Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LANDIÐ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Rangárvallasýsla | „Ég tel að skól- inn sé á góðri leið. Hann er orðinn mun nútímalegri en hann var þegar við komum hingað,“ segir László Czenek, skólastjóri Tón- listarskóla Rangæinga. Skólinn heldur upp á fimmtíu ára afmæli sitt um þessar mundir. Tímamót- anna hefur verið minnst með ýms- um hætti allt starfsárið. Opnuð var ný heimasíða (tonrang.ismennt.is) þar sem meðal annars er hægt að hlusta á upptökur af völdum tón- leikum og samspili nemenda. Hald- ið var píanó-„masterclass“ og gítar- „masterclass“ fyrir nemendur skól- ans og Jónas Ingimundarson píanóleikari heimsótti skólann til að spjalla við nemendur. Komu fram á tónleikum Um helgina voru svo haldnir miklir hátíðartónleikar á Lauga- landi í Holtum. Fram komu 230 nemendur skólans, þar af 126 nem- endur úr forskóladeild. Mikið var um samspilsatriði. László kvaðst ánægður með tónleikana. Það er sérstakt fyrir Tónlistar- skóla Rangæinga að hann er rekinn af þremur sveitarfélögum sýslunn- ar undir hatti Héraðsnefndar Rangæinga. Kennt er á Hvolsvelli, Hellu og Laugalandi í Holtum. Hef- ur orðið mikil breyting á örfáum ár- um með sameiningu sveitarfélaga. Þannig var kennt á sjö stöðum þeg- ar László hóf störf við skólann. Sveitarfélögin standa vel að starfseminni, að hans sögn, hús- næði fer sífellt batnandi. Opnuð hefur verið ný og glæsileg aðstaða til tónlistarkennslu á Hellu. Skólinn á Hvolsvelli er í bráðabirgðahús- næði en í undirbúningi er bygging nýs húsnæðis fyrir hann við Hvols- skóla. László segir mikilvægt að hafa gott húsnæði í tengslum við grunn- skólana því búið sé að færa mikinn hluta af tónlistarkennslu barnanna á skólatíma. Það sé mikilvægt til að öll börn hafi jafnan aðgang að hljóðfæranámi, hvar sem þau séu búsett. Skólasókn er mjög góð, að sögn skólastjórans, þrátt fyrir mikið framboð af öðru tómstundastarfi. Nemendur Tónlistarskóla Rang- æinga eru nú 266, þar af eru 126 forskólanemendur og 140 nemend- ur í almennu tónlistarnámi. László segir að nemendur og foreldrar leggi á sig mikla vinnu við að koma alls staðar að úr sýslunni í tónlistar- tíma og uppákomur á vegum skól- ans. Börnin hafa jafnan aðgang að kennslu, óháð búsetu Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Spilagleði Allir forskólanemendur í Tónlistarskóla Rangæinga komu fram á hátíðartónleikunum á Laugalandi og fjöldi annarra nemenda. Í HNOTSKURN »László Czenek og konahans, Hédí Marópí, eru frá Ungverjalandi. »Þau fluttu til Húsavíkur1996 og kenndu við tónlist- arskólann þar og László stjórn- aði kórum. »Þau fluttu á Hvolsvöll 1999og hafa bæði starfað við Tónlistarskóla Rangæinga, László hefur verið skólastjóri frá árinu 2001. »Þeim líkar vel á Suðurlandi.László segir að landslagið þar sé líkara Ungverjalandi en Þingeyjarsýslur. László Czenek Bolungarvík | Landssamband slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna efndi til árlegs eldvarnaátaks dagana 23. til 30. nóvember í fyrra. Meðal þeirra sem slökkviliðsmenn heimsóttu voru nem- endur 3. bekkjar Grunnskóla Bolung- arvíkur. Ásamt því að fá fræðslu um eldvarn- ir og öryggismál gafst þeim kostur á að taka þátt í eldvarnagetrauninni 2006. Meðal 34 vinningshafa í eld- varnagetrauninni á öllu landinu var Hjálmar Örn Bjarkarson nemandi í Grunnskóla Bolungarvíkur og var hann heimsóttur í bekkinn sinn þar sem Ólafur Þ. Benediktsson slökkvi- liðsstjóri í Bolungarvík afhenti honum verðlaunin um leið og bekkjarsystk- inum hans og kennara þeirra Elínu Ragnarsdóttur voru þökkuð þátttakan í eldvarnaátakinu. Vann verð- laun í eld- varnagetraun Fræðsla Slökkviliðsstjórinn heimsótti nemendur Grunnskóla Bolungarvíkur. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is „VIÐ ætlum okkur að gera Jað- arsvöll þannig úr garði að hægt verði að bjóða kylfingum upp á áreiðanleg gæði frá ári til árs. Þegar endurgerð hans er lokið vonast ég til að leiktímabilið lengist um mánuð eða þar um bil,“ segir Edwin Rögn- valdsson golfvallahönnuður við Morgunblaðið, um þær breytingar sem verða gerðar á vellinum á næstu árum og sagt var frá í blaðinu í gær. „Við viljum að Jaðarsvöllur verði afdráttarlaus kostur þegar að því kemur að halda stórmót, hvort held- ur sem mælikvarðinn spannar Ís- land eða eitthvað stærra og meira.“ Mesta breytingin er á nyrðri hluta vallarins; nýtt æfingasvæði verður gert norðan við bílastæðið og keppn- isvöllurinn lagaður að því sem og skiptum á landi vegna Miðhús- abrautar. Auk þess verður gerður nýr níu holna völlur í suðvesturhorni svæðisins á Jaðri. Breytingum að- alvallarins á að vera lokið fyrir Ís- landsmótið 2010. Önnur og þriðja braut vallarins breytast mjög, nýr teigur verður gerður á fjórðu braut og fimmta brautin er færð að stórum hluta og verður par 5. Áttunda brautin verð- ur einnig lengd úr par 4 í par 5 og tí- unda braut færist austar. „Verkefnið er mjög margslungið og spennandi. Við erum í góðu samstarfi við fag- menn innan raða bæjarfélagsins og reynum þannig að hámarka umrædd samlegðaráhrif sem óneitanlega verða í tengslum við þessar fram- kvæmdir,“ segir Edwin. „Verkefnið er einnig mjög krefj- andi. Það er ekki sama hvernig farið er með Jaðarsvöll. Hann er mörgum mjög kær. Norðurhluti hans var byggður kringum 1970 og ég yrði fyrir vonbrigðum ef einhver, sem kæmi í fyrsta sinn á völlinn að fram- kvæmdum loknum, teldi hann vera yngri en svo.“ Edwin segir að í hugmyndavinn- unni, sem hefur snúist um að bregð- ast við breyttum aðstæðum á og við völlinn, hafi verið reynt eftir fremsta megni að takmarka breytingar á að- alvellinum. „Það varð þó ljóst að hann tæki einhverjum breytingum. Helsta markmiðið er að þær verði til bóta, en ekki til skerðingar á þeirri upplifun sem golfhringur á Jaðri er. Mér finnst golfvallarsvæðið stór- glæsilegt og Jaðarsvöllur er í dag einn allra gróðursælasti golfvöllur landsins. Við viljum því kappkosta að allar breytingar dragi fram og ýti undir þessa fegurð,“ segir Edwin, og bætir við: „Ég sé Jaðarsvöll fyrir mér sem risastóran skrúðgarð, augnayndi fyrir alla sem þangað koma, ekki bara kylfinga.“ Risastór skrúðgarður                                  „Ekki sama hvernig farið er með Jaðarsvöll“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ánægður Edwin Rögnvaldsson golfvallahönnuður: Við viljum að Jað- arsvöllur verði afgerandi kostur þegar að því kemur að halda stórmót. Annarri og þriðju braut vallarins snúið við ALÞJÓÐLEGA tónlistarhátíðin AIM (Akureyri International Mu- sic Festival) verður haldin í annað sinn 31. maí til 3. júní og nú er ljóst að framúrskarandi listamenn mæta til leiks. Meðal þeirra eru: Fernandez Fierro, sem er 13 manna argentísk tangóhljómsveit, talin meðal bestu tangóhljómsveita í heimi, hinn margverðlaunaði kúb- verski djasspíanóleikari og hljóm- sveitarstjóri Hilario Duran mætir með tríó sitt, raftónlistarhljóm- sveitirnar Isan frá Bretlandi og Tarwater frá Þýskalandi, The Go Find, Benni Hemm Hemm, Sea- bear, Sinfóníuhljómsveit Norður- lands, Tómas R. Tómasson ásamt Kúbubandinu sínu, Magnús Ei- ríksson og Blúskompaníið, Park Project og Hrund Ósk Árnadóttir. Frábærir listamenn á AIM í maí ALLS skráðu sig 550 konur á leið- toganámskeið sem hófst á Akureyri í gær í boði Sjálfstæðisflokksins. Húsrými var aðeins fyrir um 300 manns og þátttakendum því skipt í tvo hópa. Á námskeiðinu er farið yfir mikilvægi þess að skapa sér sýn, setja sér markmið, samskipti og árangur í einkalífi. Einnig er leiðbeint í ræðumennsku og fram- komu og haldin erindi um sam- skipti og árangur tengdan atvinnu. Metaðsókn á námskeið RÚMLEGA 100 hassbútar og tals- vert magn maríjúana í söluein- ingum fannst á hótelherbergi þrí- tugs karlmanns á Akureyri um síðustu helgi. Hann viðurkenndi að eiga efnin og hafa ætlað að selja þau – á höfuðborgarsvæðinu. Að skýrslutöku lokinni og staðfestingu hennar hjá dómara var manninum sleppt. Fíkniefni á hótelherbergi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.