Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 23
|miðvikudagur|9. 5. 2007| mbl.is daglegtlíf Búið er að framleiða sérstaka hnjáliðaspelku sem dregur verulega úr verkjum þeirra sem þjást af slitgigt í hné. » 25 heilsa Þær æfa saman á föstudögum og taka þá hjólreiðarnar föstum tökum – enda stefna nokkrar þeirra á Tøse runden. » 24 hreyfing Að hoppa á trampólíni getur verið frábær líkamsþjálfun en því miður eru slys tengd tram- pólínum alltof algeng. » 25 hollráð Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þær Kanlaya Janyalert, eðaRósa eins og hún er stund-um kölluð hér á Íslandi, og Sigríður Debora Onus eru báðar búnar að ná mjög góðum tökum á íslensku þótt þær hafi dvalið innan við ár hér á Íslandi. Viðskiptavinir Árbæjarbakarís þekkja þetta af eigin raun en þar vinna þær báðar. „Ég kom til Íslands í júní á síð- asta ári og ætla að sjá til hvað ég verð lengi. Frænka mín hefur búið lengi hér og hún var alltaf að hvetja mig til að prófa að koma hingað til að vinna, enda eru launin hér betri en í Taílandi,“ segir Rósa sem er 17 ára og hefur sótt nám- skeið í íslensku og náð ótrúlega góðum tökum á þessu tungumáli sem er svo gjörólíkt hennar móð- urmáli. „Auðvitað er þetta erfitt og ég þarf að hugsa mikið en ég reyni að æfa mig með því að tala sem mesta íslensku. Ég tala íslensku við viðskiptavinina hér í vinnunni og við Sigga æfum okkur líka hvor á annarri,“ segir hún og hlær. Rósa er ákveðin í því að setjast ekki að á kalda Íslandi heldur fara aftur heim til Taílands. „En það er samt mjög gaman að prófa að búa í landi sem er allt öðruvísi en það sem ég þekki. Ég sakna líka fjöl- skyldu minnar heima og þegar það er lítið að gera hér í vinnunni þá sest ég niður og skrifa og teikna í bók sem ég ætla svo að senda til Taílands til fólksins míns.“ Sigga talar líka mjög góða ís- lensku, en hún er aðeins búin að vera hér í sjö mánuði. Sigga er tuttugu og þriggja ára og hún er fædd á Íslandi, enda er móðir hennar íslensk, en faðir hennar er bandarískur og hún hefur búið í Bandaríkjunum meirihlutann af sinni ævi. „Ég kom hingað tvisvar í stuttan tíma þegar ég var lítil stelpa. Ég lærði aldrei íslensku af því að allir töluðu ensku þar sem ég bjó úti og ég hef skammað mömmu svolítið fyrir það að hafa ekki talað við mig íslensku þegar ég var lítil og kennt mér móðurmálið. Ég hef sótt nám- skeið í íslensku hjá Alþjóðahúsinu og þetta hefur gengið mjög vel. Ég æfi mig með því að tala við afa minn og ömmu og frænkurnar mín- ar þrjár sem ég bý með og eru á mínum aldri,“ segir Sigga sem hef- ur lokið háskólanámi í viðskipta- fræði úti í Bandaríkjunum. „Mig langaði til að gera eitthvað skemmtilegt og þetta var góður tímapunktur til að prófa að búa á Íslandi, kynnast skyldfólki mínu og læra íslenskuna. Eftir tvær vikur hætti ég að vinna hér í bakaríinu og þá vonast ég til að fá góða vinnu hér á landi tengda viðskiptanáminu mínu og ef svo verður, þá er aldrei að vita hvað ég verð lengi hér á Ís- landi. Ég kann mjög vel við mig hérna, þó að vissulega séu Íslend- ingar mjög lokaðir og ég átti svolít- ið erfitt með að venjast því fyrst að ókunnugt fólk talar til dæmis helst alls ekki saman hérna.“ Selja brauð á fallegri íslensku Morgunblaðið/ÞÖK Kátar Rósa eða Kanlaya og Sigga æfa sig í íslenskunni þegar þær afgreiða brauðin í Árbæjarbakaríi. Bréf Rósa hefur myndskreytt bók sem hún skrifar í og sendir til Tælands. MARGAR ólíkar uppákomur gætu stuðlað að eftirlitslausum skemmt- unum unglinga næstkomandi helgi. Á miðvikudag lýkur samræmdum prófum í tíunda bekk og kvöldið eftir verður undankeppni Evró- visjón í sjónvarpinu. Aðalkeppnin verður á laugardagskvöld samhliða kosningavöku vegna alþingis- kosninga þar sem foreldrar gætu sjálfir verið í boðum, óafvitandi um skemmtanir barna sinna. Saman-hópurinn hefur í áraraðir m.a. unnið að því að lokum sam- ræmdra prófa í tíunda bekk sé fagnað án vímuefna. „Núna er komin hefð á að skipuleggja ferðir eða uppákomur fyrir krakkana sem hafa komið í staðinn fyrir hóp- amyndanir og drykkju sem var töluvert algengt hér áður,“ út- skýrir Bergþóra Valsdóttir, fulltrúi SAMFOK í Saman-hópnum. „Það er alltaf örlítil prósenta unglinga sem mun drekka við lok sam- ræmdra prófa. Þar fyrir utan er hópur sem er á gráu svæði og finnst spennandi að prófa áfengi við þetta tækifæri. Þegar boðið er upp á eitthvað annað dregur það úr líkum á því að þessir krakkar láti til leiðast.“ Sérstök varúð á laugardag Hún segir óvenjulegar aðstæður í ár gera það að verkum að for- eldrar þurfi að vera sérstaklega á varðbergi enda hafi reynsla und- anfarinna ára sýnt að ástæða sé til að huga vel að helginni eftir sam- ræmd próf. „Við höfum heyrt að krakkar séu búnir að vera að skipuleggja partý í margar vikur og erum hrædd um þeir fái gott tækifæri til að leika lausum hala vegna þess að hluti foreldra verði fjarverandi í Evróvisjónboðum eða á kosningavöku. Það er sérstaklega laugardagurinn sem gæti orðið hættulegur hvað þetta varðar.“ Bergþóra bendir á að lok sam- ræmdra prófa sé einn þeirra tíma- punkta þar sem líkur eru á að sum barnanna prófi að drekka í fyrsta sinn. „Í okkar huga eru lok sam- ræmdu prófanna tímamót sem fjöl- skyldan á að fagna saman og hvers vegna skyldu krakkarnir ekki líka fagna Evróvisjónkeppninni og kosningunum í faðmi fjölskyld- unnar? Ef þeir vilja hins vegar hitta félaga sína og horfa með þeim á söngvakeppnina hvetjum við for- eldra til að opna heimili sín fyrir börnunum og vinum þeirra en vera sjálfir til staðar. Þannig má koma í veg fyrir eftirlitslaus partý sem geta verið börnunum svo hættu- leg.“ Foreldrar fylgist með unglingunum um helgina Morgunblaðið/Guðrún Vala Grillpartý Skipulagðar uppákomur eru víða í tengslum við lok samræmdra prófa hjá 10. bekk en í ár eru aðstæður þannig að þörf er að hafa sérstaka gát á unga fólkinu næstu daga á eftir. fjölskyldan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.