Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 44
Ég pæli nú ekki mikið í þessum barnastjörnuferli mínum í dag … 47 » reykjavíkreykjavík „IDOL fyrir umboðsmenn? Nei, reyndar ekki en umboðsmönnum er gefinn talsvert meiri gaumur í keppninni um Raularann en gengur og gerist í keppnum af þessu tagi,“ segir Kristján Kristjánsson og á þar við söng- keppni sem haldin er á Hótel Höfðabrekku í Mýrdal að viðstöddum meirihluta íbúa Víkur og nágrennis … það er að segja þeim sem náð hafa tilskildum aldri. Nýr Raulari er krýndur ár hvert hinn 30. apríl og verður árið 2007 þar engin undantekning. Að sögn Kristjáns, sem er framkvæmda- stjóri Raularans í ár, verða auk verðlauna fyrir besta atriðið veitt verðlaun fyrir bestu sviðsframkomuna og já, besta umboðsmann- inn. „Keppnin stendur ekki síður á milli um- boðsmannanna en þeirra hlutverk er að kynna keppendur fyrir bæjarbúum með öll- um mögulegum og ómögulegum hætti. Ann- arsvegar er horft til þess hvernig umboðs- maðurinn stóð sig í vikunni við kynningarstörfin, en einnig er litið til þess hvernig hann kynnir atriðið á skemmtuninni sjálfri,“ segir Kristján, en keppendur velja sínu atriði ákveðið dulnefni og koma ekki fram undir sínu rétta nafni fyrr en á keppn- inni sjálfri. „Það hvílir einnig talsverð leynd yfir um- boðsmönnunum, menn eru kannski að laum- ast út í skjóli nætur til að hengja upp auglýs- ingaborða.“ Einn lítill bikar Umboðsmenn hafa ýmiskonar aðferðir við það að vekja athygli á sínum keppanda, að sögn Kristjáns. „Fólk hefur tekið upp á því að mála þökin á húsunum sínum eða bílum til að kynna skjól- stæðing sinn auk þess að hengja upp ýmsa borða og annað kynningarefni um allan bæ. Gæsirnar voru til dæmis eitt atriði í fyrra. Umboðsmaðurinn keypti fullt af litlum gulum gæsum og kom fyrir víða um bæinn auk þess að gefa barmmerki með fjöðrum.“ Þátttakendur koma víða að þrátt fyrir að kjarni keppninnar fari fram í Vík. „Þetta er þó í raun allt Suðurlandið, frá Eyjafjöllum og austur að Klaustri,“ segir Kristján. „Það eru um 200 manns sem taka þátt í þessu með okkur á hverju ári og það hlýtur að teljast góð mæting þar sem íbúar Víkur í Mýrdal eru um 300 og dagskráin er eingöngu ætluð íbúum 18 ára og eldri. Þetta er líkt og 80 þúsund Reykvíkingar tækju þátt í und- irbúningi fyrir eitt kvöld með einum eða öðr- um hætti. Þið getið ímyndað ykkur stemn- inguna,“ segir Kristján. En er til svona mikils að vinna? „Það er einn lítill bikar í verðlaun. En það myndast svo mikil stemning í kringum þetta ár hvert að það er bara gaman að vera með auk þess sem það er mikill heiður að vinna.“ Hættir á toppnum Björn Ægir Hjörleifsson var umboðsmaður ársins í fyrra en hann fór fyrir atriði sem nefndist Miss Vík. Spurður um aðferðafræði kosningabarátt- unnar svarar Björn: „Við vorum bara dugleg að kynna okkur út um allan bæ. Ég var líka með mjög gott atriði til að kynna. Þessar fjórar konur, sem kölluðu sig Miss Vík, sungu lag úr Ávaxtakörfunni við eigin texta. Á keppninni sjálfri var ég svo með stutt uppistand sem ég kryddaði með nokkr- um sögum af fólki úr samtímanum.“ Öll vinnan bar tilætlaðan árangur en Björn og Miss Vík hlutu öll verðlaun kvöldsins. Þetta var í fyrsta sinn sem Björn tók þátt í Raularanum og þó segist hann ekki ætla að endurtaka leikinn. „Það er best að hætta á toppnum.“ RAULARINN RAULARINN ER NAFNBÓT SEM FJÖLMARGIR MÝRDÆLINGAR MUNU KEPPAST UM Í LOK APRÍL ÞEGAR BLÁSIÐ VERÐUR TIL ÁRLEGRAR SÖNGVAKEPPNI ÞAR Í BÆ. BIRTA BJÖRNSDÓTTIR KOMST AÐ ÞVÍ AÐ KEPPNIN STENDUR EKKI SÍÐUR Á MILLI UMBOÐSMANNA KEPPENDA EN SÖNGVARANNA SJÁLFRA. birta@mbl.is Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Raularar Fríða Hammer og Guðrún Ólafsdóttir, sundlaugarverðir í Vík, tóku þátt fyrir tveim- ur árum og klæddu sig þá upp í viðeigandi búninga – sem auðveldaði þeim að muna textann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.