Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI WILD HOGS kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 7 ára 300 kl. 5:30 - 8 - 10:10 - 10:30 B.i. 16 ára DIGITAL NORBIT kl. 5:50 - 8 LEYFÐ eeee V.J.V. STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Á ÍSLANDI FRÁ HÖFUNDI SIN CITY eee VJV, TOPP5.IS THE GOOD GERMAN kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára 300 kl. 6 - 9 B.i. 16 ára MUSIC AND LYRICS kl. 8 STÆR BANDAR GEORGE CLOONEY, TOBEY MAGUIRE OG CATE BLANCHETT SÝNA STÓRLEIK Í MAGNAÐRI MYND LEIKSTJÓRANS STEVEN SODERBERGH eee L.I.B. - TOPP5.IS Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is LADY CHATTERLEY kl. 5:40 - 9 HORS DE PRIX ísl. texti kl. 6 - 8 TELL NO ONE kl. 10:20 SCENE DE CRIMES kl. 5:40 MICHEL BUTOR kl. 10:15 ALLIANCE FRANÇAISE, Í SAMVINNU VIÐ PEUGEOT OG BERNHARD, KYNNA: FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í HÁSKÓLABÍÓ 3.MARS TIL 1. APRÍL VAR VALINN BESTA MYND ÁRSINS Í FRAKKLANDI eeee VJV, TOPP5.IS eee „Meinfyndin!“ - S.V., Mbl eee „Velheppnuð gamanmynd!“ - K.H.H., Fbl ÞAÐ má færa til sanns vegar að hvergi hafi fræði Sigmunds Freuds náð betri fótfestu en í Bandaríkj- unum. Þar var honum þó tek- ið með tor- tryggni þegar hann koma þangað í heim- sókn 1909 með þá Sándor Fe- renczi og Carl Gustav Jung með sér. Jed Rubenfeld nýt- ir sér þessa heimsókn sem um- gjörð um nokkuð hefðbundna (og býsna ótrúlega) spennusögu með ágætum árangri. Í bókinni tekur einn af læri- sveinum Freuds, bandarískur, að sér stúlku sem orðið hefur fyrir hrottalegri árás, en skömmu áður hafði ung stúlka verið myrt á áþekkan hátt. Lærisveinninn kemst snemma að því að ekki er allt með felldu, það er margt í frásögn stúlkunnar sem ekki gengur upp og hefst nú hin æsi- legasta flétta. Heimsókn Freuds er prýðileg leið til að gæða fléttuna lífi og fátt er betur til þess fallið að gera bók læsilega en góður skammtur af kynórum, sem voru Freuds og Jungs ær og kýr. Ru- benfeld nær að draga upp trú- verðuga mynd af New York í upphafi tuttugustu aldar, þó ekki fari hann alltaf rétt með (til að mynda voru Astor-óeirðirnar vegna Makbeð uppfærslu, en ekki Hamlet), en það er til að gefa sögunni aukna dýpt, geri ég ráð fyrir. Ágæt skemmtun. Góður skammtur af kynórum Árni Matthíasson Jed Rubenfeld – The Interpretation of Murder. Headline gefur út 2006. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is METSÖLULISTAR eru til margs brúklegir, aðallega nýtast þeir þó til að áhugasamir geti áttað sig á hvað er helst nýtt á seyði í heimi bókanna og komist að því hvaða nýjar bækur eru forvitnilegastar að mati al- mennra lesenda; þeir eru ekki eins upp á gagnrýnendur með við- urkenndan smekk komnir. Það get- ur þó verið snúið að koma saman metsölulista sem mark er á takandi og sannast kannski helst á því að það eru ekki margir slíkir listar sem mönnum finnst mark á takandi. Með vaxandi tölvuvæðingu hefur met- sölulistum líka fjölgað, enda auð- veldara að safna saman upplýs- ingum beint úr sölukerfum. Til að mynda heldur Amazon-netverslunin úti slíkum sölulista, en þeir gefa þó ekki alltaf rétta mynd af bóksölu, þó endalaust megi deila um hvaða mælikvarða eigi að nota. Sá listi sem mestrar virðingar hefur notið í gegnum tíðina er sölulisti banda- ríska stórblaðsins New York Times, sem birtur er í blaðinu Umdeildur listi Metsölulisti New York Times, sem birtur er hér til hliðar, er um- deildur og hefur oft verið milli tann- anna á fólki á þeim 72 árum frá því fyrsti listinn var birtur. Frægt varð þegar William Blatty, höfundur The Exorcist, fór í mál við blaðið fyrir tveimur áratugum og sakaði það um að hafa spillt sölu á nýrri bók hans, Legion. Hann hélt því fram að bókin hefði selst svo vel að hún hefði átt að rata inn á metsölulistann en blaðið tekið ákvörðun um að hunsa bókina. Ýmsir hafa líka gagnrýnt það hve metsölulistinn sé áhrifamikill; að hann stýri í raun smekk manna – rannsóknir hafi sýnt að það eitt að lenda á listanum getur aukið sölu á viðkomandi bók um ríflega 50% sé höfundur nýr, en 10–15% ef hann er ráðsettur og þekktur metsöluhöf- undur. Það er því til nokkurs að vinna að lenda á listanum, en ekki fara allar bækur þar inn jafnvel þó þær nái að seljast í bílförmum. Aðferðafræðin leyndarmál Málið er nefnilega það að aðferða- fræðin á bak við metsölulistann er leyndarmál, viðskiptaleyndarmál segja menn hjá New York Times, og enginn utan blaðsins veit í raun hvað bók þarf að uppfylla til að komast inn á listann, þó það sé ljóst að miðað er við sölu hjá 3.000 bókaverslunum bandarískum og bókaheildsölum og til viðbótar 28.000 sölustöðum bóka, til að mynda stórmörkuðum og al- mennum verslunum. Magnsala telst líka ekki með, enda á listinn að sýna fram á hvað einstaklingar séu að kaupa. Sá listi sem birtur er hér til hliðar er listi yfir sölu á innbundnum skáld- sögum til að gefa mynd af því sem nýjast er í sölu á því sviði vestan hafs, en einnig er birtur í blaðinu um hverja helgi listi yfir mest seldu skáldsögur í kilju, mest seldu barna- bækur, mest seldu sjálfshjálp- arbækur innbundnar, mest seldu sjálfshjálparbækur í kilju, mest seldu fræðirit og ævisögur inn- bundnar, mest seldu fræðirit og ævi- sögur í kilju. (listi New York Times sem hér birtist er listi yfir inn- bundnar skáldsögur, en aðrir listar, frá Eymundsson og Waterstone’s, eru blandaðir listar.) Ekki er þessi skipting klöppuð í stein, þar er til að mynda ekki langt síðan barnabókalistinn bættist við en það var vegna óánægju útgefenda og rithöfunda með það hve bæk- urnar um Harry Potter voru frekar til fjörsins á listanum. Skömmu áður en fjórða bókin kom út var því tekin ákvörðun um að búa til sérstakan metsölulista fyrir barnabækur, enda sáu aðstandendur blaðsins fyrir sér að Harry Potter yrði í efstu fjórum sætum listans – fyrstu bækurnar þrjár voru í þrem efstu sætunum og fjórða bókin væntanleg. Forvitnilegar bækur: Bóksölulisti New York Times Helsti metsölulistinn The Exorcist Peter Blatty, höfundur The Exorcist og Legion sakaði New York Times um óheilindi við gerð lista yfir söluhæstu bækurnar. 1. Whitethorn Woods – Maeve Binchy 2. At Risk – Patricia Cornwell 3. Readers Digest Atlas of the World 4. Philip’s Atlas of the World 5. Dirty Blonde – Lisa Scottoline 6. Like the Flowing River – Paulo Coelho 7. True Evil – Greg Iles 8. Insight Pocket World Atlas 9. Piece of my Heart – Peter Rob- inson 10. The Cold Moon – Jeffery Dea- ver Eymundsson 1. Harry Potter and the Deathly Hallows (fullorðinsútgáfa) – J.K. Rowling 2. Harry Potter and the Deathly Hallows (barnaútgáfa) – J.K. Rowling 3. The Interpretation of Murder – Jed Rubenfeld 4. Restless – William Boyd 5. Suite Francaise – Irene Nem- irovsky 6. Heart-shaped Box – Joe Hill 7. The Tenderness of Wolves – Stef Penney 8. This Book Will Save Your Life – A.M. Homes 9. Half of a Yellow Sun – Chimam- anda Ngozi Adichie 10. Anybody Out There? – Marian Keyes Waterstones 1. Nineteen Minutes – Jodi Picoult 2. Shopaholic & Baby – Sophie Kinsella 3. Daddy’s Girl – Lisa Scottoline 4. Whitethorn Woods – Maeve Binchy 5. Step On A Crack – James Pat- terson And Michael Ledwidge 6. Sisters – Danielle Steel 7. The Double Bind – Chris Bo- hjalian 8. The Watchman – Robert Crais 9. Innocent In Death – J. D. Robb 10. For One More Day – Mitch Al- bom New York Times RESTLESS segir frá Evu Delec- torskayu, Rússa sem býr í París 1939. Í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari er hún ráðin í bresku leyniþjónustuna af dularfullum manni sem síðar verður elskhugi hennar. Undir hans hand- leiðslu verður hún framúrskarandi njósnari, lærir að dylja tilfinningar sín- ar, vera vægðarlaus og undir það síð- asta lærir hún að treysta engum, alls engum og allra síst þeim sem hún elsk- ar. Eftir dularfullt atvik lætur Eva sig hverfa og birtist síðan aftur eftir stríð sem önnur persóna með aðra sögu, dæmigerð ensk ung kona, síðar móðir og húsmóðir. Fortíðin lætur þó á sér kræla, þar er ýmislegt óuppgert, og Eva ákveður að grípa til sinna ráða með aðstoð uppkominnar dóttur sinnar. Þessi bók Williams Boyds er einkar vel skrifuð, í senn klassík njósnasaga eins og þær gerðust bestar á árum áð- ur, sannkölluð noir-saga, en líka skemmtileg skoðun á samskiptum, til- finningum og trúnaði. Enginn er ey- land, sagði Donne á sínum tíma, og þarf sterk bein til að standast það að verða að gleyma öllu, fortíð sinni og sögu, nafni og þjóðerni, ástvinum og vinum, til þess að komast af. Sagan gerist annars vegar á árunum fyrir stríð og svo 1976 og sjónum ýmist beint að hinni ungu Evu eða Ruth Gilm- artin dóttur hennar. Það kemur þeim sem þekkja til Boyds ekki á óvart að hann er fær penni, en hann fer á kost- um hvort sem hann er að lýsa svart/ hvítum heimi njósnastúlkunnar eða lífi dóttur hennar sem hefur í sig og á með því að kenna erlendum nemendum ensku og lendir í sálarkreppu þegar einn þeirra verður ástfanginn af henni. Svart/hvítur heimur Árni Matthíasson William Boyd – Restless. Bloomsbury gefur út 2007. METSÖLULISTAR»BÆKUR»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.