Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 31 KOLTVÍSÝRINGUR er efnasamband súrefnis og kolefnis. Styrkur koltví- sýrings vex jafnt og þétt í lofthjúp jarðar vegna notkunar á kolefnisríku elds- neyti. Í náttúrunni verður koltvísýringur til við öndun lífvera, rotnun og bruna lífrænna efna svo sem olíu. Koltvísýringur veldur ekki skaða á náttúrunni eða er á nokkurn hátt sýnilegur. Hann er reyndar nauðsynlegur fyrir allar grænar plöntur en í þeim á sér stað svonefnd ljóstillífun en það er það kallað þegar grænar plöntur taka til sín koltvísýring og binda kolefnið í sínum eigin vexti en losa súrefnið til andrúmsloftsins. Aukinn styrkur koltvísýrings í lofthjúp jarðar eykur gróð- urhúsaáhrifin, þ.e. er þáttur í að hækka hitastig jarðar. Auk- inn styrkur koltvísýrings er því hnattrænt vandamál en ekki mengun á þeim stað þar sem losunin á sér stað. Stækkun álversins í Straumsvík mun auka losun á koltvísýringi frá ál- verinu í réttu hlutfalli við framleiðsluaukninguna. Hins vegar mun álið fram- leitt í Straumsvík draga úr myndun koltvísýrings annars staðar í heiminum. Nettóniðurstaðan, sé horft til koltvísýringsmyndunar, er að hvert áltonn framleitt í Straumsvík mun draga úr myndun koltvísýrings í heiminum um 4,3 tonn. Af ofangreindu er augljóst að ef fólk meinar eitthvað með því að vera um- hverfissinnar ættu þeir hinir sömu að styðja stækkun álversins í Straumsvík. Í ljósi niðurstöðu nýútkominar alþjóðlegrar skýrslu um loftslagsbreyt- ingar geta Íslendingar varla skorast undan því að taka ábyrgð í loftslags- málum. Meginorsök vandans er notkun jarðefnaeldsneytis. Álframleiðsla á Íslandi dregur úr notkun jarðefnaeldsneytis í heiminum. Stækkun álvers Alcan í Straumsvík er það besta og áhrifamesta sem Ís- lendingar geta gert til að draga úr gróðurhúsaáhrifunum. Er koltvísýringur mengun? Gunnar Guðlaugsson mælir með stækkun álvers í Straumsvík Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri rafgreiningar hjá Alcan í Straumsvík. ÞVÍ hefur lengi verið haldið fram af fjölmörgum aðilum að ál- framleiðsla á Íslandi sé af hinu góða í hnattrænu samhengi. Til rök- stuðnings er sagt að annars yrði álið framleitt í löndum á borð við Kína þar sem kol eru notuð sem orkugjafar. Þessar fullyrðingar eru í besta falli hálfsannleikur en líklegra er að um vanþekkingu sé að ræða. Ítrekaðar fullyrðingar í þessum efnum hafa valdið út- breiddum misskilningi á meðal þjóðarinnar þess efnis að álfram- leiðsla á Íslandi sé jákvæð í hnatt- rænu samhengi. Staðreyndin er sú að víða í heiminum er að finna báxítnámur, óvirkjað vatnsafl og hráefni í raf- skaut á svipuðum slóðum. Til þess að framleiða 1 tonn af áli þarf 2 tonn af áloxíði og 0,5 tonn af raf- skautum sem framleidd eru úr kolum og olíuefnum. Í hnattrænu samhengi er augljóslega vænlegra að frumframleiðsla á áli fari fram í heimshlutum þar sem hráefni og vatnsafl er til staðar og þannig komið í veg fyrir óþarfa flutning hráefna. Ekki er hér verið að leggja blessun yfir staðbundið og svæðisbundið rask sem aukin ál- framleiðsla á þessum slóðum myndi hafa heldur er einungis verið að horfa til hnattrænna áhrifa. Það má því setja dæmið upp á þann veg að framlag Íslands til þess að taka á þeirri vá sem mannkynið stendur frammi fyrir séu óþarfir flutningar hráefna frá löndum á borð við Jamaica, Ind- land og Ástralíu. Þeim óþörfu flutningum fylgir óhjákvæmilega óþörf losun gróðurhúsalofttegunda sem er „framlag“ Íslands til „lausnar“ þeim vanda sem gróður- húsaáhrifin eru. Því hefur verið haldið fram að valkosturinn við „íslenskt ál“ sé ál frá Kína þar sem kol eru notuð til raforkuframleiðslu. Þetta er afar langsótt röksemdafærsla. Það er rétt að í Kína eru notuð kol sem orkugjafi fyrir álver en fram- leiðsla Kínverja fer, eftir því sem best verður að komist, ekki á sömu markaði og ál frá Íslandi. Kínverjar framleiða fyrir sinn heimamarkað og nota álið í full- unnar vörur af ýmsu tagi sem eft- ir atvikum eru fluttar til Vest- urlanda. Engin augljós tengsl virðast því vera á milli ál- framleiðslunnar á Íslandi og í Kína. Nærtækara væri að benda á valkosti í Mið- og Suður-Ameríku en sá samanburður er óhagstæður þeim sem halda fram ágæti fram- leiðslunnar á Íslandi. Þess má geta að skv. upplýsingum frá Int- ernational Aluminum Institute framleiðir sá heimshluti umtals- vert magn af áli og orkugjafinn er fyrst og fremst vatnsafl. En hvers vegna er ál yfirhöfuð framleitt á Íslandi þegar til eru lönd sem eiga vatnsafl, báxítnámur og ódýrt vinnuafl? Líklega er það ódýra orkan sem Ísland hefur að bjóða sem ríður baggamuninn. Alain Belda, forstjóri Alcoa, hefur t.d. sagt að orkuverð til stóriðju á Ís- landi sé um helmingur þess orku- verðs sem Alcoa samdi um í til- teknu verkefni í Brasilíu. Íslenska ákvæðið Með íslenska ákvæðinu er ríkj- um með lítil hagkerfi og hreina orkugjafa gefinn kostur á að ráð- ast í verkefni sem valda mikilli losun gróðurhúsalofttegunda án þess að losunin teljist með al- mennri losun í skuldbindingum Kyoto. Ein af megin forsendum ákvæðisins er að með því að nota hreina orku sé hnattrænt dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Með vísan í óþarfa flutninga sem fylgja álframleiðslu á Íslandi er ljóst að hún veldur meiri losun gróðurhúsalofttegunda en álfram- leiðsla í löndum sem geta numið báxít og vatnsafl auk olíu og kola til rafskautagerðar. Að nota ís- lenska ákvæðið í þágu áliðju á Ís- landi er því óhagstætt í hnatt- rænu samhengi og uppfyllir ekki þá megin forsendu sem ákvæðið byggir á. Ef ákvæðið væri hinsvegar nýtt í verkefni sem myndu raunveru- lega draga úr heildar losun gróð- urhúsalofttegunda væru verkefnin jákvæð í hnattrænu samhengi. Sem dæmi um slík verkefni mætti t.d. nefna verkefni þar sem hrein orka væri notuð til þess að kæla tölvuver. Í því tilfelli eru „hráefn- in“ tölvutæk gögn sem flutt eru á milli heimshluta án þess að því fylgi losun gróðurhúsaloftteg- unda. Fyrir þá starfsemi þarf heldur ekki háspennulínur því tölvuverin mætti staðsetja í sjálf- um virkjunarhúsunum eða í næsta nágrenni við þau. Að lokum Rétt er að halda því til haga að til þess að endurvinna ál þarf að- eins 5% af orkunni sem þarf til frumframleiðslunnar. Um 20% af heimsframleiðslunni fara í um- búðir og má ætla að stórum hluta þeirra sé hent eftir notkun. Þann- ig er t.d. 800.000 tonnum af áldós- um fargað árlega í Bandaríkj- unum. Með aukinni endurvinnslu mætti því draga stórlega úr hnattrænum umhverfisáhrifum ál- framleiðslunnar. Líklega verða þessi skrif mín ekki til þess að snúa þeim sem hvað harðast beita sér fyrir upp- byggingu áliðnaðar á Íslandi. Ég vonast þó til þess að skrifin verði til þess að sem flestir hætti að fara með öfugmæli um hnattrænt ágæti frumframleiðslu þessa „græna málms“ á Íslandi. Satt og logið um „græna málminn“ Bergur Sigurðsson skrifar um umhverfisáhrif álvinnslu á Íslandi í hnattrænu samhengi Höfundur er fram- kvæmdastjóri Landverndar. TVENNS konar mengun á jörð- inni stefnir lífi og siðmenningu mann- kyns í aldauða. Mengun eitt, hin aug- ljósa mengun af völdum stóriðju og brennslu jarðefna, mun gera ólífvænlegt fyrir flestar lífverur á plánetunni ef ekkert er að gert. Mengun tvö er ekki jafn aug- ljós, en hún er sú að við tileinkum okkur siði og venjur sem ekki samræmast viti okkar hvað varðar samskipti hér á jörðinni og mun þessi mengun örugglega drepa okkur, ekki síður en loftmengun. Við Íslendingar, eins og heims- byggðin öll, virðumst ekki taka mark á mengunarhættunni og viljum halda áfram að skíta út plánetuna eins og ekkert annað komi til greina. Það má líkja okkur við mann sem er læstur inni í bílskúr með bíl í gangi og hann sér enga lausn aðra en að stíga fastar á gaspinnann til að flýta endalok- unum. Við kaupum stærri og stærri bíla, rekum áróður fyrir fleiri og fleiri álverum eins og það sé náttúrulögmál að framleiða meira ál. Strútarnir roðna, þeir hafa glatað forustunni við að stinga hausnum í sandinn. Álframleiðsla er ekki nátt- úrulögmál heldur vítaverður meng- unarvaldur sem við Íslendingar eig- um ekki að styðja, þessa framleiðslu verður að takmarka og stöðva ný- framkvæmdir, ef við ætlum að anda í framtíðinni. Stórbílaflotanum verðum við að leggja og nota aðeins í lengri ferðalög en í staðinn taka upp raf- drifin reiðhjól og rafdrifna smábíla í og úr vinnu og í innanbæjarskjökt. Rafmagninu sem fer í álverið í Straumsvík er betur varið í heima- hleðslu smábíla og hjóla. Þessi þróun tekur l0 til 20 ár en það verður að byrja strax á reiðhjólastígunum. Það má benda á að í Sviss er þegar mikil þekking um rafdrifin reiðhjól. Varð- andi skipaflota okkar Íslendinga þá skín einhver glæta um meng- unarvarnir þaðan. Með ofangreindum aðgerðum fengjum við Íslendingar heimsathygli sem okkur þyrstir alltaf í. Veröldin öll er einn orkubolti og hreina ótæmandi orku beislum við innan fárra ára, sennilega kjarna- samruna eða geislafría kjarnorku. Vegna þessa ættum við að fara var- lega í að umturna hálendinu og skila því sem sundurtættu nátttrölli. Það er einnig tímabært að gefa gaum að hver sé heppilegur íbúafjöldi landsins og einnig að íhuga hvað landið beri af ferðamönnum. Mengun tvö er hættulegasta fyr- irbæri þessarar plánetu, þó þar sé að- eins um hugarástand að ræða er jafn líklegt að við sprengjum plánetuna í spað í græðgiskasti en græðgi og eignasýki gegnsýrir öll samfélög jarðar. Það sem við Íslendingar verð- um að gera er að setja lög sem vernda eignarrétt þegnanna í heild á öllum landsvæðum og hafsvæðum sem eru sameign fæddra og ófæddra Íslend- inga. Land og landnytjar verði ekki seldar eða gefnar til einstaklinga. Ég hef á leigu lóðina undir húsið mitt og þannig skal nýta land og landgæði, við erum öll Íslendingar með sama rétt og að selja hluta af landinu mínu er bull. Í dag geta fyrirtæki, sem gefin voru einstaklingum, hreinlega keypt landið eins og það leggur sig. Hverjir eiga íslensku árnar í dag? Við erum að byggja upp ættarveldi peninga- manna, er það sú stefna sem við vilj- um og hvar endar það? Jú, í samskon- ar skipan og viðgengst í olíuríkjum Austurlanda, við fáum yfir okkur fursta. Peningaveldi á ekki að ganga í erfðir við fráfall „athafnamannsins“, heldur til sameignar þjóðarinnar, þaðan er það komið. Við verðum hreinlega að breyta launa- og pen- ingastefnunni. Íslendingar ættu að taka upp í skólum kennslu og þjálfun í félagslegri siðfræði og samskiptum. Við lifum í þéttum hóp og verðum að vita hvernig við eigum að tryggja rétt allra, ekki bara örfárra. Nokkrar staðreyndir um almenna blindu dagsins í dag: Það er til maður sem vill selja vatn, eða rigningu jarð- ar, fyrir milljónir, hann myndi ekki gefa þyrstum að drekka, en hver gaf honum rigninguna? Kvótakóngar selja aðgang að fiskimiðum þjóð- arinnar og stinga gróðanum í eigin vasa. Launamun kvenna og karla er ekki mögulegt að jafna og launamun- ur milli einstaklinga nemur tugum milljóna á mánuði! Á meðan er laun- um allmargra einstaklinga haldið langt fyrir neðan lágmarks fram- færslu. Öldruðum er haldið í fjár- hagskreppu og niðurlægingu með ótrúlegum útreikningum sérfræðinga ríkisins, aldraðir mega t.d. ekki vinna nema kauplaust, ella missa þeir áunn- in réttindi sín hjá TR. Á meðan skaffa um 60 þingmenn sjálfum sér lífeyri og sérkjör sem enginn venjulegur maður kemst nærri nema auðvitað vinir þeirra sem hafa þegið arðbær- asta rekstur þjóðarinnar en þing- mennirnir mega sko vinna fram á efri ár án skerðingar. Við almenningur erum ábyrgð- armenn Landsvirkjunar og virkjana en misréttispostular vilja einkavæða, svo fjárfestar geti aukið enn við digra sjóði en almenningur nýtur ekki af- raksturs þess sem hann á í dag. Hjá Sameinuðu þjóðunum var reiknað út að tvö prósent einstaklinga eigi fimm- tíu prósent auðs jarðar og það fer að endurspeglast hér á landi. Þetta er hluti af mengun tvö og þessi mengun drepur okkur, ef ekki er gripið í taumana. Strax. Tvö þau stóru Hjálmar Jónsson skrifar um misskiptingu lífsgæða Höfundur er rafeindavirki. Þær breytingar sem orðið hafa og væntanlegar eru á hafsvæðum Norðurskauts munu hafa margvíslegar afleiðingar. Á þessum fundi verður fjallað um möguleg áhrif skipasiglinga um svokallaða Norðurleið í framtíðinni. Erindi flytja Dr. Lawson W. Brigham, aðstoðarforstjóri Heimskautarannsóknaráðs Bandaríkjanna, og Gísli Viggósson, forstöðumaður rannsókna- og þróunarsviðs Siglingastofnunar. Að erindum loknum verður leitað eftir hugmyndum og áliti fundarmanna og er það liður í starfi matsnefndar um áhrif heimskautasiglinga. Fundurinn er í framhaldi af ráðstefnunni Breaking the Ice sem haldin verður á Akureyri í lok mars. Takið eftir að fundurinn hefst með léttum hádegisveitingum kl. 11:30, en fyrirlestrar hefjast kl. 12. Áhrif Norðurhafssiglinga í alþjóðlegu og íslensku ljósi. Opinn hádegisfundur fimmtud. 29. mars 2007 kl. 11:30-13:45 í Sjóminjasafninu Grandagarði 8, Reykjavík. Ísinn brotinn Dagskrá 11:30 - 12:00 Léttar veitingar 12:00 - 12:05 Árni Þór Sigurðsson, stjórnarformaður Víkurinnar - Sjóminjasafns, býður gesti velkomna og kynnir fyrirlesara 12:05 - 12:35 Dr. Lawson W. Brigham, aðstoðarforstjóri Heimskautarannsóknaráðs Bandaríkjanna: Arctic Marine Shipping Assessment: The Arctic Council's Response to Changing Marine Access in the Arctic Ocean 12:45 - 13:00 Gísli Viggósson, forstöðumaður rannsókna- og þróunarsviðs Siglingastofnunar: Ísland og Norðurhafssiglingar 13:00 - 13:45 Umræður þar sem leitað er álits fundarmanna Fundarstjóri Dr. Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða H.Í. Að fundinum standa Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands, Faxaflóahafnir og Víkin - Sjóminjasafn með stuðningi Reykjavíkurborgar. Víkin - Sjóminjasafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.