Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 21 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ                                                  !!  "     # $%&                        '       (            ) * +  *    ,- * .   * ///             PI PA R / SÍ A Reykjanesbær | Árlegir íbúafund- ir bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Árna Sigfússonar, hefjast í kvöld, 9. maí í Akurskóla kl. 20:00. Að þessu sinni verða fundirnir allir sendir út í beinni útsendingu á vef bæjarins, reykjanesbaer.is en þar verður jafnframt hægt að nálg- ast frekari upplýsingar að loknum hverjum fundi, s.s. hvaða ábend- ingar og spurningar komu fram og hvernig þeim var svarað. Á fundunum fer bæjarstjóri yfir það helsta frá liðnu ári og eru fundirnir haldnir í fimm hverfum bæjarins en að auki eru haldnir íbúafundir með grunnskólanemum og framhaldsskólanemum. Á fund- inum er tekið á móti ábendingum um það sem betur má fara og jafn- framt er farið yfir ábendingar síð- asta árs og skoðað hvað hefur ver- ið gert, s.s. myndir sem sýna breytingar fyrir og eftir ábend- ingu. Einnig verður hægt að senda inn ábendingar rafrænt á netfangið: ibuafundir@reykjanesbaer.is. Íbúafundir með bæjar- stjóra hefjast í kvöld Fundirnir sendir út beint á netinu SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur hafnað beiðni Smábátafélags Reykjaness um áframhaldandi lokun viðkvæmrar hrygningarslóðar við Reykjanes. Í bréfi sjávarútvegs- ráðuneytisins dagsettu 3. maí sl. til Halldórs Ármannssonar formanns félagsins segir eftirfarandi: „Vísað er til bréfs yðar frá 30. apríl 2007 þar sem þér, fyrir hönd Smá- bátafélags Reykjaness, óskið eftir að gildistíma reglugerðar nr. 888, 11. október 2002 um sérstök línu- og netasvæði, verði framlengt. Ráðu- neytið tilkynnir að það mun ekki framlengja bann við veiðum með botnvörpu á svæði því sem tilgreint er í fyrrgreindri reglugerð.“ Halldór segir á heimasíðu Lands- sambands smábátaeigenda þetta vera mikil vonbrigði en þó ánægju- legt að loksins eftir áralanga baráttu hefði fengist svar frá ráðuneytinu. Það þýddi einfaldlega að ráðherra væri andvígur því að friða viðkvæm hrygningarsvæði fyrir trollinu. Eins og bent var á í bréfi Smá- bátafélags Reykjaness fylltist allt af togurum á svæðinu á miðnætti 1. maí. „Þeir hafa trollað svæðið þvers og kruss frá þeim tíma og heimabát- ar í tugatali sem nýtt hefðu svæðið með línu fyrir þessa holskeflu nú flestir flúnir af því. Ég reikna með að búið verði að ganga frá þessu nú í vikunni ef Fiskistofa lokar ekki á smáýsu sem þarna er mikið af“, sagði Halldór. Málið snýst um að togurum styttri en 42 metrar með aflvísi lægri en 2500 eru nú heimilaðar veiðar upp að 4 sjómílum frá Sandgerði. Svæðið af- markast af línu réttvísandi vestur frá Sandgerðisvita að 23°42́V og að norðan af 64°20́N, sbr. reglugerð 940/2005. Frekari friðun við Reykjanes hafnað SUÐURNES VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri heimsótti nýja skjala- geymslu Borgarskjalasafns Reykja- víkur að Vatnagörðum 28. Geymsl- an er tæplega 600 ferm. að stærð og leysir eldra geymsluhúsnæði í Mos- fellsbæ af hólmi. Farið hafa fram gagngerar endurbætur á húsnæð- inu, og komið hefur verið upp viða- miklu hillukerfi og fullkomnu ör- yggiskerfi. Getur tekið við öllum skjölum borgarinnar næstu 10 árin Húsnæðið á að geta tekið við skjölum borgarstofnana næstu 10 árin miðað við könnun á skjala- magni í stofnunum borgarinnar. Eldri skjöl borgarinnar verði því öll varðveitt í hillum við góðar að- stæður. Áætlað er að hillurými í nýju geymslunni sé um 4.000 hillu- metrar. Borgarskjalasafn Reykjavíkur var stofnað árið 1954 og flutti árið 1999 í núverandi húsnæði sitt að Tryggvagötu 15. Í 1.500 ferm. hús- næði þess í Tryggvagötu er af- greiðsla, lesstofa, aðstaða fyrir fræðimenn, skrifstofur safnsins, vinnuaðstaða, öryggisgeymsla fyrir elstu skjöl, öryggisgeymsla fyrir trúnaðarskjöl og aðalgeymsla safns- ins. Geymslan að Vatnagörðum er til viðbótar við geymslur í Tryggva- götu 15. Áttaþúsund hillumetrar Á Borgarskjalasafni Reykjavíkur eru nú varðveittir um 8.000 hillu- metrar af skjölum og eru þau elstu frá 16. öld en almennt eru þau frá kaupstaðarstofnuninni 1786. Árleg aukning á skjölum eru um 250-300 hillumetrar á ári. Um 2.500 fyrir- spurnir berast árlega á safnið auk þess sem sýningar þess hafa verið vel sóttar. Hjá Borgarskjalasafni starfa 8 starfsmenn. Í nýju geymslunni eru m.a. varð- veitt skattframtöl Reykvíkinga, skjöl veitustofnana, eldri bókhalds- skjöl borgarinnar og fleira. Borgarskjalasafn er öllum opið án aðgangeyris og varðveitir það skjöl, einkum skjöl borgarstofnana og borgarfyrirtækja. Elstu skjölin eru frá 16. öld Skjalasafn Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri skoðar hina nýju geymslu Borgarskjalasafnsins.HEILSUVIKA Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar hófst með opn- unarhátíð í framtíðarhúsnæði sviðsins við Höfðatorg sl. mánu- dagsmorgun. Hjól og dans eru þema vikunnar og því var við hæfi að vígja ný hjól Framkvæmdasviðs með spennandi hjólaleiknikeppni. Kennari frá Kramhúsinu hitaði upp með nokkrum salsasporum og síðan brunaði fríður hópur starfs- manna af stað í létta hjólaferð um hjólastíga borgarinnar. Það verður líf og fjör hjá starfs- mönnum Framkvæmdasviðs út vik- una. Líf og fjör hjá Fram- kvæmdasviði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.