Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JÓNÍNA Bjartmarz umhverfis- ráðherra sat á mánudag fund um- hverfisráðherra fjögurra ríkja í Dublin á Írlandi, þar sem rætt var um kjarnorku og fyrirhugaða end- uropnun THORP-endurvinnslu- versins í Sellafield á Englandi. Ráð- herrarnir hvetja bresk stjórnvöld til að opna verið ekki að nýju í ljósi ítrekaðra öryggisvandamála sem komið hafa þar upp, en hefja þess í stað undirbúning að lokun Sella- field-stöðvarinnar. Nokkur umræða hefur verið und- anfarin misseri í Evrópu og víðar um að auka orkuframleiðslu með kjarnorku í ljósi loftslagsbreytinga. Í yfirlýsingu umhverfisráðherra Ís- lands, Írlands, Noregs og Austur- ríkis sem ritað var undir á fund- inum vara þeir sterklega við því að litið sé á kjarnorku sem góða lausn á loftslagsvand- anum. Notkun kjarnorku til orkuframleiðslu fylgi veruleg vandamál varðandi öryggi kjarnorkuvera og meðferð og geymslu geislavirks úrgangs. Auk þess töldu ráðherrarnir að áhersla á kjarnorku drægi athygli frá þeim aðgerðum sem best tryggðu langtímaárangur í lofts- lagsmálum. Vilja að Sellafield-stöðinni verði lokað um aldur og ævi Jónína Bjartmarz BIFHJÓLAFÓLKI er nú skylt lögum samkvæmt að nota við- urkenndan lágmarkshlífð- arfatnað og sama á við um þann sem er á hliðarvagni, eftirvagni eða tengitæki bifhjóls. Alþingi samþykkt breytingar á umferð- arlögum í þessa veru fyrir þing- lok. Einnig er nú ökumanni bifhjóls eða torfærutækis skylt að sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti hlífðarhjálm. Þá skal ökumaður á bifhjóli sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti viðurkenndan lág- markshlífðarfatnað. Hlífðarfatnaður skylda Morgunblaðið/Sverrir EIMSKIP hefur tekið á móti nýj- um færanlegum hafnarkrana í Sundahöfn. Nýi kraninn er af gerðinni Gottwald HMK 6407, smíðaður í Þýskalandi og kemur í stað eldri krana af sömu tegund sem verður fluttur á Reyðarfjörð. Nýi kraninn fékk nafnið Jötunn eftir samkeppni meðal starfsfólks en eldri kranar Eimskips nefnast Jakinn og Jarlinn. Jötunn hefur 110 tonna lyfti- getu, er með 950 hestafla vél og vegur 420 tonn. Hann er 35 metra hár og bóman er 51 metri. Kran- inn getur farið með fulllestaða gáma út í 13. gámaröð í skipi, en stærstu skip Eimskips eru 11 gám- araða. Jötunn, Jak- inn og Jarlinn Jötunn Kraninn kominn á sinn stað á svæði Eimskips í Sundahöfn. FREDRIK Reinfeldt, forsætisráð- herra Svíþjóðar, kemur í opinbera heimsókn til Íslands mánudaginn 2. apríl nk. Hann mun eiga fund og snæða hádegisverð með Geir H. Haarde forsætisráðherra og hitta síðan íslenska kaupsýslumenn. Reinfeldt kemur FULLORÐINN fuglaskoðari í Vest- urbænum sá fjórar tildrur við Eiðs- granda á mánudag. Tildrur sjást hér oft á vorin, á leið til Grænlands. Þessi fuglaskoðari minnist þess hins vegar ekki að hafa séð þær jafn snemma. Tildrur á ferð OKKAR ábyrgð – öryggi og varn- ir Íslendinga er heiti á opnum fundi sem SVS og Varðberg boða til fimmtu- daginn 29. mars nk. kl. 17.15 í hliðarsal á 2. hæð Hótels Sögu. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra, einn fremsti sérfræðingur landsins í öryggis- og varn- armálum, flytur erindið. Hann fjallar um framkvæmd á yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar frá árinu 2006 um aðgerðir á vegum ís- lenskra stjórnvalda vegna brott- farar varnarliðsins. Verkefnin falla að verulegu leyti undir ráðuneyti hans. Björn telur að gæsla öryggis borgaranna sé ekki utanríkismál heldur innanríkismál hvers ríkis. Erindi um ör- yggi og varnir Björn Bjarnason STJÓRN Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga átelur í samþykkt skemmtistaðinn Pravda fyrir að réttlæta drykkjukeppni með við- veru hjúkrunarfræðinema á 3. ári. Hann sé ekki fullnuma og geti ekki axlað ábyrgð á neyðarþjónustu. Átelja Pravda NÝR pottur hefur verið tekinn í notkun í Laugardalslaug, potturinn er með sjó sem kemur úr borholu Orkuveitu Reykjavíkur við Laugarnes og er sjór- inn hitaður upp í 40° á celsíus. Heit sjávarböð eru í gríðarlegum vexti í SPA-geiranum í heiminum, segir í fréttatilkynningu. Mest hefur þróunin verið á Spáni og í Frakklandi og nú síðast í Bretlandi. Um er að ræða 7 þús- und ára meðferð sem upprunnin er hjá Grikkjum. Í Laugardalslaug eru tvær 50 metra laugar, önnur útilaug en hin innan- hússlaug sem er fullkomin keppnislaug. Fimm heitir pottar, þar af tveir nuddpottar, barnalaug, eimbað og birtulampar. Sjópottur í Laugardalslaug Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is FULLTRÚAR allra framboða til al- þingiskosninganna í Norðausturkjör- dæmi í vor, nema VG, lýstu í fyrra- kvöld yfir stuðningi við byggingu álvers við Húsavík. Fjölmenni var á málþingi á veitingastaðnum Gamla Bauk og ljóst að atvinnumál brenna heitt á Þingeyingum. Það var Atvinnuþróunarfélag Þing- eyinga sem stóð að málþinginu undir yfirskriftinni Sjálfbært samfélag – Nýting auðlinda – Endurheimt land- gæða, þar sem frummælendur voru Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráð- herra, Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslunnar, og Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunn- arsstofu. Fulltrúar þeirra framboða sem bjóða fram til þings í kjördæm- inu fengu síðan að tjá sig um málefni fundarins og fólk í salnum að leggja spurningar fyrir bæði þá og frum- mælendur. Þau orð Valgerðar Sverrisdóttur, að besta byggðastefnan væri sú að at- vinnan væri í höndum heimamanna, féllu í góðan jarðveg á málþinginu. Hún kvaðst á þeirri skoðun að það væri ekki hlutverk stjórnmálamanna að koma í veg fyrir uppbyggingu sem heimamenn vildu standa að, og mönn- um í salnum mislíkaði greinilega af- skiptasemi annarra vegna hugsan- legs álvers og raunar einnig vegna stjórnunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Hvers vegna …? Hvers vegna má virkja fyrir austan en ekki hér? Hvers vegna má reisa eða stækka álver fyrir sunnan, en ekki hér? Fólkið í grennd við Vatna- jökulsþjóðgarð á að sjá um stjórn hans. Á þessa lund voru hugrenning- ar fundarmanna. „Við eigum að nýta orkuna og aðrir kostir en álframleiðsla eru ekki raun- hæfir í dag og ekki líkur á að það breytist á næstu árum,“ sagði Val- gerður Sverrisdóttir. Ráðherra vísaði til Vinstri grænna og sagði það ekki framtíðarlausn í atvinnumálum á svæðinu að flytja út vatn eða selja fólki norðurljósaskoðun, en það gæti verið góð viðbót við annað. „Það er ekki sjálfbær þróun að við eigum ekki að nýta auðlindirnar,“ sagði Valgerður. Ögmundur Jónasson alþingismað- ur, sem mætti á málþingið fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð, sagði VG alfarið á móti álveri við Húsavík en lýsti því yfir að hann væri hins vegar tilbúinn að virkja jarðhita á svæðinu í þágu fyrirtækja eins og Google og Microsoft, sem hefðu jafn- vel áhuga á því að byggja upp gagna- banka hér á landi. Spurður um hvort ekki fælist í þessu mótsögn sagðist Ögmundur vilja hafa áhrif á það hvers konar störf væru sköpuð og kvaðst telja að atvinnuuppbygging á þeim forsendum sem hann nefndi skilaði meiri virðisauka inn í samfélagið en stóriðjan. Kristján Möller, þingmaður Sam- fylkingarinnar, lýsti því yfir að hann styddi byggingu álvers við Húsavík, en huga yrði að því að ekki yrði virkj- að of mikið hér á landi. „Ég á mér enga ósk heitari en það verði fellt að stækka álverið í Straumsvík,“ sagði þingmaðurinn og vísaði til atkvæða- greiðslu íbúa Hafnarfjarðar um deili- skipulag um næstu helgi. Andrés Arnalds telur samhengi skorta í umræðu hér á landi um loft- mengun og tvískinnung töluverðan. Mikið væri rætt um svifryk en lausnin á höfuðborgarsvæðinu virtist sú að byggja fleiri brýr og stærri vegi! Hrósaði hann forráðamönnum á Ak- ureyri og í Reykjanesbæ fyrir að fella niður gjald í strætó til þess að draga úr bílaumferð og sagði það til eftir- breytni. Andrés sagði Íslendinga geta orðið til fyrirmyndar með því að setja sér það markmið að hér yrði engin nettó- losun kolefna. Lýsti jafnframt þeirri skoðun sinni að öll binding ætti að vera viðbót; ekki mætti setja dæmið þannig upp að kolefni yrðu bundin til þess að vega upp á móti losun eins og t.d. frá álveri. Græn störf Töluvert var rætt um að skapa svo- kölluð „græn störf“ á svæðinu og því var Ögmundur fylgjandi, „en ég vil ekki álverksmiðju í kaupbæti,“ sagði hann. Andrés benti á að binding kolefna með ræktun lands og skóga gæti falið í sér mikla atvinnusköpun, en vildi – þrátt fyrir greinilegan áhuga fundar- manna þar að lútandi – alls ekki nefna mögulegan fjölda starfa. Sagði það óábyrgt tal. Andrés nefndi þó að með því að rækta t.d. upp 100 þúsund hektara af illa grónu landi og 40 þús- und hektara af skógi mætti binda álíka mikið af kolefni og kæmi frá 200 þúsund tonna álveri. Skúli Björn upplýsti viðstadda um undirbúning Vatnajökulsþjóðgarðs, en hann stýrði nefnd þar um. Meðal þess sem fundarmenn lýstu áhyggjum af var að stjórn þjóðgarðs- ins yrði á suðvesturhorninu en ekki í nágrenni hans. Skúli sagði yfirstjórn þjóðgarðsins skipaða sjö mönnum án sérstakrar heimilisfestu þannig að skrifstofa þeirrar yfirstjórnar gæti verið hvar sem væri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Húsfyllir Þröngt var setinn bekkurinn á Gamla Bauk í fyrradag enda um- fjöllunarefnið, atvinnumál í víðum skilningi, fólki á svæðinu hugleikið. Hvers vegna álver þar en ekki hér? Í HNOTSKURN »Atvinnumál brenna áÞingeyingum. Þeir spyrja: Hvers vegna má ekki reisa ál- ver hér fyrst það má annars staðar á landinu? »Áhugi er á því að byggjaupp sem flest „græn störf“ á svæðinu. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Reyðarfjörður | Nú eru 230 starfs- menn komnir til starfa hjá Alcoa Fjarðaáli og búið að ráða 270 alls. Hlutfall kvenna er 33% og mun lík- lega vera hið hæsta sem þekkist í ál- iðnaði. Eftir er að ráða um 100 manns og verður það gert næstu mánuðina. Erna segir að reiknað hafi verið með að helmingur starfs- manna álversins kæmi af Austur- landi og hlutföllin standi nú í 60% af heimamönnum og 40% annars stað- ar frá. Fyrsti súrálsfarmurinn er vænt- anlegur með skipi til Mjóaeyrar- hafnar við álverið í dag, miðvikudag, ef áætlanir standast. Ráðgert er að hefja gangsetningu álversins snemma í apríl og verða fyrstu kerin keyrð upp með raforku af landsnet- inu. Gangsetning mun taka sex til sjö mánuði og formleg opnunarat- höfn álversins verður í sumar. Bechtel, sem byggir álverið fyrir Alcoa Fjarðaál, fagnaði nýlega nýj- um öryggisáfanga, en þá höfðu starfsmenn unnið í samtals eina milljón vinnustunda án slysa sem leiða til vinnutaps. Trommuleikari í Húsbandið Alcoa Fjarðaál auglýsti á dögun- um m.a. eftir trommuleikara í hljómsveitina Léttmálmsbandið, sem stofnuð hefur verið af starfs- mönnum fyrirtækisins. Þessi óvenjulega auglýsing vakti athygli og segir Erna Indriðadóttir, upplýs- ingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, að nokkur fjöldi hafi sótt í trommuleik- arastarfið, bæði utan- og innanhúss hjá fyrirtækinu. Nú er búið að ráða Norðfirðinginn Þorvald Einarsson á slagverkið og verður byrjunarembætti hans með Léttmálmsbandinu, eða Hösk eins og sveitin er kölluð, að skemmta á fyrstu árshátíð Alcoa Fjarðaáls í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði nk. laugardagskvöld. Þar er búist við yf- ir 200 gestum og Logi Bergmann Eiðsson verður veislustjóri. Í sam- tali við Sigurð Ólafsson, bassaleik- ara Hösk, kom fram að sex liðsmenn væru nú í bandinu, þrír Austfirð- ingar og þrír aðfluttir, þeir hefðu æfingaaðstöðu hjá BRJÁN í Nes- kaupstað og spiluðu tónlist sem flokka mætti sem léttmálmsmúsík, þ.e. flest annað en þungarokk. „Við erum klárir í slaginn og nú eru svo margir trommuleikarar að sækja um hjá fyrirtækinu að þar má ef- laust stofna margar fleiri hljóm- sveitir á næstunni,“ segir Sigurður og bætir við að Hösk-nafnið sé til- komið vegna Höskuldssona-eftir- nafns tveggja meðlima, sem allir liðsmenn muni nú tileinka sér. 270 ráðnir til Alcoa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.