Morgunblaðið - 28.03.2007, Síða 43

Morgunblaðið - 28.03.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 43 Krossgáta Lárétt | 1 sætta sig við, 4 karlmaður, 7 jarðarför, 8 brugg, 9 eldstæði í smiðju, 11 spilið, 13 basla við, 14 huldumenn, 15 vex, 17 syrgi, 20 ílát, 22 rýju, 23 kærleikurinn, 24 synja, 25 fífl. Lóðrétt | Lóðrétt: 1 blítt, 2 minnast á, 3 hina, 4 heil- næm, 5 drykkjurútum, 6 þátttakenda, 10 bjálfa, 12 lík, 13 óhljóð, 15 varkár, 16 ofsakæti, 18 undir- staðan, 19 les, 20 sleif, 21 drepa. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 svikráðin, 8 skráð, 9 nenna, 10 ana, 11 skafl, 13 rúðan, 15 skála, 18 áfall, 21 tog, 22 krafa, 23 efans, 24 fastagest. Lóðrétt: 2 varla, 3 kaðal, 4 árnar, 5 iðnað, 6 osts, 7 fann, 12 fúl, 14 úlf, 15 sókn, 16 ábata, 17 atast, 18 ágeng, 19 ap- ans, 20 lost. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert hávær og stolt en það eru ekki allir sammála þér. Prófaðu að við- urkenna að þú gætir haft rangt fyrir þér í staðinn fyrir að rökræða. Þannig er hægt að komast að samkomulagi og sátt. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú getur ekki ákveðið hvort þú eigir að vera heima í kvöld eða fara út á lífið. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig fræga fólk- inu líður! Ef þú kemst upp með að hafa það huggulegt heima skaltu njóta þess til hins ýtrasta. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú hefur ekki haft tíma til að sinna því sem skiptir raunverulegu máli í erli hversdagslífsins. Þú þarft að endur- skoða skipulagið og finna tíma til að sinna hugðarefnum þínum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ást er hvorki tilfinning né yfirlýs- ing. Ást er það sem þú gerir á hverjum degi fyrir þá sem þú elskar. Í kvöld er ást einfaldlega að vera til staðar fyrir ásvini. Vinir úr ljóns- og hrútsmerki þurfa sér- staklega á þér að halda. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Láttu mistök ekki á þig fá og haltu ótrauð/ur áfram. Þetta fer allt vel að lok- um. Fólk tekur eftir hversu vel þú lítur út. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert að komast að rótum dap- urleikans sem hefur hrjáð þig undanfarið. Það ber að halda uppá það! Þú losnar við sársauka með því að skilja hann. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Til að ná árangri eða byrja í sambandi þá er lykilatriði að vera reiðubúin/n. Skoð- aðu hvar þú ert núna og hvar þú vilt vera. Þú gerir það með því að meta það góða í líf- inu. (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdreki Einhver vill gleðja þig svo þú skalt bara taka öllum freistandi tilboðum. Ekki sannfærð/ur? Slakaðu bara á og njóttu! Leyfðu einhverjum að dekra við þig til tilbreytingar. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert haldin/n fullkomnunar- áráttu en er það í raun bara vani? Lífið er hvorki fullkomið né aðgerðarlisti heldur uppspretta gleði og ævintýra. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Lengst inni í fataskáp leynist eldrauður hattur eða brjálað doppótt bindi. Lífsgleði þín um þessar mundir heimtar að þú dragir þetta fram. Ég skora á þig að setja upp hattinn eða vera með bindið! (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er þér lærdómsríkt að vera ástfangin/n. Það er mikilvægt fyrir þig að skoða af hverju þú átt erfitt með að taka á móti tilfinningum ástvinar. Ástin snýst um að gefa og þiggja. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er ekki svo slæmt að slá öllu á frest. Allavega engin ástæða til breytinga ef hlutirnir ganga upp. En ef það er ekki tilfellið þá skaltu spyrja þig hvað þú ert í raun að forðast. Svarið kemur á óvart. stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 Bb4+ 5. Bd2 Be7 6. Rf3 0-0 7. 0-0 c6 8. Bf4 b6 9. Rc3 Bb7 10. Hc1 Rh5 11. Be5 Rd7 12. cxd5 exd5 13. e4 f6 14. exd5 cxd5 Hinu geysiöfluga 12 manna Amber- móti fer senn að ljúka í Mónakó. Kepp- endur tefla tveir skákir við hvern þátt- takanda og er önnur skákin blindskák en hin atskák. Blindskákirnar eru oft á tíðum vel og skemmtilega tefldar og staðan kom upp í einni slíkri þar sem Boris Gelfand (2.733) hafði hvítt gegn Levon Aronjan (2.744). 15. Bc7! Dxc7 16. Rh4! hvítur hótar nú riddaranum á h5 og að drepa á d5 með riddara. Framhaldið varð: 16. … Rf4 17. gxf4 Hf7 18. Rxd5 Db8 19. Rxe7+ Hxe7 20. Rf5 He8 21. Db3+ Kh8 22. Bxb7 Dxb7 23. Rd6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Vafasamt hliðarkall. Norður ♠Á63 ♥10987 ♦G6 ♣K642 Vestur Austur ♠7 ♠G102 ♥D ♥ÁG6432 ♦D1075432 ♦9 ♣ÁD53 ♣1098 Suður ♠KD9854 ♥K5 ♦ÁK8 ♣G7 Suður spilar 4♠ Eftir opnun vesturs á þremur tíglum endar suður sem sagnhafi í fjórum spöð- um. Út kemur hjartadrottning, sem austur drepur og gefur makker sínum stungu. Spilið er frá þriðju umferð Ís- landsmótsins um helgina og yfirleitt völdu „austmenn“ að kalla í tígli með hjartasexu (hliðarkall). Vestur tók þá beiðni alvarlega og kom með tígul um hæl – gosinn upp og auðveldir tíu slagir. Það reynir meira á sagnhafa ef vestur spilar laufás og litlu laufi. Væntanlega tekur sagnhafi með kóng og þarf nú að hitta á að trompsvína strax í hjarta. Sem er hæpin spilamennska, því vestur má þá ekki eiga annan spaða. Mun eðlilegra virðist að spila trompi í von um að þau skili sér í tveimur umferðum og trompa svo þriðja tígulinn. En það gengur ekki. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar í sumar til að fækkasílamávum? 2 Hvað heitir leikarinn sem átti að leika Gretti en fékk íbakið svo að fresta hefur orðið sýningunni? 3 Verið er að selja saltpéturssýruverksmiðju Áburðarverk-smiðjunnar. Hvert? 4 Sverrir Stormsker er með nýja plötu eftir langt hlé. Hvarhefur hann haldið sig? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Kolbeinn Sigþórsson úr HK gerði fjögur mörk í unglinga- landsleik gegn Rússum. Hann er bróðir þekkts knattspyrnu- manns sem hætti keppni vegna meiðsla. Hver er sá? Svar: Andri Sigþórsson. 2. Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur hefur verið fenginn til að halda námskeið hjá finnsku stórfyr- irtæki. Hvar? Svar: Kína. 3. Á tónleikum Fóstbræðra verður frumflutt ný ópera, Eilífur og Úlfhildur. Eftir hvern er hún? Svar: Jón Ásgeirsson. 4. Heimsmeistaramótið í sundi stendur nú yf- ir. Hvar er það haldið? Svar: Í Melbourne í Ástralíu. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FÉLAG Ungra jafnaðarmanna í Garðabæ og Álftanesi, ung- liðahreyfing Samfylking- arinnar, var stofnað 18. mars sl. Ásgeir Run- ólfsson, fyrrver- andi fram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands, var kjörinn for- maður félagsins. Einnig voru Arnór Bjarki Svarfdal, Bergdís Inga Brynjarsdóttir, Dagbjört Vésteins- dóttir, Guðbjörg Runólfsdóttir, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, Pét- ur Grétarsson og Stefán Rafn Sig- urbjörnsson kjörin í stjórnina. Á stofnfundinum voru sam- þykktar tvær ályktanir. Annars vegar var þverpólitísku sam- komulagi um afnám fyrning- arfrests í kynferðisbrotamálum gagnvart börnum fagnað og hins vegar varað við afturhaldssamri stefnu Vinstri grænna í Evrópu- málum, segir í tilkynningu. Nýtt félag ungra jafnað- armanna Ásgeir Runólfsson EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi stjórnar Sam- taka móðurmálskennara: „Stjórn Samtaka móðurmáls- kennara varar við niðurskurði á íslenskukennslu sem fyrirhug- aður er í nýrri námskrá Kenn- araháskóla Íslands. Kennaraháskólinn útskrifar kennara af grunnskólabraut með formleg réttindi til að kenna all- ar námsgreinar í öllum bekkjum grunnskólans, hvað sem sérhæf- ingu í námi þeirra líður. Það er því brýnt að allir kennarar sem útskrifast úr KHÍ hafi traustan faglegan grunn til að kenna vandaða íslensku. Eitt mikilvægasta hlutverk grunnskólans er að stunda markvisst máluppeldi þar sem staðgóð fræðsla og margvísleg þjálfun í íslensku þurfa að hald- ast í hendur. Gott vald á móð- urmálinu er enn fremur lyk- ilatriði í öllu námi. Nemendum af erlendum uppruna fjölgar ört í leik- og grunnskólum landsins. Staðgóð þekking kennara á ís- lenskri tungu er forsenda þess að þeir geti kennt íslensku sem annað mál. Það er því brýnna að auka og efla íslenskukennslu í grunnnámi kennaranema en að skerða hana. Stjórn Samtaka móðurmáls- kennara skorar á rektor og há- skólaráð Kennaraháskóla Ís- lands að falla frá fyrirhugaðri skerðingu og tekur undir eft- irfarandi orð hæstvirts mennta- málaráðherra: „Íslenskan er grunnurinn að allri okkar sam- félagsgerð og við hljótum að gera þá kröfu að kennarar öðlist góða þekkingu og gott vald á tungunni.““ Vara við nið- urskurði á ís- lenskukennslu VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, stendur fyrir málþingi þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkana kynna stefnu sína varðandi málefni Háskóla Íslands á morgun, fimmtudaginn 29. mars, í Öskju, stofu 132, kl. 13.15. Fundarstjóri verður Egill Helgason. Fulltrúar stjórnmálaflokkana verða sem hér segir: Björgvin G. Sigurðsson – Samfylk- ingin, Illugi Gunnarsson – Sjálfstæð- isflokkurinn, Jón Magnússon – Frjálslyndi flokkurinn, Kolbrún Hall- dórsdóttir – Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Margrét Sverr- isdóttir – Íslandshreyfingin – lifandi land og Sæunn Stefánsdóttir – Fram- sóknarflokkurinn. Eftir framsögur verður opnað fyr- ir spurningar úr sal. Eftir málþingið verður boðið upp á léttar veitingar. Allir eru velkomnir. Málþing Vöku um málefni Háskólans Framkvæmdastjóri Barnaverndar RANGT var farið með starfsheiti Steinunnar Bergmann í frétt blaðs- ins í gær og hún sögð formaður Barnaverndar Reykjavíkur. Hið rétta er að hún er framkvæmda- stjóri. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.