Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 27 Háfadýpi í desember. Skítabræla.Það er mestmegnis skötuselursem silast eftir aðgerðarbandinuá millidekki Heimaeyjar. – Hvernig í andskotanum gerir maður aft- ur að þessum kvikindum, hrópa ég yfir há- vaðann að Valda sem stendur við næstu fjöl. Eftir örstutta endurmenntun fara hend- urnar í sjálfstýringu og maður er einn með hugsunum sínum í vélarnið og veltingi. Lagið hans Bubba, Aldr- ei fór ég suður, er límt við heil- ann og ég staldra við línu í text- anum: Baráttan er vonlaus, þegar miðin eru dauð. Gæti það gerst? Að þau deyi, þessi fiskimið? Tæmist af fiski? Varla. Ég fer svona með sjálfum mér að skoða aflann. Eru þessir örfáu þorskar ekki minni en þeir voru síðast þegar ég var á sjó fyrir 11 árum? Lítið af karfa, litl- ar ýsur og hvernig þekkir maður aftur í sundur ýsu og lýsu? Það er mikið af smælki í ýsunni sem fer í sjóinn aftur. Dautt. Þetta er ekki brottkast enda ekki mat- fiskur sem fer í sjóinn. Bara smælki. Sem verður ekki stærra. En ef til vill hefur þetta alltaf verið svona á Háfadýpi? Kannski hafa menn bara veitt skötusel hérna. Var einhver að gera út á skötusel fyrir 11 árum? Af hverju erum við að því, erum við komnir að síðustu sortum? Nei, það fæst 500 kall fyrir kílóið af selnum. Það gerist varla betra. Samt. Það setur að mér beyg. Nýfundnaland Breskir sjómenn sem sigldu á mið Ný- fundnalands á átjándu öld greindu frá þorsktorfum sem voru svo þykkar að ekki var hægt að róa árabát í gegnum þær. Mið- in, sem á ensku kallast Grand Banks eða Miklibanki, löðuðu til sín fiskimenn frá öll- um heimshlutum í áratugi; heila öld. Árið 1951 mætti fyrsti verksmiðju-ísfisktogarinn á svæðið undir breskum fána. Þetta var fyrsta skipið þessarar tegundar í heiminum. Hann gat veitt meira en samanlagður flot- inn á Norður-Atlantshafi á þessum tíma. Eftir nokkur ár skiptu slík skip hundruðum. Verksmiðjuskipin frá Rússlandi, Evrópu og Japan gátu veitt allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, í stormi og stórsjó. Kosti og nýjum áhafnarmeðlimum var skutlað um borð þannig að verksmiðjuskipin þurftu ekki til hafnar. Á rúmum áratug drápu þessi skip nánast miðin. Kanadamenn færðu út landhelgina í tvö hundruð mílur árið 1977. Þeir nýttu sér for- dæmi Íslendinga og ráku erlend skip á önn- ur mið. Það var enn hægt að bjarga Mikla- banka. En hnignandi efnahagur Nýfundnalands kostaði sitt. Tugi milljóna dollara þurfti í byggðastyrki og ríkisstjórn Kanada hvatti þess vegna til sjósóknar. Togarafloti var byggður með ríkisstyrkjum, sjómönnum á Nýfundnalandi fjölgaði úr 14 þúsund árið 1975 í 34 þúsund árið 1980. Á meðan þessu fór fram fækkaði fiski. En vegna uppbyggingar flotans, fjárfestinga og fjölda fólks í greininni varð – það bara varð – að veiða meiri fisk. Erlendum skipum var hleypt aftur í landhelgina gegn því að hluta aflans yrði landað á Nýfundnalandi. Ríkisstyrktur sjávarútvegur Framhaldið er kunnuglegt. Vísindamenn heimtuðu takmörkun á fiskveiðum um helm- ing, hikandi stjórnmálamenn í atkvæðaleit skáru niður um 10%. Hrygningarstofn sem talinn var 1,6 milljónir tonna árið 1951 varð 130 þúsund tonn árið 1991 og fór svo skyndilega niður í 22 þúsund tonn. Þorsk- veiðar voru bannaðar 1992, en það var of seint. Það var búið að veiða of mikið af ung- um þorski sem ekki hafði náð kynþroska, en það tekur um 6–7 ár. Margvíslegar rann- sóknir sýndu að engin kynslóð ungþorsks hafði náð 3 ára aldri, hvað þá kynþroska. Þorskurinn var farinn og hann kæmi ekki aftur. Miðin voru dauð. Afleiðingarnar voru efnahags- og félagslegar náttúruhamfarir sem lömuðu hundruð byggðarlaga. 32 þús- und sjómenn misstu vinnuna árið 1992. Milljarðar á milljarða ofan fóru og fara úr ríkissjóði Kanada til styrktar Nýfundna- landi. Gæti þetta gerst við Ísland? Já. Þegar saman koma hagsmunir skuldsettrar útgerð- ar og ákvarðanir misviturra stjórnmála- manna sem hugsa ekki lengra en fram að næstu kosningum þá er þetta raunveruleg hætta. Kvótakerfið hefur ekki verndað þorskinn við Ísland. Það hefur enn síður byggt stofninn upp. Aflinn er helmingur þess sem hann var fyrir daga kvótans. Og þegar horft er til þess að kvótakerfið hefur þann innbyggða galla að hvetja til brott- kasts vekur það ugg. Það var sagt við mig á dögunum að þess væri sennilega ekki langt að bíða að sjávar- útvegur á Íslandi yrði ríkisstyrktur. Ég svaraði því til að sjávarútvegur á Íslandi væri ríkisstyrktur og hefði verið um árabil. Ókeypis afhending gífurlegra verðmæta sem eru eign þjóðarinnar er ekkert annað en ríkisstyrkur, sem raunar hefur farið beint í vasa sumra útgerðarmanna sem aftur hafa haslað sér völl á öðrum sviðum íslensks at- vinnulífs. Með þessum orðum er ég ekki að ráðast að útgerð- inni. Svona er þetta bara. Það vita allir. Framtíðarlausn í skipulagi fiskveiða við Íslandsmið má ekki kippa fótunum undan út- gerð og fiskvinnslu sem oft eru öxull sá sem atvinnulíf byggðanna snýst í kringum. Verkefnið kallar á þátttöku hagsmunaaðila, vísindamanna og stjórnmálamanna allra flokka sem vinna í sátt að sátt. Hver á auðlindina? Við vorum fimm systkinin sem ólumst upp í Vest- mannaeyjum. Í slíkum sam- félögum fara menn heim í há- degismat og það var alltaf fiskilykt í eldhúsinu þó að ekki væri alltaf fiskur í matinn. Mamma vann í fiski, stjúpi minn á sjó. Og alltaf eitt eða fleiri systkinanna í einhvers lags uppgripum í Ísfélaginu, Vinnslustöðinni eða Hraðinu. Maður lyktar af fiski þegar maður vinnur í fiski. Svo fór hálfbróðir minn á sjó, þá ég og svo yngri bróðir minn. Fjölskyldan á Brekastíg 6 byggði upp mikla veiðireynslu og skapaði gífurleg verð- mæti í veiðum og vinnslu á sjávarfangi. Var framlag okkar minna virði en útgerð- armannanna sem áttu bátana? Nei. Var áhætta þessarar fjölskyldu minni en þeirra? Nei. Fengum við kvóta? Nei og báðum ekki um hann. Enda er hann sameign þeirrar þjóðar sem byggði upp í sameiningu með afli sínu, atorku og fórnum sinna bestu sona og dætra í hundruð ára, veiðireynslu sem (--) velferðarþjóðfélagið Ísland byggist á. Auðlind sjávar ER ekki eign útgerðarmanna og hefur aldrei verið. Hún er ævarandi eign þjóðarinnar. Það er innbyggt ranglæti í stjórnkerfi fiskveiða sem þjóðinni hefur blöskrað í rúma tvo áratugi. Það er aldrei of seint að leiðrétta ranglæti. Aldrei. Þjóðin á auðlindina og þjóðinni ber að vernda hana. Sáttmáli um lausn Ég fann enga patentlausn fyrir sjávar- útveg Íslands þar sem ég stóð í aðgerð um borð í Heimaey nú í desember. En það setti að mér hljóðan beyg. Hvað verður um allt okkar fólk í byggðum landsins ef við förum ekki vel með þessa gjöf? Fiskveiðikerfið hefur reyndar komið mörgum bæjarfélögum mjög illa nú þegar. Þau vita hvaða veruleiki blasir við þegar kvótinn hverfur. Hvaða veruleiki blasir við þjóðinni ef fiskurinn hverfur? Ég veit það ekki. Ég veit að það er sanngjarnt að útgerðin greiði þjóðinni fyrir kvótann. Markaðsverð sem útgerðin ákveður sjálf í frjálsu uppboði; þeir borga þá ekki meira en þeir treysta sér til. Ég veit fyrir víst að við verðum að koma öllum afla á markað á Íslandi og leyfa öllum sem vilja að bjóða í hann. Ég hallast að því að það sé skynsamlegt að aðskilja veiðar og vinnslu. Ég staðhæfi að það sé engin sátt um sjávarútvegsmál á Ís- landi. Raunar les ég í blöðunum að sjötíu prósent landsmanna séu óánægð með kvóta- kerfið. Ég les líka um mikinn baráttuhug ríkisstjórnarinnar fyrir hönd Vestfjarða. Og fagna honum mjög síðbúnum. En þeir vita fullvel sem stýra Framsókn- arflokki og Sjálfstæðisflokki að vandi Vest- fjarða er tilbúinn vandi sem skapast hefur vegna ákvarðana í sjávarútvegsmálum fyrst og síðast. Við verðum að bindast sáttmála um það – þjóðin, útgerðin og stjórn- málaflokkarnir – að finna varanlega lausn sem skilar bæði arðvænlegri auðlind og traustri afkomu byggðanna. Annars deyja þessi mið og þar með hluti af sögu okkar, menningu, arfleifð og síðast en ekki síst: Hluti byggðanna í landinu. Á því tapa allir. Þegar miðin eru dauð Eftir Róbert Marshall » Fiskveiði-kerfið hefur reyndar komið mörgum bæj- arfélögum mjög illa nú þegar. Þau vita hvaða veruleiki blasir við þegar kvót- inn hverfur. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Róbert Marshall 2+2 vegar milli Reykjavíkur og Sel- foss með hringtorgum væru hins veg- ar mun meiri en 2+1 vegar. Þór sagðist vera þeirrar skoðunar að hringtorg gætu hentað vel við þessar aðstæður en benti jafnframt á að hægt væri að bæta við mislægum gatnamótum síðar þegar umferð á veginn hefði aukist. Hann sagði það væri mikill ávinningur af því ef hægt væri að ljúka framkvæmdum á þrem- ur árum. Það væri óhagræði af því að skipta verkinu upp í nokkra áfanga, auk þess sem í því fælist kostnaður. Þór sagðist ekki telja 2+1 veg full- nægjandi. Hann fæli t.d. í sér að það gæti þurft að loka veginum í aðra átt ef slys yrði þar sem akreinin væri að- eins ein. Hann sagði að sú útfærsla sem Ístak hefði kynnt í samvinnu við Sjóvá fæli í sér að engar vinstri- beygjur yrðu leyfðar þvert á umferð. Þór sagðist vilja leggja áherslu á að sú útfærsla sem Ístak hefði lagt fram í samvinnu við Sjóvá fæli ekki í sér neina gagnrýni á Vegagerðina. Með því að láta hanna 2+2 veg sem byggðist á öðrum forsendum væri hins vegar verið að sýna fram á að það væri hægt að koma fram með góða og örugga lausn sem væri ódýr- ari. mtíðarlausn sem gfarenda. Hann æri við hringtorg, un Ístaks, á veg- kur og Mosfells- að á þeim hluta otast væri hring- eykjavík og milli oss, væri í reynd eðlilegt að gera ferðarhraða. Það st að afköst veg- með hringtorgum amótum. Afköst svegur lljarða akstursleiða og að ljósastaurar verði inni í vegriðinu. Í HNOTSKURN »Útfærsla Ístaks og Sjóvár á2+2 Suðurlandsvegi er talsvert önnur en Vegagerðin hefur látið vinna. »Vegagerðin reiknaði með að2+2 vegur kostaði 13,5 millj- arða, en 2+1 vegur kostaði 5,8 milljaða. 2+2 vegur eftir útfærslu Ístaks kostar hins vegar 7,5–8 milljarða. »Ástæðan fyrir því að lausn Ís-taks er ódýrari er fyrsta og fremst sú að Ístak reiknar annars vegar með að spara fyllingarefni með því að hafa aðeins 2,5 metra á milli akstursleiða og hins vegar að notast verði við hringtorg frekar en mislæg gatnamót. » Í hönnun Ístaks er reiknaðmeð að vegrið verði á milli akstursleiða alla leiðina. Ljósa- staurum verður komið fyrir í veg- riðinu. » Ístak telur raunhæft að und-irbúa framkvæmdir við Suður- landsveg og ljúka verkinu á þrem- ur árum. fússon sem við ráðum einnig yfir en þið gerið meira af því að nýta hann og þekking ykkar á því sviði er mjög mikil. Við þurfum að auka samstarfið, láta þekkinguna streyma í báðar áttir. Sama á við um umhverfisvernd og sjáv- arútvegur ykkar er líka mjög þróaður. Við flytjum inn mikið af sjávarfangi frá ykkur en vilj- um þróa þau viðskipti frekar.“ -Íslenskt fyrirtæki hefur reynt að selja hvalkjöt í Japan. Hvenær geta viðskiptin hafist? „Ég get sagt það strax að það er engin fyrirstaða af hálfu stjórnvalda í þeim efnum en gera þarf tímafrekar rannsóknir á kjötinu áður en hægt er að leyfa kaupin. Fara þarf varlega vegna þess hve hvalveiðar eru umdeildar í heiminum, við vilj- um að sem minnstur hávaði fylgi slíkum viðskiptum! Ég get ekki sagt um það hvenær við- skiptin hefjast en biðin verður ekki löng,“ sagði Motokatsu Watanabe, sendifulltrúi Japans á Íslandi. mjög kalt, gaddfreðið ef þeir þekkja bara enska heitið. En þannig er það alls ekki! Hér er milt loftslag. Reyndar er nafn Íslands á japönsku, ef notað er okkar letur, mjög ljúft, það er eiginlega „elskulegt land“. Þannig heiti hljómar mun betur en enska heitið Iceland. Reykja- vík heitir á japönsku „óvæntur andi“ og þá í merkingunni hug- arfar sem við áttum ekki von á.“ Watanabe segir Íslendinga geta lagt áherslu á sérstöðu landsins sem stað sérstæðs um- hverfis, mikillar orku og öflugs efnahags. „Þið hafið svo margt fram, að færa, svo marga möguleika. Ef ykkur tekst vel upp á þessum sviðum, tekst að nýta umhverfið án þess að valda á því tjóni og halda áfram uppi sterkum efna- hag getið þið orðið fyrirmynd annarra. Við viljum treysta í sessi tengslin milli þjóðanna tveggja. Það er margt sem þið gerið bet- ur en aðrir, þið nýtið jarðvarma leikurinn er mikilvægari en ímyndin. Í Japan halda t.d. flestir að Indland sé mjög heitt land en í Norður-Indlandi er alls ekki heitt á veturna, þá er þar mjög þægilegt loftslag. Ísland hefur einnig ákveðna ímynd í huga Japana, þeir halda að það sé skur – og öryggi Morgunblaðið/Kristinn tanabe, nýr sendifulltrúi jóðanna tveggja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.