Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR „Mikið er nú Borgarfjörður falleg- ur í myrkri“ er setning sem verður mér oft ofarlega í huga þegar ég hugsa til frænda míns Arngríms Magnússonar. Þessa setningu missti móðir mín út úr sér á tröppunum á Sæbergi fyrir nokkrum áratugum hjá þeim Arngrími og Elsu. Ég vissi ekki hvert þau ætluðu, þvílíkt var hlegið yfir þessari óvæntu athugasemd um fegurð þess fjarðar sem Arngrímur hafði valið sér til búsetu. Ég var svo lánsamur á unga aldri að vera sendur í sveit til Arngríms og Elsu í Borgarfjörð. Arngrímur lagði mér skýrar línur um hvað ég mætti og hvað ég mætti ekki gera fyrst þegar ég kom til þeirra sem snúningsstrák- ur og man ég að ég lagði talsvert á mig til að þóknast honum. Á þessum árum var Arngrímur kaupfélagsstjóri þar og sinnti því að kostgæfni. Ég minnist þess eitt árið er ég kom í sveitina í einhverri flík sem hann var ekki ánægður með, flíkin var þá í tísku í höfuðstaðnum. Þrátt fyrir and- úð hans á flíkinni lét hann tilleiðast og pantaði nokkrar til að auka hag kaup- félagsins. Vistin hjá þeim hjónum var mér afskaplega góð enda mikil gleði og kærleikur ríkjandi á heimilinu. Svo gott var að vera hjá þeim að ég sótti í að heimsækja þau þegar tækifæri gafst enda gestrisni þeirra mikil. Áhugi Arngríms á mönnum og mál- efnum var alltaf mikill, enda spurull með eindæmum. Þegar ég kom í heimsókn með konuna mína í fyrsta skipti til hans var ekki liðinn langur tími þar til hann hafði komist að því að þau þrjú, Elsa, Arngrímur og Vil- borg, höfðu fyrir tilviljun setið í sama samkomusalnum með sitt hvorum hópnum á sama tíma í Íslendinga- byggðum í Kanada einhverjum 10 ár- um áður. Þá var minn maður ánægð- ur, búinn að ná tengingu við þessa ungu konu sem strax frá byrjun varð Arngrímur Magnússon ✝ ArngrímurMagnússon, Sæ- bergi, á Borgarfirði eystri, fæddist í Másseli í Jökuls- árhlíð 22. mars 1925. Hann lést á gjörgæslu Landspít- alans við Hring- braut 14. mars síð- astliðinn. Útför Arngríms var gerð frá Bakka- gerðiskirkju 23. mars sl. svo heilluð af þessum manni. Fyrir allnokkrum árum renndi bíll í hlað- ið í Haukadal þar sem ég starfaði og út úr bílnum stigu Arngrím- ur og Elsa ásamt Ástu systur Elsu og Krist- jáni manni hennar. „Böggi minn, ertu bara heimavið, gæskur?“ Ég fór með þau í bíltúr um skóginn og gaf þeim kaffisopa. Þarna voru komnir einhverjir þakklátustu gestir sem sóttu mig heim í Haukadal. Daginn eftir áttræðisafmæli Arn- gríms fékk ég að fara með honum í reglubundinn göngutúr um Bakkana. Þó að leiðin væri ekki löng náðum við að eiga gott spjall og spurði hann mik- ið eins og honum var von og vísa. „Heyrðu gæskur, varst þú nokkuð búinn að fara inn í Stórurð? Þangað verður þú að fara, þetta er alveg ein- stakt náttúrufyrirbrigði.“ Seinna þennan sama dag fórum við tveir saman í bíltúr um Borgarfjörðinn. Var þá komið að mér að spyrja um menn, málefni og staðhætti, og hafði hann gaman af því að fræða mig um allt sem ég spurðist fyrir um. Þarna keyrði ég um allan fjörðinn á 10 km hraða og fékk útskýringar um allt og á öllu sem fyrir augu bar, betri leið- sögn var varla hægt að hugsa sér. Arngrímur hafði afskaplega gaman af tónlist og voru skagfirskir karla- kórar þar ofarlega á listanum. Fyrir tveimur árum voru Álftagerðisbræð- ur fengnir til að syngja í áttræðisaf- mæli þessa höfðingja og hann ger- samlega ljómaði að tónleikum loknum. Börn Arngríms og barna- börn hafa erft tónlistaráhugann og mörg fengið útrás í hljómsveitum. Þessi fríði flokkur hefur ósjaldan troðið upp í afmælum Arngríms og á ættarmótum fjölskyldunnar. Á þess- um samkomum skein stoltið ávallt úr augum Arngríms. Með söknuði kveð ég þig, kæri frændi. Elsku Elsa og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur innilega samúð. Blessuð sé minning um góðan mann. Björgvin Eggertsson og fjölskylda. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann, nú þegar við kveðjum Arngrím Magnússon hinstu kveðju. Ég á eftir að sakna þess að láta hann rekja úr mér garnirnar eins og hann var vanur, um allt sem við- kemur mannfólkinu og sauðkindun- um, þessum tveim æðstu tegundum sköpunarverksins. Örstutt er milli bernskuheimilis míns, Svalbarðs, og Sæbergs þar sem Elsa og Arngrímur bjuggu nánast alla sína búskapartíð og tengslin náin. Mamma systir Arngríms og babbi heitinn bróðir Elsu. Því má segja að við Svalbarðsbræður höfum notið þess í uppvextinum að eiga okkur tvö heimili. Í Sæbergi sáum við fyrst sjónvarp, þar fórum við ævinlega í jólabaðið og þar hittust allir á að- fangadagskvöld eftir að pakkarnir höfðu verið opnaðir. Veturinn sem pabbi fórst með báti sínum Svanatindi NS fengum við enn betur að kynnast mannkostum þeirra hjóna sem stóðu þá eins og klettar við hlið mömmu. Ég held að einhver mikilvægasti þátturinn í fari hvers manns sé hvern- ig viðkomandi lítur á, hugsar og talar um annað fólk. Arngrímur talaði aldr- ei illa um nokkurn mann. Hann sá hins vegar gott í öllum mönnum, tal- aði um það jákvæða í fari manna því öll höfum við einhverja kosti. Eins kom Arngrímur fram af virðingu við alla, jafnt börn sem fullorðna. Arn- grímur bar einnig virðingu fyrir sjálf- um sér, alltaf snyrtilegur og bar sig vel, beinn í baki, grannur og spengi- legur, með greiðu, vasaklút og jafnvel naglaklippur upp á vasann. Oft var grín gertað aksturslagi Arngríms með augun alls staðar ann- ars staðar en á veginum framundan. Horfandi eftir rollum, jafnvel á ferð um fjarlægar sveitir, sífellt að spá í landið, bæina, örnefnin og söguna. Þetta þýddi þó ekki að hann væri ekki öruggur ökumaður því það var hann. Það sýndu límmiðarnir frá trygginga- félaginu á bílunum þeirra Elsu, 10– 15–20 ára tjónlaus akstur. Ef það var eitthvað sem mér fannst einkenna hann Arngrím þegar ég ungur, þá var það hversu passasamur hann var með alla hluti, engin óþarfa áhætta tekin og aldrei farið illa með nokkurn hlut. ,,Strákur! troddu ekki svona á hæl- köppunum, kallaði hann á eftir okkur bræðrum þegar okkur lá of mikið á til að klæða okkur í skóna. Arngrímur var ekki mikið fyrir sviðsljósið sjálfur en hann fylgdist með afkomendum sínum fullur af stolti hvar sem þeir komu fram, hvort sem það var í fjölmiðlum eða á sviði. Arngrímur var hins vegar í essinu sínu við eldhúsborðið heima í Sæbergi þar sem gamansögur flugu og oln- bogaskotin gengu. Ekki komst Arn- grímur síst á flug ef æskustöðvarnar í Hlíðinni bar á góma eða fólkið þar. Gestrisni þeirra hjóna var endalaus enda held ég að Arngrímur hafi haft af fáu eins gaman og að sýna góðum gestum náttúrufegurðina á Borgar- firði og rifja síðan upp gamla tíma yfir kaffibolla. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að þakka allt um leið og ég sendi Elsu og fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Magnús Ásgrímsson. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Frændi okkar, ERLINGUR JÓHANNESSON bóndi, Hallkelsstöðum, Hvítársíðu, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi föstudaginn 23. mars. Útför hans fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 31. mars kl. 11.00. Fyrir hönd vandamanna, Jóhannes Benjamínsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn og vinur, HJÁLMTÝR JÓNSSON fyrrverandi símaverkstjóri, Kirkjuvegi 1B, Keflavík, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Guðmundsdóttir og fjölskyldur hins látna. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SOFFÍA AXELSDÓTTIR, Kirkjuvegi 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 19. mars sl. Útför hennar fór fram frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 27. mars. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks HSS fyrir frábæra umönnun. Axel Ingvarsson, Elsa Björk Kjartansdóttir, Ulla Nilsen, Ingvar Ingvarsson, Olga Eide Pétursdóttir, Hólmfríður Júlíusdóttir, Ágúst Ingvarsson, Hera Ósk Einarsdóttir, Ómar Ingvarsson, Hulda Einarsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR JÓNSSON skipasmiður, Víðilundi 6, Akureyri, sem lést mánudaginn 19. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 30. mars kl. 13:30. Guðrún Zophoníasdóttir, Agnes Þórhallsdóttir, Gunnar Bjarnason, Anna Þórhallsdóttir, Hallgrímur G. Sigurðsson, Zophonías Magnús Þórhallsson, Hörður Sverrisson, barnabörn og langafabarn. ✝ Ástkær móðir mín, amma og langamma, ÁSLAUG BOUCHER ÞÓRARINSDÓTTIR, Tjarnargötu 41, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 26. mars síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Alice Kristín Estcourt Boucher, Peter Alan Estcourt Boucher, Kristófer Estcourt Boucher, Katherine Estcourt Chandler og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR HANNES BIERING, Laufásvegi 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 27. mars. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 3. apríl kl. 13.00. Hulda Biering, Margeir Gissurarson, Rannveig Biering, Jón Gunnar Biering Margeirsson, Sigríður Aradóttir, Bjarni Margeirsson, Herdís Biering Guðmundsdóttir, Valdimar Valdimarsson, Kristín Sveinsdóttir, Lára Sveinsdóttir, Hulda og Kormákur. ✝ Ástkær móðir okkar, SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Ásbjarnarstöðum, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga mánudaginn 26. mars. Börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.