Morgunblaðið - 31.03.2007, Síða 48

Morgunblaðið - 31.03.2007, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Skúli MagnússonÖfjörð fæddist í Skógsnesi Gaul- verjabæjarhreppi 9. maí 1928. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 20. mars sl. Foreldrar hans voru Þórdís Ragn- heiður Þorkels- dóttir, fædd í Reykjavík 10. mars 1892, látin 15. apríl 1950, húsfreyja í Skógsnesi, Gaul- verjabæjarsókn, og Magnús Þór- arinsson Öfjörð, fæddur í Aust- urhlíð, Gnúpverjahreppi 21. júlí 1888, látinn 25. apríl 1958, bóndi í Skógsnesi, Gaulverjabæjarsókn. Systkini Skúla eru: Þórarinn Öfjörð, f. 25. janúar 1921, d. 28. mars 1875, d. 27. júlí 1961. Skúli og Sigríður slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1. Jón Ingi, kvæntur Gerði Helgadóttur. 2. Þór- dís Kristín, gift Ingólfi Einarssyni. 3. Sveinn, kvæntur Helgu Hjart- ardóttur. 4. Þóra, í sambúð með Ríkharði Jónssyni. 5. Ingigerður, gift Hrafni Sigurðssyni. 6. Magnús Þórarinn, kvæntur Þórunni R Sig- urðardóttur. Skúli átti átján afabörn og ellefu langafabörn. Síðar var Skúli í sambúð með Huldu Hávarðardóttur, f. 2. sept- ember 1932. Þau slitu samvistir. Megnið af starfsævinni starfaði Skúli á jarðvinnuvélum og við við- gerðir á þeim. Útför Skúla verður gerð frá Gaulverjabæjarkirkju laugar- daginn 31. mars og hefst athöfnin kl. 14. apríl 1937. Guðný Öfjörð, f. 23. mars 1922, d. 20. febrúar 2001. Margrét Öfjörð, f. 5. júní 1923, d. 29. maí 2004. Ragnheiður Öfjörð, f. 24. ágúst 1924, d. 5. júní 1996. Stúlka Magnúsdóttir, f. 24. ágúst 1924, d. 29. ágúst 1924 (tví- buri á móti Ragn- heiði). Áshildur Öfjörð, f. 29. sept- ember 1930. Skúli kvæntist 21. september 1952 Sigríði Jónsdóttur, f. á Ökrum, Hraunhreppi, Mýrum 18. janúar 1932. Foreldrar hennar voru Ingigerður Þorsteinsdóttir, f. 22. maí 1898, Háholti, Gnúpverja- hreppi, d. 3. mars 1990, og Jón Guð- jónsson, f. í Hjörsey á Mýrum 30. Kæri tengdapabbi, nú hefur þú kvatt þetta jarðlíf. Ætíð sýndir þú okkur mikla umhyggju, þú varst bóngóður og því afar gott að eiga þig að. Ég á eftir að sakna þess að þú hringir í mig til að fá fréttir af fjöl- skyldunni þinni sem var þér svo kær. Þú fylgdist alltaf vel með öllum og varst duglegur að hringja í mig þeg- ar Maggi var á sjónum til að athuga með okkur. Þú varst mikið fyrir bækur og fræddir okkur oft um það sem þú varst að lesa, einnig varstu ættfróður mjög og gast rakið heilu ættirnar ef því var að skipta. Handlaginn varstu og smíðaðir þú heilmikið og held ég að mér sé óhætt að segja að flestir í fjölskyldunni eigi eitthvert handverk eftir þig. Þú varst barngóður mjög og ég veit að þín verður sárt saknað af afa- og langafabörnum. Ég veit að þér líður vel núna Skúli minn og þótt það sé erfitt að sjá svona á eftir þér held ég að þú hefðir einmitt viljað fara svona snögglega. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér, kæri tengdapabbi, af fólk- inu þínu sem á undan er farið, og nú ertu örugglega búinn að hitta afa- strákinn þinn og nafna. Það hljómar mér enn það lag og ljóð og lengst inn í sál minni fann ég einmitt hinn sama óð. Það var líkt og að heyra lækjarnið fyrir langþreyttan förumann sem reikaði þyrstur og þráði við þorstanum svölun, og sál mín varð hljóð. Hjarta mitt fylltist af himneskum frið og heitri bæn og með fögnuði fann ég hún færði mig himninum nær. (G.V.G.) Blessuð sé minning þín Skúli minn og hafir þú þökk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Þórunn. Hann afi minn er dáinn og langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að hitta þig aftur, allavega ekki í þessari jarðvist. Þú komst til okkar á hverjum degi síðan ég man ekki hvenær og nú er liðin vika frá því þú kvaddir þennan heim með skjótum hætti, sem ég átti ekki alveg von á. Þó mikið hafi verið að gera hjá mér síðan finnst mér svo langt síðan ég sá þig síðast. Afi hefði orðið 79 ára gamall í maí, undanfarin ár hafði heilsunni hrakað smám saman, hreyfingarnar voru orðnar hægari og stirðari eins og gerist og gengur en samt gast þú ennþá klifrað upp í vörubílinn hjá Gumma, sem mér finnst mikið afrek og alls ekki á allra færi. Þú varst mjög barngóður og hugs- aðir oft um dætur mínar, það fólst í því að sækja þær í skólann, rétta þeim smápeninga í baukinn og svo komstu stundum með harðfisk handa þeim. Þú hafðir gaman af því að koma með bláber og melónur handa þeirri minnstu sem er 11/2 árs, og svo sátuð þið við eldhúsborðið og borðuðuð það saman. Hún hélt líka upp á þig kallaði „afi“ og end- urtók það í sífellu og þú svaraðir henni alltaf. Þú hafðir gaman af lang- afabörnunum þínum sem fór ört fjölgandi voru orðin 8 talsins og áttir þú myndir af þeim öllum. Dýrum hafðir þú líka gaman af og þá sér- staklega köttum „greyið hún kisa“ sagðirðu svo oft með sérstökum tón. Lífið hjá þér var í frekar föstum skorðum, svona í seinni tíð og hafðir þú fastar venjur, þú komst alltaf til okkar í hádeginu, þó við værum nú oft á einhverjum hlaupum þá. Þú kíktir í blöðin og svo fórstu stundum með Madda mági þínum að heim- sækja Kristján í Skógsnesi. Svo átt- irðu það til að kíkja inn aðeins seinni- partinn aftur. Þú hafðir gaman af því að ferðast, fórst m.a. með ferða- félaga þínum austur á Hérað og skoðaðir líka Kárahnjúkavirkjun, en síðustu 2–3 árin fór minna fyrir ferðalögum. Afi minn, ég kveð þig nú hinstu kveðju og þakka þér fyrir allar góðar minningar sem ég á um þig. Guð blessi þig. Þín dótturdóttir Sigríður (Sigga) Elsku afi minn. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Ekki átti ég von á þessu, þú varst alltaf svo hress og góður afi. Daginn sem mamma hringdi í mig og sagði mér að þú værir dáinn þá var ég að fara senda þér bréf en því miður fékkstu ekki að lesa síðasta bréfið. En þegar ég kem heim læt ég bréfið á leiðið hjá þér. Þú varst alltaf svo góður við mig og Sigrúnu Þóru. Ég veit að núna líður þér miklu betur hjá foreldrum þínum, systrum þínum sem eru farnar á undan og bróður þínum sem dó svo ungur. Elsku afi minn, ég hefði svo gjarn- an viljað fylgja þér síðustu sporin. Ég sakna þín. Tíminn tifar áfram hratt. Hjartað slær taktinn sært. Söknuður sæfir huga minn. Sölt tárin renna á kinn. Myrkrið þrengir sig að mér, ég teygi mig út að þér. Þú stendur í stað og veifar, brosandi þú sjónum hverfur. Eftir sit ég í myrkrinu ein með þér hvarf ljósið er skein. Minningin um þig lifir enn tær, þú fórst frá mér að eilífu í gær. (Hulda) Bless afi minn, ég elska þig. Þín, Guðfinna Ósk. Þegar við fengum fréttir af andláti þínu, elsku afi okkar, var okkur mjög brugðið. Okkur datt ekki í hug að þinn tími væri kominn því þú varst alltaf svo hraustur, keyrandi um á Skodanum þínum, bíltegundinni sem þú hélst mest upp á. Fullt af minningum hrannast upp á meðan við skrifum þessa grein og munum við þá sérstaklega eftir skemmtilegum og fræðandi bílferð- um um Gaulverjabæjarhrepp og aðra nálæga staði, þar sem þú fórst með okkur í fjöruferðir og við tíndum skeljar og margt annað skemmtilegt. Rúsínuafi er líka ofarlega í huga okkar, þegar við hittumst þegar við vorum yngri lumaðir þú ávallt á litlum rúsínupökkum fyrir okkur öll sem voru í miklu uppáhaldi. Síðan breyttust rúsínurnar í klink. Veiði- dellu Jóns Inga má rekja beint til þín þar sem þú kynntir hann fyrir þeim skemmtilega heimi. Um daginn komstu í heimsókn og sagðir mér (Ingibjörgu) frá skemmtilegum draumi sem þig hafði dreymt um okkur tvö fljúgandi um allt, frjáls og hamingjusöm. Þykir mér ofsalega vænt um að þú skulir hafa sagt mér frá þessum draumi um okkur. Alltaf talaðir þú svo fallega til okk- ar og hrósaðir okkur í gríð og erg. Við vorum svo falleg, ljúf og dugleg. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn elsku afi okkar, en vitum að þú ert kominn á betri stað með fullt af vin- um og ættingjum. Hvíldu í friði, elsku afi okkar. Þín afabörn, Jón Ingi, Katrín, Ingibjörg og Jóhanna. Skúli M. Öfjörð var nokkuð sér- kennilega samsettur maður, einn þeirra sem „aldrei kannski rétta strikið fann (sbr. vísur Ása í Bæ). Að sumu leyti var hann eins og stíflynt barn, góður bangsi eða ofvaxinn járnkarl. Alla tíð var hann óskaplega feiminn og óskýrmæltur. Það þjak- aði hann mjög hve margir hváðu eftir orðum hans. Honum veittist ekki létt að hverfa í mannfjölda, þó það hafi oft verið hans heitasta ósk. En stórt og mikilúðlegt fólk fyllir oft rýmið gegn vilja sínum. Ég held að Skúli hafi farið verst út úr stóráfalli sem fjölskylda hans varð fyrir þegar hann var á níunda ári. Þá lést Þórarinn bróðir hans í hörmu- legu slysi, sextán ára að aldri, elstur systkinanna í Skógsnesi. Þórarinn mun hafa verið afburðaefnilegur ungur maður, skáldmæltur og snjall með blýanta og liti og hinn mesti mannkostamaður hvar sem á var lit- ið. Magnús Öfjörð, faðir þeirra, var ekki laus við ættarfylgjuna slæmu, þ.e. Grundardrambið og vildi flytja væntingar sínar yfir á soninn sem eftir lifði. Það varð Skúla algjörlega um megn. Eðlisþættir bræðranna voru ólíkir og hinn einstefnulegi samanburður varð hin þyngsta mara. Þannig mótaðist Skúli í æsku. Góðu ættarfylgjurnar gerðu þó snemma vart við sig. Hann var hagur til handa, það bryddaði jafnvel á list- hneigð og verksvit hafði hann með ágætum. Hann var meðal fyrstu ýtu- stjóra landsins og þótti afburðalag- inn á slíkum tækjum. Það sagði mér verkstjórinn sem stjórnaði bygging- um Ölfusborga að Skúli hefði borið þar mjög af öðrum vélamönnum, í því mikla fúafeni. Það kom aldrei fyr- ir að hann festi vél eða mislæsi að- stæður. Skúli gat oft verið hrifnæm- ur á ljóð og laust mál eða tóna og það á sinn sérkennilega hátt. Stundum var hann yfir sig ástfanginn af einni og einni ljóð- eða laglínu. Alltaf hreifst hann af ljóðum Þorsteins Erl- ingssonar og Páls J. Árdal. Einnig dáði hann tónlist Inga T. og Sigvalda Kaldalóns. Einu sinni skynjaði hann ofurkraftinn í 9. sinfoníu Beethovens og fór að tala um það við mig en varð eitthvað svo vandræðalegur því hon- um varð vant lýsingaorða. En hver getur láð öðrum að verða orðlaus yfir slíku stórvirki? Á árum áður las Skúli talsvert af góðum bókum, en mig grunar að all- ar slíkar góðar götur sem hann gekk á lífsleiðinni hafi þrengst eftir því sem árin liðu og það sé gjaldið fyrir vætusamt líferni. Ég á góðar minningar frá heim- sóknum í Hlaðbrekku 3 í Kópavogi. Alltaf mætti ég góðum straumum hjá Skúla, Sigríði og börnum þeirra sem ég sendi nú mínar bestu kveðjur. Skúli sagði oft að þessi og hinn hefði verið „góður drengur“ og nú lýsi ég Skúla með þeim sömu orðum. Erlingur Kristjánsson. Það var haustið 1972 sem ég fyrst hitti Skúla og talaði við hann. Þá var ég sautján ára og var að safna í forðabúr reynslu minnar af handan- heimafræðunum alls staðar sem ég gat því við komið. Þetta var á miðils- fundi hjá Félagi Nýalssinna að Álf- hólsvegi 121. Og með fullri virðingu fyrir miðlum landsins þá var einn af miðlunum sem á þessum fundi sátu, þáverandi kona hans, Mýrarstúlkan Sigríður Jónsdóttir, einn allra magn- aðasti miðill sem ég hef starfað með til þessa, og eru þeir þó orðnir æði margir. Eyðimerkurganga mín og okkar yngri og yngstu áhugamannanna um dulræn mál og handanheimana okk- ar fékk loksins nokkra svölun á þess- um miðilsfundum Nýalssinnanna. Ekki verður það sama sagt um mið- ilsfundina sem þá voru í boði hjá flestum Sálarrannsóknarfélögum landsins, því miður. En a.m.k. á þess- um tíma voru Nýalssinnarnir lang- lengst komnir í könnun handan- heima, þótt auðvitað væru þeir fastir á sinni grein trésins, eins og meira og minna allir hópar og einstaklingar eru í þessum erfiðu en afar spenn- andi fræðum. Seint mun ég gleyma hvatningu Skúla til okkar á þessum árum. Að ekki sé nú minnst á hversu mjög var auðvelt að hlæja með honum og kom- ast í gott skap að fundum loknum yf- ir kaffinu sem í boði var á eftir. Það situr fast í minni mínu eins og margt af því sem mest hefur haft áhrif á mig í þessu lífi mínu. Og það var þar sem grunnurinn var lagður. Grunnurinn sem byggt var á alla leið, svo vel og varanlega að 35 árum seinna hittist enn frum- sproti hópsins sem þar kynntist og varð síðar meir að Sálarrannsóknar- skólanum, sem og samhliða að Sálar- rannsóknarfélagi Reykjavíkur. Læt- ur nærri að það félag sé í dag stærsta og langvísindalegasta sálarrann- sóknarfélag í Evrópu. En það segir kannski meira um stöðu hreyfingar- innar í álfunni en margt annað. Örlögin höguðu því svo að Magnús Öfjörð, faðir Skúla, var einn af stofn- endum Félags Nýalssinna árið 1950. Á þeim tímum og alveg fram á dag- inn í dag hittust sanntrúaðir Nýalss- innar alltaf á mánudagskvöldum á sambandsfundum eins og þeir köll- uðu og kalla miðilsfundina sína ennþá. Svo þegar Skúli hafði vaxið úr grasi mætti hann auðvitað á sam- bandsfundina hjá Nýalssinnum með föður sínum. Og þegar spúsa hans kom til sögunnar mætti hún auðvitað með. Þannig var bara lífið á þeim tíma. Og þar árið 1972 bar fundum okkar Sigríðar fyrst saman, sem án efa lagði grunninn að öllu því vís- indastarfi sem Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur samanstendur enn af í dag. Því miðilshæfileikar Sigríðar voru og eru af þeim styrkleika að hægt var og er að stunda rannsóknir á handanheimunum með hjálp henn- ar, meira en í gegnum nokkurn ann- an miðil hér á landi og erlendis sem við höfum fram að þessu hitt í öllum Nýalssinna- og sálarrannsóknar- félögum heimsins. Svona bara var og er raunveruleikinn í handanheima- fræðunum ennþá hjá okkur. Stoltur getur Skúli á efsta degi lit- ið um öxl og horft yfir ættbogann sem frá honum og sex myndarbörn- um hans og Siggu er vaxinn. Fyrir þær gömlu góðu stundir, hláturinn, heimsóknirnar og hvatn- inguna skal hér þakkað að leiðarlok- um við lok jarðlífs Skúla Magnússon- ar Öfjörð. Þær lifa í minningunni. Magnús H. Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsókn- arfélags Reykjavíkur. Skúli Magnússon Öfjörð Afi, hvar ertu? Æ, gerðu það hjá mér vertu. Ég mun ávallt sakna þín, ég mun ávallt minnast þín. Lífið verður skrýtið án þín. Þú ert minn besti afi. En minning þín mun ávallt lifa í hjarta mínu. Kveðja, Sigrún Þóra. HINSTA KVEÐJA ✝ Ástkær móðir mín, amma og langamma, ÁSLAUG BOUCHER ÞÓRARINSDÓTTIR, Tjarnargötu 41, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 26. mars síðastliðinn. Sálumessa verður sungin fyrir hana mánudaginn 2. apríl í Kristskirkju, Landakoti. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Kaþólsku kirkj- unnar á Íslandi, kt. 680169-4629, reiknnr. 513-14-370500. Alice Kristín Estcourt Boucher, Peter Alan Estcourt Boucher, Kristófer Estcourt Boucher, Katherine Estcourt Chandler og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN INGUNN ÞORSTEINSDÓTTIR, Gullsmára 5, Kópavogi, sem lést fimmtudaginn 22. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. apríl kl. 13.00. Þorsteinn W. Guðmundsson, Freyja María Þorsteinsdóttir, Sveinn Þorsteinsson, Bylgja Þorvarðardóttir, Þuríður Elísa Þorsteinsdóttir, Kolbeinn I. Birgisson, Kristrún S. Þorsteinsdóttir, Sigurjón Þ. Árnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.