Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Knöpum þungt í skapi  Börn og fullorðnir hafa dottið af hestbaki og meiðst þegar torfæruhjól birtast á reiðvegum og fæla hestana þeirra  Mikil slysahætta, segir formaður Fáks Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HESTAMENN hafa þungar áhyggjur af öryggi sínu vegna sívaxandi umferðar torfærubifhjóla á reiðvegum. Lögreglan bregst alltaf við tilkynn- ingum um slík lögbrot og tekur undir með hesta- mönnum að vandamálið hafi vaxið. Að sögn Bjarna Finnssonar, formanns hesta- mannafélagsins Fáks, eru dæmi þess að fólk hafi dottið af baki þegar hestar fælast undan torfæru- hjólum sem birtast skyndilega. Börn hafa dottið af baki og meiðst við þessar uppákomur og segir Bjarni að fátt sé eins mikið rætt meðal hesta- manna og einmitt þessi hætta af hjólunum. „Þetta vandamál hefur vaxið verulega, ekki bara hér í þéttbýlinu heldur líka úti á landi,“ bendir hann á. „Slysahættan er mikil, því hestar eru í eðli sínu flóttadýr og fælast ef þeir sjá áberandi hluti birt- ast skyndilega. Og það hafa orðið slys vegna þessa. Þá eru ótaldar skemmdirnar sem ökumenn torfæruhjólanna valda á reiðvegum.“ Bjarni segir Fák hafa kallað eftir betri merk- ingum við reiðstíga og segir að lögregla, ríki og borgaryfirvöld geri sér grein fyrir hættunni. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir með Bjarna og segir lögregluna oft fá tilkynningar um torfærutæki á reiðvegum. „Þetta er talsvert vandamál í Mosfellsdal og víðar,“ segir hann. „Við sendum að sjálfsögðu lögreglumenn á staðinn en þá er viðkomandi ökumaður oft farinn, eða þá að hann bregst við með því að reyna stinga af. Við eigum ekki mörg úrræði í þeim tilvikum því við eltum ekki ökumenn utan vegar á lögreglubílum.“ Segir hann þetta vandamál hafa aukist mikið síð- ustu misserin vegna gífurlega mikils innflutnings á torfæruhjólum. Hugsanlega gæti það auðveldað lögreglu að ná til ökumanna ef embættið eignaðist torfærutæki sjálf en það sé álitaefni hvort forsvar- anlegt væri að auka slysahættu ef lögreglan færi að stunda eftirför á malarstígum. JÁ KYNNTI í gær Símaskrána árið 2007 í Grasagarðinum í Laugardal. Tímamót eru í framsetningu hennar því Símaskráin er nú í fyrsta skipti merkt Svaninum, norræna umhverf- ismerkinu. Símaskráin 2007 er prentuð á pappír sem unninn er úr sjálfbærum skógum, auk þess sem blek og lím uppfylla ýtrustu kröfur. Þó ekki sé mælt sérstaklega með því þá „er hún svo umhverfisvæn að óhætt er að borða hana“ að sögn Sig- ríðar Margrétar Oddsdóttur, fram- kvæmdastjóri Já. Gróðursett í Brynjudal Í tilefni af því hefur Já gert samn- ing við Skógræktarfélag Íslands um gróðursetningu 1.500 trjáa á ári, sem er sá fjöldi sem felldur er fyrir prentun Símaskrárinnar. Fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Ís- lands, Guðmundur Jónsson, veitti af þessu tilefni fyrstu símaskránni við- töku og sagðist hlakka til samstarfs- ins við Já. Þá efndi Já til samkeppni meðal nemenda Listaháskólans um forsíðu Símaskrárinnar. Rúmlega 200 tillögur bárust en dómnefnd valdi hugmynd Kristins Gunnars Atlasonar, nema í grafískri hönnun og arkitektúr. Voru honum afhent verðlaun á kynningunni í gær. Önn- ur nýjung sem fylgir með Síma- skránni í ár er stækkunargler, sem mun verða mikið hagræði fyrir eldri notendur hennar, og er að finna í vasa fremst í skránni. Símaskráin er prentuð í 230 þús. eintökum, er 1.584 síður og vegur tæp 2 kg. Svanurinn, norræn umhverfis- vottun, á Símaskrána í fyrsta sinn Morgunblaðið/Kristinn Umhverfisvæn Guðrún María, Kristinn Gunnar og Sigríður Margrét eru ánægð með símaskrána. GUÐRÚN M. Guðmundsdóttir, ritstjóri Símaskrárinnar 2007, segir „vorboðann ljúfa“ vera vinsælustu og mest lesnu bók landsins. Nýleg könnun fyrir Já sýndi að 90% landsmanna nota Símaskrána og 96% þeirra sem svör- uðu voru ánægðir með hana. Sigríður Margrét Odds- dóttir, framkvæmdastjóri Já, segir að talsverður munur sé á notkun eldri og yngri kynslóða á símaskránni. Þeir eldri noti prentuðu útgáfuna en þeir yngri ja.is. Einnig sé munur á notkun eftir starfsstéttum þar sem skrif- stofufólk noti vefinn mun meira en t.d. iðnaðarmenn. Þó virðist tæknin aðeins fela í sér aukningu á notkun en dragi ekki úr notkun prentuðu skrárinnar. 90% landsmanna nota Símaskrána HÖRÐUR Sævalds- son, tannlæknir, lést á heimili sínu á Seltjarn- arnesi sunnudaginn 6. maí s.l., 73 ára að aldri. Hörður fæddist 7. febrúar 1934 á Nes- kaupsstað, sonur hjónanna Sævaldar Ó. Konráðssonar, aðal- bókara í Reykjavík og Friðrikku Júlíusdóttir, húsfreyju og verslunar- manni. Hörður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954, lauk tannlæknaprófi frá Háskóla Íslands 1960 og fékk tannlæknaleyfi sama ár. Hann starfaði sem aðstoðartann- læknir hjá Halli Hallssyni, tann- lækni frá febrúar 1960 – júlí 1961 en hóf síðan rekstur eigin tannlækna- stofu árið 1961 að Tjarnargötu 16 í Reykjavík, sem hann starfrækti til dauðadags. Hörður stundaði fram- haldsnám við Háskól- ann í Birmingham, Ala- bama í Bandaríkjunum frá janúar – júlí 1968. Hörður gegndi marg- víslegum trúnaðar- störfum fyrir Tann- læknafélag Íslands (TFÍ), var ritari í stjórn TFÍ 1969–71 og formaður félagsins 1972–74 og 1978–81. Hann sat í ýmsum nefndum, m.a. sam- starfsnefnd við Trygg- ingastofnun ríkisins og TFÍ 1988–90, sat í skólanefnd Tannsmíðaskóla TFÍ 1968–72 og kenndi síðar við Tann- smíðaskóla Íslands. Hörður stundaði veiðar af miklum áhuga, bæði lax- veiði og fuglaveiði. Eftirlifandi eiginkona Harðar er Ragnheiður Marteinsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn. Þá á Hörður fjórar dætur frá fyrra hjónabandi. Hörður Sævaldsson Andlát ÞAÐ er enn ekki komið á hreint hversu langan tíma tekur að gera við Gríms- eyjarferjuna Sæ- fara, en alvarleg bilun kom upp í gír skipsins í síð- ustu viku. Ekki er búið að finna varahlut í stað þess sem bilaði. Í fyrstu frétt um málið var talað um að allt að mánuð gæti tekið að gera við skipið. Kristján Ólafsson, deildarstjóri á rekstrarsviði Sam- skipa, sem reka ferjuna, sagðist vonast eftir að skipið yrði ekki stopp svo lengi. Skip mun fara til Grímseyjar í vikunni til að ná í fisk, en að öðru leyti hafa Grímseyingar notast við flugsamgöngur. Grímseyingar eru ennþá ferjulausir Á AÐALFUNDI Ungra jafn- aðarmanna í Kópavogi, sem hald- inn var fyrir skömmu, var skorað á stjórnvöld að breyta kosn- ingalöggjöfinni þannig að fram- vegis verði kosið til þings og sveit- arstjórna að hausti en ekki vori eins og nú tíðkast. „Núverandi fyrirkomulag vinnur mjög gegn hagsmunum þess þjóð- félagshóps sem er að neyta at- kvæðisréttar í fyrsta sinn. Stór hluti ungra kjósenda eru náms- menn í próflestri sem hafa lítinn sem engan tíma til að kynna sér menn og málefni flokkanna. Þetta vinnur gegn leikreglum lýðræð- isins og hagsmunum þess þjóð- félagshóps sem byggir landið og mun nýta sér opinbera þjónustu hvað mest á komandi árum,“ segir í ályktun Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Vilja að kosið verði á haustin SIGURÐUR Þórðarson rík- isendurskoðandi hefur ritað bréf til Vegagerð- arinnar og Rík- iskaupa og óskað eftir upplýs- ingum um kaup og breytingar á Grímseyjarferju. Hann segir að þetta hafi hann gert vegna um- ræðu um kostnað við ferjuna en fullyrðingar hafa komið fram um að kostnaðurinn sé kominn langt fram úr upphaflegri áætlun. Í síðustu viku var felld í sam- göngunefnd Alþingis tillaga um að vísa málinu til Ríkisendurskoð- unar. Skoðar kostnað við ferjuna Sigurður Þórðarson HELGI Torfason hefur verið skip- aður í embætti safnstjóra Nátt- úruminjasafns Íslands. Náttúru- minjasafn Ís- lands er ný stofn- un sem er ætlað að vera höf- uðsafn á sviði náttúrufræða og hef- ur það hlutverk að varpa ljósi á náttúru Íslands og náttúruvernd. Helgi Torfason er doktor í jarð- fræði frá Háskólanum í Liverpool. Hann hefur starfað sem verk- efnastjóri jarðhitamála hjá Orku- stofnun. Helgi Torfason safnstjóri Helgi Torfason SKRÁÐU ÞIG NÚNA ÞEIR SEM SKRÁ SIG FYRIR 17. JÚNÍ FÁ 10.000 GLITNISPUNKTA! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.