Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 13 FÆREYSKIR línubátar hafa verið að gera það gott við Ísland. Þeir hafa verið að fá tvöfalt meiri afla en línu- bátar við Færeyjar. Aflinn hefur að mestu leyti verið ýsa og hefur hátt verð fengizt fyrir hana. Nýlega lönduðu tveir bátar í Klakksvík, Jákup B og Pison. Afli þeirra var 60 til 70 tonn. Þetta var fyrsti túrinn hjá Pison við Ísland en annar túrinn hjá Jákupi B. Í fyrri túrnum var aflinn 90 tonn. Afli skip- anna á dag hefur verið milli 5 og 7 tonn á dag og er aflinn að uppistöðu ýsa. Gott verð hefur fengizt fyrir ýs- una, eða um ríflega 190 krónur á kíló- ið. Fyrr í vikunni landaði Núpur 65 tonnum af Íslandsmiðum. Veiðin við Ísland hefur verið misjöfn, en þegar bezt hefur gengið hafa þau fengið um 9 tonn á lögnina. Veiðiferðirnar hafa verið 10 til 13 dagar að lengd. Í vikunni lönduðu einnig línuskipin Klakkur, Kvikk og Pólarstjörnan, en þau höfðu verið að veiðum við Fær- eyjar og voru með um 35 tonn hvert. Ufsaveiðin við Færeyjar hefur geng- ið illa að undanförnu, en það er að nokkru leyti árstíðabundið. Veiðin gengur venjulega illa fyrst eftir hrygningu. Botnfiskveiðiheimildir Færeyinga við Ísland eru óbreyttar á þessu ári. Færeysk skip hafa því heimild til að veiða 5.600 lestir af botnfiski á árinu. Heildarafli þorsks má þó aldrei verða meiri en 1.200 lestir og lúðuafli aldrei meiri en 80 lestir. Veiðar Færeyskir bátar landa karfa í Vestmannaeyjum. Þeir hafa að undanförnu fengið vel af ýsu á línuna. Færeyingar feng- sælir við Ísland ÚR VERINU HB Grandi hefur tekið í notkun nýja pökkunarlínu frá Völku ehf. Pökkunarlínan er sérstaklega hönnuð fyrir pökkun á ferskum fiskafurðum með áherslu á hátt sjálfvirknistig, mikla nákvæmni, mikil afköst og góða meðferð hrá- efnis. Auk þess hafa starfsmenn Völku þróað nýja heildarlausn í meðferð og miðlun gagna um pantanir og gefur það bæði framleiðendum og kaupendum aukna yfirsýn. Pökk- unarlínan samanstendur af kara- hvolfara, sjálfvirkum matara, sam- valsvog, pökkunarstöð, tékkvog, límmiðaprentara og brettunar- aðstöðu. Tækjaþjónn stýrir allri vinnslulínunni Guðmundur Elíasson, sölustjóri Völku, segir að í línunni séu fjöl- margar tækninýjungar þróaðar af starfsfólki Völku, sem auka skil- virkni og áreiðanleika tækjabún- aðarins. Þar er að finna nýja gerð af samvalstæki sem hlotið hefur nafnið RapidWeigher og var þróað í samvinnu HB Granda og Völku með styrk frá AVS-rannsókna- sjóðnum. Ein tölva, svokallaður tækja- þjónn, stýrir allri vinnslulínunni. Þessi nýjung tryggir mun meiri áreiðanleika og hagkvæmni við út- færslu á vinnslulínum sem þessum. Viðskiptavinir slá pantanir inn í RapidTrade-kerfið sem er net- tengt sölu- og pantanakerfi og flytur það þær á algerlega sjálf- virkan hátt í þá deild og í það tæki sem pakka skal sérhverri pönt- unareiningu. Upplýsingar um pökkunina eru fluttar á sjálfvirkan hátt frá fram- leiðslunni inn í RapidTrade-kerfið og eru þar með samstundis orðnar aðgengilegar stjórnendum og við- skiptavinum HB Granda. Ný hugsun í samvalsvoginni „Samvalsvogin nýtir nýja gerð af samvalstæki og er hún sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum,“ seg- ir Guðmundur. „Með nýju tækninni hafa náðst mjög góð af- köst, afbragðs meðferð hráefnis og meiri nákvæmni en áður hefur þekkst við alsjálfvirka pökkun á ferskum fiskafurðum. Umsókn Völku um alþjóðlegt einkaleyfi á þessum nýja tækjabúnaði er langt komin. Valka hefur þróað nýja aðferð við að stýra tækjabúnaði í fisk- vinnslunni. Aðferðin byggist á því að nota öflugan netþjón, til að stýra mörgum tækjum. Þennan netþjón köllum við tækjaþjón og er einn slíkur nýttur til að stýra allri pökkunarlínunni. Ávinningur þessa fyrirkomulags er aðallega tvíþættur. Í fyrsta lagi er rekstraröryggi netþjóns mun meira en þeirra tölva sem venju- lega eru settar inn í sjálf tækin, einkum vegna þess að sá tækja- búnaður verður oft fyrir miklu álagi meðal annars vegna titrings og rakamyndunar. Í annan stað sparast kostnaður við að setja dýra stýriskjái á hvert tæki sem gjarnan eru aðeins not- aðir endrum og sinnum. Í pökk- unarlínunni eru aðeins skjáir sem starfsfólkið þarf að nota dags dag- lega við pökkunina en önnur tæki eru stillt í notendavænu vefviðmóti ýmist frá borðtölvum verkstjóra eða með þráðlausum handtölvum.“ Viðskiptavinurinn getur fylgst með á Netinu „RapidTrade er nettengt sölu- og pantanaforrit og er yfirfærsla pantana á Rapid-vélarnar sjálf- virkari en áður hefur þekkst. Allar nauðsynlegar upplýsingar um samþykktar pantanir berast milli- liðalaust til viðkomandi vélar, svo sem vörutegund, skammtastærðir, magn, merkingar, breytingar og fleira. Hver tækjaþjónn heldur svo utan um gögn frá framleiðslunni á sjálfvirkan hátt og geta við- skiptavinir þar með fengið upplýs- ingar um stöðu sinna pantana með aðgangi sínum að RapidTrade. Með þessu móti er búið að eyða út allri innsláttarvinnu hjá fiskselj- endum auk þess sem ekki er verið að tefja starfsfólk fiskvinnslunnar með fyrirspurnum um pantanir og stöðu þeirra. Samskipti sölustjóra og starfsfólks framleiðslu einfald- ast mjög mikið því RapidTrade- kerfið lætur vita af breytingum á pöntunum með SMS-skilaboðum og/eða í tölvupósti auk þess sem RapidTrade-kerfið heldur utan um breytingasögu pantana,“ segir Guðmundur Elíasson. Fjölmargar nýjungar sem auka skilvirkni HB Grandi tekur í notkun sjálfvirka pökkunarlínu frá Völku ehf. Í HNOTSKURN »Þessi nýjung tryggir munmeiri áreiðanleika og hag- kvæmni við útfærslu á vinnslu- línum sem þessum. »Umsókn Völku um al-þjóðlegt einkaleyfi á þess- um nýja tækjabúnaði er langt komin. »Allar nauðsynlegar upp-lýsingar um samþykktar pantanir berast milliliðalaust til viðkomandi vélar. ,,ÁÐUR en við fengum kerfið þurftum við að halda utan um pantanir í mörg- um mismunandi Excel-skjölum og öll samskipti fóru fram annaðhvort í gegn- um síma eða í tölvupósti,“ segir Sólveig Jóhannesdóttir, sölustjóri HB Granda hf. „Nú er umhverfið gjörbreytt og allar þessar skeytasendingar eru horfnar eða sjálfvirkar og maður getur einbeitt sér að því að selja vörurnar í stað þess að halda utan um pantanir. Þá er ekki lengur vandamál að halda utan um breytingar á pöntunum því RapidTrade lætur alla í framleiðslunni vita sjálfvirkt af breytingum með tölvupósti eða SMS-skeytum. Reikningagerðin hefur einnig einfaldast mjög mikið. Allar upplýsingar eru nú til staðar á ein- um stað og gögnin eru færð sjálfvirkt frá RapidTrade inn í bókhaldskerfið sem einfaldar, flýtir fyrir og útilokar innsláttarvillur. Umhverfið gjörbreytt ÞORBJÖRN hf. hefur gengið frá samningi um sölu á Þuríði Halldórs- dóttur GK 94 til Árbergs ehf. í Grindavík, sem er dótturfélag Ramma hf. á Siglufirði. Jafnframt hefur verið samið um skipti á afla- heimildum á milli félagana þannig að Þorbjörn hf. lætur frá sér allar afla- heimildir sínar í humri og einnig nokkuð af aflaheimildum í ýsu en fær í staðinn aflaheimildir í þorski. Þorbjörn hf. mun við þetta hætta allri vinnslu á humri en í þess stað auka vinnslu á þorski. „Við vorum með of lítinn humar- kvóta á Þuríði til að útgerð hennar og vinnsla humarsins borgaði sig. Við vorum með hana í resktri til að geta sótt humarinn, en notuðum hana líka á troll og línu. Við höfum sérhæft okkur í þorsk- og ýsuvinnslu og vildum auka möguleikana þar og hætta í humrinum. Það samdist um með okkur og Rammanum, vegna þess að það er þeirra hagur að fá meiri humar og okkar að fá meira af þorski. Þannig að þetta voru eigin- lega kaup kaups, þetta kemur báðum vel. Við erum þrátt fyrir þetta með það öflugan flota að við getum bætt á hann þeim heimildum sem koma af Þuríði og í skiptum fyrir humarinn,“ segir Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Selja Þuríði og skipta á kvóta í humri og þorski Stórar dælur - Litlar dælur Góðar dælur - Öruggar dælur Úrval af dælum Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.