Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 18
DAGSKRÁIN á tónleikum Val- gerðar Andrésdóttur píanóleikara á þriðjudagskvöldið var sumpart helguð tiltölulega nýrri og spenn- andi tónlist. Ýmislegt var ákaflega vel gert hjá henni, eins og Lit- anían eftir Takemitsu, sem var sérlega fallega leikin, þrungin inn- hverfri mýkt og dulúð, alveg eins og tónlistin átti að hljóma. Hins vegar var sónatan eftir Franz Mixa, sem hér heyrðist í fyrsta sinn, engan veginn sannfærandi í meðförum Valgerðar. Þetta er glæsilegt, margbrotið verk þar sem allt mögulegt á sér stað, en hún komst aldrei á flug á tónleik- unum. Síðasti kaflinn bar t.d. yf- irskriftina agitato, sem þýðir að tónlistin á að vera óróleg, en það var ekki að heyra í yfirveguðum leik Valgerðar. Þvert á móti gerð- ist ekkert í túlkun hennar, það var engin spenna, enginn kraftur. Svipaða sögu er að segja um Chaconne eftir Gubaidulinu, sem var fremur loðmulluleg, þótt hún væri vel leikin tæknilega séð. Og Dante-sónata Liszts var óttalega daufleg, auk þess sem sónötuna eftir Mozart skorti nauðsynlegan tærleika. Valgerður er vissulega fær pí- anóleikari, en hún má alveg leyfa sér að taka áhættu þegar hún spil- ar. Annars sofnar fólk bara, og það er ekkert gaman. Daufleg spilamennska TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Franz Mixa: Sónata; Takemitsu: Litany; Gubaidulina: Chaconne; Mozart: Sónata KV 576 í D-dúr; Liszt: Dante-sónatan. Val- gerður Andrésdóttir lék á píanó. Þriðju- dagur 20. mars. Píanótónleikar  Jónas Sen ÞAÐ var magnað fyrir aðdáendur Lesters Youngs að fá að hlusta á Hauk Gröndal-kvartettinn leika lög af efnisskrá Lesters heitins heilt kvöld. Það kom varla á óvart að Lester- ópusinn fá Basie-tímanum; Lesters Leaps In, væri blásinn í upphafi tón- leika. Aftur á móti var lýríkin í You’re Driving Me Crasy og sveiflu- krafturinn í After You’ve Gone kær- kominn. Svo var ballaða: These Fo- olish Things. Haukur blés í tenór þetta kvöld og var með ótrúlega magnaðan tón í ætt við nýklassíkistana: Scott Ha- milton og Henry Allen. Hann er þó þekktari fyrir altóblástur sinn og klarínettuna í gyðingatónlist. Ef ég mætti eiga augnabliksósk væri hún sú að Haukur sneri sér að klarínett- inu og héldi tónleika byggða á tónlist Jimmy Giuffres. Hvað um það! Hvert ljúflingslagið rak annað og þrátt fyrir að spuninn nálgaðist snilli Lesters var Haukur oft glettilega skemmtilegar. Ásgeir átti hvern sólóinn öðrum betri – en því miður alla af boppættinni. Þorleifur Jóns- son kom oft á óvart með göngubass- anum en Qvik var heldur sveiflu- hamlaður þetta kvöld. Gröndal á slóðum Lesters Tónlist Múlinn á DÓMÓ Fimmtudaginn 22.3. 2007. Kvartett Hauks Gröndals  Vernharður Linnet Ljósmynd/Hallur Karlsson Haukur Gröndal „Ótrúlega magn- aður tónn,“ segir gagnrýnandinn. SLAVNESKIR tónalitir flögruðu um loft á fimmtudag. Fyrst í innblásnum fantasíuforleik Tsjækovskíjs um frægasta ástarharmleik heims- bókmennta, einverju bezt samda hljómsveitarverki rússneska snill- ingsins. Þrátt fyrir loðinn tréblástur og styrkrænt viðskila stef í „brotn- um“ rithætti höfundar (þar verður að kunna á lélegan sal!) kom ungi finnski stjórnandinn flestu vel fyrir horn. Sif Tulinius lék síðan snarpan og glans- mikinn einleik í Offertorium, litríkum en varla jafneftirminnilegum fiðlu- konsert Gubaidulinu þar sem tilvitn- anir í konungsstef Tónafórnar Bachs héldu efninu saman. SÍ var þá komin í form, og leik- gleðin kastaði tólfum í meitlaðri or- kestrunarorgíu Prokofjevs úr Ball- ettsvítunum um fyrrnefnt leikrit Shakespeares. Komst túlkunin á gæsahúðarstig þegar í upphafi með mögnuðum andstæðum, og restin var eftir því. Magnaðar andstæður TÓNLIST Háskólabíó Tsjækovskíj: Rómeó og Júlía. Gubaidul- ina: Fiðlukonsert. Prokofjev: Þættir úr 1.–2. svítu R&J. Sif Tulinius fiðla; Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Stj.: Pietari Ink- inen. Fimmtudaginn 22. marz kl. 19:30. Sinfóníutónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson SÚ VAR tíðin að listamenn sköpuðu eingöngu list guði til dýrðar. Með tímanum tóku heimspekilegir og sam- félagslegir þættir að spila æ meiri rullu. Samt gengu menn lengi að því sem vísu að myndlist væri ann- aðhvort smíðisgripir eða myndir. Myndlistin er nú búin að sprengja utan af sér öll hlutlæg mörk og algengt er að listamenn skapi aðstæður og/eða innsetningar sem kunna að leiða til upplifunar á list. Í Gallerí Boxi tekur Hlynur Hallsson myndlist- armaður þessa þætti fyrir á sýningu sem ber heitið Ljós-Licht-Light. Fyrst ber að nefna texta sem lista- maðurinn skrifar á vegginn á íslensku, þýsku og ensku; „Það er ljós“, og blasir við manni um leið og maður gengur inn í salinn. Þar fyrir framan eru fjórir heima- tilbúnir bekkir sem gestir geta tyllt sér á og gluggað í sýningarskrár og blöð eða spjallað sín á milli. Bekkirnir eru gerðir úr frauðplasti og gæruskinn liggja yfir sæt- unum til aukinna þæginda og máski skreytingar. Inni í sjálfu boxinu stendur svo fimmti bekkurinn einsamall. Munurinn á bekkjunum fimm er í sjálfu sér enginn nema að þeir eru settir inn í ólíkar aðstæður. Fjórir hafa hversdagslegt notagildi en sá fimmti er sýndur sem smíðisgripur og fær á sig háleitan blæ á bak við gler í lokuðu rými. Og svei mér þá ef hann minnir ekki á hvítpússaðan skúlptúr eftir James Lee Byars. Mínus skinnið að sjálfsögðu. En frauðið og skinnið skapa vissa spennu sín á milli sem manngert og náttúrulegt ein- angrunarefni. Textinn er hluti af aðstæðunum og þjónar bekkj- unum hvort sem þeir eru settir fram til nytja eða sem smíðisgripir. Hann hefur trúarlega tilvísun, en ljós er jú það fyrsta í sköpunarverki guðs samkvæmt gamla testamentinu, og kann textinn þar með að vísa til þess að list sé í eðli sínu guði til dýrðar. En hann getur allt eins vísað til flúrperanna sem lýsa listaverkið eða til hugmyndar sem hefur kviknað og orðið að myndlist- arsýningu. Fyrir þá sem sitja á bekkjunum er ekki ósennilegt að textinn kveiki einhverja umræðu eða vangaveltur í samhengi við sýninguna. Hlynur er listamaður sem gengur jafnan hreint til verks og er laus við tilgerð. Með sýningunni Ljós- Licht-Light stígur hann örfínan línudans á milli upp- hafningar og afhelgunar sem gengur fyllilega upp þar sem listamaðurinn stýrir aldrei athygli manns á einn veg. Heldur gefur hann ólík „leiðarljós“ og ruglar um leið dálítið í manni. En þegar maður gefur þessum ólíku leiðarljósum gaum ná þau saman í heilsteypta mynd, vekja upp spurningar og upplifun á list. Línudans MYNDLIST Gallerí BOX Opið fimmtudaga og laugardaga frá kl. 14–17 eða eftir sam- komulagi. Sýningu lauk 25. mars. Aðgangur ókeypis. Hlynur Hallsson Hlynur Hallsson Gengur hreint og hrátt til verks. Jón B.K. Ransu Hefur bókmenntaneysla ekkibreyst talsvert á und-anförnum árum? Hefur lesturinn ekki breyst? Hefur um- gengni við bækur ekki breyst? Hef- ur umhverfi bóka ekki breyst? Fyrir tveimur vikum var sagt frá niðurstöðum könnunar í breska dagblaðinu Guardian sem sýna að fólk kaupir sér miklu fleiri bækur en það kemst yfir að lesa. Sumum bók- um er jafnvel hættara við að standa ólesnar uppi í hillum hjá fólki en aðrar. Og það voru ekki neinar smá- bækur sem hljóta oftast þau örlög. Efstar á listanum voru Vernon God Little eftir DBC Pierre, Harry Pot- ter og eldbikarinn eftir JK Rowling og Ódysseifur eftir James Joyce. Meðal annarra höfunda ofarlega á listanum voru Salman Rushdie og Dostojevskí. Tveimur dögum eftir að fréttin birtist í Guardian játaði Víkverji að hann væri einn af þeim sem keyptu bækur til þess eins að hafa þær uppi í skáp. Hann sagðist ekki lesa nema 30% af bókunum sem hann keypti. Sjálfur get ég viðurkennt að lesa ekki allar bækur sem ég kaupi. Ég held þó að nýtingin sé meiri en 30%!    Þetta er nokkur breyting frá þvísem áður var. Undirritaður las yfirleitt allar bækur sem hann keypti. Eða: Hann keypti bara þær bækur sem hann ætlaði að lesa. Hluti ástæðunnar er sú að hann átti litla peninga þegar hann var yngri, til dæmis á námsárunum. Meginástæðan er þó sennilega sú að hann fer nú oftar í bókabúðir en áð- ur. Bókabúðir eru einfaldlega skemmtilegri staðir en þær voru. Það eru fleiri bækur í þeim. Það er líka hægt að fá kaffi í þeim. Og kök- ur. Það er eiginlega upplifun að fara í bókabúð. Að minnsta kosti allt öðruvísi upplifun en það var. Stund- um fer maður í bókabúð bara til þess að fá sér kaffi en kemur út hlaðinn bókum. Og auðvitað hefur aðgengi að bókum líka aukist með tilkomu net- bókabúða. Veröld bókarinnar er allt önnur en hún var.    En hefur lesturinn ekki líkabreyst? Lesendur hafa allt frá upphafi prentsins verið aldir upp við línu- legan lestur. Sjálfur er ég alinn upp við það að byrja á upphafi bókar og enda á öftustu síðunni. Og lengi var það markmið og reyndar sjálfsögð krafa að klára allar bækur sem mað- ur byrjaði á. Það var eiginlega kappsmál. En síðan kom Netið til sögunnar. Þar er textinn ekki línulegur. Á net- inu er ekkert upphaf, engin miðja og enginn endir. Maður hoppar ein- faldlega frá einni síðu til annarrar. Úr verður manns eiginn stiklutexti. Manns eigin slóð. Og sjálfur hef ég staðið mig að því að lesa bækur með sama hætti. Byrj- unin er ekki lengur heilög. Endirinn ekki heldur. Maður bara opnar ein- hvers staðar og byrjar að skanna, renna yfir eina og eina síðu, einn og einn kafla. Á endanum hefur allur textinn hugsanlega verið lesinn. Og sumar bækur ákveður maður að lesa frá upphafi til enda eftir skönn- un. Það eru helst skáldverk.    Þetta bendir hugsanlega til þessað kenningar fræðimanna frá miðri síðustu öld um að lesandinn taki meiri þátt í merkingarsköpun textans en menn héldu hafi ræst með áþreifanlegri hætti en búist var við. Virðing fyrir texta hefur líka minnkað á sama tíma. Um það fjallaði Jón Karl Helgason í viðtali hér í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Hann sagði að endurvinnsla á text- um væri mun meiri en við gerðum okkur almennt grein fyrir. Slík end- urvinnsla væri ekki ný af nálinni eins og bókmenntir fyrri alda væru gott dæmi um en Netið hefði hins vegar fjölgað tækifærum til að nota annarra manna texta. Og líklega hefði það einnig aukið ritstuld. Fagurfræðileg viðhorf hafa líka breyst. Í tvö hundruð ár hafa höf- undar verið krafðir um frumleika í verkum sínum. Nú felst frumleikinn miklu frekar í því hvernig við lesum og þá er ekki aðeins átt við mismun- andi túlkun á textanum. Sem dæmi má nefna að kanadíski miðla- sérfræðingurinn Marshall McLuhan byrjaði ávallt á blaðsíðu 69 í hverri bók. Ef hún vakti athygli hans skoð- aði hann næstu blaðsíður á undan og eftir og renndi síðan yfir efnis- yfirlitið. Ef hann hafði þá ekki fund- ið neitt frekar sem vakti áhuga hans lagði hann bókina frá sér. Að öðrum kosti hélt hann áfram að blaða í bók- inni og las þá hægri síður hennar og þó aðeins hægri helming þeirra en með þeim hætti kvaðst hann geta náð megininntaki verksins, bækur væru enda iðulega of orðmargar. Lesendur geta verið listamenn. Það er jafnklárt og að listamenn eru umfram allt lesendur nú um stundir. Lesendur geta verið listamenn » Bókabúðir eru ein-faldlega skemmti- legri staðir en þær voru. Það eru fleiri bækur í þeim. Það er líka hægt að fá kaffi í þeim. Og kökur. Það er eiginlega upplifun að fara í bóka- búð. Að minnsta kosti allt öðruvísi upplifun en það var. Morgunblaðið/Sverrir Í bókabúð til að lesa Stundum fer maður í bókabúð bara til þess að fá sér kaffi en kemur út hlaðinn bókum. throstur@mbl.is AF LISTUM Þröstur Helgason 18 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.