Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.04.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skráðu þig í MA í Evrópufræði. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2007. Evrópa. Ræturnar. Framtíðin. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FORSÆTISRÁÐHERRAR Ís- lands og Svíþjóðar, Geir H. Haarde og Fredrik Reinfeldt, áttu fund í Reykjavík í gær en sænski leiðtoginn er staddur hér í opinberri heimsókn, sinni fyrstu frá því að hann tók við völdum sl. haust. Geir sagði það hafa verið ánægjulegt að ræða við Reinfeldt, þeir hefðu m.a. rætt um umhverf- is- og efnahagsmál, öryggismál, einnig um heimsmálin almennt. „Við höfum einnig rætt lítillega um samskipti ríkjanna sem eru góð og þörfnuðust því ekki mik- illar umræðu,“ sagði Geir. Reinfeldt sagði þá hafa fjallað um kraftmikinn efnahag landanna beggja og m.a. rætt um fjárfest- ingar íslenskra fyrirtækja í Sví- þjóð. Reinfeldt var spurður hvort stefna stjórnvalda á Íslandi gæti nú, þegar borgaraflokkarnir væru komnir til valda í Svíþjóð, orðið fyrirmynd í Svíþjóð. Hann svaraði því til að þær efnahagsgerðir og markaðshyggjulausnir sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefði staðið fyrir væru að sjálfsögðu athyglisverðar og árangurinn sæju allir. „Okkur finnst mikið til um þá þróun sem orðið hefur í efnahags- málum á Íslandi. Tekist hefur að auka hagvöxt, atvinnusköpun og áhuga á fjárfestingum með já- kvæðri skattastefnu og við erum nú að feta okkur á sömu braut í Svíþjóð og ræða þessi mál við að- ila vinnumarkaðarins,“ sagði ráð- herrann. – Þið rædduð um öryggismál. Kemur aukið samstarf milli þjóð- anna á því sviði til greina? „Það er alveg ljóst að fyrir Ís- land eru tengslin og samstarfið við Norður-Ameríku á því sviði af- ar mikilvæg og eru það líka fyrir alla Evrópu. En við eigum þegar samstarf um öryggismál í Afgan- istan, Íslendingar hafa getið sér gott orð fyrir starfið við flugvöll- inn í Kabúl.“ Fær „sænska módelið“ frjáls- hyggjubrag? Ráðherrann fjallaði um nor- rænt samstarf um stefnu í um- hverfis- og loftslagsmálum sem væri jákvætt en hann teldi samt best að hver þjóð mótaði eftir getu eigin stefnu á þessum sviðum í Evrópusamstarfinu. Ráðherrann var spurður hvort sænska módelið svonefnda yrði framvegis meira litað af frjáls- hyggju en í tíð jafnaðarmanna. „Ég held að módelið sé fremur norrænt en sænskt og borg- aralegar ríkisstjórnir hafa átt sinn þátt í að þróa það. Ég tel að markmið þess sé að tryggja sam- tímis velferð og samkeppn- ishæfan efnahag. Það sem ég legg áherslu á núna er að bæta sam- keppnisgetuna og fá fleira fólk inn á vinnumarkaðinn. Ég tel að þannig styrkjum við velferðina.“ – Nokkrir flokkar eiga aðild að samsteypustjórn þinni. Hér á landi er oft talið óheppilegt að margir flokkar sitji í stjórn. Hvernig fóruð þið að? „Okkur tókst að hefja und- irbúning að samsteypustjórn löngu fyrir kosningarnar í fyrra, þess vegna tókst okkur að leysa ágreining með góðum fyrirvara. En aðstæður eru ólíkar milli landa. Við höfum oftast verið með einn flokk við stýrið og ef kjós- endur áttu að fá valkost var skil- yrðið að borgaralegu flokkarnir ynnu saman.“ – Svíar selja mikið af vopnum til Indlands sem fyrir nokkrum árum var næstum því komið í stríð við Pakistan. Er ekki hægt að saka Svía um hræsni þegar þeir segjast vera friðsöm smáþjóð en slík viðskipti eru samt vaxandi hluti af útflutningnum? „Sænskur efnahagur vex og líka margar útflutningsgrein- arnar, einnig vopnaframleiðsla. Hafa ber í huga að um er að ræða margvíslegar vörur og við setjum greininni skorður með ströngum lögum og eftirlitsreglum. Þar er tilgreint til hvaða landa megi selja og hvaða framleiðsluvörur,“ sagði Fredrik Reinfeldt. Finnst mikið til um þróun efnahagsmála á Íslandi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Góður gestur Fredrik Reinfeldt og Geir H. Haarde ræðast við fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Sænski for- sætisráðherrann fylgir stefnu einkavæðingar en leggur um leið áherslu á að tryggja velferðarkerfið. Forsætisráðherra Svíþjóðar vill auka samkeppnisgetu atvinnulífsins FREDRIK Reinfeldt er aðeins 41 árs og urðu því kynslóðaskipti er hann tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar af jafnaðarmann- inum Göran Persson í fyrra eftir kosningasigur bandalags borg- araflokkanna. Hann er hagfræðingur að mennt og kvæntur Filippu Reinfeldt, þau eiga þrjú börn. Eiginkonan situr á þingi Stokkhólms- léns og er í Hægriflokknum eins og eiginmaðurinn, rétt nafn flokks- ins er reyndar Hófsami einingarflokkurinn. Reinfeldt hóf ungur þátttöku í starfi flokksins og komst til met- orða en upp úr 1990 varð hann æ gagnrýnni á stefnu flokksins og síðar einnig Carl Bildt, þáverandi leiðtogi. Í bók sinni frá 1993, Det sovande folket, gagnrýndi Reinfeldt ákaft sænska velferðarríkið og hvatti til uppstokkunar í anda frjálshyggju. Reinfeldt boðaði uppstokk- un í anda frjálshyggju RAFLÍNUR í nágrenni álsversins í Straumsvík verða lagðar í jörð við nýbyggingarsvæði á Völlunum og er búið að semja um kostnaðarskipt- ingu við að grafa Hafnarfjarðarlínu og Hnoðraholtslínu niður. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði að samkvæmt skipulagstillögu byggingarsvæða í nágrenni álvers- ins ættu raflínur þar að fara í jörðu. Engin breyting yrði á því, þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningarinnar sl. laugardag, en nú þyrfti að semja um hver myndi bera kostnað sem Alcan hefði ella borið. Viðræður voru milli Hafnarfjarðarbæjar og Landsnets um málið og sagði Lúðvík Hafnar- fjarðarbæ standa frammi fyrir því að taka þær viðræður upp aftur. Í tengslum við stækkun álvers Alcan var rætt um breytingar á átta raflínum sem nú eru loftlínur og liggja að tengivirki Landsnets við Hamranes, að sögn Árna Stefáns- sonar, deildarstjóra eignastýringar hjá Landsneti. Þrjár línanna eru 132 kV línur. Hafnarfjarðarlína kemur frá Öldugötutengivirkinu í Hafnar- firði, nú að hluta til í streng, önnur frá tengivirkinu í Hnoðraholti í Garðabæ og er sú í eigu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og sú þriðja liggur til suðvesturs frá Hamranesi og stóð til að leggja hana í jörð til að rýma fyrir tveimur nýjum 220 kV línum. Búið er að semja um færslu tveggja fyrrnefndu línanna og kostnaðar- hlutdeild Hafnarfjarðarbæjar, Landsnets og OR í þeim fram- kvæmdum, að sögn Árna. Einnig var gert ráð fyrir setja í streng tvær 220 kV línur, Hamraneslínur 1 og 2, á 1,6 km kafla, þar sem þær liggja í gegn- um fyrirhugaða íbúðabyggð í Vall- arhverfi Hafnarfjarðar. Þá stóð til að færa Ísallínur 1 og 2 úr núverandi línustæði, önnur átti að koma í nýtt línustæði frá Hamranesi en hin frá nýju tengivirki í Hrauntungum. Að lokum átti að færa Búrfellslínu 3b þannig að hún kæmi inn í nýtt tengi- virki við Hrauntungur í stað Hamra- ness. Með þessum aðgerðum hefði verið dregið verulega úr sýnileika flutningsvirkja við Hamranes. Árni sagði að Hafnarfjarðarbær hefði ekki óskað eftir því formlega að Hamraneslínur 1 og 2, sem eru 220 kV línur, yrðu settar í jarðstreng en gert er ráð fyrir því í tillögu að að- alskipulagi Hafnarfjarðar sem nú bíður staðfestingar umhverfisráð- herra. Árni sagði að það yrði veru- lega kostnaðarsamt og 220 kV línur hefðu ekki áður verið lagðar í jörð hér á landi svo neinu næmi. Raflínur á Völlunum í Hafn- arfirði verða lagðar í jörð Dýrt að leggja jarðstrengi í stað 220 kV lína REYKJANESBRAUT verður að öllum líkindum lögð á nýjum stað framhjá álverinu í Straumsvík þegar brautin verður tvöfölduð, að því er Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, telur. Hann benti á að í aðalskipu- lagi Hafnarfjarðar væri gert ráð fyrir tilfærslu Reykja- nesbrautarinnar, hvað sem liði stækkun álversins, því ný lega brautarinnar félli betur að heildar- skipulagi á svæðinu. Lúðvík sagði að mesti kostnaðurinn við að leggja Reykjanesbraut á nýjum stað myndi fel- ast í tvöföldun vegarins, en ekki í tilfærslunni sem slíkri. „Það liggur allt klárt fyrir vegna til- færslunnar, búið að tryggja land og hanna gróf- lega breytingarnar á brautinni. Að öllu óbreyttu munum við leggja áherslu á að brautin verði tvöfölduð í breyttri legu, eins og aðal- skipulagið gerir ráð fyrir,“ sagði Lúðvík. Orðrómur styðst ekki við rök Orðrómur sem Hagur Hafnarfjarðar vitnaði til um óeðlilega fjölgun fólks á kjörskrá í Hafn- arfirði í aðdraganda íbúakosningarinnar og að fólk hefði flutt lögheimili sitt þangað til að kjósa gegn stækkun álversins á ekki við rök að styðj- ast, að mati Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra. Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar tók saman tölur um þróun íbúafjölda og fjölgun á kjörskrá af þessu tilefni. Þær sýna að þróun íbúafjölda undanfarna mánuði hefur verið í sama takti og síðustu misseri og síðustu ár, að sögn Lúðvíks. Samkvæmt tölum Hafnarfjarðarbæjar var meiri fjölgun þar á árinu 2006 en dæmi eru um áður eða 5,4%. Fjölgunin var mest í Hafnarfirði þegar litið er til stærri sveitarfélaga á höf- uborgarsvæðinu. Íbúar bæjarfélagsins 1. des- ember 2005 voru 22.451 talsins en réttu ári síð- ar voru þeir orðnir 23.674. Er reiknað með að hin öra fjölgun Hafnfirðinga haldi áfram á þessu ári og til marks um það má nefna að í gær voru þeir orðnir 24.111 talsins. Þegar kjörskrá vegna íbúakosninganna var lokað 10. mars sl. voru á henni 16.647 og hafði kjósendum fjölgað um 676 frá því í sveitar- stjórnarkosningum í maí 2006. Starfsmenn þjónustuvers Hafnarfjarðarbæj- ar fylgdust vel með skráningum á lögheimili í bænum síðustu vikurnar fyrir íbúakosninguna á laugardaginn var og urðu ekki varir við neitt óeðlilegt, eftir því sem fram kemur í frétta- tilkynningu Hafnarfjarðarbæjar. Íbúafjölgun fyrir kosningarnar var og með eðlilegum hætti og í takt við það sem hún hafði verið. Frá því ákveðið var að efna til kosningarinnar hinn 31. janúar síðastliðinn og þar til kjörskrá var lokað 10. mars fjölgaði á kjörskrá um 180 manns, að sögn Lúðvíks bæjarstjóra. Reykjanes- braut verð- ur færð Lúðvík Geirsson bæjarstjóri. Ekkert bendir til óeðlilegr- ar fjölgunar kjósenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.