Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 25
gæludýr MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 25 AÐ hundar dilli rófunni er ekki nýtt. Hitt hefur ekki verið jafn augljóst að það fer eftir því í hvernig skapi þeir eru í hvaða átt þeir dilla róf- unni. Rófan fer til hægri þegar þeir sjá ein- hvern sem þeir vilja hafa nálægt sér og til vinstri þegar þeir sjá einhvern sem þá langar að forðast, að því er ítalskir vísindamenn halda fram. Frá þessu er sagt á vefnum forskning.no. Málið er að hægra og vinstra heilahvel hafa mismunandi hlutverkum að gegna í tengslum við tilfinningar. Sálfræðingurinn Giorgio Vallortigara frá há- skólanum í Trieste á Ítalíu prófaði 30 hunda af mismunandi tegundum sem hann fann á hlýðninámskeiði sem dýralæknar frá háskól- anum í Bari héldu. Ásamt nokkrum félögum sínum kvikmyndaði hann viðbrögð hundanna við ýmsu áreiti. Þegar hundunum var sýnt dót sem þeir ekki höfðu séð áður fór rófan ákveðið til vinstri og líka þegar þeir voru einir. Þegar þeir aftur á móti sáu manneskju fór rófan til hægri og dillið var ákveðnara þegar þeir sáu eigandann en rólegra þegar manneskjan var ókunnug. Þegar köttur var í augsýn fór rófan líka til hægri en dillið var ekki eins ákaft. Vís- indamennirnir vildu þó meina að hundana langaði svo ákaft að elta kettina að þeir hrein- lega gleymdu að dilla rófunni… Fyrri rannsóknir hafa sýnt að heilahvel mannkyns hafa misjöfnu hlutverki að gegna í tengslum við tilfinningar. Vinstra heilahvel, sem stýrir því sem gerist í hægri hluta lík- amans, tengist opinni og jákvæðri afstöðu. Réttfættar tíkur Hundar eru rétt- eða örvhentir, eða ætti að kalla það rétt- eða örvfættir? Flestir karl- hundar eru örvfættir en tíkur eru frekar rétt- fættar. Það sem þeir gera hins vegar með róf- unni getur þó sýnt betur hvernig heili þeirra starfar. Vallortigara heldur því fram að þessi nýja þekking um dillið geri það léttara að rann- saka hegðun dýra. Á hinn bóginn gerir það erf- iðara fyrir að hundar halda sjaldan lengi kyrru fyrir svo erfitt getur verið að sjá þetta berum augum. „Eftir að ég uppgötvaði þetta horfi ég á hvern einasta hund sem ég hitti. Mín tilfinn- ing er þó að það er erfitt að sjá í hvaða átt rófan fer utan rannsóknarstofu,“ viðurkennir Valor- tigara. Rófudillið segir ýmislegt Morgunblaðið/Árni Sæberg Hinn 13. mars sl. var öld liðin fráfæðingu Jakobs Ó. Péturssonar ritstjóra Íslendings. Hann var meðal fremstu hagyrðinga um sína daga og hélt úti lausavísnaþætti í blaði sínu, sem þótti vel unninn og enn er vitnað til. Þessi staka er mjög í hans anda: Það að yrkja er þjóðargaman. Þetta er önnur hendingin. Vísu þessa set ég saman. Svona verður endingin. Hann hafði gaman af málshátta- og orðtækjavísum: Ef barnið þitt er brekótt, villt, ber það oft um dugnað vott. „Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott“. Í háttalykli hans stendur þessi braghenda: Eitt er það, sem víkja mætti úr voru landi: Þessi gamli aldarandi að eira í vondu hjónabandi. Og enn kvað hann: Oft mig þyrsti í angan blóðs, oft ég kyssti í laumi. Er ég gisti í faðmi fljóðs, fljótt ég missti af taumi. Jakob var fæddur á Hranastöðum í Eyjafirði og þótti vænt um sveitina og fjörðinn: Angan berst frá yrktri jörð, allt er í mjúkum línum, aldrei leit ég Eyjafjörð yndislegri sýnum. VÍSNAHORNIÐ Í anda Jakobs Ó. Péturssonar pebl@mbl.is vaxtaauki! 10% AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 edda.is Þjóðsögur Jóns Árnasonar Tilboð 17.990 kr. 35% afsláttur Tilboð 3.790 kr. 30% afsláttur Tilboð 3.290 kr. 30% afsláttur Tilboð 12.980 kr. 30% afsláttur Tilboðsverð 18.690 kr. Tilboðsverð 18.690 kr. Íslendingasögur I - III Tilboð 8.990 kr. 35% afsláttur Tilboð 3.590 kr. 15% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.