Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 19 SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Vogar | „Ég hef mjög gaman af þessu. Það er mest gefandi þeg- ar verkið er búið og maður sér að þetta virkar,“ segir Sigurður Hólm Guðmundsson, rafvirkja- nemi við Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Hann tók þátt í Íslands- móti iðnnema sem haldið var í Kringlunni í Reykjavík síðastlið- inn föstudag og stóð uppi sem sigurvegari í sinni grein. Hann hefur því titilinn Íslandsmeistari í rafiðngreinum. Rafvirkjanemarnir fengu það verkefni að setja töflu upp á vegg, tenglarennu við hana og ljós. Í töfluna átti líka að setja stýringu fyrir ljósið. Fengu nemarnir fimm klukkustundir til að vinna verkið. Dómarar fóru á milli og fylgdust með og tóku síðan verkið út í lokin og litu þá einnig til umgengni. Er í ættinni „Þetta gekk þokkalega vel,“ segir Sigurður Hólmar hógvær en dómararnir tölu hann hafa unnið besta verkið. Sigurður er átján ára gamall og er á sjöttu önn í rafvirkjun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og áætar að ljúka sjöundu önn- inni og þeirri síðustu um næstu áramót. Ef allt gengur að óskum tekur hann sveinspróf í byrjun næsta árs. „Ég veit það ekki nema hvað þetta er í ættinni,“ segir Sigurð- ur þegar hann er spurður hvern- ig hann hafi fengið áhuga á þess- ari grein. Faðir hans, Guðmundur Sigurðsson, er raf- virkjameistari og rekur Rafþjón- ustu Guðmundar í Vogum á Vatnsleysuströnd. Sigurður hef- ur unnið hjá honum með námi síðustu þrjú árin og hyggst fræði og iðnfræði og reiknar með að annað hvort verði fyrir valinu. Allir stóðu sig vel Sex keppendur fóru úr Fjöl- brautaskóla Suðurnesja á Ís- landsmót iðnnema, tveir eru í rafvirkjun, tveir í hársnyrtiiðn og tveir á húsasmíðabraut. Sig- urður segir að allir hafi staðið sig vel þótt hann hafi verið sá eini sem vann til verðlauna að þessu sinni. Sjálfur hefur hann áður tekið þátt í mótinu. Það var á síðasta ári en náði þá ekki í verðlaun. starfa sem rafvirki þegar hann lýkur náminu. „Já, verður maður ekki að stefna að því að taka við þessu?“ segir Sigurður Hólm Guðmundsson þegar hann er spurður hvort hann tæki svo ekki við fjölskyldufyrirtækinu í fyllingu tímans. Hann segist hafa mjög gam- an af faginu og hyggst vinna við það í eitt til tvö ár, að loknu námi. Eftir það stefnir hann að því að fara í áframhaldandi tækninám. Segist Sigurður vera byrjað- ur að kynna sér rafmagnsverk- Það er mest gefandi að ljúka verki og sjá það virka Sigurður Hólmar Íslandsmeistari í rafiðngreinum Í HNOTSKURN »Keppt var í ellefu grein-um á Íslandsmóti iðn- nema sem fram fór í Kringl- unni í Reykjavík síðastliðinn föstudag. Keppendur komu af öllu landinu. »Að þessu sinni voru allssjötíu og fimm kepp- endur skráðir til leiks. »Tilgangur keppninnar erað vekja athygli á iðn- greinum og hvetja ungt fólk til að leggja stund á iðnnám. »Sex keppendur fóru úrFjölbrautaskóla Suður- nesja á Íslandsmót iðnema, 2 eru í rrafvirkjun, 2 í hár- snyrtiiðn og 2 í húsasmíði. Virkar Sigurður Hólmar Guðmundsson rafvirkjanemi vann verkefni sitt vel. Og kerfið sem hann setti upp virkaði eins og til var ætlast. NÁM Í DANMÖRKU Í boði er: Á ensku og dönsku • Byggingafræði • Byggingaiðnfræði • Markaðshagfræði Á ensku • Framleiðslutæknifræði • Útflutningstæknifræði Á dönsku • Véltækni • Véltæknifræði • Landmælingar • Tölvutæknifræði • Aðgangsnámskeið • Byggingatæknifræði Hjá VITUS BERING í Horsens bjóðum við upp á margvíslega menntun. Fulltrúar skólans, Jørgen Rasmussen og Johan Eli Ellendersen verða á Íslandi (Hótel Plaza) frá 23.mars til 30.mars. Þeir sem hafa áhuga geta haft sam- band, hringið í síma 5901400, leggið inn skilaboð og við munum hringja tilbaka, eða hringið beint í Johan í síma 8458715. UNIVERSITY COLLEGE - VITUS BERING DENMARK CHR. M. ØSTERGAARDS VEJ 4 DK-8700 HORSENS TEL. +45 7625 5000 FAX: +45 7625 5100 EMAIL: UC@VITUSBERING.DK. www.vitusbering.dk/uc V I T U S B E R I N G D E N M A R K U N I V E R S I T Y C O L L E G E HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjanesbær | Menning- arráð Reykjanesbæjar stendur fyrir málþingi um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og fé- lagasamtaka. Þingið verður haldið í Bíósal Du- ushúsa á morgun, fimmtudag, kl. 14 til 18. Yfirskrift þingsins er „Ræktum frumkvæðið og kraftinn“. Á málþinginu verður fjallað um samfélags- lega ábyrgð fyrirtækja, félagasamtaka og ein- staklinga í menningarmálum og á bæj- arhátíðum. Meðal framsögumanna eru Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Höfuðborg- arstofu, og Baldur Guðmundsson, markaðs- stjóri Sparisjóðsins í Keflavík. Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður. Öllum er heimil þátttaka og aðgangur er ókeypis. Skráning fer fram á upplýsingavef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Tón- listaratriði eru í höndum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. „Ræktum frum- kvæðið og kraftinn“ Ljósanótt sett. Reykjanesbær | Liðlega 2.600 íbúar í Reykja- nesbæ eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. Er það nærri þriðjungur kosningabærra manna í bæj- arfélaginu sem er eitt hæsta hlutfall sem dæmi finnast um hjá Sjálfstæðisflokknum. Koma þessar upplýsingar fram í frétta- tilkynningu fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ um nýja stjórn og verkefni ráðs- ins. Formaður er Margrét Ólöf A. Sanders og Ríkharður Ibsen er varaformaður. Stjórnin stendur fyrir upphitun fyrir kom- andi kosningabaráttu á kosningaskrifstofu flokksins í gamla Félagsbíói nk. föstudag, kl. 17 til 19. Þriðjungur kjósenda í Sjálfstæðisflokknum REKTOR Listaháskóla Íslands seg- ir mikilvægt að skólinn komist í sam- band við borgarlífið í miðbæ Reykja- víkur. Skólinn nefnir ekki ákveðinn stað í ítrekun sinni á umsókn um lóð fyrir skólann sem nýlega var send borgarstjóranum í Reykjavík. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, leggur áherslu á að Reykjavíkurborg leggi skólan- um til lóð til frjálsrar ráðstöfunar í miðbænum eða næsta nágrenni. Hann segir að skólinn þurfi lóð sem byggja megi á allt að 15 þúsund fer- metra hús með möguleikum til stækkunar um fimm þúsund fer- metra. Málið er að öðru leyti lagt í hendur borgarstjóra. Þriðjungur húsnæðis er opinn Vísar Hjálmar til annarra háskóla sem haslað hafa sér völl innan borg- armarkanna, nefnir að Háskólinn í Reykjavík hafi nýverið fengið til frjálsrar ráðstöfunar verðmætt land- svæði á besta stað í borginni. Segir rektor að á lóðinni muni skólinn byggja sjálfur hús fyrir starfsemina eða nýta byggingarréttinn á annan hátt til að koma sér upp húsnæði. Nánar spurður um það segir Hjálm- ar að það geti til dæmis gerst með því að leggja slíkan byggingarrétt fram sem verðmæti í samningum við byggingarverktaka um byggingu húsnæðis fyrir skólann. Leggur Hjálmar áherslu á sér- stöðu Listaháskóla Íslands þegar hann er spurður um mikilvægi þess að byggja yfir skólann í miðbæ Reykjavíkur. Í því sambandi vekur hann athygli á því að Listaháskóli Ís- lands sé ekki einungis menntastofn- un heldur einnig menningarmiðstöð í höfuðborginni. Allt að þriðjungur byggingarinnar verði lagður undir leikhús, tónleikasali og sýningar- rými fyrir myndlist, hönnun og arki- tektúr, auk þess sem í þeim hluta verði eina alvöru listabókasafn landsins. Þetta rými verði opið fyrir almenning og borgarbúar og aðrir landsmenn muni sækja þangað alls konar listviðburði og eiga þar að- gang að margvíslegri þjónustu á sviði lista og menningar. „Ég sé skólann fyrir mér sem mið- stöð allra lista á Íslandi,“ segir Hjálmar og segir að áætlanir geri ráð fyrir uppbyggingu náms á fleiri sviðum en nú eru innan vébanda hans. Listaháskóli Íslands er með starf- semi á fjórum stöðum í borginni og segir Hjálmar að það hái starfsemi hans verulega. „Það skiptir okkur öllu máli að sameina starfsemina á einum stað,“ segir hann. Rifjar hann það upp að þetta hafi verið ein af for- sendum fyrir stofnun skólans og á því hafi alltaf verið skilningur. „Skól- inn byggist á sambýli margra list- greina og sá ávinningur sem það skapar næst ekki fram á meðan við erum svona tvístruð,“ segir Hjálmar. Núverandi húsnæði er algerlega óviðunandi, samkvæmt upplýsingum rektors, sem segir að enginn lista- skóli geti boðið nemendum sínum upp á slíka aðstöðu. Borgaryfirvöld hafa haft vilja til að finna stað fyrir skólann í miðborg- inni en það hefur ekki gengið upp og Hjálmar segir að borgarstjóri hafi tekið vel umleitunum skólans. Hjálmar er bjartsýnn á að lausn finnist á málinu í þessari umferð. Sjálfur telur hann nokkra staða í eða við miðbæinn álitlega kosti en segir of snemmt að nefna þá. Listaháskólinn er menningarmiðstöð Morgunblaðið/Brynjar Gauti Húsnæði Listaháskóli Íslands hefur hluta af Laugarnesvegi 91 til afnota. Skólinn vill kom- ast nær mann- lífinu í borginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.