Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 11
milljónir Bandaríkjadala á ári „al- gjörlega út í bláinn“ enda jafngilti upphæðin öllum tekjum Nordica af slíkum viðskiptum í tvö ár. Þar að auki hefði reynst ómögulegt að fá botn í hvernig fjárhæðin var reiknuð út, starfsmenn hjá Aðföngum sem voru í samskiptum og samninga- viðræðum við Nordica hefðu ekkert heyrt af þessum reikningi og þegar viðskiptum félaganna lauk sumarið 2002, m.a. með uppgjöri skulda milli félaganna, hefði aldrei verið minnst á tilvist hans. Kaffisaga sem ekki stenst Um kredityfirlýsinguna frá SMS í Færeyjum sagði Sigurður Tómas að líkt og með kreditreikning Nordica hefði hún verið útbúin að frumkvæði Jóns Ásgeirs og Tryggva. Tryggvi hefði hringt í Niels Heine Mortensen hjá SMS og fengið hann til þess að út- búa yfirlýsinguna og á það hefði Níels fallist þar sem hann hefði fengið þær upplýsingar hjá Tryggva að yfirlýs- inguna ætti að nota á innanhússfundi hjá Baugi. Sigurður Tómas benti á að Tryggvi hefði gefið þær skýringar að yfirlýs- ingin væri á misskilningi byggð en samt komið með þá sögu að fyrirhug- uð hefðu verið viðskipti með kaffi. Þau viðskipti hefðu átt að skila mikl- um afslætti en þau síðan verið blásin af án þess að hann fengi um það vitn- eskju. þetta stæðist ekki og benti m.a. á að þegar yfirlýsingin var gefin út hefði innflutningur á kaffi í gegnum SMS löngu verið hættur og hefði þar auki aldrei verið ýkja mikill. „Kaffi- sagan gengur á engan hátt upp,“ sagði Sigurður Tómas. Þá þýddi ekk- ert fyrir Tryggva að segja að rugl- ingur hefði átt sér stað enda hefði hann sjálfur lesið textann á reikn- ingnum fyrir Níels. Um ásetning Jóns Ásgeir og Tryggva til brotanna í þessum tveim- ur ákæruliðum sagði Sigurður Tómas að hann væri skýr og full sönnun væri auk þess komin fram um að báðir hefðu staðið að þeim. Það hefði t.a.m. ekki getað farið fram hjá forstjóran- um Jóni Ásgeiri þegar lokafærslu- skjal hækkaði hagnað annars vegar um 164 milljónir og hins vegar um 108 milljónir. Í fyrra tilvikinu hefði verið um að ræða bókfærða sölu á Ar- cadia-bréfum en það fyrirtækið hefði verið sérlegt áhugamál Jóns Ásgeirs og hins vegar hefði verið vísað til hans í handritaðri skýringu með tekjufærslu á 108 milljónunum. Yfirþyrmandi sönnunargögn Í 18 lið ákærunnar eru þeir Tryggvi og Jón Ásgeir ákærðir fyrir fjárdrátt upp á rúmlega 32 milljónir króna með því að hafa látið Baug greiða fyrir kostnað við rekstur báts- ins Thee Viking. Sigurður Tómas rakti hvernig Gaumur hefði mánaðar- lega greitt reikninga vegna tveggja annarra báta á Flórída, forvera Thee Viking, en skyndilega um áramótin 1999 og 2000, hefðu þær greiðslur fallið niður. Þess í stað hefði Baugur byrjað að greiða mánaðarlega reikn- inga til Nordica, fyrst að fjárhæð 8.000 Bandaríkjadali en síðan hefði hún hækkað í 12.000 dali. Sigurður Tómas sagði að ótvíræð sönnunargögn lægju fyrir um að greiðslurnar hefðu verið vegna báts- ins. Á hinn bóginn hefði ekkert komið fram sem styddi þá skýringu Jóns Ásgeirs og Tryggva að greiðslurnar væru styrkur vegna vöruhúss Nor- dica, enginn samningur, tölvubréf eða neitt slíkt. Fjármálastjórum Baugs og starfsmönnum Aðfanga sem hefðu þurft að semja við Jón Gerald um innkaup hefði heldur ekki verið kunnugt um slíkan samning. Skýringar Jóns Ásgeir og Tryggva hefðu þar að auki tekið miklum breyt- ingum og væru í raun ekki annað en vanmáttugar tilraunir til að reyna að klóra í bakkann gegn yfirþyrmandi sönnunargögnum um sekt. Varðandi ákærulið 19 sem fjallar um meintan fjárdrátt Tryggva upp á 1,3 milljónir, sagði Sigurður Tómas að Tryggva hefði verið í lófa lagið að nota greiðslukort Baugs eða sín eigin til að greiða fyrir kostnað sem féll til í útlöndum en hefði þess í stað notað greiðslukort Nordica, gagngert til að leyna útgjöldunum fyrir fjármála- sviði Baugs og þannig svíkja fé af fyr- irtækinu. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 11 FRÉTTIR Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is STJÓRN Íslensku óperunnar hefur ráðið Stefán Baldursson, leikstjóra og fyrrverandi þjóðleik- hússtjóra, næsta óperustjóra. Bjarni Daníelsson óperustjóri lætur af störfum 1. júlí næstkom- andi. Stefán mun hefja störf við óperuna í byrjun maí og vinna að undirbúningi næsta starfsárs með fráfarandi óperustjóra. Ráðningarsamn- ingur óperustjóra er til fjögurra ára og tekur Stefán við starfinu 1. maí, en þeir Bjarni starfa saman í mánuð áður en Bjarni kveður starfsvett- vang sinn til átta ára. Óperustjóri er ábyrgur fyrir bæði listrænni og rekstrarlegri stjórn Ís- lensku óperunnar, en fimm manna stjórn Ís- lensku óperunnar fer með æðsta vald í málefnum hennar. Ópera er leikhús Stefán Baldursson hefur mikla og víðtæka reynslu af leiklist heima og heiman. Í námi hans í leikstjórn og leikhúsfræðum voru óperan og óp- erusagan ekki undanskildar annarri sviðslist. Á leikstjórnarferli sínum hefur Stefán líka unnið með velflestum núlifandi tónskáldum okkar sem samið hafa tónlist fyrir leikhúsið, og þess vegna fer því fjarri að tónlistin sé honum framandi svið, þótt eflaust kunni einhverjir að velta því fyrir sér hvaða erindi leikhúsmaður eigi í óperuhús. „Það má ekki gleyma því ópera er leikhús – óperan er leikhúsform, og kannski eitt það merkilegasta og mest spennandi. Það sem gerir þetta spennandi og öðruvísi fyrir mig, er að þarna er tónlistin algjörlega í fókus, og það er sú ögrun sem er skemmtileg og ný fyrir mig.“ Stefán kveðst vera mikill óperuaðdáandi og hafa sótt óperur frá ungaaldri. Sem leikhússtjóri hefur hann átt þátt í að setja á svið óperur og unnið að óperuflutningi, meðal annars í sam- vinnu við Íslensku óperuna. Þar má nefna stórar sýningar: Niflungahringinn í styttri gerð, árið 1994, og Hollendinginn fljúgandi, árið 2002, hvort tveggja verk Wagners. Þjóðleikhúsinu hefur frá því fyrir tíð Íslensku óperunnar verið ætlað að setja upp óperur og söngleiki, og segir Stefán að hann hefði gjarnan viljað setja óperur upp þar oftar en gert var. „Í þeim ramma sem þar var varð það sérstaklega afbrigðilegt vegna kostnaðarins, því það þurfti þá að ráða einvörðungu fólk sem var annars ekki starfandi í húsinu; hljómsveit, kór og söngvara. Það var líka stefna hjá okkur í Þjóðleikhúsinu, eftir að Íslenska óperan fór að eflast, og ríkið að styrkja hana æ meir, að vera ekki í samkeppni við hana – frekar í samvinnu. Góð tengsl við almenning skipta máli Stefán segir erfitt að tjá sig á fyrsta degi um framtíðardrauma sína fyrir Óperunnar hönd, hann eigi eftir að skoða aðstæður og innra fyr- irkomulag í Ingólfsstrætinu. „Ég vil að sjálf- sögðu veg óperunnar sem mestan og bestan og að hún haldi áfram að skipa þann sess sem hún hefur haft sem sterkur liður í okkar menningar- og tónlistarlífi. Mér finnst líka skipta gríð- armiklu máli að hún sé í sterkum tengslum við almenning í landinu og áhorfendur.“ Stefán kveður já við, inntur eftir því hvort hann hafi fylgst með lifandi umræðu um málefni Óperunnar í Lesbók Morgunblaðsins að und- anförnu, en þar hefur margt borið á góma, eink- um listræna stefnu í verkefnavali. „Þessi um- ræða hefur verið öfgakennd á vissan hátt, sérstaklega í umræðunni um verkefnavalið. Mér hefur sýnst að þeir sem skrifa hafi verið á öðrum hvorum kantinum, annaðhvort eigi bara að flytja klassískar og vinsælar óperur sem allir þekkja, eða þá að vera fyrst og fremst í frumsköpun og flutningi á nýstárlegri verkum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að finna jafnvægi í verkefna- valinu, þannig að Óperan geti boðið upp á hvort tveggja. Oft eru eldri óperur vel til þess fallnar að laða nýja áhorfendur að, ef þær eru í skemmtilegum sviðsetningum. En mér finnst það líka mikilvægt fyrir Íslensku óperuna að efla íslenska tónsköpun og frumflytja ný verk.“ Íslenska óperan komi við sögu Tónlistarhúss Húsnæðismál Óperunnar og fjármál hafa iðu- lega verið í umræðunni og segir Stefán að hún standi á tímamótum, ekki síst hvað húsnæð- isvandann áhrærir. Gamla bíó sé skemmtilegt og sjarmerandi hús, en hafi sína galla. Þá eigi eftir að koma í ljós hvað verður úr óperubyggingu í Kópavogi og sjá hversu raunhæfar áætlanir um hana séu. „Við erum á tímamótum gagnvart Tón- listarhúsinu, því að þar verða örugglega fluttar óperur. Mér finnst að Íslenska óperan eigi að vera í forystu varðandi óperusýningar í því glæsilega húsi, bæði vegna hefðar, sögu, þekk- ingar og reynslu. Búið hefur verið þannig um hnútana í því húsi að þar verður unnt að setja upp óperur. Þar þarf að sætta fólk á góðar lausn- ir til frambúðar, en verkefnið er gífurlega spenn- andi.“ Telur að Óperan eigi að vera í forystu óperuflutnings í Tónlistarhúsinu Þarf að sætta fólk á góð- ar lausnir til frambúðar Morgunblaðið/Ómar Næsti óperustjóri „Óperan er leikhúsform, og kannski eitt það merkilegasta og mest spenn- andi,“ segir Stefán Baldursson. MBL.IS fær umtalsvert fleiri heim- sóknir en keppinauturinn visir.is samkvæmt nýrri dagblaða- og net- miðlamælingu Capacent í janúar og febrúar sl. Nýrri aðferð var nú beitt við mælinguna í fyrsta sinn. Heimsóknir á dag frá fólki í aldurs- hópnum 20–29 ára reyndust vera 64,9% á mbl.is en 26,9% á visir.is. Í aldurshópnum 30–39 ára voru heim- sóknir á dag 64,7% á mbl.is en 31,2% á visir.is. Mbl.is fékk einnig fleiri heimsóknir í vikunni og naut þar meiri vinsælda í öllum hópum. Þann- ig heimsóttu 72,8% karla mbl.is en 49% visir.is, 67,6% kvenna heimsóttu mbl.is en 39,6% visir.is. Í aldurshópn- um 12–19 ára heimsóttu t.d. 67% mbl.is en 40,7% visir.is. Í hópnum 20– 29 ára heimsóttu 86,4% mbl.is en 53,8% visir.is. Í hópi 40–49 ára heim- sóttu 77,5% mbl.is en 51,9% visir.is. Talsvert hefur dregið úr meðal- lestri allra dagblaðanna frá fyrri könnunum. Engu að síður líta nú hlutfallslega fleiri í Morgunblaðið í vikunni en gerðu í síðustu könnun og kváðust 71,9% hafa skoðað Morgun- blaðið. Hins vegar hafði þeim fækkað sem eitthvað lásu í hinum dagblöð- unum í vikunni, miðað við fyrri kann- anir. Þannig höfðu 88,6% nú lesið Fréttablaðið eitthvað í vikunni og 64% Blaðið. Samkvæmt mælingunni var meðallestur á hvert tölublað Blaðsins nú 38,3%, Fréttablaðsins 65,1% og Morgunblaðsins 43,6%. Breytt fyrirkomulag kannana Capacent tók upp breytt og bætt fyrirkomulag á dagblaða- og net- miðlamælingum um síðustu áramót. Fram að þessu hefur dagblaðalestur verið mældur í 2–4 vikur á ári með dagbókum. Með breyttu fyrirkomu- lagi er svörum nú safnað samfellt yfir árið. Um er að ræða símamælingu, þar sem ákveðnum fjölda svara er safnað á degi hverjum og niðurstöð- um skilað ársfjórðungslega. Niður- stöður fyrir hvern ársfjórðung byggj- ast á u.þ.b. 2.400 svörum að því er segir á heimasíðu Capacent. Samfelld dagblaða- og netmiðla- mæling Capacent var gerð með síma- könnun frá 10. janúar til 27. febrúar 2007. Svörum var safnað jafnt yfir mælitímabilið. Úrtakið var Íslendingar á aldrin- um 12–80 ára, valdir með tilviljunar- aðferð úr þjóðskrá og var stærð úr- taksins 4.350. Endanlegt úrtak var 4.121 og fjöldi svara 2.542. Nettó svarhlutfall var því 61,7%.                                            !"      ! "      ! #$$ % &  '     ( (  )*  "  !"   $+  , -  65% fólks á aldrinum 20– 39 ára lesa mbl.is daglega Þeim sem lesa eitthvað í Morgunblaðinu í hverri viku fjölgar frá síðustu könnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.