Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 17 MENNING SKÁLDSAGAN Karítas án titils var nýlega gefin út í Danmörku á vegum Gyld- endal-forlagsins. Fjallað hefur ver- ið um bókina, sem er í þýðingu Ás- laugar Th. Rögn- valdsdóttur, í bæði Jyllands- Posten og Politiken og er umsögnin í báðum tilvikum afar jákvæð. Gagnrýnandi Politken, Mette Winge, segir til að mynda í upphafi að sagan sé „stórkostleg“. Enn fremur segir hún að Kristín Marja leiki sér með tungumálið á þann hátt að maður „lepur frásögnina eins og mjólk“. Hún er svo ekki að skafa of- an af hlutunum í lok umfjöllunar sinnar, greinilega ósátt við lengd- artakmörk ritstjóra síns: „Gefið mér meira pláss, ég er ekki búin með allt hrósið.“ Það kveður einnig við einkar já- kvæðan tón í gagnrýni Henriette Bacher Lind hjá Jyllands-Posten. Lind gefur bókinni fjórar stjörnur af sex og segir að hér sé á ferðinni „hrífandi frásögn um sterkar ís- lenskar konur“. Að hennar sögn gagntekur sagan lesandann og að lokum fyllyrðir hún að það sé „eng- inn vafi“ á að aðalsöguhetjan, Kar- ítas, muni „hrífa jafnt framakonur sem húsmæður“. Karítas án titils er fjórða skáld- saga Kristínar Marju. Hún kom út á Íslandi árið 2004 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs í ár. Hún hefur þegar verið gefin út í Svíþjóð og er vænt- anleg í bæði Hollandi og Þýskalandi, að því er fram kemur á heimasíðu Eddu útgáfu. Danir hrifnir Karítas án titils út- gefin í Danmörku Kristín Marja Baldursdóttir AÐEINS 7% af listmunum í eigu Tate safnsins er eftir konur. Samkvæmt heimildum The Art Newspaper hefur safnið ákveðið að kaupa inn fleiri verk eft- ir kvennkyns listamenn í tilraun til að laga þenn- an kynjamismun á safninu. 348 af 2914 listamönnum í Tate safninu eru konur. Það er um 12% hlutfall eða 7% ef talið er út frá fjölda lista- verka. En það er ekki hægt að saka Tate eitt um þetta því The National Gall- ery á aðeins listaverk eftir 8 konur meðan það á verk eftir yfir 400 karl- menn. Vandamálið er það, fyrir utan samfélagslega þáttinn, að í gegnum söguna (þar á meðal mestan part 20 aldarinnar) hafa konur framleitt mikið færri verk en karlar. „Hvers vegna eru svona fáir frægir kvennkyns listamenn?,“ spurði listasögufræðingurinn Linda Nochlin árið 1971 og skýrði út að það væri ekki út af því að litið hefði verið framhjá kvennkyns listamönn- um og heldur ekki út af því að þær væru ekki nógu góðar heldur vegna þess að þær væru svo fáar að þær urðu ekki sýnilegar. Þær drukknað í fjölda karlkyns listamanna. Samkvæmt heimildum er vanda- mál Tate það að fjármagn til lista- verkakaupa ár hvert er það lítið að þeir ná ekki að kaupa eins mörg verk eftir konur og þeir vildu og minnka þannig kynjamismuninn. Kynjamun- ur á Tate Frida Kahlo Á SÍÐUSTU háskóla- tónleikum vetrarins í dag kl. 12.30, leika Rússíban- ar. Tónleikarnir verða ekki í Norræna húsinu eins og venjan er, heldur í Hátíðarsal Háskólans. Rússíbanar eru komn- ir á tólfta ár, og sem kunnugt er spila þeir tónlist úr heimshornum nær og fjær. Tvö laganna í dag eru frá Svíþjóð og Rúmeníu, tvö úr smiðju félag- anna og tvö eftir eitt af þekktari tónskáldum okk- ar. Rússíbanar eiga mikið efni í fórum sínum sem lítið hefur heyrst opinberlega. Tónlist Rússíbanar í Há- tíðasal Háskólans Rússíbanar NÆSTA rannsóknarkvöld Fé- lags íslenskra fræða verður annað kvöld í húsi Sögufélags- ins, Fischersundi 3, kl. 20. Þá flytur Marteinn H. Sigurðsson erindi sem hann nefnir: Ein- hendr áss: Um goðið Tý og samnefnda rún. Þar talar Marteinn um ásinn Tý og helstu heim- ildir um hann, Snorra-Eddu og Lokasennu. Hug- myndin um hinn einhenda ás er almennt álitin ævaforn og hið sama á við um nafn Týs. Í erindinu verður reynt að varpa ljósi á söguna um hand- armissi Týs í tengslum við samnefnda rún. Fræði Handarmissir Týs og Týsrúnin ÞRENNIR tónleikar í minn- ingu Margrétar Jónsdóttur verða næstu daga, en Margrét lést úr krabbameini fyrir ári, 24 ára gömul. Þeir fyrstu verða í Grensáskirkju í kvöld. Þar syngja Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur með Diddú og fleirum. Aðrir tón- leikar verða á NASA í kvöld, með Dr. Spock, Benny Crespo’s Gang, Innvortis og Rass. Þriðju tónleikarnir verða í Fríkirkjunni annað kvöld. Þar koma fram Múm, Ólöf Arnalds og Pétur Ben. Ágóði rennur til Ljóssins. Tónlist Þrennir tónleikar til styrktar Ljósinu Margrét Jónsdóttir ♦♦♦ Þú færð símann í vefversluninni á siminn.is eða á næsta sölustað Símans.Tilboðin gilda til 15. apríl Sony Ericsson W300i Innbyggt 20 MB minni • 256 MB minniskort fylgir með • Bluetooth Flugstilling • Stereo handfrjáls búnaður fylgir Verð 19.900 kr. Verð áður 24.900 kr. musicI Flottur Walkman samlokusími – og þú nýtur tónlistarinnar hvar sem er ® MDS-60 hátalarastandur Verð 6.980 kr. Verð áður 8.980 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.