Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í BYRJUN október lögðu þing- menn Samfylkingarinnar fram skýrslubeiðni til félagsmálaráðherra um kjör einstæðra og forsjárlausra foreldra. Tilgangurinn var að fá fram glögga mynd af kjörum þeirra og aðbúnaði, þannig að stjórnvöld gætu betur áttað sig á því til hvaða úrræða væri hægt að grípa til að bæta stöðu þeirra. Svör ráðherra valda vonbrigðum Skýrslubeiðnin lá í 6 mánuði í ráðuneytinu og loksins þegar skýrsla ráðherra birt- ist á Alþingi rétt fyrir þinglok var fátt um svör. Sannarlega eru það mikil vonbrigði og sætir furðu hve litlar upplýsingar er hægt að fá úr stjórnkerfinu um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra. Engar upplýsingar fengust um tekjur eða húsnæðisaðstöðu þessara hópa og nánast engar upplýsingar heldur um skatta- eða bótagreiðslur. Ann- aðhvort eru tölulegar upplýsingar um stöðu þessara hópa algjörlega í molum í stjórnsýslunni eða það er enginn vilji yfirhöfuð hjá núverandi stjórnvöldum að bæta kjör og að- búnað einstæðra – eða forsjárlausra foreldra eða barna þeirra. Hér skal þó getið þess sem fram kom í svari félagsmálaráðherra sem varpar nokkru ljósi á afar bága stöðu þeirra og sýnir ljóslega hve brýnt er að grípa til markvissra aðgerða til úrbóta. Sameiginleg forsjá og meðlagsgreiðslur Frá árinu 1992 hafa verið í gildi lög um að foreldrar geti sameig- inlega farið með forsjá barna sinna eftir skilnað. Á allra síðustu árum hefur það færst í vöxt að foreldrar nýti sér þennan rétt. Í svari ráð- herra kemur fram að á árinu 1994 var sameiginleg forsjá einungis val- in í 22,8% tilvika en árið 2003 var sameiginleg forsjá valin í 73,4% til- vika. Athygli vekur þó búseta barna við sambúðarslit og lögskilnað árið 2005 í tilvikum sameiginlegrar for- sjár. Fram kemur í skýrslunni að á því ári hafi lögheimili 443 barna ver- ið skráð á lögheimili móður en að- eins 42 barna á lögheimili föður. Ár- ið 2006 voru rúmlega 11 þúsund karlar með- lagsgreiðendur með rúmlega 19 þúsund börnum en einungis 497 konur með 707 börnum. Hár framfærslu- kostnaður Í svar ráðherrans má finna meðalútgjöld einstæðra foreldra samkvæmt neyslu- könnun Hagstofu á ár- unum 2002–2004 á verðlagi í júlí 2006. Þar kemur fram að meðalútgjöld einstæðra foreldra voru rúmlega 317 þúsund á mánuði eða liðlega 3,8 milljónir á ári. Öruggt má telja að stærstur hluti þeirra hafi tekjur langt undir þess- um meðalútgjöldum einstæðra for- eldra. Í því sambandi má m.a. benda á að á undanförnum árum hafa ein- stæðar mæður fengið um og yfir 30% af fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og um 40% af fjárhagsaðstoð sveitarfélaga með 250 íbúa eða fleiri utan höfuðborg- arinnar. Meðlagsgreiðslur nú eru um 18 þúsund krónur á mánuði með hverju barni. Bág kjör og húsnæðisaðstaða Fjöldi einstæðra og forsjárlausra foreldra býr oft við bág kjör og lé- lega húsnæðisaðstöðu. Í úttekt sem gerð var á stöðu þessara hópa fyrir um 8 árum kom fram að einungis 58% einstæðra for- eldra byggju í eigin íbúð en yfir 90% hjóna og sambýlisfólks. Ein- stæðir foreldrar eru því mjög stór hópur á leigumarkaðnum, en leigu- greiðslur eru yfirleitt ofviða fólki með lágar og meðaltekjur. Einnig er líklegt að stór hluti forsjárlausra foreldra búi við bága stöðu en þeir eru æ stærra hlutfall þeirra sem leita eftir fjárhagsaðstoð og fé- lagslegri þjónustu sveitarfélaganna. Sömuleiðis má draga ályktanir af því hve stór hópur meðlagsgreið- enda er í vanskilum en á sl. ári voru 7 þúsund af 12 þúsund meðlags- greiðendum í vanskilum með með- lög og skulduðu um 14 milljarða króna. Af þessum 7 þúsund voru 4 þúsund í alvarlegum vanskilum og skulduðu um 11 milljarða króna. Á þessu máli verður að taka og skoða m.a. hvort meðlagsgreiðslur eigi ekki að vera undanþegnar skatti með líkum hætti og nú er hjá við- takanda meðlagsgreiðslna. Ástæða er til að benda á að þegar núverandi ríkisstjórn tók við var hætt að greiða einstæðum foreldrum mæðra- eða feðralaun með einu barni. Þannig var fækkað þeim sem fá greidd mæðra- eða feðralaun úr rúmum 7.700 einstæðum foreldrum 1995 í tæplega 3.500 árið 2005 sem skerti verulega ráðstöfunartekjur þúsunda einstæðra foreldra. Ráðherra skilar auðu Það sem vekur athygli er svar ráðherrans þegar hann er spurður um áform ráðherra eða rík- isstjórnar til að bæta kjör, aðbúnað og stöðu einstæðra foreldra ann- arsvegar og forsjárlausra foreldra hinsvegar sem og barna þeirra. Þá skilar ráðherrann auðu og engu er svarað. Það eina sem ráðherrann nefnir er að setja eigi á fót nýja skrifstofu barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu, vænt- anlega til að ráðherrann geti skipað skrifstofustjóra í það embætti áður en hann hverfur úr ráðuneytinu í vor. Á því verður breyting ef Sam- fylkingin kemst til valda í stjórn- arráðinu 12. maí nk. Þá munu ein- stæðir og forsjárlausir foreldra finna að það skiptir máli hverjir stjórna. Ráðherra skilar auðu í málefnum einstæðra og forsjárlausra foreldra Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um stöðu og aðbúnað einstæðra og forsjárlausra foreldra » Brýnt er að grípa tilmarkvissra aðgerða til að bæta stöðu og að- búnað einstæðra og for- sjárlausra foreldra. Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður. Á HVERJU ári síðan 1950 hefur Alþjóðaveðurfræðistofnunin WMO og 187 aðildarríki hennar notað 23. mars til að vekja athygli á hinu mik- ilvæga hnattræna samstarfi sem daglega á sér stað á sviði veðurfræðinnar. Í ár er dagurinn tileink- aður veðurfræði heim- skautasvæðanna bæði í norðri og suðri. Er það tengt því að nú er ný- hafið hið alþjóðlega heimskautaár 2007– 2008, þar sem WMO og Alþjóðavísindaráðið ICSU hafa tekið hönd- um saman um að skipu- leggja og hvetja til sér- staks átaks í athugunum og rann- sóknum á þessum svæðum heimsins. Fjórða rannsóknaátakið Hið nýbyrjaða heimskautaár 2007–2008 er fjórða átaksárið þar sem heimskautasvæðin eru sér- staklega rannsökuð. Hið fyrsta var 1882–1883 og aftur hálfri öld síðar 1932–1933 hafði WMO (eða IMO eins og stofnunin hét þá) forystu um margs konar rannsóknaverkefni sem tengdust heimskautasvæðunum. Ár- ið 1957–1958 var átakið víkkað út til allra greina jarðvísinda og tóku þá um 80.000 vísindamenn frá 67 lönd- um þátt í viðamesta samræmda vís- indaátaki sem fram hefur farið á sviði jarðvísinda. Heimskautaárið nú er raunar haldið í tilefni þess að hálf öld er liðin frá þeim atburði. Fjölmargar veður- stofur aðildarríkja WMO og fleiri rann- sóknastofnanir munu á þessu ári leggja lóð á vogarskálar aukinnar þekkingar á heim- skautasvæðunum. Á sviði veðurfræði, haf- fræði, vatnafræði og jöklafræði þessara svæða munu verða gerðar margs konar mælingar og rannsóknir. Ekki síst verður lögð áhersla á fjarkönnun þar sem gagnaöflun úr gervihnöttum og flugvélum verður aukin enda eru á þessum svæðum tiltölulega fáir fastir athugunarstaðir. Öll þessi gagnöflun mun annars vegar nýtast við að bæta veðurspár bæði fyrir svæðin sjálf en einnig fjarlægari svæði og hins vegar auka þekkingu á veðurfari og veð- urfarsbreytingum svæðanna og þar með loftslagsbreytingum allrar jarð- arinnar. Þá verður einnig lögð áhersla á auknar rannsóknir á lífríki svæðanna bæði í sjó og ofan sjávar. Hlýnun heimskautanna veldur breytingum Á síðustu áratugum hefur orðið talsverð breyting á umhverfi heim- skautasvæðanna, einkum á norð- ursvæðinu. Útbreiðsla hafíss hefur minnkað, sömuleiðis hafa jöklar hop- að og ís á ám og vötnum hefur minnkað umtalsvert. Svæði sífrera hafa einnig minnkað bæði í Asíu og Norður-Ameríku. Ýmis teikn eru á lofti um áhrif þessara breytinga á líf- ríki og búsetuskilyrði tiltölulega fárra íbúa svæðisins. Áreiðanlega eru sum þeirra neikvæð, ekki síst fyrir dýrategundir eins og ísbirni, hvali og sumar tegundir sjófugla. Hins vegar hafa þessi svæði aldrei verið í einhverju föstu jafnvægi enda sveiflur í jarðsögulegu veðurfari og þar með lífsskilyrðum óvíða meiri á jörðinni. En veðurfar þessara svæða er ekki einangrað frá öðrum hlutum jarðarinnar. Breytingar á veðurfari heimskautasvæðanna geta haft og hafa áhrif á loftslag jarðarinnar allr- ar og skipta kannski áhrif ísbráðn- unarinnar á hafstraumakerfin þar mestu. Ýmsar kenningar eru uppi um þau mál en í síðustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóð- anna (4. IPCC-skýrslunni) eru ekki taldar miklar líkur á verulegri rösk- un helstu hafstraumakerfa heims- ins. Engin leið er að meta heildar- áhrif veðurfars heimskautasvæðanna á lífríki og vistkerfi heimsins eða hin breytilegu samfélög mannsins á jörðinni. Hins vegar verður að hafa í huga að um fimm sinnum meiri hitaorka kemur inn við miðbaug en við heim- skautasvæðin en þessi munur er helsti drifkraftur loftstrauma og myndunar veðurkerfa og strauma í hafinu sem í heild sinni annast orku- flutninga frá heitari hlutum jarð- arinnar til þeirra kaldari. Breyting eða röskun á þessu getur haft mikil áhrif á einstökum svæðum. Samræmt evrópskt veðurviðvörunarkerfi Veðurfræðin hefur lengi verið talin til fyrirmyndar í vísindasamstarfi þar sem landamæri valda ekki hindrunum eða vandræðum. Mörg dæmi mætti taka því til staðfestingar. Á veð- urdaginn í ár var á Spáni formlega opnað á vefnum samræmt veðurvið- vörunarkerfi fyrir Evrópu á vefslóð- inni www.meteoalarm.eu. Þetta upp- lýsingakerfi er afrakstur samstarfs veðurstofa meira en 20 Evrópuríkja sem unnið hafa saman að fjölmörgum verkefnum undir merkjum EUMET- NET, sem er samstarfsnet evrópskra ríkisveðurstofa innan vébanda WMO. Upplýsingarnar á þessari vefslóð eru einkum ætlaðar þeim sem eru að fara milli landa og vilja fá á einfaldan hátt upplýsingar um hvort viðvaranir um veður eða veðurtengda þætti eru í gildi fyrir næstu 48 klst. í landinu sem viðkomandi ætlar að sækja heim. Er þess vænst að kerfið verði mikið not- að til að afla yfirlits um veðurviðvar- anir og aðstæður til ferðalaga um mestan hluta Evrópu. Vill Veðurstofa Íslands hvetja til þess að menn kynni sér þennan vef og er það von hennar að þeir sem héðan ferðast til meg- inlandsins hafi af því nokkurt gagn. Einnig ættu þeir Evrópubúar sem okkur sækja heim að geta fengið upp- lýsingar um hvort viðvaranir eru í gildi vegna veðurs hér á landi. Veðurfræði heimskautasvæðanna Magnús Jónsson skrifar í tilefni af alþjóðaveðurdeginum 2007 » Veðurfræðin hefurlengi verið talin til fyrirmyndar í vísinda- samstarfi þar sem landamæri valda ekki hindrunum eða vand- ræðum. Magnús Jónsson Höfundur er veðurstofustjóri. SKÖMMU fyrir síðustu jól sendi eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaga Breiðdals- hreppi bréf þar sem lagt er til að kannaður verði möguleiki á sam- einingu sveitarfé- lagsins við Fljótdals- hérað. Ástæða þessa erindis er rekstr- arerfiðleikar Breið- dalshrepps. Sveit- arstjórn Breiðdalshrepps tók bréfið fyrir á fundi 23. janúar. sl. og samkvæmt bókun telur sveitarstjórnin „mun eðlilegra að leita sameiningar“ við Fjarðabyggð. Hinn 28. febrúar sl., þegar u.þ.b. 10 vikur voru liðnar frá því að bréf eftirlits- nefndar kom, var af hálfu sveitarstjórnar boðað til almenns íbúafundar á Breið- dalsvík. Það var fyrsta kynning á málinu meðal íbú- anna. Á þessum fundi kynnti sveit- arstjóri fjárhagslega stöðu sveitarfé- lagsins og þá kosti sem Breiðdælingar ættu. Kostirnir voru: Sameining við annaðhvort áð- urnefndra sveitarfélaga eða hag- ræðing í rekstri sem í raun væri harkaleg skerðing á þjónustu við íbúana. Ágæt mæting var á íbúafund- inum og umræður snerust ein- göngu um sameiningarkosti. Skemmst er frá að segja að mikill meirihluti þeirra er til máls tóku, var hlynntur því að fyrst yrði leitað sameiningar við Fljót- dalshérað. Þá komu fram mjög eindregnar óskir fundarmanna til sveitarstjórnar um að strax yrði gerð skoðanakönnun meðal íbúa Breiðdalshrepps þar sem afstaða þeirra til sameiningarkosta yrði könnuð. Niðurstaða þeirrar könn- unar yrði síðan leiðarljós sveit- arstjórnar um það hvert fyrst yrði leitað eftir sameiningu. Það vakti athygli fundarmanna að sveitarstjórnarmenn, aðrir en sveitarstjóri, höfðu ekkert til mál- anna að leggja á fundinum, þrátt fyrir að fundarmenn leituðu eftir áliti þeirra. Sveitarstjórn Breið- dalshrepps tók málið aftur fyrir á fundi sín- um 8. mars sl. Þar ítrekar sveitarstjórnin fyrri afstöðu sína og samþykkir að leita eft- ir sameiningu við Fjarðabyggð. Þetta gerir sveitarstjórnin þrátt fyrir mjög ein- dregna andstöðu fund- armanna á íbúafund- inum rúmri viku áður. Þetta er furðuleg af- staða sveitarstjórnar. Fyrir hverja er hún að vinna? Telur sveit- arstjórnin sig eiga að hafa vit fyrir íbúun- um? Öllum sem fylgj- ast með þessu hlýtur að vera ljóst að þetta eru ólýðræðisleg vinnubrögð, nánast valdníðsla og síst af öllu til þess fallin að skapa sátt um mik- ilvægt mál fyrir íbúa Breiðdalshrepps. Það vekur líka athygli að heimasíða sveitarfé- lagsins er lituð af skoðunum sveit- arstjóra í þessu sameiningarmáli. Ég fullyrði að það er ekki meiri- hluti í Breiðdalshreppi fyrir sam- einingu við Fjarðabyggð og veru- legar líkur á að tillaga um slíkt yrði felld í kosningu. Þess vegna er það tímasóun að halda áfram á þeirri braut sem sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur markað í þessu máli. Ég skora á sveitarstjórn Breið- dalshrepps að endurskoða afstöðu sína til málsins. Sýna íbúum hreppsins þá virðingu að vinna að sameiningarmálum á þann hátt að sem víðtækust samstaða náist um niðurstöðuna. Er lýðræði í Breiðdalshreppi? Lárus H. Sigurðsson skrifar um sveitarstjórnarmál Lárus Sigurðsson »Ég fullyrðiað það er ekki meirihluti í Breiðdalshreppi fyrir samein- ingu við Fjarða- byggð og veru- legar líkur á að tillaga um slíkt yrði felld í kosningu. Höfundur er bóndi og fyrrverandi sveitarstjórnarmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.