Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SIV Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, og Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Blindrafélagsins, skrifuðu í gær undir samkomulag um kaup og þjálfun á fimm leiðsöguhundum fyr- ir blinda og sjónskerta. Halldór sagði að þetta væri afar ánægjulegt skref. Það væri til einn leiðsöguhundur hér á landi, en hann væri að verða of gamall. Þá hefði þeim fjölgað sem sýnt hefðu því áhuga að fá sér slíka hunda. Í samkomulaginu felst að heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið mun leggja til rúmlega 17 milljónir króna til að standa straum af kostnaði við kaup og þjálfun á fimm leiðsöguhundum frá Noregi. Blindrafélagið leggur fram á móti um 8 milljónir króna en heild- arkostnaður við verkefnið er áætl- aður um 25 milljónir króna. Blindrafélagið hefur gert samn- ing við hundaskóla norsku blindra- samtakanna um að þjálfa leiðsögu- hundana og væntanlega notendur þeirra. Í lok þessa mánaðar halda fimm blindir og sjónskertir ein- staklingar utan til fyrstu þjálfunar. Hver hundur kostar 3,4 milljónir, en Halldór sagði að kostnaður fæl- ist einnig í því að samþjálfa hund og notanda en sú þjálfun fer fram hér á landi. Þjálfun hundanna hefst um 9 mánaða aldur og þjálfunin tekur um 7 mánuði. Hundarnir eru sér- valdir, en einnig þarf að velja hvaða hundur hentar hverjum ein- staklingi. „Hlutverk hundsins er fyrst og fremst að vara notandann við ein- hverju óvæntu í umhverfinu. Ef það er t.d. búið að grafa sundur gang- stétt þá stoppar hundurinn og hann stoppar líka við gangstéttarbrúnir. Það skiptir líka miklu máli að not- andinn sé góður í því að komast á milli staða. Maður segir ekki við hundinn, farðu í Tryggingastofnun. Maður þarf að vera góður í umferli til að hundurinn nýtist sem best,“ sagði Halldór. Kaupa fimm leiðsöguhunda Morgunblaðið/G.Rúnar Handsalað Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Halldór Sævar Guð- bergsson, formaður Blindrafélagsins, við undirritun samkomulagsins í gær. Í HNOTSKURN »Aðeins tveir blindrahundarhafa verið notaðir hér á landi. Fyrri hundurinn var í notkun á sjöunda áratugnum, en seinni hundurinn er enn í notkun. Hann er hins vegar að verða of gamall. »Á næstu vikum fara fimmblindir einstaklingar til Nor- egs til að ná sér í leiðsöguhund. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is VINSTRI græn vilja kanna þann möguleika að hækka skattleysis- mörk á lágtekjuhópa. Þetta sagði Ögmundur Jónasson, alþingismað- ur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, á kosningafundi í póst- dreifingarmiðstöðinni í Reykjavík í gær. Fundurinn var fjörlegur, en mestur tími fór í að ræða um heil- brigðismál, skattamál og launamál. Ögmundur sagði að VG hefði aldrei verið feimin við að segja að flokkurinn vildi hafa skatta í hærri kantinum. Flokkurinn hefði verið eini flokkurinn sem í síðustu kosn- ingum lagði ekki fram tillögur um lækkun skatta. Ögmundur sagði hins vegar að flokkurinn væri ekki að leggja til skattahækkanir. Það þyrfti engu að síður að auka um- talsvert framlög til velferðarmála. Þegar spurt væri hvernig ætti að fjármagna þetta minnti Ögmundur á að það væri mikill afgangur á fjárlögum og einnig þyrfti að for- gangsraða varðandi útgjöld ríkis- sjóðs. Hann nefndi sérstaklega að ríkið þyrfti að leggja 500 milljónir í að bæta tannheilsu barna. Varaði við einkavæðingar- hótun Sjálfstæðisflokksins Ögmundur varaði við því sem hann kallaði einkavæðingarhótun Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðis- málum. Það væri staðreynd að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu leiddi til þess að heilbrigðiskerfið yrði dýrara vegna þess að einka- fjármagnið þyrfti að fá arð af fjár- festingu sinni. Ögmundur sagði að það væri í sjálfu sér allt í lagi að byggja einkaspítala á Íslandi, en það gengi ekki að slíkur spítali fengi jafnframt niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Ættu þá ekki allir að eiga rétt á þjónustu slíks spítala óháð efnahag? spurði Ögmundur. „Við höfum verið að íhuga þá hugmynd að byrja á því að hækka skattleysismörk tekjulægstu hóp- anna. Það er alveg hægt að þrepa- skipta skattleysismörkunum. Það er staðreynd að hækkun skattleys- ismarka er rosalega dýr aðgerð. Það kostar u.þ.b. einn milljarð fyr- ir hverjar þúsund krónur. Lág- tekjuhóparnir geta hins vegar ekki beðið. Þess vegna eigum við að hækka persónuafsláttinn og þar með skattleysismörkin fyrst hjá tekjulægstu hópunum og fara síð- an í síðari hópana. Við höfum ekki nefnt tölur í þessu sambandi, við höfum bara lagt áherslu á einlæg- an vilja okkar að laga þessi mál.“ Ögmundur kom inn á umræðu um stóriðju og virkjanir og sagði að á Húsavík væru innan við 10 manns atvinnulausir og um 100 að- komumenn í vinnu, en samt dytti mönnum í hug að byggja þar álver. Ekki voru allir starfsmenn Póstsins ánægðir með þessa skoð- un. „Mér finnst þetta allt í lagi. Ef Húsvíkingar vilja álver þá fá þeir sér álver. Erum við ekki að fara að byggja eitthvert hátæknisjúkrahús sem við getum ekki einu sinni mannað?“ sagði einn starfsmaður á fundinum. Ögmundur sagði að það væri mikilvægt að hækka laun starfs- fólks sem er á lægstu launum á sjúkrahúsunum. Hann sagðist hins vegar styðja byggingu sjúkrahúss. Einn starfsmaður vildi brýna Ögmund til að ræða um Íraksstríð- ið og sagði ótrúlegt hvernig núver- andi ráðamenn reyndu að þvo hendur sínar af stuðningi við stríð- ið. Stundum væri látið sem svo að það hefði aldrei verið til neinn listi hinna viljugu þjóða. Sagði Ög- mundur að Davíð Oddsson, fyrr- verandi forsætisráðherra, mætti eiga það að hann hefði viðurkennt að Bandaríkjamenn hefðu óskað eftir stuðningi við innrás í Írak og að hann hefði verið veittur. Hann sagði það rangt sem haldið hefði verið fram að ekki hefði verið vitað hvað myndi gerast þegar stríðið hófst. Menn hefðu verið búnir að spá þessum hörmungum. Meira fjármagn þarf í velferðarkerfið Ögmundur Jónasson ræddi m.a. launa- og skattamál á fundi hjá Póstinum Morgunblaðið/Kristinn Kosningar Fjörugar umræður voru á kosningafundinum með Ögmundi Jónassyni í mötuneyti Póstdreifingarmiðstöðvarinnar í gær. REYKJAVÍKURBORG efnir í dag til Miðborgarþings í Listasafni Ís- lands undir yfirskriftinni „Hvernig bætum við brunann?“ Málþingið mun standa frá kl. 16 til 18 og þar verða leiddir saman hagsmunaaðil- ar svæðisins auk annarra vel- unnara miðborgarinnar. Á þessu fyrsta Miðborgarþingi verða sam- ankomnir nokkrir sérfræðingar sem fjalla munu um byggingarlist, Kvosina og miðborgarheildina, auk þess sem Einar Bjarki Malmquist, starfandi arkitekt í Noregi og að- stoðarritstjóri Byggekunst, mun flytja erindi um hvernig staðið var að uppbyggingu eftir bruna í Þrándheimi í desember 2002. Morgunblaðið náði tali af Einari til að forvitnast um uppbygginguna í Þrándheimi. Einar sagði brunann hafa orðið við Nordregate, göngugötu í mið- borg Þrándheims með miklu af tví- lyftum timburhúsum, en svæðið hefði verið svolítið stærra en um er að ræða á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Umræðan í upp- hafi hefði farið svipað af stað og hér heima. Eftir opnar umræður og samráð hagsmunaaðila varð úr að efna til hugmyndasamkeppni um uppbygginguna. Í þessu ferli hefði orðið til mjög skemmtileg lausn sem byggist á gömlum bygg- ing-arhefðum en á nýjan hátt. Þarna væri nú blandað svæði at- vinnuhúsnæðis og íbúða sem hefur líkað vel meðal þeirra sem þarna búa og starfa. Þá þætti vel hafa tekist til með útlit svæðisins. Í upphafi greindu fjölmiðlar vel frá allri gagnrýni á framkvæmdina en nú væri henni hampað og gaman hvernig neikvæð umræða breyttist í jákvæða þegar framkvæmdum var lokið. Nauðsynlegt að staldra við Einar segir það ekki sjálfgefið að þær lausnir sem fundist hafi í Þrándheimi eigi við hér. Sérstakar aðstæður hér krefjist þess að hugsa þurfi málið frá grunni. Að hans áliti þarf að staldra við og spyrja spurninga um hvaða hlut- verki svæðið á að þjóna, hvers konar starfsemi á að vera þar og ekki síður hvað vantar. Nauðsyn- legt sé að hefja umræðuna og að sem flestir komi þar að. Miðborg- arþingið er öllum opið og er að- gangur ókeypis. Nauðsynlegt að sem flestir komi að umræðu  Miðborgarþing um uppbyggingu á horni Austurstrætis og Lækjargötu  Sérfræðingar fjalla um byggingarlist SAMHLIÐA vinnu um greiðsluaðlögun einstaklinga skoðar nefnd á vegum viðskipta- ráðuneytisins stöðu þeirra sem lýstir hafa verið gjaldþrota. „Vinna nefnd- arinnar miðar fyrst og fremst að því að skoða hvaða ráðgjöf og aðstoð sé hægt að veita einstaklingum áður en nauðasamningar og gjaldþrot koma til sögunnar,“ segir Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra. Hvað varðar þá einstaklinga sem lýstir hafa verið gjaldþrota, en við- urkennt er að hafi málsbætur, segir Jón markmiðið að taka á nokkrum atriðum sem betur megi fara, en ekki að aflétta ábyrgð fólks á eigin lífi og gjörðum. „Eins og staðan er nú er fólk nánast dæmt úr leik í sjö ár verði það gjaldþrota, og má þar sem dæmi nefna að hægt er að end- urnýja kröfur á hendur fólki með reglulegum hætti og getur það gert því erfitt að koma undir sig fótunum á ný.“ Hafa í huga hagsmuni allra Þá segir Jón að taka megi til skoðunar stöðu ábyrgðarmanna, sem bankarnir krefjist, en dæmi séu um að aldraðir foreldrar ungs fólks lendi í alvarlegum fjárhagslegum vanda þegar lánardrottnar leiti fullnustu krafna sinna hjá þeim. Segir hann mikla vinnu framund- an fyrir nefndina, en hún muni með- al annars kynna sér hvernig þessum málum sé háttað erlendis. Ekki sé ljóst hvenær vinnu nefndarinnar verði lokið. „Það er til margs að líta og nauðsynlegt að hafa í huga hags- muni beggja aðila, þeirra sem taka lán og þeirra sem veita þau.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins skoðar nefndin meðal ann- arra hugmyndina að stytta og jafna fyrningartíma þeirra krafna sem ekki fást greiddar úr búi einstak- lings sem verður gjaldþrota eða ber ábyrgð á greiðslu kröfu á hendur gjaldþrotamanni með einhverjum hætti. Þá verði tekið til athugunar hvort fella eigi úr lögum heimildir til aðgerða sem nú leiða til þess að nýr fyrningarfrestur þessara krafna getur byrjað að líða frá síðara tíma- marki en gjaldþrotaskiptalokum. Segir gjaldþrot dæma fólk úr leik í sjö ár Jón Sigurðsson Nefnd á vegum viðskiptaráðuneytisins skoðar hvort hægt sé að bæta núgildandi löggjöf um gjaldþrot einstaklinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.