Morgunblaðið - 28.03.2007, Page 52

Morgunblaðið - 28.03.2007, Page 52
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 87. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Mikið fiskirí  Línubáturinn Gísli Súrsson frá Grindavík setti Íslandsmet í afla smábáta þegar aflinn var ríflega 17.000 tonn á 13.000 króka, en mikil veiði hefur verið í vikunni eftir langa brælu. » Forsíða Sex milljarða kr. munur  Ístak kemst að því að hægt er að tvöfalda Suðurlandsveg fyrir 7,5 milljarða króna en nýleg kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar var upp á 13,5 milljarða. » Forsíða Línur í jörðu  Skipulagsstofnun telur mikilvægt að við mat á umhverfisáhrifum há- spennulína frá Hellisheiði að Straumsvík sé lögð áhersla á sam- anburð þess að leggja línur í jörðu og leggja þær sem loftlínu. „Stofn- unin leggur það til í úrskurði sínum að við skoðum frekar að leggja línur í jörðu,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. » 2 Ferðasjóður stofnaður  Ríkisstjórnin samþykkti í gær að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga og er stefnt að 90 milljóna kr. fram- lagi í sjóðinn á ári. » 4 Ný höfuðborg byggð  Ný höfuðborg, Naypyidaw, hefur verið byggð frá grunni í miðju Búrma og tekur hún við hlutverki Rangoon, syðst í landinu. » 15 SKOÐANIR» Ljósvaki: Heftað á striga Staksteinar: Vel heppnuð ráðning Forystugreinar: Stjórnmálaflokkar og auglýsingar | Á Litla-Hrauni? UMRÆÐAN» Er lýðræði í Breiðdalshreppi? Veðurfræði heimskautasvæðanna Hafnfirðingar kjósa Hvar er harðasti andstæðingur…? 3  #7 $  - " * "# 8 "!  %" "! .     0 0 0 0 0     0 0 0 0 0 0 , 9 6 $  0 0 0 0 0 0 0 0 0  :;112<= $>?<1=@8$AB@: 92@2:2:;112<= :C@$9 9<D@2 @;<$9 9<D@2 $E@$9 9<D@2 $/=$$@. F<2@9= G2A2@$9> G?@ $:< ?/<2 8?@8=$/*$=>212 Heitast 7 °C | Kaldast -1 °C  Hægviðri eða norð- vestlæg átt og víða bjart veður. Hiti 1 til 7 stig að deginum, annars vægt frost. » 8 Raularinn er árleg söngkeppni í Vík þar sem umboðsmenn eru verðlaunaðir sem og besti raul- arinn. » 44 SÖNGUR» Raularinn í Vík í Mýrdal LEIKHÚS» Lífið-Notkunarreglur er óvenjuleg sýning. » 46 Árni Matthíasson skrifar um met- sölulista bóka, nyt- semi þeirra, áhrif og leyndarmálið á bak við þá. » 48 BÆKUR» Metsölu- listar bóka FÓLK» Michael Jackson er upp- risinn. » 46 KVIKMYNDIR» Kvikmyndin Chaos fær tvær stjörnur. » 49 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Handtaka átti Spaugstofumenn 2. Grillaði kærustuna á veröndinni 3. Lík breskrar konu … 4. Miklar aukaverkanir svefnlyfs Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MUNURINN á því sem greiða þarf tannlæknum fyrir tannlækningar barna undir 18 ára aldri og gjaldskrá heilbrigðisráðherra, sem Trygginga- stofnun ríkisins (TR) ber að miða greiðsluþátttöku sína við, hefur vaxið umtalsvert, að sögn TR. Sig- urjón Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, gagnrýnir aðferðir TR og segir forsendur vanta fyrir útreikningum stofnunarinnar. TR greiðir 75% af tannlæknakostnaði vegna barna undir 18 ára aldri og miðar stofnunin endur- greiðslurnar við gjaldskrá ráðherra sem síðast var hækkuð 2004. Tölurnar eru fengnar úr reikning- um tannlækna frá árinu 2006. Einn sérfræðingur fékk greitt 57 milljónir Hæsta greiðsla vegna vinnu einstaks sérfræð- ings var tæpar 57 milljónir á því ári, hæsta greiðsla vegna einstaks almenns tannlæknis var rúmlega 20 milljónir og hæsta greiðsla vegna tannsmiðs 12,5 milljónir króna. Ekki er um laun viðkomandi einstaklinga að ræða heldur greiðslur vegna þjónustu fyrir tryggða skjólstæðinga TR. Mikill munur er á gjaldskrám einstakra tann- lækna samkvæmt frétt TR og bendir stofnunin á að tannlæknum sé óheimilt að auglýsa þjónustu sína sem torveldi forráðamönnum barna að velja þá tannlækna sem bjóða lægsta verðið. Sigurjón Benediktsson, formaður Tannlækna- félags Íslands, sagði að félagið myndi krefja TR skýringa á frétt stofnunarinnar. „Það er ekkert við það að athuga að gjaldskrá tannlækna sé skoð- uð, en það er sérkennilegt að Tryggingastofnun sé að gera verðlagskannarnir á stétt sem er ekki með neinn samning við stofnunina og hefur ekkert um styrkveitingar hennar að segja. Eins að þessi stofnun birti niðurstöður um verðlagningu sem engar forsendur eru gefnar fyrir.“ Taldi Sigurjón ýmsa aðra en TR betur fallna til að gera slíkar kannanir og benti á að á reikningum tannlækna væru gjarnan margir liðir sem ekki kæmu til end- urgreiðslu hjá TR. Hvort þeir væru með í úttekt- inni vissi hann ekki. „Tannlæknar eru á sam- keppnismarkaði, en mér finnst sá verðmunur sem þarna kemur fram vera ótrúverðugur.“ Vildi Sig- urjón hvetja sjúklinga tannlækna til að kynna sér og bera saman verð og gæði tannlæknaþjónustu. Misdýrar tannviðgerðir Tannlæknafélagið mun krefja Tryggingastofnun skýringa á frétt stofnunar- innar um tannlæknakostnað og segir forsendur vanta fyrir útreikningunum Morgunblaðið/Sverrir Verðmunur Þjónusta tannlækna getur verið 130% dýrari en verðskrá ráðherra, segir TR. Í HNOTSKURN »Gjaldskrá sérfræðinga í hinum ýmsugreinum tannlækninga var 2006 að með- altali 44,3% yfir gjaldskrá ráðherra. »Verð dýrasta sérfræðingsins var 73% yfirgjaldskrá ráðherra en þess ódýrasta 12,5% yfir henni. Þá var tekið tillit til allt að 20% sér- fræðiálags, að sögn TR. »Gjaldskrá almennra tannlækna var aðmeðaltali 34% yfir gjaldskrá ráðherra. Sá dýrasti var 130% yfir gjaldskránni en sá ódýr- asti rúmlega 6% undir henni. „ÞESSI styrkur skiptir okkur miklu máli til að ná að vinna í þessu af ein- hverju viti mark- aðslega,“ segir Sveinn Rúnar Sigurðsson, höf- undur íslenska Evróvisjónlags- ins, um samstarfssamning sem hann undirritaði við SPRON í gær. Með samningnum verður SPRON bak- hjarl Evróvisjónhópsins og er mark- miðið að auðvelda undirbúning og þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Helsinki í maí nk. Styrktarfyrirkomulagið er grunn- styrkur upp á 1.500.000 kr. og auk þess áheit um aukna styrki eftir vel- gengni í keppninni; þ.e. fyrirheit um 500.000 kr. ef lagið kemst áfram upp úr undankeppninni 10. maí og svo aftur fyrirheit um 500.000 kr. ef lagið verður ofar en í 16. sæti í úrslita- keppninni. „Þetta er í rauninni dropi í hafið miðað við það sem við þurfum. Evró- visjón er ekki ferð til fjár en RÚV styður líka við bakið á okkur,“ segir Sveinn. Hafa heitið á Eirík Hauksson Eiríkur Hauksson MEÐ blóm í hári og bros á vör dönsuðu tugir ungra ballerína um svið Borgarleikhússins í gær. Með ýmsum svipbrigðum og tignarlegum handahreyfingum túlk- uðu þær dansinn og vöktu tilþrifin mikla kátínu meðal viðstaddra. Hér eru á ferðinni ungir dansarar sem tóku þátt í ár- legri nemendasýningu Ballettskóla Eddu Scheving. Þær eiga augljóslega framtíðina fyrir sér, þessar ungu dömur og höfðu æft stíft fyrir sýninguna. Upp- skáru þær mikið lófaklapp áhorfenda. Morgunblaðið/Sverrir Brosmildar ballerínur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.