Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Nú þegar ég kveð tengdamóður mína, Áslaugu Hrefnu Sig- urðardóttur, eða Ásu eins og hún var oftast kölluð, er mér efst í huga þakklæti fyrir allt það örlæti sem hún sýndi mér og mínum. Ása missti móður sína sjö ára gömul. Var hún sett í fóstur hjá Ingunni Árnadóttur og Kristjáni Einarssyni. Þar eignaðist hún þá fjölskyldu sem var hennar æ síðan. Ingunn var dóttir séra Árna Þór- arinssonar og Elísabetar Sigurðar- dóttur sem bjuggu á Stóra-Hrauni á Snæfellsnesi. Var Ása þar mikið á sumrin og varð Stóra-Hraun hennar annað heimili. Kynntist hún Guð- mundi eiginmanni sínum þar, syni séra Árna og Elísabetar. Þegar Ása var sextán ára fór hún til Englands í skóla og lærði hrað- ritun og ensku. Eftir heimkomuna fór hún að vinna hjá SÍF. Vann hún þar mestan part starfsævi sinnar eða um fjörutíu ár. Og um tvítugt giftist hún svo Guðmundi. Hann var stóra ástin í lífi hennar og hún í hans. Þegar hún átti eldri börnin sín tvö fór hún að vinna strax að sæng- urlegu lokinni. En eftir fæðingu Sigga, þess yngsta, tók hún nokk- urra ára hlé. Gerði hún þó fleira en að sinna börnum og búi. Þetta var á eftirstríðsárunum og var mikill vöruskortur í landinu. Var lítið hægt að fá af tilbúnum varningi. En Ásu, sem var hugmyndarík og bráð- lagin, datt í hug að búa til hluti úr sellófanpappír. Bjó hún til tölur, jólaskraut o.fl. Seldist þetta vel og var hún um tíma með nokkrar stúlkur í vinnu við að búa þessa hluti til. Fékk hún viðurkenningu frá „The British Cellophane Comp- any“ fyrir uppfinningar sínar. Þegar ég kynntist Kristjáni var mér strax tekið eins og einni af fjöl- skyldunni. Það var sérstakt og skemmtilegt að koma á heimili þeirra Guðmundar og Ásu. Þar var líflegt og gestkvæmt og húsmóðirin orðlögð fyrir glæsileika og gáfur. Má segja að þau hjón hafi verið „bó- hemar“ og heimsborgarar. Um tíma bjuggu öll börnin þeirra erlendis. Ásu þótti það dapurlegt. Við komum þó heim eins oft og við gátum og dvöldum lengi. Verður mér oft hugsað til þess núna hversu mikla fyrirhöfn við bökuðum tengdaforeldrum mínum með því að dvelja hjá þeim, kannski í tvo mán- uði í senn. En alltaf þótti jafn sjálf- sagt að við gistum. Pössuðu þau strákana og dekruðu endalaust við okkur. Árið 1979 fluttum við fjölskyldan svo til Hjalteyrar við Eyjafjörð og bjuggum þar í þrjú ár. Voru Guð- mundur og Ása dugleg að heim- sækja okkur. Þegar þau komu var mikið fjör á bænum, börnin dekruð, farið út að veiða í soðið og mikið hlegið og spjallað fram á nætur. Ása var þá liðtæk í heimilisstörfunum og var svolitið að reyna að skipuleggja hjá mér. Sagði hún þá ef henni fannst hún vera að skipta sér af: „Æ, ég er svoddan „busybody“, fyr- irgefðu elskan mín.“ Endurtók þessa setningu oft í gegnum tíðina ef henni fannst hún afskiptasöm. Við fluttum síðan til Reykjavíkur og bjuggum í nágrenni við þau. Kom það sér vel. Áttu synir okkar (og við Kristján) ávallt skjól og at- hvarf hjá afa og ömmu. Þangað gátu þeir leitað ef þeir voru svangir og vantaði hlýju eða annað. Svo kom að því að heilsan bilaði Áslaug Hrefna Sigurðardóttir ✝ Áslaug HrefnaSigurðardóttir fæddist í Hafn- arfirði 12. mars 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykja- vík 5. mars síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 20. mars. og þau fluttu á Elli- heimilið Grund. En eftir hálft ár fluttu þau aftur heim á Hringbraut, þeim leiddist á elliheim- ilinu. Voru þau svo heima á Hringbraut í u.þ.b. þrjú ár. Komust þau þá á elliheimilið Seljahlíð og fór vel um þau þar. En stuttu seinna fékk Ása heila- blóðfall og var að mestu leyti rúmliggj- andi í kjölfarið. En oft örlaði á „gömlu“ Ásu þegar maður heimsótti hana. Varaði hún mann við óveðrum, stríðum úti í heimi og öðrum þeim hættum sem á vegi manns gætu orðið. En smám saman dró af henni og kvaddi hún þennan heim þ. 5. mars sl. Ása mín, þakka þér fyrir alla þá gæsku sem þú sýndir mér. Hvíl þú í friði. Solveig Magnúsdóttir. Árið 1964 hitti ég Ásu í fyrsta sinn þegar hún kom í heimsókn til Amsterdam. Ég var þá nýgift syni hennar Sigurði Guðmundssyni og sá tengdamömmu mína í fyrsta skipti. Hún var mjög elskuleg og falleg kona sem færði okkur fullt af gjöf- um og alls konar mat frá Íslandi, en þangað hafði ég aldrei komið. Fyrir mig var þetta allt mjög framandi; skyr, slátur, svið, harðfiskur og margt fleira sem mér fannst und- antekningarlaust ljúffengt. Einnig færði hún mér óléttukjól því ég gekk með Árna fyrsta barnið okkar. Að taka á móti allri þessari vinsemd og ást gerði mig feimna en léttur húmor Ásu og mikil ást sem við átt- um sameiginlega á yngsta syni hennar og eiginmanni mínum gerði mig fljótt mjög nána henni. Meðal ótal góðra minninga sem ég á um Ásu eru þær stundir sem hún lék alls konar íslensk melankól- ísk lög á píanóið. Þetta voru að- allega íslensk lög sem ég hafði aldr- ei heyrt áður en við fyrstu áheyrn jafnyndisleg og tilfinningin sem ég átti seinna svo oft eftir að upplifa úti í náttúrunni á Íslandi. Heimsóknir á heimili Ásu og Guð- mundar voru fyrir mig og fjölskyldu mina eins og að falla inn í faðm ást- ríkis og gestrisni. Börn okkar, eins og öll hin barna- börnin, gætu vart óskað sér betri ömmu en Ása var og ég hef alltaf verið þakklát fyrir þetta fallega samband milli barna minna og ís- lensku ömmu þeirra. Í mínu lífi er Ása ein af mögn- uðustu konunum sem hef hitt og á henni mikið að þakka. Ég mun sakna hennar eins lengi og ég lifi. Ineke Gudmundsson. Þú varst drottning í hárri höll. Þessi fallega ljóðlína, sem Vilhjálm- ur Vilhjálmsson söng í eina tíð, hljómar í eyrum mér þegar ég hugsa um þig elsku amma mín. Að vísu var höllin þín hvorki há né víð- áttustór en fallega bjóstu um þig og afa af einstakri smekkvísi og fágun. Sjálf varstu drottning í mínum aug- um því þú hafðir þessa fágætu feg- urð, reisn og glæsileika sem fyllti andrúmsloftið hvar sem þú komst. Það var mikil upplifun fyrir litla stúlku að koma heim til ykkar afa. Þið voruð svo veraldarvön og miklir heimsborgarar, þekktuð háa sem lága alls staðar að úr heiminum. Mér fannst ég stundum stödd í æv- intýri og naut þess að horfa á og fylgjast með mörgum eftirminnileg- ustu karakterum þjóðfélagsins inni í stofu hjá ykkur. Menningarheimili ykkar stóð alltaf opið öllum og var gestrisnin og gleðin ávallt í fyrir- rúmi. Sögur ykkar afa voru jafn óborganlegar og lífshlaup ykkar. Ein mesta dýrðin í minningum barnshugans var þegar þú opnaðir skartgripaskrínið þitt og leyfðir mér að skoða gersemarnar sem þar voru. Þetta var hin mesta gullnáma í mínum huga og oftar en ekki þurfti ég ekki annað en að mæna á þig bænaraugum og þá varð einhver þessara dýrgripa minn. Svona var hjarta þitt. Fullt af skilyrðislausri elsku og gjafmildi til litlu ömmu- telpunnar þinnar og aldrei gleymdir þú að færa mér eitthvað fallegt frá þeim löndum sem þú heimsóttir. Ég naut nálægðar þinnar, faðmlaganna og allra fallegu orðanna sem þú sagðir við mig. Allt mun það skráð í eilífðarsjóðinn. Þú varst skarpgáfuð, listræn og með afbrigðum tón- og ljóðelsk. Þú hefðir getað orðið listamaður á hvaða sviði sem er ef það hefði hugnast þér, en í þá daga voru tæki- færi kvenna ekki eins auðsótt og þau eru í dag. En þú varst sátt við þitt hlutskipti, varst dásamleg móð- ir, eiginkona, amma, langamma og vinur. Börnin ykkar afa, Ágústa, Kristján og Sigurður, bera ávöxt ástúðar og manngæsku er sáðuð þið af natni í hjörtu þeirra. Þegar ég varð eldri sátum við oft saman og þú spilaðir á píanóið hin fegurstu verk og last fyrir mig ljóð föður þíns, skáldsins Sigurðar Sigurðs- sonar frá Arnarholti, sem og ann- arra þjóðþekktra skálda. Svo settir þú Jussi Björling á fóninn og við nutum andartaksins í lotningu. Þá, eins og oft, urðu fallegu augun þín eins og djúpar lindir og óravíddir ei- lífðarinnar spegluðust dulúðlega í þeim. Ég hafði það stundum á til- finningunni að himneskar ósnertan- legar lendur leyndust í þessum aug- um, enda trúðir þú einlæglega á Guð þinn og frelsara. Þú elskaðir náttúruna, blómin, smáfuglana og dýrin. Máttir ekkert aumt sjá og barst virðingu fyrir verki almætt- isins í hvívetna. En við gátum líka talað um allt milli himins og jarðar. Fíflast og hlegið eins og værum báðar táningar og reykt eins og strompar. Mér fannst það nú frekar töffaralegt á þessum árum að geta reykt með drottningunni henni ömmu minni. Það var þér eflaust kærkomin hvíld að fá að sofna svefninum langa eftir u.þ.b. þriggja ára sjúkralegu í Hjúkrunarheimili Seljahlíðar þar sem þú naust góðrar aðhlynningar. Þú hafðir fengið heilablóðfall og lamast mikið, áttir erfitt með tal og varst algerlega ósjálfbjarga. Brátt fór andlega atgervið einnig hrörn- andi. Þetta lífsform var alger and- stæða alls sem persónuleika þínum var eðlislægt. Í raun varstu að hluta til farin frá okkur. Ég er Guði svo þakklát fyrir að hann skyldi veita þér hvíld. Þú áttir langt og við- burðaríkt líf með elsku afa sem nú á um sárt að binda enda varst þú hans líf. Síðast þegar ég heimsótti þig horfði ég í augu þín og eilífðin óræða var þar enn. Ég sagði þér að ég elskaði þig og bæði Guð að vera með þér hverja stund. Þú horfðir á mig nokkra stund. Síðan brostir þú blíðlega og sagðir: „Bless ástin mín og þakka þér fyrir að koma.“ Nú kveð ég þig með sömu orðum og segi: „Bless ástin mín og þakka þér fyrir að koma og auðga líf mitt. Guð varðveiti þig og geymi uns hittumst við að morgni hins eilífa dags.“ Þín elskandi sonardóttir Sólveig Birna Sigurðardóttir. Hún amma Ása var að mörgu leyti merkileg kona, gáfuð, sjálf- stæð, dugleg, úrræðagóð og kraft- mikil. Ég var þó aldrei mjög meðvit- aður um þetta allt saman, því fyrir mér var hún einfaldlega amma. Skemmtileg, góð og hlý manneskja sem vildi allt fyrir mann gera. Eins og barnabörn gera sennilega oftast tók ég þessu öllu sem sjálfsögðum hlut og fannst ekkert eðlilegra en að vera dekraður daginn út og daginn inn. Til samanburðar átti ég líka móðurömmu sem var að þessu leyti mjög lík, gaf manni óskilyrta ást og hlýju. Þannig að auðvitað hugsaði maður með sér að svona væru bara ömmur úr garði gerðar. Það var ekki fyrr en löngu síðar að maður áttaði sig á því hversu heppinn mað- ur var að alast upp við slíkar að- stæður. Sem barn bjó ég bæði erlendis og úti á landi, en þegar amma og afi komu í heimsókn var hátíð í bæ og eins var hápunktur þess að koma til Reykjavíkur að fá að hitta þau. Þeg- ar ég var svo orðinn níu ára flutt- umst við til Reykjavíkur og ég byrj- aði í Melaskóla. Á þeim árum sem ég var þar og seinna í Hagaskóla gekk ég í hverju hádegi til ömmu og afa á Hringbraut. Þau áttu reyndar til að sofa vel út, eins og allt al- mennilegt fólk gerir, og þegar ég kom um hádegið var ég oftar en ekki að vekja þau. Þá var hitað te eða kakó og við fengum okkur há- degismat saman og ræddum um heima og geima. Eftir matinn tók- um við oftar en ekki í spil og spil- uðum rommí eða manna. Amma hjálpaði mér líka oft með heima- verkefnin og kom sér þá vel hversu fróð um flesta hluti hún var. Þrátt fyrir allt dekrið sem maður vandist hjá ömmu átti hún líka stundum til að vanda um fyrir manni og leggja manni lífsreglurnar þegar eitthvað vantaði upp á al- menna mannasiði og slíkt. Ekki þótti mér nú þetta alltaf spennandi en skildi þetta betur seinna og er henni þakklátur í dag fyrir það eins og allt annað sem hún gaf mér. Það er nú þannig að þrátt fyrir að ekkert sé eðlilegra en að fólk fari þegar ellin færist yfir er alltaf skýt- ið að kveðja sína nánustu og öll mín samúð liggur nú hjá afa mínum sem lifir eiginkonu sína og lífsförunaut. Ég þykist lítið vita um áfangastað hennar ömmu núna eða hvað tekur við. Það veit ég þó að ég mun minn- ast hennar ömmu Ásu með söknuði og þakklæti, allt þar til kemur að minni eigin lokastund. Guðmundur Kristjánsson. Ó bjarta vor, með bjarma á blíða sumartíð, þér bjóði báða arma og brosi ár og síð. Og þegar kvöldið kemur með kyrrð og sólarlag þá lofaðu, Ása lífið og liðinn ævidag. (Sig. Sig. frá Arnarholti) Sannarlega lofaðir þú lífið í orði og verki. Nú bíður þín eilíf sumartíð er býður þér báða arma. Þangað til hvíl í friði Guðs. Þín langömmubörn, Álfheiður, Bjarni Sævar og Árni Þór. Amma Ása var drottningin í fjöl- skyldunni; elskuleg, gjöful, víðsýn, óvenjuleg og hugrökk amma. Amma og afi tóku Íslendinginn í mér eng- um vettlingatökum og af mikilli ást, hamingju og skemmtun kynntu þau mig fyrir stórfjölskyldunni, vinum sínum, landinu og íslenskum mat. Allt þetta var mér rík reynsla og ég hef alla tíð talið mig hafa dottið í lukkupottinn að vera barnabarn Ásu og Guðmundar. Elsku amma, þótt þú sért ekki lengur á meðal okkar verður þú allt- af í hásæti þínu, þaðan sem þú get- ur séð stóru fjölskyldu þína sem býr í hinum ýmsu löndum. Ég efast ekki um að við öll munum eiga sterka mynd af þér og heyra yndislegan hlátur þinn. Með ást og þakklæti til þín kveð ég þig, amma mín. Árni Sigurðsson og fjölskylda. Kveðja frá langömmubörnum Elsku fallega langamma okkar. Ástarþakkir til þín fyrir þá góðvild og gæsku er sýndir þú okkur ávallt. Minning þín mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Guð blessi þig eilíf- lega. Okkur fannst við hæfi að birta þetta fallega ljóð frá honum pabba þínum, sem hann hefur ort í tilefni eins af afmælisdögum þínum sem var 12. mars. „Stelpur, hvernig fer þessi litur mér?“ Við vorum í „drug-store“ í Ameríku um nótt. Við litum á Ásu. Hún hefði getað sett hvaða lit sem var á varirnar og samt verið glæsi- leg. Árið var 1992, Ása var 76 ára, guðdómlega falleg og „glamorous“ eins og alla tíð. Lífið á æskuheimili mínu á Smáragötu 3 gæti verið efni í fín- asta handrit; það sé ég núna eftir að ég komst á fullorðinsárin. Þar var stöðugur gestagangur á öllum hæð- um, frændur og frænkur og fólk sem átti engan að, enda amma og afi, Ingunn Árnadóttir og Kristján Einarsson, með stórt hjarta. Á þeim árum fannst mér heimskulegt þegar ég var spurð hvernig systir hennar mömmu gæti verið gift bróður hennar ömmu. Í mínum augum var þetta eðlilegast hlutur í heimi og algjör óþarfi að velta fyrir sér slíkum smáatriðum. Vissulega var Ása uppeldissystir mömmu en í augum okkar voru þær Elsa Pétursdóttir og Ása systur hennar mömmu og verða aldrei annað í hjarta okkar. Ég var ekki há í loftinu þegar amma Inga sagði mér frá því í trún- aði að Ása og Mundi væru að skilja. Það sem ég grét! Ása og Mundi sem voru svo sæt saman og hlógu svo mikið saman. Hvernig gátu svoleiðis hjón skilið? En það voru bara fyrstu skilnaðarfréttirnar sem fengu svo mikið á mig að ég grét hástöfum. Daginn eftir voru þau búin að taka saman aftur. Eftir nokkra „skilnaði“ uppgötvaði ég að skilnaður Ásu og Munda var bara hluti af ástarsögu þeirra. Þau skildu aldrei í alvöru þau rúmu sjötíu ár sem þau voru gift. „Skilnaðurinn“ var bara hluti af dramatíkinni sem fylgir tilfinninga- ríkum samböndum þar sem fólk fær að vera það sjálft. Ása og Mundi voru sálufélagar og elskuðu hvort annað heitt og innilega. Minningabrotin um hana Ásu mína eru óteljandi. Hún var flin- kasti hraðritari sem ég hef séð. Hún lék á píanó eins og engill og kunni ótal lög og ljóð. Heimili þeirra Munda voru falleg og hlýleg og þar fengu listrænir hæfileikar Ásu notið sín. Ég á óteljandi minningar um Ásu og Munda. Minningar frá jólum þegar þau komu upppuntuð á Smáragötuna. Minningar frá því ég, ung stúlka, skemmti mér með þeim heila nótt heima hjá þeim á Berg- staðastræti og við sungum við und- irleik Ásu þar til dagur reis á ný. Mér fannst þau alltaf vera jafnaldr- ar mínir. Ég á minningar af þeim hjónum með Roysa, hundinn sinn, og ég á minningar um þau með litla kisu á Hringbrautinni. Ást þeirra á dýrum er ólýsanleg og enga aðra þekki ég sem hafa tekið ástfóstri við húsflugu. Það var flugan sem Mundi tamdi og henni var ekki síður sinnt en fuglunum sem þau gáfu að éta á hverjum degi. Gestrisni var þeim hjónum í blóð borin. Stundum reyndi maður að leika á þau og gera ekki boð á und- an sér svo þau hefðu ekki fyrir. Það heppnaðist aldrei. Meðan Ása setti stífstraujaðan dúk á borðið og dekk- aði upp setti Mundi upp hattinn og skaust í Kjötborg. Dýrindis veislu- borð var komið á svipstundu. Þegar þau fluttu í fallegu íbúðina sína í Seljahlíð voru þau eins og ást- fangnir unglingar. Ég skildi því ekkert í honum Guði að svipta Ásu góðum lokaárum þessa lífs. Sam- kvæmt mínu handriti var nóg komið af sorgum sem mótuðu fyrstu æviár hennar. Það var erfitt að sjá hana liggja ósjálfbjarga á hjúkrunar- deildinni og að upplifa hvernig heilablóðfallið fór með hana. Elsku Mundi kom á hverjum degi til henn- ar til að segja henni hvað hann elsk- aði hana heitt. Er til nokkuð róm- Nú er lífsins leiðir skilja lokið þinni göngu á jörð. Flyt ég þér af hljóðu hjarta hinstu kveðju og þakkargjörð. Gegnum árin okkar björtu átti ég þig í gleði og þraut. Umhyggju sem aldrei gleymist ávallt lést mér falla í skaut. (L.M.) Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Álfheiður Bjarnadóttir, Sævar Guðmundsson. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.