Morgunblaðið - 28.03.2007, Page 51

Morgunblaðið - 28.03.2007, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 51 E N N E M M / S IA / N M 2 6 9 12 250 50 300 milljónir Bónus-vinningur 8 milljónir Alltaf á mi›vikudögum! lotto.is Vertu me› fyrir kl.16. 1. vinningur Sumar í Evrópu! Sölukössum loka› klukkutíma fyrr á sumrin -- kl. 16. Potturinn stefnir í 50 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 250 milljónir og bónusvinningurinn í 8 milljónir. NÝ SKÁLDSAGA eftir J.J.R. Tol- kien er væntanleg í næsta mánuði. Nú hvá eflaust margir enda lést Tol- kien árið 1971. Bókin heitir The Children of Húrin en það er, Chri- stopher sonur höfundarins sem hefur unnið að því að ganga frá ókláruðu handriti Tolkiens. Bókin mun koma út 17. apríl næst- komandi en þá verða 89 ár liðin síðan höfundur hennar byrjaði á henni. Í breska dagblaðinu The Indep- endent segir að útgefandinn Harper- Collins gefi ekkert uppi um sögu- þráðinn en að bókin muni að öllum líkindum verða vel til þess fallin að kvikmynda hana. Að sögn Chris Crawshaw, sem er formaður Tolkien-félagsins í Bret- landi, leit Tolkien á verk sín sem eina langa sögu um Miðgarð (Middle Earth), frá sköpun hans að endalok- um þriðja tímaskeiðinu en þessi saga mun gerast snemma í heildarsögunni. Christopher Tolkien studdist við gríðarlegt safn minnispunkta föður síns. Þetta er annað ókláraða verkið sem hann lýkur við eftir fráfall föður síns en 1977 kom út bókin Silm- arillion. Ný bók eftir Tolkien Vinsæll Hringadróttinssaga Tolkiens hefur hrifið marga í gegnum tíðina. GAMANMYNDIN Borat er nú komin á DVD í verslanir um land allt og líkt og búast mátti við, selst myndin vel enda Sacha Baron Cohen, sá sem leikur Borat, einn vinsælasti grínari heims um þessar mundir. Senu hafa hins vegar borist allmörg símtöl vegna útgáfu mynd- disksins þar sem útlit hans sjálfs gefur til kynna að diskurinn sé afritaður eða skrifaður á tölvu. Sannleikurinn er sá að Sacha Baron Choen setti það skilyrði við útgáfuna að diskurinn skyldi framleiddur með þessum merki- miða – sem sagt grín sem ekki virðist skila sér til allra grínelsk- andi aðdáenda Cohens. Sena vill af þessu tilefni full- vissa viðskiptavini sína um það að allir Borat-mynddiskarnir sem keyptir eru hér á landi – og eru með Senu-merkinu á hulstrinu – eru hágæðavara og framleiddir af fyrirtækinu Cinram í Þýska- landi. Óskiljan- legt grín Sökudólgurinn Sacha B. Cohen í hlutverki fréttamannsins Borats. TILRAUNAELDHÚSIÐ, eða Kitchen Motors, stendur fyrir tón- leikum í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og annað kvöld. Í kvöld koma fram Jóhann Jó- hannsson & Monade, The Reykja- vik Trombone Choir og Angil & the Hiddentracks ft. Kira Kira. Monade, öðru nafni Laetitia Sa- dier, er frönsk tónlistarkona og rithöfundur, best þekkt fyrir söng sinn með tilraunarokkhljómsveit- inni Stereolab. Jóhann Jóhannsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi og starfað með fjöl- mörgum þekktum tónlist- armönnum, bæði innlendum og er- lendum. Hann stofnaði Orgelkvartettinn Apparat árið 1999 og er einnig einn af stofn- endum Tilraunaeldhússins. Annað kvöld flytja svo lista- menn úr ýmsum áttum The Hel- vetis Plinki Plonk Symphony sem er framúrstefnuleg raftónlist. Bæði kvöldin hefjast tónleikarn- ir klukkan 22.00. Fjölbreytt tilraunaeldhús Jóhann Jóhannsson Kemur fram í kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.