Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 1
FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MINNKANDI gengd sandsíla hefur valdið mörgum áhyggjum og heilabrotum á umliðn- um tveimur árum, enda sílið mikilvæg fæða fyrir ýmsar fisktegundir og fugla, s.s. kríu, lunda, rytu og toppskarf. Fram kom á lunda- ráðstefnu í Vest- mannaeyjum í seinasta mánuði að marsílastofn- inn, sem er uppi- stöðufæða lund- ans, væri ekki búinn að ná sér á strik eftir hrun síðustu tveggja ára og því yrði hugsanlega sílislaust nú í sumar, þriðja árið í röð. Frétt Morgunblaðsins í gær um að tölu- vert sé um sandsíli við Eyjar hefur þó vakið vonir um að sílið sé að koma upp að nýju. Of snemmt að draga ályktanir Valur Bogason, útibússtjóri Hafrann- sóknastofnunar í Vestmannaeyjum, segir allt of snemmt að draga ályktanir af þessu fyrr en líður á sumarið. M.a. þurfi að sjá hvernig varpi sjófuglanna, einkum rytunnar, reiði af í vor. Hann fylgist þó eins og margir fleiri spenntur með fregnum smábátasjómanna við Eyjar. Valur segir að miðað við lýsingar á stærð síla nú sé sennilega um eins árs gaml- an fisk að ræða sem gæti hafa komið með seiðareki síðari hluta seinasta sumars. Flest- um ber saman um að alltof lítið sé vitað um sílastofninn en sl. sumar hófust þó skipulegar rannsóknir á Breiðafirði, Faxaflóa, við Vest- mannaeyjar og að Vík og austan við Ingólfs- höfða. Annar leiðangur er fyrirhugaður í júlí í sumar. Að sögn Vals kom í ljós að hrygn- ingin virðist hafa brugðist hjá 2005 árgang- inum þar sem mjög lítið fannst af eins árs fiski. Talsvert fannst af eldri fiski á öðrum svæðum en við Vestmannaeyjar. Ástand margra sjófuglastofna hefur verið slæmt frá 2000 vegna átuskorts. Ævar Pet- ersen fuglafræðingur segir þetta áberandi fyrir þá fugla sem eru háðastir sandsíli við fæðuöflun. Toppskarfurinn hafi átt mest undir högg að sækja. Sá stofn hafi gjörsam- lega hrunið. Áhyggjur og heilabrot Sílarannsóknum verður haldið áfram í sumar STOFNAÐ 1913 125. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is framsokn.is Áranguráfram-ekkertstopp KEPPT Í FEGURÐ ENGAR HORGRINDUR TAKA ÞÁTT Í KEPPNINNI UM FEGURSTU STÚLKUNA >> 44 HVATNING Í ÞVÍ AÐ VERA SAMAN AÐ ÆFA HJÓLAKONUR ÞREK OG DUGNAÐUR >> 24 FAGURT veður var á höfuðborgarsvæðinu í gær og þó að hitastig færi vart upp í tveggja stafa tölu skein sól í heiði og yljaði þeim er úti voru. Á meðal þeirra voru krakkar af leikskólanum Sólbrekku á Seltjarn- arnesi sem nýttu tækifærið og skruppu í göngutúr um nesið. Morgunblaðið/Ómar Göngutúr í góða veðrinu Flensborgarskóla í Hafnarfirði í gærkvöldi. ?Ég tel að þessi könnun gefi vís- bendingu um að ef úrslit verða eitt- hvað í líkingu við þetta og sjálf- stæðismenn halda ekki vöku sinni, þá er veruleg hætta á því að hér verði mynduð þriggja flokka vinstristjórn; vinstristjórn með að- ild annaðhvort Frjálslynda flokks- ins eða Framsóknarflokksins og Samfylkingar og Vinstri grænna,? sagði Geir sem fór m.a. yfir hvernig ástandið væri ef vinstristjórn hefði verið við völd umliðin kjörtímabil. ?Þá værum við ekki í EES, hefð- um ekki lækkað skatta, ríkisfyr- irtæki hefðu ekki verið seld o.s.frv. Ég tel þannig að ef slík stjórn yrði mynduð væri horfið af þeirri fram- farabraut sem við höfum verið á ? og það er töluverð hætta á því.? ÞRIGGJA flokka vinstristjórn er möguleg ef marka má nýjustu könn- un Capacent Gall- up sem gerð var fyrir Morgunblað- ið og Ríkisútvarp- ið. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt erindi á kosningahátíð í Suðvest- urkjördæmi, sem haldin var í ?Horfið yrði af þeirri fram- farabraut sem við erum á? Geir H. Haarde L52159 Stjórnin ekki lengur | 4 L52159 Meira fjármagn | 8 L52159 Staðan í könnunum | Miðopna SÁ GAMLI draumur margra umhverfisvernd- arsinna að etanól verði hér algengt eldsneyti á bif- reiðar kann að rætast á næstu misserum komist olíufélögin Shell og Olís að þeirri niðurstöðu að slíkt sé hagkvæmt. Egill Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Brimborgar, hefur þrýst á félögin að bjóða slíka þjónustu og er niðurstaðna fýsileikakannana þeirra að vænta fyrir lok maí. ?Mér sýnist að hægt væri að blanda 5% etanóls í bensín fyrir alla bíla hér,? segir Egill. ?Svíar gerðu þetta fyrir nokkuð mörgum árum. Fyrir langflesta bíla gætu 10% verið í lagi. Það sem ég er þó að horfa til er að flytja inn bíla sem brennt geta blöndu bensíns og et- anóls í hlutföllunum 15 á móti 85, etanólinu í vil.?| 12 Þúsundir etanólbíla? Egill Jóhannsson Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ?ÞAÐ er brotið blað í sögu örygg- ismálanna að þessu leyti,? segir Guðmundur Arason, fram- kvæmdastjóri Securitas hf., sem undirritaði í gær samning við Urr- iðaholt ehf. um þjónustu öryggis- fyrirtækisins við íbúa í nýjasta hverfi Garðabæjar. Jón Pálmi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Urriðaholts, fagnar samningnum og segir hann munu hafa jákvæð áhrif á eftirspurn eft- ir húsnæði í hverfinu, verið sé að bjóða upp á áhyggjulaust um- hverfi. ?Lykillinn að þessari hugmynd er að skapa ákveðinn fælingar- mátt,? segir Jón Pálmi. ?Þetta eru skilaboð til þeirra sem hugsa eitt- hvað misjafnt. Það er hugmyndin.? Guðmundur telur þetta þró- unina. ?Við erum að setja heima- varnarkerfi inn á öll heimili,? segir hann. Vísir að lokuðum hverfum? ?Fram að þessu hafa verið ör- yggiskerfi í um 30% íbúða í þeim hverfum þar sem slík kerfi hafa verið hvað flest. Garðabær og Sel- tjarnarnes hafa verið hvað best stödd hvað öryggið snertir. Við setjum viðmið [?] og teljum að þetta sé stórt skref fram á við.? Einbýlishúsalóðir í Urriðaholti munu kosta frá 18 og upp í 60 milljónir króna eftir staðsetningu og verða alls um 1.630 íbúðir í hverfinu. Spurður hvort þessi áhersla kunni að marka upphaf afmark- aðra hverfa, þar sem fylgst er með umferð, svarar Guðmundur ját- andi. ?Þetta mun verða vísir að því. Við sjáum ekki fyrir okkur að slík öryggisgæsla verði á því stigi. Þetta verður frekar mjög þægilegt og fólk veit lítið af gæslunni nema þegar á ríður. Möguleikar á að loka þessu hverfi eru klárlega til staðar. Við munum setja upp eft- irlit í samráði við íbúana, eftirlit sem byggist á myndavélum og mannaðri gæslu og sem tryggir það m.a. að menn aki á viðunandi hraða í hverfinu. Urriðaholt verður fyrsta vaktaða hverfi landsins Í HNOTSKURN » Guðmundur segir að ferðir grunsamlegra sendibíla kunni að verða kannaðar, svo dæmi sé tekið. » Ekki verður gengið svo langt að athuga hvort allir vegfarendur eigi rétt- mætt erindi í hverfið.