Morgunblaðið - 28.03.2007, Side 47

Morgunblaðið - 28.03.2007, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 47 Í verslunarmiðstöðinni Smáralind, neðri hæð, stendur yfir sýning á verðlaunamyndum úr ljósmyndasamkeppni sem Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins á landsbyggðinni, og Morgunblaðið efndu til í vetur. Á myndunum má sjá fjölbreytt viðfangsefni fréttaritara Morgunblaðsins sem starfa um allt land. Þær eru einskonar spegill þjóðar. Myndin hér að ofan nefnist Skýjahöll og höfundur hennar er Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Mýrdal. Sýningin stendur til 4. apríl. Myndirnar eru til sölu í Myndasafni Morgunblaðsins, www.mbl.is/myndasafn SPEGILL ÞJÓÐAR Ljósmyndasýning Morgunblaðsins í Smáralind Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HINN færeyski Brandur Enni er ekki barnastjarna lengur. Brandur, sem sló í gegn sem slíkur í heima- landi sínu Færeyjum fyrir fimm ár- um, er nú í óða önn að semja inn á breiðskífu sem kemur út í enda árs og bæði rödd og tónlist hafa dýpk- að talsvert. Brandur er samnings- bundinn Chrysalis í Skandinavíu en hann stundar nám við tónlistar- skóla í Svíþjóð meðfram tónlist- arferlinum. Brandur var tólf ára þegar plata hans, Waiting in the Moonlight, gerði allt vitlaust í heimalandinu. Frægð hans barst meira að segja hingað norðureftir og sungu hann og helsta stjarna okkar á þessu sviði, Jóhanna Guðrún, dúetta sam- an. Enda segir Brandur blaða- manni að hann hafi dálitlar áhyggj- ur af tónleikunum, þar sem þeir fara fram á stað sem hefur aldurs- takmark. Hann hefur nefnilega fengið þónokkuð af fyrirspurnum frá sautján ára jafnöldrum sínum héðan vegna tónleikanna, eldheit- um Ennis-aðdáendum sem vilja að sjálfsögðu fá að berja þetta goð sitt augum. Hugsað upp á nýtt Brandur segir að ýmislegt hafi breyst þegar hann hafi náð fimm- tán ára aldri. Hann hafi farið að semja sjálfur en á Waiting in the Moonlight flutti hann lög eftir aðra. Brandur er frá Suðurey, af mikilli tónlistarfjölskyldu, og spilar m.a. á trompet. „Ég pæli nú ekki mikið í þessum barnastjörnuferli mínum í dag,“ segir hann. „Án þess að ég sé að afneita þessum tíma. Þetta var frá- bært og ég er stoltur af því sem við náðum að áorka. En jú jú, þeg- ar maður sér gamlar myndir og svona fær maður kannski hroll eins og gengur.“ Brandur hlær við þegar hann er spurður hvernig það hafi verið að vera ofurstjarna í Færeyjum. „Hmmm … það er kannski ofsagt hjá þér, en auðvitað var þetta skrítið, að vera stoppaður úti á götu í Þórshöfn og svona. Það var alltaf gott að koma aftur í litla bæ- inn sinn og verða „eðlilegur“ aft- ur.“ Að hans mati er mikið af hæfi- leikaríku tónlistarfólki í Færeyjum, sérstaklega ef miðað er við fólks- fæðina. „Eivör t.d., hún er ótrúleg. En sá maður sem breytti hugsunarhætt- inum í eyjunum að mínu mati er Teitur (Lassen, sem treður og upp á NASA). Fyrir fimm árum varstu talinn geðveikur ef þú ætlaðir að lifa af því að búa til tónlist. En svo þegar Teitur fékk samning erlendis og fór í kjölfarið að túra um allan heim fór fólk að endurhugsa mál- ið.“ Brandur segir að aldrei hafi komið til greina annað en að halda áfram í tónlist. „Þetta er náttúrulegt og eðlilegt fyrir mér. Það gengur vel að taka upp og ég er að velja úr 35 laga bunka, sem er ansi fjölbreyttur að innihaldi. Ég er orðinn harla spenntur vegna plötunnar, þar sem þetta er að miklu leyti nýtt upphaf hjá mér.“ Brandur Enni snýr aftur Tekur þátt í færeysku tónlistar- kvöldi á NASA næsta laugardag Brandur Enni Það er mörgum enn í fersku minni þegar Brandur kom hing- að til lands fyrir fimm árum og söng dúett með Jóhönnu Guðrúnu. www.brandur.com www.myspace.com/atl- anticmusicevent. Einnig koma Eivör Pálsdóttir, Högni Lisberg, Gestir og Teitur fram. Miðaverð á hátíðina er 2.200 kr. og forsala aðgöngumiða er í verslunum Skífunnar og á midi.is. Sími - 551 9000 The Illusionist kl. 5.45, 8 og 10:15 The Hitcher kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Venus kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára Last King of Scotland kl. 8 og 10:35 B.i. 16 ára Notes on a Scandal SÍÐUSTU SÝN. kl. 6 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningarí Regnboganum merktar með rauðu 450 KR. Í BÍÓ * - Verslaðu miða á netinu eeee O.R. - EMPIRE SÍÐUSTU SÝNINGAR Sýnd kl. 6 og 10 B.i. 7 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10:15 B.i. 16 ára -bara lúxus Sími 553 2075 MÖGNUÐ SPENNUMYND Þegar kerfið bregst... mun einhver deyja. Heitustu hasarleikarar samtímans mætast hér í magnaðri spennumynd. www.laugarasbio.is eeee „Frábær skemmtun!“ - S.V., Mbl „Óvænt kvikmyndaperla sem enginn má láta fram hjá sér fara.“ - Sigríður Pétursdóttir, Rás 1 eeee „Frábær leikur og eftirminnileg mynd!“ - B.S., Fréttablaðið Sýnd kl. 6, 8 og 10:30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.