Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SIGURÐUR Þór Ásgeirsson, fjár- málastjóri og staðgengill forstjóra Alcan í Straumsvík, segist í samtali við Morgunblaðið reikna með að mögulegur samruni Alcoa og Alcan geti haft einhver áhrif á væntanleg verkefni fyrirtækjanna hér á landi. Alcoa hefur haft áform um byggingu nýs álvers á Húsavík og Alcan verið með stækkun verksmiðjunnar í Straumsvík á teikniborðinu. Annars segir Sigurður að ómögulegt sé að ráða í framtíðina, rekstur álveranna í Straumsvík og Reyðarfirði verði þó að öllum líkindum óbreyttur. Sigurður Þór segir að tíðindin um yfirtökutilboðið frá Alcoa hafi komið starfsmönnum Alcan verulega á óvart. Erfitt sé að sjá hvernig sam- runinn nái í gegn út frá samkeppn- issjónarmiðum þar sem um risafyr- irtæki á álmarkaðnum sé að ræða. Athyglisvert sé einnig hve lengi æðstu stjórnendum móðurfélaganna hafi tekist að halda viðræðum sínum og þreifingum leyndum. Samruni á ál- markaðnum geti í fyrsta sinn orð- ið áþreifanlegur hér á landi en starfsmenn í Straumsvík hafi gengið í gegnum þessa reynslu áður. Ef af verð- ur er þetta þriðji samruninn á sjö árum. Árið 2000 keypti Alcan sviss- neska félagið Alusuisse, þáverandi eiganda álversins í Straumsvík, og síðan keypti Alcan franska fyrirtæk- ið Pechiney árið 2003. Gríðarleg vinna við sameiningu Sigurður segir það hafa að jafnaði tekið tvö ár að hrista fyrirtækin saman í þessum samrunum. Gríð- arleg vinna og orka geti farið í að sameina ólíka fyrirtækjamenningu og einingar, þar sem skera þurfi niður og segja jafnvel upp fólki til að ná fram settum samlegðaráhrif- um og ávinningi af samruna. Hann bendir jafnframt á að ef til samruna Alcoa og Alcan komi þá sé sagan komin í hálfgerðan hring. Um eitt fyrirtæki hafi verið að ræða í upphafi en vegna einokunarlaga sem sett voru í Bandaríkjunum á þriðja áratug síðustu aldar varð að skipta fyrirtækinu í tvennt, þar sem Alcoa endaði Bandaríkjamegin og Alcan varð til í Kanada. Upphafið er rakið til Pittsburgh í Bandaríkjun- um í kringum 1890 og fljótlega í byrjun 20. aldar varð til fyrirtækið Aluminum Company of America, sem síðan var skipt í tvennt sem fyrr segir. Spurður út í möguleg áhrif sam- runa á rekstur álvera Alcan og Alcoa hér á landi segir Sigurður erfitt að fullyrða um það. Endalaust sé hægt að vera með vangaveltur um hvernig rekstrinum verði háttað. Álverin séu sitt á hvorum enda landsins og því ekki sérlega auðvelt að gera þau að einni einingu. Þó megi reikna með að þessar tvær verksmiðjur verði reknar áfram með óbreyttu sniði. „Hver verksmiðja er byggð með ákveðinni framleiðslutækni og henni er ekki breytt svo auðveldlega. Þannig erum við með tækni sem Alusuisse notaðist við á sínum tíma,“ segir Sigurður en bendir á að Alcoa- Fjarðaál noti að nokkru leyti svip- aða tækni og Alcan noti í nýjum ál- verum sínum nú, kenndum við Pech- iney. Anik Michaud, upplýsingafulltrúi Alcan í Kanada, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki reikna með að nokkuð gerðist varðandi yfirtökutil- boðið í bráð. Samruni álvera gæti haft áhrif á væntanleg verkefni Í HNOTSKURN »Anik Michaud segir stjórnfyrirtækisins hafa tíu daga til að yfirfara tilboðið. »Hún segir að álverið íStraumsvík verði rekið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Sigurður Þór Ásgeirsson Fregnir af yfirtökutilboði Alcoa komu starfsmönnum Alcan verulega á óvart ATKVÆÐAGREIÐSLA utan kjör- fundar hefur aukist jafnt og þétt undanfarna daga og kusu um þrett- án hundruð manns hjá sýslumann- inum í Reykjavík í gærdag. Áður en kjörstað var lokað kl. 22 í gær- kvöldi höfðu um 5.600 manns kosið en ef kjörsókn verður svipuð og í síðustu kosningum má búast við á milli 10 og 12 þúsund atkvæðum ut- an kjörfundar, þ.e. hjá sýslumann- inum í Reykjavík. Kosning í umdæmi sýslumanns- ins fer fram í Laugardalshöllinni og er opið frá kl. 10–22, en að auki er hægt að kjósa hjá sýslumönnum um land allt. Sýslumenn sjá einnig um fram- kvæmd utankjörfundarkosninga í heimahúsum en kjósanda sem ekki getur sótt kjörfund vegna sjúk- dóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að greiða atkvæði í heima- húsi. Í slíkum tilvikum þarf að liggja fyrir skrifleg ósk, studd vott- orði lögráða manns um hagi kjós- andans. Jafnframt er kosið í fangelsum, á sjúkrahúsum, öldrunarheimilum og skipum. Á sjötta þús- und manns hafa kosið Kosning utan kjör- staða gengur vel Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is HÓPUR Rúmena sem hefur dvalist hér á landi einhverja daga leitaði í gær liðsinnis Alþjóðahúss, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræð- ings Alþjóðahúss. Bæði var um karla og konur að ræða. Í fyrradag fóru 19 Rúmenar sem dvalist höfðu í nokkra daga í miðborg Reykjavíkur úr landi, eftir að lögregla hafði afskipti af fólkinu. Hildur Dungal, forstjóri Út- lendingastofnunar, segir að mál fólksins sem fór úr landi hafi ekki komið til meðferðar þar. Margrét Steinarsdóttir segir hóp- inn sem kom í Alþjóðahús í gær ekki hafa þekkt neitt til íslenskra laga. Fólkið hafi spurt um möguleika á húsnæði og vinnu. Til þess að geta fengið atvinnu- og dvalarleyfi á Ís- landi má fólkið ekki vera á landinu þegar leyfið er gefið út í fyrsta skipti. „Við leiðbeindum þeim með það,“ segir Margrét. Þarna er rekin áætlun sem nefnist „Útlendingur í neyð“, en þar getur fólk, sem á t.d. ekki peninga til þess að komast úr landi af sjálfsdáðum, fengið aðstoð. Margrét kveðst ætla að ræða við Félagsþjónustuna um „Útlending í neyð“ ef menn þar vilji kanna þann möguleika. Hún segir að fólkið sem kom í Al- þjóðahús í gær hafi rætt við starfs- fólk þar. „Okkur skildist líka að þau hefðu í rauninni litla eða enga pen- inga milli handanna.“ Margrét veit ekki hvort fólkið tengdist Rúmenun- um 19 sem fóru úr landi í fyrradag. Hún segir að vegalaust fólk leiti einstaka sinnum aðstoðar hjá Al- þjóðahúsi, en hún telji ekki að slíkum heimsóknum hafi fjölgað. Alþjóða- hús hafi ekki yfir að ráða húsaskjóli til þess að veita vegalausu fólki en þó sé reynt að aðstoða fólk í slíkum mál- um. Að sögn Hildar Dungal lét lög- regla Útlendingastofnun vita af máli Rúmenanna 19 sem fóru úr landi í fyrradag. Lögreglan hafi hinsvegar sinnt málinu en hún hafi „ákveðnar heimildir í útlendingalögunum til frávísunar“. Útlendingastofnun hafi ekki fengið ábendingar um Rúmen- ana 19, algengara sé að þær berist lögreglu. Þegar Útlendingastofnun fái ábendingar sem þessar komi hún þeim áfram til lögreglunnar, enda sé það ekki stofnunarinnar að hafa sér- stakt eftirlit innanlands. Hópur Rúmena leitaði aðstoðar Alþjóðahúss Mál Rúmena hafa ekki komið til kasta Útlendingastofnunar RÚMÖNSKU harmonikuleik- ararnir átta sem búist er við að yf- irgefi landið í dag virtust kátir með lífið og tilveruna þegar þeir komu til Reykjavíkur frá Akureyri síð- degis í gær. Þar tóku á móti þeim tveir lögregluþjónar og vísuðu vin- gjarnlega til lögreglubifreiðar sem stóð fyrir utan Reykjavíkurflugvöll. Rúmenarnir höfðu dvalið á Ak- ureyri undanfarna daga og fram- fleytt sér með spilamennsku við verslanir í bænum. Kvartað var undan mönnunum og eftir yf- irheyrslur ákvað lögregla að senda þá suður. Blaðamaður Morgunblaðsins reyndi að ná tali af mönnunum fyr- ir utan Reykjavíkurflugvöll en bæði tungumálaörðugleikar og lögregla komu í veg fyrir að úr samtali yrði. Mennirnir voru fluttir á lög- reglustöðina við Hverfisgötu og hafa að sögn lögreglu þegið boð um að yfirgefa landið. Átta til viðbótar mættu Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu mættu fleiri Rúmenar niður á lög- reglustöð síðdegis í gærdag. Þeir munu fylgja löndum sínum til Osló- ar í dag. „Þeir hafa heyrt af því að við værum að aðstoða fólk við að fara úr landi og koma sjálfir inn á lögreglustöðina," sagði varðstjóri lögreglunnar í samtali við Frétta- vef Morgunblaðsins í gærkvöldi, og bætti við að þeim hefði verið komið fyrir í ólæstum klefum. Harmonikuleikar- ar í lögreglufylgd Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.