Morgunblaðið - 28.03.2007, Page 22

Morgunblaðið - 28.03.2007, Page 22
heilsa 22 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Vangreining á járnof-hleðslu hér á landi hefurorsakað óþarfa sjúkdómaog snemmbæran dauða einstaklinga. Hugsanlegt er að jafn margir deyi árlega fyrir aldur fram vegna sjúkdóma af völdum járnofhleðslu og farast í umferð- arslysum. Að sama skapi er líklegt að spara mætti í heilbrigðiskerfinu ef fólk með járnofhleðslu fengi greiningu fyrr, en samkvæmt töl- fræðinni, er ekki ólíklegt að allt að 2.100 Íslendingar eigi við vanda- málið að stríða,“ segir Hreggviður Jónsson, formaður nýstofnaðra Samtaka fólks með járnofhleðslu á Íslandi. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi verið þekktur í meira en öld, var það ekki fyrr en árið 1996 að vís- indamenn í Kaliforníu fundu HFE-litninginn og tvær fyrstu breyttu samstæðurnar í honum, C282Y og H63D, sem eru algeng- ustu genabreytingar í Norður- Evrópubúum. Þessar samstæður eða genabreytingar rugla starf HFE-litningsins og takmarka þannig járnupptöku í þörmum með venjulegum hætti. Þar sem járnofhleðsla hefur fram til þessa verið stórlega vangreind í Íslend- ingum hafa margir orðið alvar- legum sjúkdómum að bráð. Nú er vitað að um 90% þeirra, sem eru með járnofhleðslu, hafa erft svo- kallaða C282Y-samstæðu, að sögn Hreggviðs. Mörk alvarlegrar járnofhleðslu Járnofhleðsla hefur í för með sér of mikið járnmagn í lík- amanum. Eðlilegt járnmagn er í innan við tvö grömm, en meira en fimm grömm teljast alvarleg jár- nofhleðsla. Of mikið járn í lík- amanum getur verið ávísun á líf- færaskemmdir, svo sem í lifur og hjarta. Einkenni járnofhleðslu eru oft hin sömu og járnskorts, til dæmis þreyta, slappleiki og liðverkir og því er ekki ráðlegt að hefja töku járnlyfja nema í samráði við lækni af ótta við öfuga verkun, segir Hreggviður. Arfgeng járnofhleðsla eru erfðir frá báðum foreldrum. Afleiðingin verður stökkbreyttur litningur, sem þýðir að upptaka járns í þörmum verður of mikil með þeim afleiðingum að járnmagn líkamans verður of mikið. Áunnin járnofhleðsla er sam- nefnari fyrir járnofhleðslu, sem orsakast oftast af langvarandi inn- töku á járnlyfjum, járnbættu fæði, áfengisneyslu og reykingum. Greining járnofhleðslu Arfgeng járnofhleðsla er fundin með því að mæla hlutfall járns og járnbindigetu í blóðinu. Sé það yf- ir 50% hjá konum og 55% hjá karlmönnum er líklegt að um sé að ræða járnofhleðslu. Próteinið „ferritin“ í blóðvökvanum end- urspeglar járnmagnið í líkamanum og hækkun á því getur verið vís- bending um járnofhleðslu. Meðferð vegna járnofhleðslu felst í aftöppun blóðs fjórum til átta sinnum á ári lífið út. Eftir hverja aftöppun minnkar járnið í blóðinu og ný rauð blóðkorn myndast, segir Hreggviður. Mataræði og lífsstíll Ef sjúkdómurinn greinist og hægt er að hefja meðferð í fyrra falli, getur fólk vænst þess að lifa eðlilegu lífi og ná eðlilegum líf- aldri. Öll systkini og börn fólks með arfgenga járnofhleðslu ættu að undirgangast rannsóknir, gena- Járnofhleðsla getur skemmt líffærin Morgunblaðið/Ómar Matur Sjúklingar ættu að forðast járnríkan mat á borð við morgunkorn. Í HNOTSKURN » Járnofhleðsla er algengustmeðal Norður-Evrópubúa. » Líklegt er að á Íslandi séueinn af hverjum tvö hundruð íbúum með arfgenga járnof- hleðslu. » Járnofhleðsla er algengastimeðfæddi efnaskiptasjúk- dómurinn og er mjög oft van- greindur. » Margir eru með einkennijárnofhleðslu án þess að vita orsök hennar, sem lina má ein- kennin með aftöppun blóðs. » Greinist járnofhleðsla í tímaer hún ekki hættuleg, en án meðferðar getur hún aft alvar- legar afleiðingar. » Viðvarandi þreyta og slapp-leiki eru einkenni járnof- hleðslu, sem getur valdið alvar- legum lifrarsjúkdómum, sykursýki, þunglyndi, liðverkj- um, krabbameini, hjartasjúk- dómum og getuleysi. Þegar rýnt er í rannsóknir á vellíðan kemur ým-islegt áhugavert í ljós. Fyrir það fyrsta þá vegaefnisleg gæði ekki þungt í tengslum við ham-ingju. Peningar hafa ekki áhrif nema upp að því marki að eiga vel í sig og á. Eftir það hafa tekjur lítil áhrif á hamingju manna. Rannsóknir sýna að hamingjusamir einstaklingar eiga það sameiginlegt að eiga sér tilgang í lífinu og vera í nánum félagslegum samskiptum, sér- staklega við maka og fjölskyldu. Börn vilja meiri tíma með foreldrum sínum Í nýlegri rannsókn sem náði til 1.100 barna um 12 ára aldur í Danmörku, kom fram að þegar foreldrar eru önn- um kafnir hefur það áhrif á lífsgæði barna þeirra. Þar kemur einnig fram að börnin vilja verja tíma með for- eldrum sínum. Meðal þess sem börnin töldu mikilvægt til að lifa góðu lífi var:  góðir vinir  glaðir og góðir foreldrar  að maður hafi áhrif á skipulagið í daglegu lífi og  að maður finni það að einhverjum þyki vænt um mann. Ætla má að viðhorf íslenskra jafnaldra þeirra sé í sömu átt. Nýlega sagði kennari 12 ára barna hér í Reykjavík frá samstarfsverkefni kennara og foreldra þar sem nem- endur mega velja sér verðlaun fyrir góða frammistöðu. Efst á óskalista barnanna eru ekki hlutir heldur samvera með fjölskyldunni, eins og fjölskyldu-sundferð. Metnaður í vinnu og metnaður fyrir góðu fjölskyldulífi Það er umhugsunarvert að margir í okkar samfélagi telja það merkilegra að leggja metnað sinn í vinnu og að safna hlutum og fjármagni en að leggja metnað í að eiga góða fjölskyldu og vini. Af hverju er sá sem er tilbúinn til að leggja sig allan fram í vinnunni talinn metnaðarfyllri en sá sem setur fjölskyldu og vini ofarlega á forgangslist- ann og leggur sig fram við að eiga farsælt fjölskyldulíf? Þetta breytist ekki nema við breytum eigin hugarfari. Við getum byrjað á okkar eigin viðhorfum og ákveðið að verja tíma í það sem skiptir mestu máli meðan við höfum tíma. Fjölskyldustefna Eva María Jónsdóttir hitti naglann á höfuðið á mál- þingi nýlega þegar hún benti á að algengt væri að spyrja fyrirtæki í dag um fjölskyldustefnu en minna færi fyrir stefnu í fjölskyldumálum heima fyrir. Margir halda því fram að þeir hafi ekki val um að verja meiri tíma með börnum sínum og eflaust er það þannig í einhverjum til- vikum. En stundum þurfum við bara að hugsa dæmið uppá nýtt. Oft höfum við meira val en við gerum okkur grein fyrir. Spurningin snýst um það hvernig við viljum verja tíma okkar og hvers konar lúxus við sækjumst eftir. Er það lúxus-jeppi eða lúxus-fjölskyldulíf? Samvera fjölskyldunnar er öllum í hag Að verja tíma með fjölskyldunni ætti að vera eftirsókn- arvert fyrir alla í fjölskyldunni. Ef það er ekki nóg að hafa það gaman saman þá sýna rannsóknir að það er einnig heillavænlegt fyrir börnin og foreldrana. Fyrir þá for- eldra sem vinna fulla vinnu er enn nægur tími eftir fyrir fjölskylduna ef hún er sett í forgang eftir vinnu. Það getur hjálpað að eiga fastar fjölskyldustundir í viku. Einnig er hægt að setja sér þá stefnu að vera með börnunum þegar frí er í skólum vegna starfsdaga, í vetrarfríum og páska- fríi eins og núna er framundan. Hvað ætlar þín fjölskylda að gera saman um páskana? Dekraðu við börnin, gefðu þeim af tíma þínum, hann er þeim dýrmætari en það sem fæst keypt fyrir yfirvinnukaupið. hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð Er fjölskyldustefna á þínu heimili? Morgunblaðið/RAX Ást Gefðu börnunum af tíma þínum, hann er þeim dýr- mætari en það sem fæst keypt fyrir yfirvinnukaupið. Í HNOTSKURN » Hamingjusamir einstaklingar eiga það sameig-inlegt að eiga sér tilgang í lífinu og vera í nánum félagslegum samskiptum. »Efst á óskalista barnanna eru ekki hlutir heldursamvera með fjölskyldunni. »Margir í okkar samfélagi telja það merkilegra aðleggja metnað sinn í vinnu og að safna hlutum og fjármagni en að leggja metnað í að eiga góða fjöl- skyldu og vini. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri á Lýðheilsustöð AUSTURHRAUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.