Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BROT Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar voru alvarleg trúnaðarbrot, þeir brugðust starfs- skyldum sínum, trausti hluthafa Baugs og í mörgum tilvikum trausti verðbréfamarkaðarins í heild sinni og þetta á að meta þeim til refsiþyng- ingar. Þetta var meðal þess sem Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissak- sóknari í Baugsmálinu, sagði þegar hann lauk málflutningsræðu sinni í gær með því að fjalla um mögulega refsiákvörðun, verði þeir Jón Ásgeir og Tryggvi sakfelldir fyrir brot sín. Sigurður Tómas fór í gær nokkuð fram úr þeim tíma sem honum hafði verið úthlutað og hugsanlega hefur tímaskortur átt þátt í því að hann virtist algjörlega ætla að gleyma að fjalla um refsiákvörðun yfir Jóni Ger- aldi Sullenberger, sem einnig er ákærður í málinu. Arngrímur Ísberg dómsformaður taldi a.m.k. ástæðu til að spyrja hvort saksóknarinn ætlaði sér ekkert að fjalla um brot Jóns Ger- alds í þessu samhengi. Sigurður Tóm- as var fljótur til svars og sagði að brot Jóns Geralds, þ.e. að hafa útbúið kreditreikning upp á 62 milljónir sem Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir að hafa notað til að ýkja hagnað Baugs, væri minna að vöxtum en hinna tveggja og að Jón Gerald hefði sjálfur ekki haft hag af því. Hann hefði samt sem áður gert Jóni Ásgeiri og Tryggva kleift að fremja brotið en einnig yrði að líta til þess að hann hefði aðstoðað við að upplýsa brotið sem og önnur brot í málinu og hefði af þeim sökum orðið fyrir ýmsum skakkaföllum. „Sósumál“ í Lúxemborg Sigurður Tómas hélt fyrst áfram umfjöllun sinni um ákærulið 14 en í honum eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi ákærðir fyrir að hafa látið rangfæra bókhald Baugs og láta líta svo út að hagnaður félagsins árið 2000 hafi verið 164 milljónum króna hærri en raunin var. Sigurður Tómas sagði í gær að í þessum tilgangi hefði verið búin til „bókhaldsflétta“ sem grundvallaðist á samningi við Kaupþing í Lúxem- borg um að það fyrirtæki keypti af Baugi hlutabréf í breska verslunar- félaginu Arcadia fyrir 332 milljónir króna. Baugur hefði aftur á móti hvorki selt né afhent bréfin í Arcadia enda hefði það verið einlægur ásetn- ingur Jóns Ásgeirs að eiga bréfin áfram. Hann hefði raunar verið ákveðinn í að auka hlut sinn enn frek- ar en lent í erfiðleikum vegna þess að hann hafði ekki nægt eigið fé til að ráðast í fjárfestinguna. Þar að auki væri það algjörlega úti- lokað að salan hefði getað talist til tekna á árinu 2000, enda hefði samn- ingurinn við Kaupþing ekki verið gerður fyrr en 1. febrúar 2001. Þetta hefði Magnús Guðmundsson hjá Kaupþingi staðfest í lögregluskýrslu sem tekin hefði verið af honum sem sökuðum manni en hún hefði grund- vallarvægi málinu ásamt því sem Magnús hefði borið fyrir dómi. Við þetta bættist að umrædd hluta- bréf voru vegna fjármögnunar í vörslu Íslandsbanka og bankinn hefði verið skráður eigandi umræddra bréfa fram í febrúar. Þrátt fyrir þennan „fullkomlega ómöguleika“ hefðu Magnús og Tryggvi gert með sér samning um sölu bréfanna og dagsett hann aftur í tímann og Jón Ásgeir síðan staðfest með því að leggja blessun sína yfir lokafærslur vegna ársreiknings fyrir árið 2000 þar sem áhrif samningsins koma fram en skv. ákæru voru 164 milljónir af kaupverðinu færðar sem hagnaður á árinu 2000 en afgangurinn til lækk- unar á erlendri hlutabréfaeign. Sú skýring hefði komið fram að um misskilning hefði verið að ræða en Sigurður Tómas sagði að sú skýring gæti ekki staðist. Bókhaldsfléttan sem Jón Ásgeir og Tryggvi hefðu gripið til í janúar 2001 og klárað í mars hefði svo augljóslega verið á skjön við áform Jóns Ásgeirs og Baugs um að eignast stóran eignar- hlut í Arcadia að það væri útilokað annað en þarna væri um að ræða harðan ásetning um að fremja blekk- ingar í bókhaldi. Næg tækifæri hefðu auk þess verið til að leiðrétta mis- skilninginn en það hefði ekki verið gert. Sigurður Tómas bætti við, máli sínu til stuðnings, að Kaupþing í Lúx- emborg hefði aldrei fengið bréfin í Arcadia afhent. Það benti einnig til sektar að í tölvubréfi milli Jóns Ás- geirs og Tryggva í ágúst 2001 hefði verið rætt um „sósumál“ í Lúxem- borg eins og þessar færslur hefðu verið nefndar, en með því hefði verið vísað til þess að bókhaldsæfingar hefðu átt sér stað. Einnig hefði verið rætt um að myndast hefði inneign til að hafa upp í „ruslakistuna“ en svo hefði vörslureikningur í Lúxemborg verið nefndur sem m.a. var notaður til að halda utan um kaupréttar- greiðslur til æðstu stjórnenda. Eins og fyrr segir var samningur- inn notaður til að auka hagnað Baugs um 164 milljónir en það fram kom hjá saksóknaranum að fyrir lægi að bréf- in í Arcadia hefðu líka hækkað um 164 milljónir. Sigurður Tómas sagði að vel kynni að vera að við ákvörðun refsingar mætti taka eitthvert tillit til þessa en jafnframt yrði að hafa í huga að Baugur hefði ekki innleyst þennan hagnað á árinu 2000. Lög hefðu auk þess alls ekki staðið til þess að hægt væri að uppfæra bréfin til hagnaðar enda hefði verið ljóst að um langtíma- fjárfestingu var að ræða en ekki skammtímafjárfestingu. Hefðu bréf- in getað talist skammtímafjárfesting hefði verið heimilt að uppfæra þau í bókhaldi en þá hefði jafnframt þurft að skýra það sérstaklega í ársreikn- ingi en það hefði ekki verið gert. Sigurður Tómas sagði ljóst að bæði Jón Ásgeir og Tryggvi hefðu haft ásetning um að fremja brotin og verið sér algjörlega meðvitandi um áhrif þeirra, þ.e. að hagnaður fyrirtækisins myndi sýnast 52% meiri á árinu 2000. Tilgangurinn með hinu meinta broti sem fjallað var um hér að fram- an var að hífa upp hagnað Baugs og sagði Sigurður Tómas að hið sama ætti við um brot sem hverfðust um kreditreikning frá Nordica og kredit- yfirlýsingu frá færeyska verslunar- félaginu SMS, samtals að fjárhæð 108,6 milljónir. Þótt þessi fjárhæð sé töluvert lægri en vegna Arcadia-bréfanna, sagði Sigurður Tómas að þessi sak- arefni væru miklu alvarlegri og raun- ar þau alvarlegustu í þessum kafla ákærunnar, enda hefði alls enginn fótur verið fyrir þessum færslum. Tekjufærslan vegna bréfanna í Ar- cadia hefði þó a.m.k. verið „vonar- færsla“. Hann fullyrti jafnframt að í öllum löndum þar sem verðbréfa- markaður væri yfirleitt starfræktur væri það litið mjög alvarlegum aug- um ef svona vinnubrögð tíðkuðust við bókhald í fyrirtækjum. Vinasamband í kredit Í ræðu Sigurðar Tómasar kom fram að bæði reikningurinn frá Nord- ica og kredityfirlýsingin frá SMS voru gefin út 30. ágúst 2001, en þá var verið að ljúka við rekstraryfirlit Baugs fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Í báðum tilfellum hefði Tryggvi Jóns- son hringt í forsvarsmenn fyrirtækj- anna og fengið þá í einu hendings- kasti til að útbúa og senda skjölin. Allt hefði verið klappað og klárt á um einum klukkutíma. Í báðum tilvikum væru engin við- skipti á bak við skjölin, fjárhæðir væru ekki í nokkrum takti við við- skipti félaganna og þeir sem út- bjuggu reikningana ættu það sameig- inlegt að hafa rekið fyrirtæki sem voru háð Baugi og þar að auki verið í sérstöku trúnaðar- og vinasambandi við forsvarsmenn Baugs. Engin gögn hefðu heldur fundist sem styddu kreditreikninginn og yf- irlýsinguna og engin gangskör hefði heldur verið gerð af hálfu Baugs að því að innheimta skuldirnar sem Nordica og SMS hefðu þó viðurkennt með þessari útgáfu. Seinna í ræðunni benti Sigurður Tómas á að auðveldara hefði verið að nota erlend fyrirtæki til bókhaldstil- færinga þar sem litlar líkur væru á því að íslensk yfirvöld kæmust á snoðir um þær. Um kreditreikninginn frá Nordica sagði Sigurður Tómas að mikilvægt væri að gera sér grein fyrir að ef reikningurinn og upphæðin hefðu átt sér stoð í raunveruleikanum hefði Jón Gerald í raun verið að undirrita sína eigin gjaldþrotayfirlýsingu með útgáfu hans. Jón Ásgeir hefði sagt að reikning- urinn tæki til áranna 2000 og 2001 en á þessu tímabili hefðu heildarvið- skipti Baugs og Nordica verið 98 milljónir. Af þeirri fjárhæð hefði Nordica aðeins fengið um 10% í sinn hlut, þ.e. um 10 milljónir, og væri upphæð kreditreikningsins því „al- gjörlega fáránleg“. Þótt það kynni að vera „óskaplega heimskulegt“ af hálfu Jóns Geralds að fallast á að gefa reikninginn út yrði að hafa í huga að Jón Gerald hefði á þessum tíma borið mikið traust til Baugsmanna. Milli þeirra hefðu verið náin tengsl og oft skrautleg og útgáfa reikningsins því miður ekki úr takti við annað sem þeir hefðu gert. Sigurður Tómas sagði að Jón Ás- geir og Tryggvi hefðu sett fram fjöl- margar skýringar á þessum reikningi og það væri raunar áhugavert að skoða hvernig þær hefðu breyst. Þannig hefði Jón Ásgeir t.d. sagt í lögregluyfirheyrslu að reikningurinn hefði verið gefinn út á móti styrk- greiðslum til Nordica en síðan dregið þá skýringu til baka. Þá hefði hann í febrúar 2003 ekkert minnst á birgða- stöðu á vörum frá Nordica en fyrir dómi hefði hann skýrt kreditreikn- inginn með því að gera hefði átt upp „vandræðalager“ af vörum frá Nord- ica. Þá væri skýring Jóns Ásgeirs á því að Nordica hefði haft möguleika á að greiða reikninginn með því að auka söluna til Baugs upp í þrjár Brugðust trausti verðbréfa- markaðarins í heild sinni Morgunblaðið/G.Rúnar Kláraði Sigurður Tómas Magnússon lauk málflutningsræðu sinni í gær og sagði m.a. að sönnunargögn gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni vegna reksturs skemmtibátsins Thee Viking væru „yfirþyrmandi“. Í DAG hefjast málflutningsræður Gests Jónssonar (t.v.), verjanda Jóns Ás- geirs Jóhannessonar og Jakobs R. Möller, verjanda Tryggva Jónssonar. Þeir hyggjast skiptast á að flytja málsvörn sakborninga. Gestur mun flytja málið vegna ákæruliða 2-10, 15 og 18 en Jakob vegna ákæruliða 11- 14, 16-17 og 19. Jón Ásgeir er einn ákærður í liðum 2-10 og Tryggvi er einn ákærður í lið 19 en í ákæruliðum 11-18 eru þeir báðir ákærðir. Gestur byrj- ar, Jakob tekur síðan við og loks lýkur Gestur vörninni. Í Morgunblaðinu í gær var sagt að einungis Gestur myndi taka til máls í dag og Jakob taka við á morgun en samkvæmt ofangreindu er það ekki rétt. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Morgunblaðið/G.Rúnar Skipta með sér ákæruliðum Í HNOTSKURN Dagur 29 » Í refsimálum greina sak-sóknarar stundum frá því hvað þeir telji vera hæfilega refsingu. Sigurður Tómas Magn- ússon lét það ógert en krafðist þess að sakborningarnir þrír yrðu dæmdir til refsingar. » Sigurður Tómas sagði þáJón Ásgeir Jóhannesson og Tryggva Jónsson ekki hafa haft samvinnu við rannsakendur í málinu á nokkurn máta. » Þá hefði framburður þeirra ímörgum tilvikum tekið mikl- um breytingum. Hann hefði breyst á meðan lögreglurann- sókn stóð og fyrir dómi hefðu enn nýjar skýringar komið fram. » Sigurður Tómas gerði einn-ig að umtalsefni notkun á orðunum „eldamennska“ og „sósumálum“ í tölvubréfum á milli Tryggva og Jóns Ásgeirs og sagði hana tengjast enska hugtakinu „cooking the books“ sem þýða má sem bókhalds- brellur. » Í ræðu sinni fjallaði hanntöluvert um meint brot sem beindust að því að láta líta svo út fyrir að hagnaður Baugs væri meiri en hann var í raun á ár- unum 2000 og 2001, annars veg- ar með færslu upp á 164 millj- ónir og hins vegar 108 milljónir. » Hafa yrði í huga að á þess-um tíma hefði hagnaður Baugs verið töluvert minni en áætlanir hefðu gert ráð fyrir og stjórnendur haft af því áhyggjur. » Hann bar meint brot JónsÁsgeirs og Tryggva saman við brot sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu og sagði að hin síðarnefndu væru ósköp sakleys- isleg í samanburðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.