Morgunblaðið - 28.03.2007, Side 21

Morgunblaðið - 28.03.2007, Side 21
Klassískt „Þetta eru högg- sverð en ekki stungu- sverð,“ segir Margrét Sverrisdóttir sem bregður glæsi- legu vopninu á loft um helgar. |miðvikudagur|28. 3. 2007| mbl.is daglegtlíf Ný ferðasýning Leikbrúðulands, Vinátta, fjallar einmitt um vin- áttuna og samanstendur af fjórum verkum. » 24 daglegt líf Eðlilegt járnmagn í líkamanum er innan við tvö grömm, en meira en fimm grömm teljast alvarleg járnofhleðsla. » 22 heilsa Æfingarnar fara fram í íþrótta- húsi Melaskóla en Margrét bendir á að bráðlega muni Skylminga- félagið fá varanlegt húsnæði í Laugardal. „Það mun gerbreyta allri starfsemi félagsins svo það er mikið tilhlökkunarefni,“ segir hún með áherslu. „Við vorum líka mjög heppin að fá Nikolay Ivanov Mat- Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Ávirkum dögum siturMargrét Sverrisdóttirvið skrifborðið sitt í inn-heimtudeild Nýherja og sinnir hefðbundnum skrif- stofustörfum. Þegar laugardag- urinn rennur upp kastar þessi 52 ára gamla kona af sér skrif- stofudragtinni, skellir á sig grímu, hönskum og voldugum jakka, gríp- ur sverð í hönd og tekur að skylm- ast. „Sonur minn er búinn að vera í skylmingum í fjögur ár og mér hefur allan tímann þótt þær mjög spennandi,“ segir hún. „Þegar við bættist að ég átti í mesta basli með að skilja stigagjöfina í keppn- unum ákvað ég bara að prófa þetta sjálf og reyna á eigin skinni.“ Margrét gekk til liðs við Skylm- ingafélag Reykjavíkur um síðustu áramót og sækir tíma í byrj- endahóp sem að hennar sögn inni- heldur fólk á öllum aldri. „Þarna eru til dæmis feðgar sem langaði að prófa þetta saman og fólk sem er bæði eldra og yngra en ég. Enda er þetta fyrst og fremst til gamans gert – það þarf ekki snill- ing til að leika sér. Við látum keppnisfólkið bara um keppn- irnar.“ Engu að síður eru skylming- arnar hörkupúl og eftir æfingar gætir gjarnan veglegra strengja í rassi og lærum. „Maður er alltaf með bogin hné í þessari „plié“- stöðu, ekki ósvipað og í ballett- inum. Í mínu tilfelli hjálpaði kannski til að ég er í líkamsrækt þannig að það er svo sem ekki al- gert slen í manni. Hins vegar er ekkert skilyrði að vera í góðu formi – það getur hver sem er komið þarna inn. Við byrjum alltaf á alls kyns fótaæfingum og hitum vel upp áður en við skylmumst og eins eru sérstakar æfingar fyrir hendur og sverðin. Það reynir svo- lítið á jafnvægið meðan maður er að ná réttu stöðunni og að læra að sækja fram með sverðinu en það er fljótt að koma. Þetta krefst ein- beitingar og samræmingar og maður þarf að vera fljótur að hugsa til að koma höggi á and- stæðinginn.“ Nota höggsverð Hún segir fjarri því að íþróttin sé hættuleg. „Nei nei, við finnum varla fyrir högginu enda í góðum búningum. Framan á sverðinu er lítil kúla og þetta eru höggsverð en ekki stungusverð. Sverðin eru beitt en maður er svo vel varinn í þykkum jakka og með grímu og hanska. Auðvitað getur það gerst að maður fái marblett en alvar- legra er það nú ekki.“ eev hingað til lands á sínum tíma en hann er að gera mjög góða hluti sem aðalþjálfari félagsins.“ Skylmingarnar hafa alla tíð heillað Margréti. „Mér fannst nú Zorró flottur í gamla daga,“ segir hún og hlær. „Mér hefur fundist skylmingarnar mjög skemmtilegar þegar þær hafa komið fyrir í bíó- myndum og sérstaklega glæsilegt hvernig þeir sem skylmast hreyfa sig og bera sig að.“ Hún segir að enginn ætti að láta aldur eða ann- að aftra sér frá því að læra tökin við skylmingarnar. „Auðvitað hvá- ir fólk þegar það heyrir að ég sé í skylmingum en ég held að í raun geti þetta hentað flestum.“ Morgunblaðið/Sverrir Hörkupúl „Maður er alltaf með bogin hné í þessari „plié“-stöðu, ekki ósvipað og í ballettinum.“ Það þarf ekki snilling til að leika sér Varin „Við finnum varla fyrir högg- inu enda í góðum búningum.“ Skylmingar reyna bæði á hug og hönd og henta fólki á öllum aldri Auðvitað getur það gerst að maður fái marblett en alvarlegra er það nú ekki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.