.is Jóhann Alfreð Kristinsson | 26. mars Spunastríð og stríð Er það ekki alveg augljóst hverjir hagn- ast mest á þessu spunastríði sem geng- ur um á netinu um meintan fund Geirs Haarde og Steingríms J.? Eru það ekki Vg sjálfir sem að hagnast mest á þessum orðrómi? […] Vg hefur mælst stærri en Sam- fylkingin nú í fjöldamörgum könn- unum. […] Það er ljóst að það er ákveðin stemmning fyrir rík- isstjórn D+Vg. Meira: johannalfred.blog.is Stefán Einar Stefánsson | 26. mars Viðurlög og viðkvæmni Síðustu sólarhringa hefur mikil umræða spunnist upp í kring- um Spaugstofu Rík- isútvarpsins þar sem lög um þjóðsönginn voru þverbrotin. Áhugavert hefur verið að fylgjast með og taka þátt í þeim orðaskipt- um sem um málið hafa orðið og sjaldan eða aldrei hef ég fengið jafn sterk viðbrögð við skrifum mínum á alnetinu. Margt við þessa umræðu vekur forvitni mína og þá ekki síst við- brögð þeirra aðila sem andmæla þeirri skoðun minni að spaug- stofumenn hafi haft rangt við. Ein- kennilegast finnst mér að rýna í skrif þeirra sem telja að Spaug- stofan hafi verið í fullum rétti til þess að gantast með Lofsöng Svein- björns Sveinbjörnssonar og það af þeirri ástæðu að ríkisstjórnin sé alltaf að leika sér með stjórnar- skrána og lýðræðið! Það er aldeilis beinið í nefinu á því fólki sem rétt- lætir ætlað lögbrot með öðru ætluðu en þó miklu óræðara lögbroti! Það skiptir engu máli hvað rík- isstjórnin eða einhver aðili hefur gert eða ekki gert, lögin um þjóð- sönginn voru brotin og menn eiga að svara fyrir það ef þeir komast í kast við lögin, listamenn eða grín- istar eru ekki undanþegnir þeirri staðreynd. Þegar menn bera tjáningarfrelsið fyrir sig og segja ótækt að kæra menn fyrir að gant- ast með þjóðsönginn þá er rétt að minna á það að tjáningarfrelsi manna eru ýmsar skorður settar, m.a. með lögum sem tryggja eiga einstaklinga gagnvart meiðyrðum. Í raun má segja að lögin um þjóð- sönginn sé einskonar meið- yrðalöggjöf, þar sem það er tryggt að sameiningartákn þjóðarinnar sé ekki lítilsvirt eða það haft í flimt- ingum. Vissulega er tjáningarfrelsið einn af hornsteinum lýðræðisins en það er mikill og stór misskilningur að allt skuli víkja fyrir því. Meira að segja John Stuart Mill talaði fyrir því að samfélaginu yrðu settar skorður, þar sem sú regla gilti að mönnum væri ekki heimilt að skaða aðra (þó réttara væri að tala um að brjóta ekki á rétti annarra […]). Meira: stefani.blog.is BLOG.IS BJÓRINN Kaldi, sem framleiddur er í Bruggverksmiðjunni á Árskógs- strönd og seldur á Dalvík, er fyrst fluttur til Reykjavíkur áður en hann er fluttur í vínbúðina á Dalvík. Að- eins um 12 kílómetrar eru á milli Ár- skógsstrandar og Dalvíkur. Bjórinn fer hins vegar yfir 800 km leið áður en hann ratar í vínbúðina á Dalvík. Bruggverksmiðjan á Árskógs- strönd hóf framleiðslu á bjórnum Kalda í október sl. og segir Agnes Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri verksmiðjunnar, að viðtökurnar hafi verið ótrúlega góðar. Varla hafist undan að framleiða. Á næstunni verði stærri gerjunartankar teknir í notkun en við það sé hægt að auka framleiðsluna um 80%. Þessi aukn- ing gefi verksmiðjunni færi á að hefja framleiðslu á dökkum bjór. Starfsmenn eru nú fjórir, en fimmta starfsmanninum verður bætt við á næstunni. Nær öll framleiðsla Bruggverk- smiðjunnar er seld dreifing- armiðstöð ÁTVR í Reykjavík. Agnes segir að bjór sem seldur er í vínbúð- inni á Dalvík sé því fluttur frá Ár- skógsströnd til Reykjavíkur og það- an aftur til Dalvíkur. Árskógsströnd og Dalvík eru í sama sveitarfélagi og um 12 km eru á milli staðanna. Örn Stefánsson, innkaupastjóri ÁTVR, segir að bjór sem fram- leiddur er hjá Vífilfelli á Akureyri og hjá Bruggverksmiðjunni á Árskógs- strönd sé fluttur beint í vínbúðina á Akureyri. Bjór á aðra útsölustaði á landsbyggðinni sé dreift frá dreif- ingarstöðinni í Reykjavík. Ástæðan sé sú að ÁTVR leggi mikla áherslu á að tryggja fullnægjandi flutninga á vörunni. Áður hafi áfengi verið dreift um Norðurland frá Akureyri, en þessu hafi verið breytt fyrir nokkrum árum. Ástæðan sé eins og áður segir að ÁTVR leggi mikla áherslu á fullnægjandi flutninga. Hafa ekki undan að framleiða Kalda Bjór er fluttur yfir 800 kílómetra leið frá Árskógsströnd til Dalvíkur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kaldi Bjórinn frá Bruggverksmiðj- unni á Árskógsströnd í Eyjafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.