Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VINSTRI STJÓRN? Síðasta skoðanakönnun CapacentGallup bendir ótvírætt til þessað myndun vinstri stjórnar geti verið á dagskrá að kosningum lokn- um. Samkvæmt niðurstöðum þessar- ar könnunar, sem birt var á mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins, í gær- morgun og skýrt er frá í Morgun- blaðinu í dag er ljóst að Samfylking og Vinstri grænir geta myndað ríkis- stjórn hvort sem er með Frjálslynda flokknum eða Framsóknarflokknum. Það er sem sagt í spilunum, að núver- andi stjórnarandstöðuflokkar myndi ríkisstjórn að kosningum loknum. Þótt Samfylkingin hafi siglt fram úr Vinstri grænum á lokaspretti kosn- ingabaráttunnar er sameiginlegur þingmannafjöldi þessara flokka svip- aður og raunar heldur meiri en í und- anfarandi könnunum. Líkurnar á því að þeir reyni stjórnarmyndun af því tagi, sem hér hefur verið lýst eru yf- irgnæfandi. Eina spurningin er sú, hvort vinstri flokkarnir tveir mundu bjóða Frjálslynda flokknum þátttöku eða leita til Framsóknarflokksins. Líkurnar eru alveg eins miklar á því, að þeir mundu bjóða Frjálslynda flokknum aðild að slíkri ríkisstjórn. Það er því orðinn raunverulegur möguleiki á myndun slíkrar ríkis- stjórnar. Kjósendur þurfa að átta sig á því hvað þetta þýðir. Þegar flokkar setj- ast að samningaborði verða allir að fá eitthvað. Telja má víst, að þessir flokkar mundu semja um að setja stopp á stóriðjuframkvæmdir. Hug- myndir um álver í Helguvík og á Húsavík verða augljóslega lagðar til hliðar. Þeir íbúar Suðvesturkjördæm- is og Norðausturkjördæmis, sem hafa gert sér vonir um slíkt hljóta að horf- ast í augu við að þær vonir verða að engu. Þótt bæði Samfylking og Vinstri grænir hafi talað jákvætt um íbúalýðræði er ljóst að flokkarnir mundu ekki leyfa íbúum þessara byggðarlaga að taka ákvarðanir í al- mennum kosningum á þessum svæð- um. Telja má víst, að Frjálslyndi flokk- urinn mundi í slíkum samningavið- ræðum leggja áherzlu á að fá fram- gengt einu helzta baráttumáli sínu, þ.e. að setja einhverjar hömlur á komu útlendinga hingað til lands og mundi ná einhverju fram. Samfylkingin hefur lagt áherzlu á samdráttarstefnu í efnahagsmálum, þ.e. að draga úr framkvæmdum á öll- um sviðum, sem rímar vel við hug- myndir Vinstri grænna, sem telja, að leggja eigi áherzlu á annars konar framkvæmdir. Efnahagsstefnan, sem Samfylkingin kynnti á fundi fyrir nokkrum vikum og var vel unnin og undirbúin er augljóslega samdráttar- stefna og á að þjóna þeim tilgangi að bremsa af þann mikla hagvöxt, sem verið hefur í landinu og Samfylkingin telur að sé varasamur. Það hefur alltaf verið ljóst, að til þess gæti komið að slík ríkisstjórn yrði mynduð. Nú blasir sá möguleiki við og kjósendur verða að gera upp við sig, hvort þeir taka þá áhættu. LISTAHÁSKÓLA EKKI Í KOT VÍSAÐ Það er ánægjulegt hversu vel hefurtekist til með staðarval fyrir nýj- an Listaháskóla Íslands, þar sem Reykjavíkurborg hefur ákveðið að gefa Listaháskólanum lóð sunnan við Öskju, náttúrufræðihús Háskóla Ís- lands, í Vatnsmýrinni. Að vísu liggur það ekki fyrir á þess- ari stundu að Listaháskóli Íslands rísi endilega á þessari tilteknu lóð, því skólinn hefur heimild til þess að skipta á þessari lóð og annarri, telji forsvarsmenn skólans að það henti betur. Hér í Morgunblaðinu í gær var greint frá undirritun viljayfirlýsing- ar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdótt- ur, menntamálaráðherra, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra og Hjálmars H. Ragnarssonar, rektors Listaháskólans um húsnæðismál skólans. Menntamálaráðuneytið gerir svo sérstakan samning við skólann um árleg framlög vegna húsnæðismála. Þetta eru að sjálfsögðu mjög góð tíðindi fyrir Listaháskóla Íslands, starfsmenn hans og nemendur. Það er rétt sem Hjálmar H. Ragnarsson sagði við undirritun yfirlýsingarinn- ar: „Lóðin uppfyllir að okkar mati öll skilyrði, hún er milli tveggja stærstu háskóla þjóðarinnar og í tengslum við miðborgina, líkt og við höfum lagt ríka áherslu á.“ Lóðin, sem er um 11.000 fermetrar, afmarkast af Sturlugötu, Njarðar- götu og Öskju. Á þessu svæði verður Listaháskólinn í næsta nágrenni við Íslenska erfðagreiningu og Norræna húsið, auk Öskju og Háskóla Íslands, eins og áður er nefnt. Og í ekki svo mikilli fjarlægð í suðaustur frá lóð LHÍ mun svo rísa Háskólinn í Reykjavík. Þannig þéttist sá kjarni rannsókna-, menningar-, mennta- og þróunarstarfs, sem er auðvitað for- senda þess að raunverulegt háskóla- þorp rísi, í grennd við miðborg Reykjavíkur. Rísi LSH á þessari lóð, mun hann og starfsemin sem fram fer innan skólans, ugglaust verða til þess að gera flóru starfseminnar á þessu svæði enn litríkari. Í viljayfirlýsingunni er jafnframt greint frá því að fram muni fara sam- keppni um hönnun nýbyggingar fyrir skólann, samkvæmt nánara sam- komulagi LSH og menntamálaráðu- neytis. Það getur vissulega verið eftir- sóknarvert, eins og Þorgerður Katrín segir, að íslenskur arkítektúr verði fyrir valinu við hönnun skólans, enda tekur rektor Listaháskólans undir þær óskir menntamálaráðherra. En ekki má rasa um ráð fram í þessum efnum, því allar líkur eru á því, að Ísland, sem aðili að evrópska efnahagssvæðinu, verði að bjóða hönnun hússins út á því svæði. Síðan kemur bara á daginn, við opnun út- boða, úr hverju skólinn og stjórnend- ur hans hafa að velja. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það gerist endrum og sinn-um að blaðamenn fátækifæri til að taka viðtölsem snerta streng í brjósti þeirra og kafa ofan í málefni sem vekja þá rækilega til umhugs- unar. Við slíkar aðstæður gerist það stundum að það vaknar hjá jafnvel kaldlyndustu mönnum þrá til þess að hafa einhver áhrif með skrifum sínum. Ég upplifði þetta í apríl þegar ég heim- sótti Jórdaníu í því skyni að leita uppi Íraka sem flúið hafa land sitt sökum of- beldisins sem þar geisar. Ég hitti að máli hátt í tuttugu manns, allir höfðu sömu söguna að segja, sögu af hörmungum og hræðslu sem þjakar þá enn í dag. Sumir þurftu á aðstoð að halda strax, í nokkrum tilfellum gat ég ekki annað gert en styrkja viðkom- andi með pínulitlu fjárframlagi svo hægt yrði að greiða húsaleiguna og tryggja að börnin fengju að borða. Allir Írakanna spurðu mig hvort ég gæti rétt þeim hjálparhönd, hvort ég gæti beitt mér með ein- hverjum hætti þannig að þeim gæf- ist tækifæri til að hefja nýtt líf ann- ars staðar, fjarri skugga þess stríðs sem geisar í Írak. umræðunnar með afgeran því skyni að hafa áhrif á st un stjórnmálamanna. Ástæ arar afstöðu minnar er sú maður auðvitað um leið or takandi í stjórnmálunum s Það finnst mér að öllu jöfn blaðamaður eigi að gera. V blaðamannsins er í mínum fyrst og fremst að endursp veruleikann, greina hlutin sjónarmiðum á framfæri o auðvitað draga ályktanir a unum sem fyrir liggja. En sem fyrr segir snert efnin mann stundum þann maður finnur sig knúinn ti meira. Ég get ekki kvartað und brögðunum við umfjöllun m heimsóknina til Jórdaníu, ar mínar birtust í Morgunb 15. og 16. apríl sl. Sérstakl ánægjulegt var að fá tölvu konu, Sigurborgu S. Guðm dóttur, sem hafði áhuga á sitt lóð á vogarskálarnar m bjóða einum viðmælenda m Noor, til að búa hjá sér hér landi. Saga Noor var hræð Milljónir manna á vergangi Það er áætlað að 1,2 milljónir Íraka séu nú í Sýrlandi, eftir að hafa flúið ofbeldið í heimalandinu. Líklega eru meira en 700.000 manns í Jórdaníu í sömu sporum. Fæstir geta snúið aftur heim – margir höfðu hrakist á brott vegna hótana, morða eða mannrána á ein- hverjum nákomnum – en hvert eiga menn að fara, hvað eiga þeir að gera? Jórdanía eða Sýrland geta ekki tek- ið endalaust við straumi fólks sem vill flýja martröðina, erf- itt er fyrir þessi lönd að skapa öllum Írök- unum tækifæri til að hefja nýtt líf þar. Þegar ég kom heim frá Jórdaníu langaði mig til að leggja mitt af mörkum til að við Íslendingar svöruðum því kalli, sem berst nú frá írösku þjóðinni. Mig langaði til að skrifa greinar sem vektu fólk til umhugsunar, ýttu því til að gera eitthvað í mál- unum og umfram allt langaði mig til að skapa þannig þrýsting á ís- lensk stjórnvöld að þau létu til sín taka. Það er umdeilanlegt fyrir blaða- mann að hafa markmið af þessum toga. Ég hef sjálfur ekki haft sann- færingu fyrir því að blaðamaður eigi að stíga fram á svið þjóðmála- Áskorun til stjórnmálaf Eftir Davíð Loga Sigurðsson » Tugþúsundir hafa þurft að ofbeldið í landinu lendingum ber sk til að svara því ka berst frá þessu fó Davíð Logi Sigurðsson Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Talsmenn Íslandshreyfingarinnar,Framsóknarflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns fram-boðs halda sínu striki þrátt fyrir sveiflur á fylgi flokkanna í skoðanakönn- unum og segja að baráttan um kjósendur haldi áfram fram á kjördag. Tvöfalt fylgi Huginn Freyr Þorsteinsson, kosninga- stjóri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að umræða þess efnis að VG sé í frjálsu falli sé á villigötum því sam- kvæmt skoðanakönnunum sé VG eini flokk- urinn sem hafi tvöfaldað fylgi sitt frá kosn- ingunum 2003. Enginn annar flokkur nema Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig en allir aðrir flokkar virðist vera að gefa eftir. „Við erum að ríflega tvöfalda fylgi okkar og er- um feikilega glöð með það en það versta er að ríkisstjórnin rétt heldur velli.“ Í könnun Capacent Gallup fyrir Morg- unblaðið og Ríkisútvarpið hefur VG fengið mest 27,7% en í könnuninni sem gerð var 5.-6. maí var fylgið 17,5% og 16,5% í könn- uninni 6.-7. maí. Í kosningunum 2003 fékk VG 8,8%. Huginn Freyr bendir á að VG þurfi ekki að bæta við sig nema um 2-3% til að fella ríkisstjórnina og með góðum loka- spretti sé ýmislegt sem bendi til þess að það geti vel gerst. „Við ætlum að halda áfram að hitta fólk og kynna okkar málefni,“ segir Huginn Freyr og bætir við að enn séu margir óá- kveðnir. „Við höfum fulla trú á því að það sé stemning í þjóðfélaginu fyrir breytingar.“ Huginn Freyr segir að VG hafi mælst með um 17 upp í 22% í könnunum að und- anförnu og auk þess hafi verið einn eða tveir toppar. Hins vegar sýni um 17-20% fylgi að VG sé enn að toppa og komi þær tölur upp úr kössunum verði VG tvímælalaust sigur- vegari kosninganna. „Það eru orðnar ansi margar kosningar síðan einhver íslenskur stjórnmálaflokkur hefur tvöfaldað fylgi sitt,“ segir hann og bætir við að VG hafi fundið fyrir bullandi stemningu. Menn hafi gert sér grein fyrir því að flokkurinn myndi ekki landa öllum þeim 27,7% sem hann hefði mælst með í einni könnun en allir gætu ver- ið ánægðir með rúmlega tvöfaldað fylgi. Huginn Freyr segir að kosningabaráttan hafi gengið mjög vel. Rekin hafi verið mál- efnaleg og skemmtileg barátta. „Við teljum að við höfum náð flestum okkar málefnum í gegn,“ segir hann og vísar til umhverfis- mála, menntamála, velferðarmála og kven- frelsismála. „Þetta er það sem við höfum verið að reyna að setja á oddinn og við telj- um að við höfum skilað því vel.“ Enginn bilbugur Óskar Bergsson, kosningastjóri Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, segir að skoð- anakannanirnar séu mjög misvísandi. Í því sambandi bendir hann á Framsóknarflokk- urinn hafi mælst lægst í Reykjavík en í könnun Gallup á sunnudag hafi Framsókn mælst með 7,0% fylgi í Reykjavík norður og daginn eftir með 7,6% á landsvísu. Hann kunni eng ur taki mjög alv „Það er a í kringum fólk um enginn b eru það s þessa síð Að sög Staðan í könnunum Straumar Snorri Sigurjónsson (annar til vinstri) segir a ríki í herbúðum Íslandshreyfingarinnar fyrir kosningar Í HNOTSKURN » VG fékk 8,8% fylgi í kosningunum2003 en hefur mælst með frá 27,7% fylgi og niður í 16,5% í gær. » Framsóknarflokkurinn fékk 17,7%fylgi 2003 en hefur mælst með í kringum 10% fylgi í aðdraganda kosn- inganna og 9,8% í gær. » Íslandshreyfingin fékk 5,2% fylgi ífyrstu könnuninni en síðan hefur fylgið mælst mun minna og var 2,9% í gær. Baráttuandi í herbúð- um Framsóknarflokks- ins, Íslandshreyfing- arinnar og VG Ánægja H sé í frjáls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.