Morgunblaðið - 28.03.2007, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 28.03.2007, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín Magn-úsdóttir fæddist í Hafnarfirði 12. júlí 1919. Hún lést á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Böðv- arsson, bak- arameistari í Hafn- arfirði, f. 13. júlí 1887, d. 1944, og kona hans Sigríður Árný Eyjólfsdóttir frá Hafnarfirði, f. 21. mars 1897, d. 1983. Systkini Kristínar eru, Gunnar, d. 1994, kvæntur Ásthildi Magnúsdóttur, Magnús Steph- ensen, kvæntur Guðrúnu Guð- mundsdóttur, Áslaug, ekkja Snæ- björns Bjarnasonar tæknifræðings og Sigríður Guð- rún, ekkja Agnars Bierings lög- fræðings. Kristín giftist í maí 1942 Sigurgeiri Guðmundssyni, fv. skólastjóra. Börn Kristínar og Sig- urgeirs eru: 1) Bárður, f. 1955, maki Jenný Axels- dóttir, f. 1958, börn þeirra eru Þóra Kristín, f. 26.8. 1986, Sigurgeir, f. 8.1. 1988, og Guð- mundur Örn, f. 23.12. 1997. 2) Auð- ur, f. 19.2. 1963. Börn hennar eru Halldór Bjarna- son, f. 29.4. 1980, Sigureir Ágúst Helgason, f. 9.6. 1982, Kristinn Geir Helgason, f. 30.5. 1984, Tara Björnsdóttir, f. 18.5. 1990, d. 18.5. 1990, Sindri Örn Björnsson, f. 13.5. 1994. Útför Kristínar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku mamma. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera minn – í söng og tárum. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði, sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu, að ég þakka liðna daga. Við framtíð mína fléttast örlög þín. Að fótum þínum krýpur öll mín saga. Og legðu svo á höfin blá og breið. – Þó blási kalt, og dagar verði að árum, Þá veit ég, að þú villist rétta leið og verður minn – í bæn, í söng og tárum. (Davíð Stefánsson) Hjartans þakkir fyrir allt. Guð geymi þig. Þín dóttir Auður. Elsku amma. Ég veit að vorið kemur og veturinn líður senn. Kvæðið er um konu, en hvorki um guð né menn. Hún minnti mig á vorið, á mjúka og græna jörð og stygga fjallafola og feita sauðahjörð. Hún minnti á kvæði og kossa og kvöldin björt og löng og hvíta, fleyga fugla og fjaðraþyt og söng. Og svipur hennar sýndi, hvað sál hennar var góð. Það hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson.) Blessuð sé minning þín, elsku amma. Þú verður alltaf í huga okkar og hjarta. Halldór, Sigurgeir, Kristinn og Sindri Nú, þegar elsku amma mín er far- in frá okkur, hef ég mikið hugsað um tíma okkar saman. Sérstaklega eru mér minnisstæðar allar ökuferðirnar okkar saman. Áður en ég fékk bíl- próf keyrði hún mig hvert sem var innan Hafnarfjarðar, en hún þorði sjaldan á bílnum til Reykjavíkur. Hún amma fær seint viðurkenningu fyrir góðan akstur en viljug var hún ef á þurfti að halda. Ég mun aldrei gleyma því þegar hún keyrði mig á golfæfingu á Hvaleyrinni. Við sáum laust stæði beint fyrir framan klúbb- húsið, voðalega fínt stæði fyrir fram- an nýreistan múrsteinavegg. Hún ætlaði bara aðeins að stoppa til að hleypa mér út en gleymdi að setja í handbremsu og því fór sem fór. Nýi múrsteinaveggurinn hrundi eins og spilaborg, og ég þaut í burtu eld- rauður í framan með þá afsökun að ég væri að verða seinn á æfingu. Á þessum aldri skammaðist ég mín stundum fyrir aksturslagið hennar ömmu en núna sé ég auðvitað hversu mikil vitleysa það var. Ég tel mig vera ótrúlega heppinn að hafa átt jafn frábæra ömmu og hana Stínu. Ég er svo þakklátur fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig. Hún var alltaf svo mikið hjá okkur og ferðaðist líka oft með okkur, enda vildum við öll hafa hana. Alltaf þegar ég kom í heimsókn til hennar brosti hún við það að sjá mig. Í næstu andrá var hún síðan stokkin á fætur að taka til nammi og kökur, og þá þýddi sko ekkert að reyna að segja henni að ég væri nýbúinn að borða. Síðan sátum við við eldhús- borðið, ég japlandi á Mackintosh- súkkulaði á meðan hún spurði mig um allt milli himins og jarðar. Hún hafði sérstakan áhuga á flóðum og öðrum náttúruhamförum í hinum ýmsu framandi löndum. Hún hafði líka ógurlega gaman af því að segja frá aðdáun sinni á Liver- pool. Allt frá því að ég sagði henni einhvern tímann fyrir löngu að ég héldi með Liverpool sagði hún stolt frá því að hún hefði nú verið Liver- pool-aðdáandi í tugi ára. Þá sögu fékk ég að heyra ótal sinnum, en ömmu fannst alltaf eins og hún væri að segja mér hana í fyrsta skipti. Ég þóttist alltaf vera voða hissa í hvert skipti, enda hafði ég bara gaman af. Í mínum augum var áhugi hennar á Liverpool merki um væntumþykju hennar á mér og pabba. Hún vildi bara eiga eitthvað sameiginlegt með okkur og hvað er betra til þess en fótboltafélag í Englandi? Mestan áhuga hafði hún þó á því að vita hvað væri að gerast í Háa- bergi 39, og þá sérstaklega hjá Þóru systur og Gumma bróður. Hún var alltaf svo stolt af barnabörnunum sínum. Allir fengu það á tilfinn- inguna að þeir væru einstakir. Þó er einn sá fjölskyldumeðlimur sem er sérstakari en aðrir. Það er hún systir mín, Þóra Kristín, nafna ömmu. Veikindi hennar hafa verið okkur öll- um erfið, sérstaklega seinustu ár. Þá reyndi mikið á hjálpsemi ömmu minnar sem kom daglega til okkar Gumma á meðan mamma var hjá Þóru á spítalanum. Hún passaði upp á að okkur liði vel og vanhagaði ekki um neitt. Hún tók veikindi Þóru mjög mikið inn á sig án þess að láta okkur finna það en þegar það versta var yfirstaðið hjá Þóru Kristínu veiktist hún. Eða hafði hún kannski beðið með að veikjast? Síðustu árin kom í ljós alvarleg hjartabilun sem hafði mikil áhrif á lífsgæði hennar. Hrausta og lífsglaða amman var orðin öðrum háð með öllu því sem því fylgir. Núna var það ég sem sá um að sækja hana ömmu mína þegar hún vildi koma í heim- sókn enda hafði hún blessunarlega lagt bílnum fyrir fullt og allt. Sjálf vildi hún þó ekki mikið af veikindum sínum vita. Ef hún var spurð hvernig hún hefði það svaraði hún: Ég er bara löt (mjög veik), eða þá þetta er allt að koma, ég verð betri á morgun. Hún hafði mun meiri áhuga á heilsu- fari okkar: Hvernig leið Þóru, var kvefið betra hjá Guðmundi, eða pest- in hjá mér? Mér fannst það því mjög lýsandi fyrir ömmu að heyra að kvöldið áður en hún dó hefði hún hringt heim til að fá heilsufarsskýrslu af fjölskyld- unni. Þannig varstu, amma mín kær, fyrst komu aðrir og svo komst þú. Þín verður sárt saknað. Sigurgeir Bárðarson. Elsku Kristín amma. Þú ert búin að vera ein af fjöl- skyldu minni hér á Íslandi í 10 ár. Ég kom hingað til að passa Guðmund Örn á meðan mamma fór í Háskól- ann. Þú tókst mig strax að þér og faðmaðir mig og ég upplifði það að eignast móður í fyrsta skipti. Þú varst nánast daglegur gestur á heim- ilinu og alltaf aðalmanneskjan þegar eitthvað mikið stóð til. Þú smitaðir jákvæði hvert sem þú fórst og vildir alltaf að allir væru saman í sátt og samlyndi. Þú áttir auðvelt með að gefa en erfiðara að þiggja. Ég man þó sérstaklega hvað var mikill heiður að fá að baða þig. Þú sagðir líka við mig að það gerði enginn eins vel og ég. Nóttina eftir að hún lést kom hún til mín í draumi. Hún var íklædd rauðum, fallegum silkikjól og geisl- aði af hamingju, veikindin horfin úr andlitinu. Hún kom inn að rúminu án þess að banka og sagði: „Kantí mín, það verður allt í lagi með fótinn á þér. Læknarnir eru búnir að laga hann.“ Svo hvarf hún burt með milda brosið sitt. Mig langar til að þakka fyrir að hafa kynnst þér. Í Srí Lanka, föð- urlandi mínu er sagt að þó að snjór fenni yfir sporin þín sé minningin um þig meitluð í hjarta mitt og fari aldr- ei neitt. Takk fyrir allt, amma Stína. Guð veri með þér. Anna Kantí Axelsdóttir. Elsku amma mín, þú varst mjög góð og skemmtileg manneskja. Þú varst alltaf góð og hjálpsöm við alla. Mér fannst mjög gaman þegar þú komst með okkur í Skorradal. Við vorum alltaf saman á jólum og þú komst oft í heimsókn. Ég var mjög leiður þegar þú varst veik og þurftir alltaf að fara á spítala. Ég vona og veit að afi passar þig hjá guði. Það er örugglega mjög skemmtilegt þar. Þakka þér fyrir allt amma mín besta. Ég ætla að reyna að vera duglegur að læra og vera góður við aðra eins og þú kenndir mér. Guðmundur Örn Bárðarson. Elsku amma mín, mér þótti ógur- lega vænt um þig á meðan þú varst á lífi og geri en og mun alltaf elska þig. Þú varst alveg ótrúleg manneskja. Þú ert eiginlega hetjan í mínu lífi, alltaf svo hörð af þér ef eitthvað bját- aði á. Það var allveg sama hvað það var þú hristir það bara af þér. Það var alltaf svo gaman að vera með þér, þú varst alltaf svo hress og kát. Ég gleymi aldrei þegar að við vorum í Dannmörku og þú festist í baðkarinu. Ég spurði hvort ég ætti ekki að fara niður í lobbyið og sækja hjálp, en þú svaraðir: Nei ég læt ekki einhverja kalla sjá svona eldgamla kerlingu fasta í baðinu. Í mörg ár á eftir talaðir þú alltaf um þetta og við hlógum og hlógum alveg rosalega að þessu. Þú varst allveg meiriháttar og al- veg frábært að hafa fengið að kynn- ast þér og hafa þig svona lengi hjá mér. Ég gleymi aldrei hvað það var alltaf gaman að koma til þín, alveg sama hvað bjátaði á hjá mér, þá var alltaf hægt að fá hlýjuna frá þér og hughreystingu. Ég man að ég fékk stundum að gista hjá þér og það var alltaf svo gaman. Þú sýndir mér fullt af göml- um myndum af þér, afa Auði og pabba. Þú sagðir mér söguna á bak við hverja mynd sem við skoðuðum. Ég man líka þegar að við fórum í sunnudagaskólann og þú varst alltaf svo stolt af mér að vilja fara. Einn daginn fórum við saman nið- ur á tjörn að gefa öndunum brauð og við vorum alls ekki sáttar hvað gæs- inar voru frekar og svo kom ein gæs- in og skeit á skóinn þinn, þá sagðir þú bara þetta gerir ekkert til, ég þvæ þetta bara af þegar að við komum heim. Allir bíltúrarnir sem við áttum saman og þegar að við fórum að heimsækja afa Sigurgeir upp á leiði í kirkjugarðinum og fórum með blóm og kerti og þú sagðir alltaf: Þóra Kristín mín, náðu í grænu könnuna svo að þú getir hjálpað mér að vökva blómin hans afa. Ég man líka eftir að þegar að ég var nýflutt í Svöluásinn og þú komst að heimsækja mig og komst með sykur- og rjómapönnukökur og jóg- úrtkökurnar þínar frægu. Þú varst ánægð hvað allir á sambýlinu voru glaðir að fá allar þessar veitingar. Mér finnst mjög erfitt að þú skulir hafa þurft að fara frá okkur, en ég er líka glöð og ánægð að hafa fengið að kynnast þér og hafa þig svona lengi hjá mér. Núna ertu komin aftur til afa og ég veit að hann á eftir að hugsa mjög vel um þig. Ég ætla að reyna að vera dugleg að gera allt sem ég tek mér fyrir hendur og standa mig í lífinu þótt að ég sakni þín, alveg rosalega mikið. Ég veit ég að þér líður betur núna hjá afa og þarft ekki lengur að vera alltaf lasin, stundum nótt eftir nótt. Ég veit að þér líður betur í himnaríki með afa. Nú getur þú dansað við afa aftur eins og þú talaðir stundum um. Ég held að það sé örugglega bara fjör í himnaríki og ég veit að þið eigið eftir að horfa niður á mig og passa mig. Amma, ég elska þig og mun alltaf gera Þín elskandi Þóra Kristín Bárðardóttir. Látin er elskuleg frænka mín og móðursystir, Kristín Magnúsdóttir, eða Stína frænka eins og hún var alltaf kölluð í fjölskyldunni. Andlátið bar brátt að en kom kannski ekki á óvart en Stína frænka hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu misserin og af miklu æðruleysi tókst hún á við þann erfiða tíma. Áður naut hún góðrar heilsu, var ern og hélt reisn sinni til hins síðasta. Kristín var elst fimm systkina, var á áttugasta og áttunda aldursári en látinn er áður Gunnar. Þau ólust upp við Lækinn í Hafnarfirði, foreldrar þeirra voru Sigríður Eyjólfsdóttir og Magnús Böðvarsson bakari, en afi minn lést áður en ég fæddist. Sterk fjölskyldutengsl voru í stórfjölskyld- unni en sérstök voru tengsl systr- anna þriggja eftir að þær urðu allar einar. Margs er að minnast og ein af mínum allra fyrstu en óljósu minn- ingum er frá þeim tíma er ég var barnung í fóstri hjá Stínu frænku og Sigurgeiri í nokkrar vikur. Þetta var áður en þau eignuðust sín börn og í minningunni er rík umhyggja og væntumþykja í minn garð, viðmót sem mér fannst ég njóta frá þeim alla tíð síðan. Ég minnist hins fallega og menn- ingarlega heimilis þeirra Sigurgeirs og Kristínar á Sunnuvegi 4. Þar var mikið af bókum, listaverk prýddu veggi, smíðastofa í kjallaranum og mörg húsgögnin heimasmíðuð með listilegu handbragði húsbóndans. Stína frænka með svuntuna og bök- unarilminn lagði um húsið. Hæst stendur samt viðmót þeirra hjóna, glaðværð og hugulsemi og eftir- minnileg eru jólaboðin annan dag jóla sem bar upp á afmælisdag Sig- urgeirs. Þá var oft þröngt setinn bekkurinn af allri stórfjölskyldunni sem naut þess sérstæða heimilis- brags sem ríkti á Sunnuvegi 4. Þetta eru góðar minningar. Frænka mín var lág kona vexti en kvik í hreyfingum. Áður fyrr fór hún allt gangandi og ég minnist þess hversu fljót í förum hún var þrátt fyrir það. Hún var glaðsinna, traust og vönduð kona og ég man ekki til þess að hún hafi hallmælt nokkrum í mín eyru. Hún var fagurkeri og naut ferðalaga utanlands og innan. Stína var mikil fjölskyldumanneskja og naut samveru við börnin sín og barnabörn. Aldrei er maður tilbúinn þegar kveðjustundin kemur. Núna þegar Stína frænka er farin hef ég þá til- finningu að ég hafi alltaf átt sérstak- an sess í huga hennar og það er mér ákaflega mikils virði. Ég kveð frænku mína með þökk fyrir allt elskulegt í minn garð og um leið sendi ég börnum hennar, Auði og Bárði, Jenný tengdadóttur og barna- börnum samúðarkveðjur. Helga Snæbjörnsdóttir. Mikil sómakona er fallin frá. Hún Kristín Magnúsdóttir lést í síðustu viku, þá hátt á níræðisaldri. Hún var af gömlum og styrkum stofni Hafnfirðinga. Elst fimm systkina. Hún sjálf og allt hennar fólk, kynslóð fram af kynslóð, mest- alla síðustu öldina og enn þann dag í dag, hefur verið áberandi, dugmikið og vel látið í Hafnarfirði. Það er mik- ill sjónarsviptir að konu á borð við Kristínu Magnúsdóttur, sem lagði svo sannarlega mikið til samfélags- ins í Firðinum. Hún naut því virð- ingar og væntumþykju sveitunga sinna og það verðskuldað, því hún gaf svo mikið af sér í samskiptum við fólk. Hjálpsemi, dugnaður, gæska og hlýlegt fas voru henni eðlislæg. Hafnarfjörður sér nú á eftir einni af sínum bestu dætrum. Ég naut þess allt frá barnsaldri að vera heimagangur á Sunnuvegi 4, sem var um áratugaskeið glæsilegt og hlýlegt heimili þeirra sæmdar- hjóna, Kristínar og manns hennar, Sigurgeirs Guðmundssonar, skóla- stjóra Iðnskólans í Hafnarfirði, og tveggja barna, Bárðar og Auðar. Ástæðan var sú að ég bast á æskuár- um traustum vina- og tryggðarbönd- um við Bárð, son þeirra hjóna. Á þann vinskap hefur aldrei borið neinn skugga. Það var ætíð gott að koma á Sunnuveginn. Alltaf var okk- ur tekið fagnandi strákunum, þegar við sóttum Bárð heim. Kristín, eða Stína eins og hún var jafnan kölluð, umvafði okkur á alla lund með elsku sinni og hlýleika. Sigurgeir maður hennar vildi aga, en var alltaf rétt- sýnn og sanngjarn. Við vorum senni- lega stundum dálítið fyrirferðar- miklir strákarnir þegar leikir fóru úr böndum. Þá kom það fyrir að Sig- urgeir setti í brýrnar eins og hann byggi sig undir að hasta á okkur. En þá leit Stína blíðlega í augu bónda síns, eins og hún hún vildi segja: „Sigurgeir minn. Þetta eru nú bara líflegir strákar að leik.“ Og engar urðu skammirnar. Þess í stað kallaði Stína okkur inn í eldhús og gaf okkur mjólk og smákökur. Það eru svona litlar en dýrmætar minningar, sem upp vakna, á kveðju- stund. Ekki einasta naut ég elsku og hjálpsemi Stínu vegna vináttu minn- ar og Bárðar. Hún Stína þreyttist heldur aldrei á því að rifja það upp, að ömmur okkar Bárðar hefðu líka verið bestu vinkonur. Móðir Stínu, Sigríður Eyjólfsdóttir, og amma mín í föðurætt, Snjólaug Guðrún Árna- dóttir, voru óaðskiljanlegar alla tíð meðan báðar lifðu. Henni Stínu þótti svo vænt um það að sagan endurtæki sig – að vinátta okkar Bárðar héldi áfram uppi merki vinarþels og sam- heldni milli fjölskyldna okkar – kyn- slóð fram af kynslóð. Hún Stína missti mann sinn árið 1984. Sigurgeir féll frá fyrir aldur fram. Það var Stínu mikið áfall. Þau voru svo samhent hjónin, þótt ólík væru um sumt. Þau bættu svo vel hvort annað upp. En Stína hélt sínu striki. Börn hennar, Bárður og Auð- ur, voru henni allt. Þegar fram liðu stundir naut hún þess að vera amma, þegar barnabörnin fæddust hvert á fætur öðru. Bárður vinur minn og Jenný hans góða kona voru hennar stoð og stytta. Sem og Auður. Og hún þeirra meðan heilsan leyfði. Hún naut þess að vera í samskiptum við barnabörnin og amma Stína var þar á heimavelli. Börn Bárðar og Jennýj- ar, Þóra Kristín, Sigurgeir og Guð- mundur Örn, og synir Auðar, Hall- dór, Sigurgeir Ágúst, Kristinn Geir og Sindri Örn, nutu samvistanna við Kristín Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.