Morgunblaðið - 28.03.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 28.03.2007, Síða 24
Það er mikil vinna fólgin í því að búa til hvern ein- asta leikara og aukaleik- ara. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Við frumsýndum í Gerðu-bergi helgina 11.–12. febr-úar og þetta gerði barastormandi lukku,“ segir Helga Steffensen um nýja sýningu Leikbrúðulands. Sýningin er ferða- sýning og samanstendur af fjórum verkum um vináttuna og heitir ein- mitt Vinátta. „Við sýnum ekki meira opinberlega í bili,“ heldur Helga áfram, „hins vegar getur hvaða leik- skóli eða skóli sem kærir sig um að fá sýninguna hringt í okkur og pantað hana,“ segir hún léttilega. Leikbrúðuland er aldeilis ekki nýtt af nálinni heldur hefur skemmt landsmönnum í 40 ár á næsta ári. „Við sjálfar erum náttúrlega miklu eldri,“ segir Helga og skellihlær, „leikhúsið var hins vegar stofnað 1968 og fyrst sýndum við bara í sjón- varpi. Árið 1973 sýndum við fyrst í kjallaranum á Fríkirkjuvegi 11 þar sem við höfðum svo leiksýningu í mörg ár á sunnudögum kl. þrjú.“ Öflugir liðsmenn voru fengnir til hjálpar við nýju sýninguna, Örn Árnason leikstýrði og raddsetti, auk þess sem Pálmi Gestsson og Sigrún Edda Björnsdóttir ljá brúðunum raddir sínar. Öll tónlist og raddir eru af diski. „Örn samdi líka vísurnar og þó að við höfum sjálfar samið leikritið þá verða nú ýmsar breytingar á með- an verið er að æfa og Örn Árnason er sannarlega betri en enginn í þeim efnum, hann er svo frjór og brúðu- leikhús virðist höfða mjög til hans, hann hefur mikið lag á þessu,“ segir Helga. Þetta er fjórða sýningin sem Örn leikstýrir fyrir Leikbrúðuland. „Við Erna Guðmarsdóttir gerum brúðurnar og erum með mjög dug- lega unga stúlku með okkur, Aldísi Davíðsdóttur, sem stjórnar brúð- unum með mér,“ segir Helga. Brúð- urnar í sýningunni eru líflegar og lit- ríkar og fanga augað. „Ég byrjaði að gera brúðurnar í október eða nóv- ember,“ segir Helga. „Ég sé alveg um brúður í tveimur leikritanna en Erna í tveimur og þetta eru rosalega margar brúður,“ segir hún með áherslu. „Það er mikil vinna fólgin í því að búa til hvern einasta leikara og aukaleikara. Það er nefnilega alveg sama hversu lítið hlut- verkið er; það þarf að búa til leikarann. En, það er rosalega gaman.“ Brúðubílinn þekkja vel flestir og að sögn Helgu hef- ur hann ennþá hlut- verki að gegna. Hann hefur verið á ferðinni frá árinu 1980 þannig að nú líður að 27. sumrinu sem sýningar verða í honum. „Sýningar í honum byrja í maí,“ segir Helga, „og ég er með hann allt sum- arið, maí, júní og júlí og svo ferðast ég um landið í ágúst og sept- ember. Í október dreg- ur úr sýningum af því að þá er veðrið farið að versna. Ég nenni ekki lengur að lenda í vondum veðrum uppi á heiðum, hef nú lent í því.“ Brúðubíllinn heldur því sínu striki, en hann er á vegum Reykjavíkurborgar, ÍTR. Þar sem raddirnar í sýningunni Vináttu eru af diski krefst leik- brúðustjórnin mikillar færni og Helga upplýsir að samhæfing radda og hreyfinga geti verið kúnstug. „En af því að við erum bara tvær sem stjórnum brúðunum og þetta eru svo margir karakterar hefði þetta getað orðið ógurlega leiðigjarnt ef það hefðu verið tvær konur að tala fyrir alla,“ segir Helga skelmislega og bætir við að raddirnar séu alveg frá- bærar. „Sigrún Edda, Pálmi og Örn hafa verið með mér í mörgum sýn- ingum í Brúðubílnum og það er alveg yndislegt að hafa svona góða leik- ara.“ Helga segir að verkið Vinátta höfði til allra aldurshópa. „Þegar við sýnd- um í Gerðubergi virtist mér hinir full- orðnu ekki hafa síður gaman af þessu og eiginlega má segja að allur aldur hafi verið mjög ánægður,“ segir hún, „enda snýst verkið um vináttuna, sem er svo mikilvæg, og allar sög- urnar snúast um hana að einhverju leyti; hversu mikilvægt það er að allir séu vinir og að hver og einn geti verið vinur.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Sköpun „Það er alveg sama hversu lítið hlutverkið er; það þarf að búa til leikarann,“ segir Helga Steffensen. Mikilvægt að hver og einn geti verið vinur daglegt líf 24 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ sending. Fyrsta afleið- ing hagræðingarinnar var hins vegar hærra verð. Önnur afleiðing var sú að fiskbúðinni var lokað. Nú blasir líf- laus búðin við þegar gengið er hjá. Hillur og fiskborð safna ryki. Í glugga á hurðinni er viðskiptavinum vísað á aðra verslun í öðru sveitarfélagi. Þar mun vera opið, samkvæmt miðanum í glugganum. x x x Þessi litli skiki áHringbrautinni hefur á undanförnum misserum ver- ið eins og lítið hagfræðinámskeið fyrir byrjendur. Kaupin á fiskbúð- inni eru önnur yfirtakan á skömm- um tíma. Rétt hjá fiskbúðinni var einu sinni apótek, sem nú hefur ver- ið lokað. Það fór að fjara undan apó- tekinu þegar keðja Lyfja og heilsu opnaði nokkrum skrefum frá. Að endingu seldu eigendur apóteksins keðjunni og nú er bara eitt apótek. En það er þó enn apótek. Nú er hins vegar engin fiskbúð. Keðjan keypti litlu fiskbúðina ekki til að reka hana heldur til að losa sig við samkeppn- ina. Einu sinni stóð lítilfiskbúð við Hringbraut 119a þar sem hægt var að ganga að góðum fiski í soðið vísum. Hún hét Ár- björg og bauð stór- mörkuðunum birginn. Fiskverð í búðinni mið- aðist við markaðsverð þá um morguninn og iðulega var fiskurinn nokkur hundruð krón- um ódýrari en í öðrum verslunum í nágrenn- inu. Árbjörg seldi alltaf nýjan fisk. Fiskurinn, sem ekki hafði selst í búðinni daginn áður, var seldur mötuneytum og hafður á boðstólum í hádegismat þann dag- inn. Í Árbjörgu ríkti ávallt góður andi og spjallaði fólk saman meðan það beið afgreiðslu. Uppstoppaðir fiskar og glenntur hákarlskjaftur heilluðu börn, sem komu í búðina. x x x Einn góðan veðurdag gerðist þaðsíðan að Árbjörg var seld. Litlu búðina keypti keðja fiskbúða, sem nefnist Fiskisaga. Ætla mætti að í krafti hagkvæmni stærðarinnar hefðu þessi eigendaskipti átt að vera viðskiptavinum Árbjargar himna-      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.