Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 29 FYRIR fáeinum dögum var ég á Skaga- strönd. Ég kvaddi staðinn hrygg í huga því sjaldan hef ég upp- lifað eins almennt von- leysi og kvíða. Meg- inástæða þess er að fólkið hefur ekki lífs- afkomu byggðarlags- ins, útgerð og vinnslu, í eigin höndum. Jafnvel þjónusta við smábáta- útgerð er á hraðri nið- urleið vegna kvóta- setningar smábáta sem sett var á á síðasta ári. Þar er viðvarandi fólksfækkun og neikvæð- ur hagvöxtur sem ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar hefur fært íbúum Norðurlands vestra og Vestfjarða. Á almennum borgarafundi á Ísa- firði, sem nýverið var boðað til vegna dapurs útlits í atvinnumálum byggðarinnar, var ein megin ályktunin að Vestfirðingum bæri réttur til að geta nýtt sér nálægðina við gjöful fiskimið en sá réttur hefur verið af þeim tek- inn að mestu. Allar stórkostlegu „umbæt- urnar“, sem Einar K. Guðfinnsson er að lýsa í svari sínu til undirrit- aðrar í Morgunblaðs- grein laugardaginn 24. mars, hafa því einhvern veginn farið hjá garði þessara byggðarlaga. Sömu sögu er að segja úr hverju sjávarþorpinu af öðru: Lífsbjörgin hefur verið tekin af fólkinu, eignir þess gerðar verðlausar og ekkert fært fram í staðinn nema gagnslaus kosningaloforð. Ráðherrann gjörsigraði Einar K. Guðfinnsson var harðsnúinn andstæðingur kvóta- kerfisins og andófsmaður í eigin flokki, sérstaklega fyrir kosningar. Hann var ekki spar á yfirlýsingar og fyrir kosningar 2003 gaf hann yf- irlýsingu fyrir fullu húsi á Ísafirði um að dagakerfi smábáta skyldi var- ið. Hvar er nú þingmaðurinn sem aldrei sagðist myndi styðja rík- isstjórn með kvótakerfi (1995), eða sá sem setti fram tillögur um sókn- arstýringu og Morgunblaðið hrósaði (1995 eða 1999), eða sá sem ætlaði að berjast gegn kvótasetningu smábát- anna, en kokgleypti það líka? Hvernig er staðan nú, stóð ráð- herrann við öll stóru orðin? Svari hver fyrir sig. Þegar hann grípur til pennans nú- orðið sem sjávarútvegsráðherra kemur manni oft gamalt heilræði í hug: „Ef þú getur ekki sigrað and- stæðinginn, gakktu þá í lið með hon- um.“ Dálítið mótsagnakennt en ör- lög manna eru það nú stundum. Það eru nefnilega örlög Einars K. Guð- finnssonar, að framkvæma stefnuna sem hann hataðist við og barðist gegn. Eyðibyggðastefnuna sem er að leggja að velli sjávarútvegs- byggðirnar á Vestfjörðum og víða um land. Þau örlög hefur hann kosið sér sjálfur. En það er líklega vegna þess sem hann ræðst oft að pólitísk- um andstæðingum sínum með miklu offorsi. Samviskubitið eitt dugir ekki Nú telur hann helst hald í því að minna á að veiðiréttur krókabáta hafi aukist. Það huggar jú fólk í Bol- ungarvík en ekki miklu víðar. En það er rétt, það var mögulegt að hefja út- gerð krókabáta og það gerðu menn. En nú hefur Einar með félögum sín- um í ríkisstjórninni lokað síðustu smugunni. Nú er það bara byggða- kvótinn og línuívilnunin sem eiga að hugga fólk í deyjandi fiskiþorpum. Sætta það við óréttlætið sem felst í því að atvinnufrelsið hefur verið tek- ið burt frá byggðarlögunum. Þær ráðstafanir eru auðvitað til marks um að stjórnvöld hafi þó einhvern snefil af samviskubiti yfir því að hafa rænt tilverugrundvellinum frá fólki í byggðum sem uxu upp vegna ná- lægra fiskimiða. Það er hæpið að byggðakvóti og línuívilnun bjargi íslensku sjáv- arþorpunum þó þær ráðstafanir séu góðar svo langt sem þær ná. Og sam- viskubit ráðherrans breytir heldur engu svo lengi sem það leiðir ekki af sér ráðstafanir til uppbyggingar at- vinnulífs á stöðunum sem verst hafa orðið fyrir barðinu á kvótakerfinu. En af skrifum hans er ekki annað að sjá en hann sé fullkomlega sáttur við kerfið og sinn hlut í að viðhalda því. Hvar er harðasti andstæð- ingur kvótakerfisins? Anna Kristín Gunnarsdóttir svarar grein Einars K. Guðfinnssonar »Einar K. Guðfinnssonvar harðsnúinn and- stæðingur kvótakerfisins og sagðist aldrei mundu styðja ríkisstjórn með kvótakerfi. Anna Kristín Gunnarsdóttir Höfundur er alþingismaður Samfylk- ingarinnar í Norðvesturkjördæmi. ÉG SKRIFAÐI tvær greinar í Morg- unblaðið í fyrstu viku júnímánaðar á sl. ári. Þar velti ég fyrir mér rafmagnsvirkjunum, stóriðju, „hugvitsfyr- irtækjum“, nátt- úruvernd og skyldum málum. Ég dró í efa að gætt hefði verið nægr- ar umhverfisverndar við smíði Kára- hnjúkavirkjunar án þess þó að snúast gegn virkjuninni en kom með nokkrar spurningar um framkvæmdirnar. Ég taldi einsýnt að hætta yrði frek- ari vatnsvirkjunum á hálendinu en taldi að framtíðin lægi í gufuafls- virkjunum þar sem tillit væri tekið til fyllstu umhverfisverndar, t.d. að rafmagnslínur yllu ekki sjónmeng- un. Ég skilgreindi það sem rökleysu að telja áliðnað og svo- nefndan „þekking- ariðnað“ vera and- stæður og benti á að þetta tvennt gæti vel þróast samtímis; enn fremur minnti ég á að flest íslensk hugvits- fyrirtæki hefðu orðið gjaldþrota 2000–2001 þannig að ekki væri alltaf á vísan að róa í þeim efnum. Ég taldi að miklar líkur væru á aukinni eftirspurn eft- ir áli í framtíðinni, samtímis gætu álframleiðslufyr- irtæki minnkað mengun stórlega frá því sem nú væri, einkum við sú- rálsframleiðslu, verst væri hve lítið stóru álfyrirtækin gerðu til að bæta jarðveginn sem bauxítið, frumefni álsins, væri tekið úr, þótt slíkt þyrfti tiltölulega lítið að kosta. Einnig ræddi ég nokkuð þjóðern- isstefnuna sem er á móti áliðnaði vegna þess að erlend fyrirtæki ættu verksmiðjurnar. Mig langar til að hugleiða þetta aðeins nánar hér. Í viðskiptum gildir gagnkvæmn- isreglan. Höft á viðskiptum og fjár- festingum erlendra aðila hér á landi hefðu óhjákvæmilega í för með sér höft á viðskiptum og fjárfestingum Íslendinga erlendis; ef við færum að endurreisa höftin á starfsemi er- lendra fyrirtækja hér á landi, vær- um við að útiloka alla útrás ís- lenskra fyrirtækja í útlöndum, þ. á m. margnefndra fyrirtækja í þekk- ingariðnaði. Ekkert andsvar í greinarformi birtist við þessum skrifum mínum. Ég fékk hins vegar í mestu vinsemd munnlegar skýringar við sumum spurningunum um Kárahnjúka- virkjun sem ég gat nokkurn veginn fallist á. Engin svör fékk ég hins vegar um mengunina vegna súráls- framleiðslu. En andstæðingar virkj- ana og álframleiðslu létu einnig í sér heyra í einkaviðtölum og mætti ég þar alltaf mikilli fjandsemi, t.d. þeg- ar þekkt listakona fullyrti að ég væri með skrifum mínum „að horfa með velþóknun á það að verið væri að nauðga fjallkonunni“! Kona þessi var, og er, meðal ákveðnustu and- stæðinga framkvæmdanna fyrir austan. Hún var, og er, einnig and- stæðingur allrar rökræðu, listrænt innsæi á að ráða. Málflutningur hennar og fleiri var að öðru leyti þessi: verið er að stór- spilla íslensku hálendi fyrir erlend- an auðhring og skapa aukið oln- bogarými fyrir álið sem hefði karllægt gildi andstætt mannvitinu. Mér varð svarafátt enda ekki beðið um svör. Rökhugsun má sín stund- um lítils. Ég fór að greina sterk „innsæis- viðhorf“ sem höfðu mikil áhrif. Þar fór þrennt saman: andstaða við tæknibreytingar á „ósnortinni nátt- úru“, andstaða við fjármagn, eink- um erlent, (sem tengist andstöðunni við heimsvæðingu) og í þriðja lagi einhvers konar gildishlaðinn órök- studdur „femínismi“. „Fjallkonan“ var táknið sem sameinaði þetta þrennt. Hér er sannarlega um áhrifaríka viðhorfablöndu að ræða sem hugs- anlega verður sterkasta aflið í kosn- ingunum í vor. Pólitísk tákn, tilfinningar og skynsemi Gísli Gunnarsson skrifar um umhverfismál og helstu kosningamálin »Höft á viðskiptum ogfjárfestingum er- lendra aðila hér á landi hefðu óhjákvæmilega í för með sér höft á við- skiptum og fjárfest- ingum Íslendinga er- lendis Gísli Gunnarsson Höfundur er prófessor í sagnfræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.