Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 35 ömmu Stínu og gæsku hennar og kærleika. Og hún naut ekki síður þeirra. Hún Kristín Magnúsdóttir tróð ekki illsakir við nokkurn mann svo ég viti. Aldrei heyrði ég hana tala illa um náungann. Jafnan indæl, glæsi- leg í fasi og vel til fara, með bros á vör og kímnisglampa í augum. En skaplaus var hún ekki. Þaðan af síð- ur skoðanalaus. Og fjölfróð var hún. Hún vissi þannig vel hvað hún vildi og fékk það fram með góðvild og gæsku. Hún sparaði stóru orðin. Þau þurfti hún sjaldnast að nota. Á síðari árum voru samfundir okk- ar Stínu færri en áður var. En alltaf hittumst við annað slagið og það urðu jafnan fagnaðarfundir. Heilsu hennar hafði hrakað á síðustu árum, en hugurinn var síkvikur. Og alltaf fann ég þann sama hlýhug og sömu væntumþykjuna streyma frá henni í minn garð, eins og á Sunnuvegi forð- um daga. Hún spurði frétta af mínu fólki og bað fyrir góðar kveðjur. Maður fór ævinlega með jákvæðar og góðar hugsanir á braut eftir sam- veru með Kristínu Magnúsdóttur. Hún gaf svo mikið af sér. Hafði svo hlýja nærveru. Allt hefur sinn tíma. Kristín Magnúsdóttir hafði lifað langan dag, þegar kallið kom. Það er þakklæti í huga mér fyrir að hafa átt þess kost að njóta vináttu og hjálpar þessarar góðu konu um áratugaskeið. Og ekki síður afkomenda hennar, Bárðar og hans fjölskyldu. Það er gott að eiga góða og trausta vini í blíðu sem stríðu. Og þannig vinir eru einmitt Kristín Magnúsdóttir og hennar af- komendur. Við Jóna Dóra og börn okkar sendum Bárði og Jennýju og börn- um þeirra, Auði og fjölskyldu og allri stórfjölskyldu Kristínar Magnús- dóttur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og vonum að góður Guð blessi þau og umvefji á sorgartímum. Blessuð sé minning Kristínar Magnúsdóttur. Megi hún hvíla í friði. Guðmundur Árni Stefánsson. Kristínu Magnúsdóttur, eða Stínu eins og hún var jafnan kölluð, kynnt- ist ég fyrir margt löngu. Hún var móðir æskufélaga míns, Bárðar, en auk þess var Auður systir hans æskuvinkona Bessu systur minnar. Það var því mikill samgangur á milli heimilanna enda ekki langt á milli Sunnuvegar og Tjarnarbrautar. Sem unglingur og að sjálfsögðu ávallt síðar, var maður aufúsugestur á heimili Kristínar og Sigurgeirs meðan hann lifði. Í dag minnist ég þeirra hjóna sem góðra vina þrátt aldursmuninn. Að fá að kynnast þeim voru forréttindi og margt af þeim að læra. Á unglingsárunum var margt brallað og ekki allt til fyrirmyndar. Þó að á ýmsu hafi gengið stundum hjá okkur unga fólkinu þá var Stína ávallt nálæg, róleg og yfirveguð, geislandi af ástúð og væntumþykju. Ekki minnist ég þess að hún hafi nokkru sinni atyrt mann þrátt fyrir að eflaust hafi oftar en ekki verið ástæða til þess. Margar stundirnar átti maður í eldhúsinu hjá Stínu en hún bauð manni gjarnan upp á mjólkurglas og kökubita þegar maður kom í heim- sókn. Skipti þá engu hvort Bárður var heima eða ekki. Iðulega settist maður inn í eldhús hjá Stínu og ræddi við hana um allt milli himins og jarðar, enda gaman að spjalla við hana. Á þeim árum var maður ekki sérlega spenntur fyrir að umgangast fullorðna fólkið en Stína var þannig manneskja að hún laðaði mann til sín og manni fannst eðlilegt og sjálfsagt að ræða við hana um landsins gagn og nauðsynjar. Þegar maður lítur til baka þá held ég að það hafi verið sú hlýja sem frá henni stafaði sem gerði það að verkum að kynslóðabilið hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar hún var annars vegar. Fyrir þau góðu samskipti vil ég nú þakka. Bárði og Jenný og þeirra börnum, Auði og hennar börnum færi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur og megi minningin um hina góðu og hlýju konu lifa í hjörtum okkar sem áttum því láni að fagna að kynnast henni. Tryggvi Harðarson. ✝ RagnheiðurVilhelmína Árnadóttir fæddist á Auðólfsstöðum í Langadal, í Ból- staðarhlíðarhreppi, 11. desember 1912. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu á Sólvangi í Hafnarfirði 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steinunn Jónsdóttir á Blönduósi og Árni Sigurðsson útgerðarbóndi. Barnung var Ragnheiður tekin í fóstur af hjónunum Ingibjörgu Pétursdóttur og Birni Björns- syni á Blönduósi. Hjá þeim ólst hún upp og var hjá þeim allt til þess að hún flutti til Reykjavík- ur 1946. Ragnheiður átti ekkert alsystkini, en 12 hálfsystkini samfeðra og tvo hálfbræður sammæðra. Þessum hálfsystk- inum sínum kynntist Ragnheið- ur lítið eða ekkert, enda ólust börn, Filippu, Lo, Inu og Teo. Þau eru öll búsett í Svíþjóð. Í Reykjavík annaðist Ragn- heiður húsmóðurstörf af miklum dugnaði og myndarskap. Hún var mikil hannyrðakona og féll sjaldan verk úr hendi. Sauma- skapur hennar og hannyrðir all- ar báru vott um vandvirkni hennar og listfengi. Ragnheiður stundaði ýmis störf í Reykjavík auk húsmóðurstarfanna, m. a. rak hún sjoppu á Langholtsveg- inum í rúmlega tíu ár með manni sínum Zóphaníasi. All- mörg síðustu ár Ragnheiðar og Zóphaníasar saman áttu þau heima í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni 10 í Reykjavík. Eftir lát Zóphaníasar bjó Ragnheiður þar í rúm 8 ár. Þá flutti hún á dval- arheimilið á Blesastöðum á Skeiðum og þar dvaldist hún í 10 ár. Í febrúarmánuði 2005 fór hún á hjúkrunarheimilið Sól- vang í Hafnarfirði. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. þau upp fjarri henni. Þegar Ragn- heiður hafði aldur til stundaði hún ýmsa vinnu á Blönduósi, auk þess sem hún annaðist aldraða fósturfor- eldra sína. Hinn 21. apríl 1947 giftist Ragn- heiður Zóphaníasi Elínberg Benedikts- syni skósmið, f. 5. mars 1909, d. 2. júlí 1986. Ragnheiður eignaðist eina dóttur, Birnu Ingibjörgu Ósk- arsdóttur, faðir Óskar Benja- mínsson, leigubílstjóri í Reykja- vík. Birna fluttist til Svíþjóðar og er búsett þar. Áður átti hún dótturina Ellen sem ólst upp á heimili afa síns og ömmu, Ragn- heiðar og Zóphaníasar, uns þær mæðgur fluttu úr landi. Ellen á fjögur börn, Önnu, Lísu, Jesper og Cornelíu, og fjögur barna- Elsku amma mín. Ég sit hér og hugsa til þín og afa. Það er margt sem í hugann kemur. Ég heyri óma fyrir eyrum mér barnagæluna sem við rauluðum svo oft saman: Afi minn og amma mín úti’ á Bakka búa. Þau eru mér svo þæg og fín, þangað vil ég fljúga. Það er svo margt sem ég vil segja, að ég veit ekki hvar eða hvernig ég á að byrja. Þú og afi gáf- uð mér svo mikið; heimili, gleði, ör- yggi og ást. Það var bæði auðvelt og sjálfsagt að elska ykkur. Allir í fjölskyldunni minni elskuðu ykkur, bæði Christer og börnin. Og það var alltaf hátíð, þegar þú heimsóttir okkur til Sví- þjóðar. Ég vil þakka þér og afa fyrir allt. Það var svo sorglegt, að geta ekki verið hjá þér og kvatt þig, áður en þú lagðir upp í ferðina miklu, sem bíður okkar allra. En þú veist það, elsku amma, að þið afi eruð bæði geymd í hjarta mínu og ég trúi því og treysti að ég og fólkið mitt eigum okkur sess í vitund ykkar. Söknuðurinn er sár, en minning- arnar lifa, lýsa og verma. Guð blessi ykkur alla tíð. Ömmu- og afastelpan ykkar, Ellen. Ragnheiður Árnadóttir hét hún, en var venjulega kölluð Ragna af vinum og vandamönnum. Hún var konan hans Zóphaníasar föðurafa míns. Það má kannski segja að hún hafi verið stjúpamma mín, þar sem hún var stjúpmóðir föður míns. Þegar ég var 10 ára fór faðir minn til náms til Danmerkur og með honum móðir mín og fjögur systkini. Þrjú systkini urðu eftir heima, tvö hjá afa og ömmu í Flens- borg, en ég fór til Zóphaníasar afa og Rögnu og dvaldi hjá þeim þennan vetur. Ég var svolítið kvíðin að skilja við foreldra mína og systkini og eiga að vera hjá þeim Rögnu og afa í heilan vetur. En sá ótti reyndist vera ástæðulaus. Mér leið ágætlega hjá þeim umvafin hlýju og ástríki. Það var í alla staði dekrað við mig. Ragna var mér einstaklega góð og ég undi vistinni hið besta. Minning- arnar frá þessum vetri eru bjartar og góðar. Ragna reyndist mér sem besta móðir, hlý og umhyggjusöm. Ég dáðist að handavinnu hennar og er minnisstætt hve rösklega hún gekk að hverju verki. Margt kemur í hug- ann. Ég man að einn daginn vildi ég ekki borða grautinn sem mér var skammtaður. Afi sagði þá að ég fengi ekkert að borða fyrr en ég væri búin af diskinum. En ég var þrjósk og stórlynd eins og afi og rauk inn í herbergi. Grautinn skyldi ég aldrei borða! Tíminn leið og afi varð að fara í vinnuna. Við Ragna vorum einar eftir. Þá kom hún til mín, tók utan um mig og sagði mér að koma og fá mér eitthvað að borða. Grauturinn var horfinn af borðinu. Ég man líka alla fallegu kjólana sem hún saumaði á mig. Ég var nærri eins og prinssessa. Ég man líka útsauminn og allt sem hún prjónaði. Það varð allt svo fallegt og gott í höndunum á henni. En fyrst og fremst var það manneskjan sjálf, orð hennar og athafnir, hugsun og réttlætiskennd sem mörkuðu dýpstu sporin. Fyrir allt þetta er ég ólýs- anlega þakklát. Nú er komið að leiðarlokum. Níu- tíu og fjögurra ára gömul kona kveð- ur södd lífdaga. Minningin um hana lifir í huga mínum og hjarta. Góða ferð, Ragna, og þökk fyrir allt. Guð blessi þig. Elín Soffía Harðardóttir. (Ella Soffía.) Ragnheiður Vilhelmína Árnadóttir ✝ Pétur Björn JónKristján Sig- urðsson fæddist á Kirkjubóli í Arn- arfirði 15. mars 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Patreks- fjarðar 18. mars 2007. Foreldrar hans voru Sigurður Guð- mundsson frá Kirkjubóli í Arn- arfirði, f. 10. apríl 1886, d. 29. ágúst 1965, og Jóna Kristjana Símonardóttir frá Hjallkárseyri, Auðkúluhreppi, f. 13. ágúst 1895, d. 16. nóvember 1967. Systkini Péturs eru: Númi Sig- urðsson, f. 21. maí 1916, d. 22. nóvember 1998, Ólína Guðmunda Sigurðardóttir, f. 8. desember 1917, Guðjón Árni Sigurðsson, f. 17. apríl 1921, Lilja Sigurð- ardóttir, f. 26. september 1923, Sigurjón Markús Sigurðsson, f. 17. mars 1926, Þorbjörg Sigurð- ardóttir, f. 26. desember 1927, Símon Kristinn Sigurðsson, f. 20. janúar 1931, Þórey Sigurð- ardóttir, f. 19. janúar 1934, Ágúst Sigurbjörn Sigurðsson, f. 14. ágúst 1935. Börn Péturs og Þuríðar eru: Ólöf Erna Pétursdóttir, f. 7. desember 1947, Kristín Péturs- dóttir, f. 8. júlí 1949, Guðbjörg Pétursdóttir, f. 1. maí 1951, Sonur Guðbjargar er Sól- ver Hafsteinn Haf- steinsson, f. 21. apríl 1976, Þor- björn Pétursson, f. 14. apríl 1953, Guð- munda Kristín Pétursdóttir, f. 3. september 1957. Börn hennar eru Anna Þóra Þórhallsdóttir, f. 20. febrúar 1978, og Einar Ottó Arnfjörð Þórhallsson, f. 28. sept- ember 1980. Eiginkona Péturs er Þuríður Jónsdóttir, f. 12. mars 1920, frá Efri-Holtum, V-Eyjafjallahreppi. Pétur ólst upp á Kirkjubóli í Arnarfirði, seinna hóf hann bú- skap á Ósi í Arnarfirði og stund- aði hann allt sitt líf. Á seinni ár- um dvaldi Pétur á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði þar sem hann lést. Útför Péturs fer fram í dag frá Bíldudalskirkju og fer útför- in fram í kyrrþey. Elsku hjartans afi minn, það stingur mig alveg í hjartað að nú sért þú farinn frá mér. En nú veit ég að þér líður betur, það hjálpar mér að sætta mig við það að þú sért farinn. Upp rifjast ótalmarg- ar minningar, ég er svo rík að hafa átt ömmu og afa sem áttu sveit vestur í Arnarfirði. Ég var hjá ykkur svo mörg sumur og vildi hvergi annars staðar vera en í buxnafaldinum hjá þér. Ég elti þig alveg á röndum. Þú kenndir mér svo margt og ég mátti vera með í öllu sem gert var. Ég er þér ævinlega þakklát. Þú keyptir handa mér lítinn hamar, lítinn hefil og litla sög svo ég gæti verið með ykkur að smíða þegar við vorum að byggja nýja hlöðu. Þú varst meira að segja búinn að kenna mér nöfnin á öllum nögl- unum. Þú vaktir mig alltaf til að koma og mjólka með þér í fjósinu, hafðir meira að segja smíðað handa mér skammel svo ég gæti átt mitt eigið, það stendur enn í fjósinu okkar:) Við vorum svo góð- ir vinir. Ég á líka ennþá litla vöru- bílinn sem þú pantaðir handa mér frá Þingeyri – þykir afskaplega vænt um hann. Elsku afi, eins miklum dýravini og þér hef ég aldrei kynnst, þú máttir ekkert aumt sjá, öll dýr hændust að þér. Snotra, gamli heimilishundurinn, var meira að segja alveg miður sín þegar þú skelltir þér í bæj- arferð. Það var alveg yndislegt að labba með þér þegar við vorum að fara með Stjörnu og hinar belj- urnar, þú varst alltaf að söngla eitthvað og yfirleitt voru það nú frumsamdar vísur, samdar bara svona á staðnum:) Mér er svo minnisstætt sumarið sem ég tók mér frí til að fara með þig í sveitina (þá varstu búinn að vera lengi á sjúkrahúsinu á Patró og langaði svo að komast inn í sveit). Við áttum svo góðar stund- ir saman, gátum lagað skúffurnar í eldhúsinu, drusluðumst við að hella upp á kaffi og spjölluðum um heima og geima, sungum og trölluðum. Þú kenndir mér líka hvernig á að raka með sköfu og hjálpaði ég þér við að gera þig fín- an þetta sumar. Elsku afi, manstu þegar ég eldaði handa þér fisk, eldaði hann upp úr hamsatólg, þetta borðaðir þú bara af því að ég eldaði þetta. Vildir allt fyrir mig gera. Mér fannst líka svo gaman að hvað þú varst alltaf fínn til fara, vildir alltaf vera nýrakaður og vel klipptur. Í seinni tíð, þegar þú varst orðinn rúmfastur, þá urðu hjúkkurnar sko að standa sig við að halda þér flottum. Þú varst búinn að vera svo lengi á spítalanum á Patró, oft hugsaði ég að ég vildi óska að þú værir fyrir sunnan en það vildir þú alls ekki, ég á eftir að sakna þess að heyra ekki röddina þína, það var svo gaman að hringja í þig, þú sagðir mér svo skemmtilegar sög- ur og söngst svo oft fyrir mig í símann. Elsku hjartans afi minn, nú er komið að kveðjustund, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og minning þín mun alltaf lifa. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þín Anna Þóra. Nú er fallinn í valinn elsti bónd- inn í Arnarfirði, Pétur Sigurðsson, sem um áratuga skeið var bóndi á Ósi í Mosdal, Auðkúluhreppi. Með honum er genginn enn einn af þeirri kynslóð sem í æsku kynnist lifnaðarháttum og vinnubrögðum lítt breyttum um hundruð ára en sá svo allt breytast með tilkomu tækni og nýrra vinnubragða. Hann sá sína fallegu sveit nær tæmast af íbúum, býlin verða að uppgrónum eyðikotum en gróður blómstra með fækkandi búsmala. Pétur var duglegur maður og ósérhlífinn og hafði ríkulega af þeim mannkostum sem best komu forfeðrum okkar til að lifa af harðræði og hungur á okkar harð- býla landi um margra alda skeið. Sem eðlilegt er mótaðist Pétur af lífsbaráttu og aðstæðum í æsku og fylgdi það honum alla tíð. Það er ekki einfalt fyrir nútímafólk að gera sér grein fyrir þeim bylt- ingum sem orðið hafa og eðlilegt að ekki hafi allir af hans kynslóð náð að aðlagast þeim að fullu. Hann hélt sinni stefnu fast, bjó allstóru búi og skilaði miklu ævi- starfi. Það var honum erfitt þegar ald- urinn fór að færast yfir og heilsa og þróttur að gefa sig, erfitt að sætta sig við að verða að láta und- an. En sem aðrar hetjur stóð hann á meðan stætt var og gerði sitt svo lengi sem fæturnir dugðu má segja. Ég kynntist Ósheimilinu fyrir 35 árum og oft hefur leið mín leg- ið þangað. Að Ósi var og er alltaf hlýlegt að koma, þar var gestrisni og góður andi innan dyra sem ut- an. Þuríður Jónsdóttir, kona hans, var fyrirmyndar húsmóðir og tók gestum af hlýju og rausnarskap. Þá ber að nefna einstaka snyrti- mennsku sem þar var í heiðri höfð og er enn hjá Þorbirni syni hans þó einbúi sé og ekki heill heilsu. Að leiðarlokum þakka ég Pétri góð kynni og ég mun minnast þess að hjá honum kynntist ég stefnufestu, dugnaði og ósérhlífni sem mætti vera hverjum manni fyrirmynd í lífi og starfi. Við- fangsefni sem menn fæðast til og eða velja eru margvísleg en mann- kostirnir sem þarf til að skila sínu verki eru þeir sömu og mér eru minnisstæðastir hjá Pétri. Ég sendi Þuríði Jónsdóttur, systkinunum frá Ósi og afkom- endum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Þórarinn Sveinsson,Hólum. Pétur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.