Morgunblaðið - 28.03.2007, Síða 42

Morgunblaðið - 28.03.2007, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Milljónaútdráttur Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 3. flokkur, 27. mars 2007 Kr. 1.000.000,- 212 F 1198 B 1517 F 1718 B 1928 B 2279 B 2702 E 8912 B 9926 E 10951 H 11116 E 11532 F 12166 E 14182 B 20021 H 21016 B 21196 B 21296 F 23769 E 28736 G 30997 F 34579 B 36337 H 43761 H 45946 H 46538 B 48443 H 53916 H 55429 G 58801 H Við óskum eftirtöldumvinningshöfum til hamingju! Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn MMM... ÞETTA ER ALVÖRU KAFFI KALLI, HELDUR ÞÚ AÐ JÓLASVEINN- INN SÉ GÓÐUR Í VINNUNNI? ÉG VAR HRÆDDUR UM ÞAÐ... JÁ, HANN ER BÚINN AÐ GERA ÞETTA SVO LENGI... KANNSKI ÆTTI YNGRI MAÐUR AÐ TAKA VIÐ! REIKISTJARNAN, KALVIN, FERÐAST UM SÓLKERFIÐ ENGINN TEKUR EFTIR HENNI ÞANGAÐ TIL HÚN ER KOMIN MITT Á MILLI SÓLARINNAR OG JARÐARINNAR KALVIN VELDUR FULLKOMNUM SÓLMYRKVA! JÖRÐIN ER HULIN MYRKRI! HVERSU LENGI MUN KALVIN SKYGGJA Á SÓLINA? FÆRÐU ÞIG KALVIN! ÞÚ ER FYRIR LAMPANUM HA HA HAAA! ÞÚ VERÐUR AÐ MUNA AÐ ÞAÐ ER MJÖG ERFITT AÐ FINNA RÉTTA MANNINN FYRIR ÞIG... EN Á HINN BÓGINN... ER MJÖG AUÐVELT AÐ FINNA MANN SEM ER EKKI RÉTTUR FYRIR ÞIG ÉG MÆLI EKKI MEÐ ÞVÍ AÐ ÞIÐ SETJIÐ HUNDAMERKIÐ YKKAR Á BRAUTARTEINANA GÓÐAN DAGINN ADDA! HVAÐ ERTU BÚIN AÐ HORFA LENGI Á SJÓNVARPIÐ? SÍÐAN KLUKKAN 2:30 ÉG GAT EKKI SOFIÐ OG HÉLT AÐ ÉG YRÐI ÞREYTT EF ÉG SETTIST VIÐ SJÓNVARPIÐ. AUK ÞESS SEM ÞAÐ ERU ALLTAF BARA LEIÐINLEGIR SJÓNVARPSMARKAÐIR Á NÓTTUNNI OG ÞAÐ TÓKST EKKI? NEI, EN ÉG ER BÚIN AÐ KAUPA EIGINLEGA ALLAR JÓLAGJAFIRNAR LÆKNIR, ÆTLAR ÞÚ AÐ FARA MEÐ ALLAR BLÓÐPRUFURNAR HANS PETERS? JÁ, HEFUR ÞÚ EITTHVAÐ VIÐ ÞAÐ AÐ ATHUGA? NEI LÆKNIR ÉG HEF ÞAÐ EF AÐ LÆKNIRINN ER EKKI VAMPÍRA, HVAÐA AFSÖKUN HEFUR HANN ÞÁ? Ferndinand dagbók|velvakandi Strætó – þjónusta eða ekki? ÞEGAR stórt er spurt er oft lítið um svör. Þetta upplifa farþegar sem hringja til Strætó og segja farir sín- ar ekki sléttar í samskiptum við bíl- stjóra sumra vagnanna. Bílstjór- arnir geta engu svarað, ekki tjáð sig á nokkurn hátt, og vita ekkert hvað göturnar heita sem ekið er um. Og ekki geta þeir lesið sér til heldur. Og hvers vegna skyldi þetta vera? Jú – bílstjórarnir tala ekki íslensku og geta þar af leiðandi ekki þjónustað farþegana. Og við(farþegar) lendum í því trekk í trekk að biðja bílstjór- ana (íslenska) að kalla á einhvern bílinn og biðja hann að bíða svo við náum honum. En það er bara undir hælinn lagt hvort svar kemur. Og það er auðséð að íslensku bílstjór- arnir eru leiðir og þreyttir á þessu. Og mér er spurn: Hvernig getur fyrirtæki eins og Strætó haft þetta svona? Þetta er ekki útlendingunum sjálfum að kenna. Mér skilst að það séu verktakar hjá strætó sem ráða til sín menn, ótalandi á íslensku. Og hvar er ábyrgðin? Að láta fólk í svona vinnu án þess að undirbúa það á nokkurn hátt. Hvers eigum við að gjalda sem erum að reyna að nota „þjónustu“ Strætó BS? Nú er víst verið að ráða nýjan framkvæmda- stjóra. Kannski ber hann gæfu til að snúa þessari þróun við. Og krefjast íslenskukunnáttu þegar ráðið er í svona þjónustustörf! Farþegi að gefast upp. Flug til Rómar MIG langar til að þakka Sum- arferðum fyrir það að hefja beint flug til borgarinnar eilífu í sumar. Þeir eru eiginlega brautryðjendur í því að hefja þangað reglulegt flug. Reyndar var Terra Nova með nokkrar leiguflugsferðir þangað á árum áður. Sú sem þetta ritar á dóttur búsetta í Róm og það hefur ekki alltaf verið einfalt mál að heim- sækja hana. Það þarf að ná í tvær flugferðir sem passa saman og eru á viðráðanlegu verði, og það hefur ekki alltaf verið auðvelt. Oft hef ég furðað mig á því í gegn- um tíðina að Flugleiðir skuli aldrei hafa sett Róm á áætlun, en þeir hafa haldið sig við Mílanó einhvern part úr ári. En nú hafa Sumarferðir gert þessar óskir mínar að veruleika, og það á sanngjörnu verði, og eiga þeir miklar þakkir skildar. Vonandi eiga margir eftir að nota tækifærið í sum- ar og sækja þessa fögru borg heim. Gulla. Armband tapaðist GULLARMBAND tapaðist á Smáratorgi þriðjudaginn 20. mars. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 865-1785 eða 564-1785. Fundarlaun. Tapað veski FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 23. mars sl. tapaði ég brúnu hliðarveski í miðbæ Reykjavíkur. Veskið er brún- leitt með leðuráferð. Innihald þess var meðal annars skilríki, peningur og budda. Frábært væri ef einhver skyldi hafa fundið það. Vinsamlegast hringið í Evu í síma 847-7790. Fund- arlaun í boði! Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.