Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 27 Vegna umræðna aðundanförnu um há-hraðatengingar, far-símanetið og önnur atriði á sviði fjarskiptamála tel ég rétt að gera grein fyrir nokkrum verkefnum sem hafin eru á vegum samgöngu- ráðuneytisins. Sést að unnið er nú ötullega að verkefnum á þessum sviðum. Verkefnin eru í samræmi við fjar- skiptaáætlun 2005 til 2010. Á vorþingi 2005 hafði ég for- göngu um að leggja fram þingsályktun- artillögu um stefnu í fjarskiptamálum sem var samþykkt. Í áætluninni er skil- greind aðkoma og markmið stjórnvalda í fjarskiptamálum. Jafnframt var tryggt 2,5 milljarða króna framlag til verkefn- anna sem fengust við sölu Símans. Verkefnisstjórn fjarskiptaáætlunar hefur umsjón með framkvæmd verkefna sem kveðið er á um í áætluninni en hún er jafnframt stjórn fjar- skiptasjóðs. Formað- ur hennar er Friðrik Már Baldursson. Sjóðurinn sér um að hrinda í framkvæmd þremur aðalmark- miðum fjarskipta- áætlunar. 1. GSM-farsímanetið Þéttingu GSM-farsímanetsins er skipt í tvennt. Fyrri áfangi var boðinn út í fyrra og skrifað undir samning við Símann hf. í byrjun árs. Voru boðnir út kafl- ar á Hringveginum, þar sem GSM-farsímaþjónustu nýtur ekki við nú, og vegir um Fróðárheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þver- árfjall, Fagradal og Fjarð- arheiði. Að auki verður settur upp sendir í Flatey á Breiðafirði. Síðari áfanginn var auglýstur í mars og snýst um að bæta þjón- ustu á stofnvegum sem fyrri áfanginn náði ekki til, á nokkr- um ferðamannasvæðum og í þjóðgörðunum. Gera má ráð fyr- ir því að þeirri uppbyggingu ljúki að mestu sumarið 2008. 2. Háhraðatengingar til allra landsmanna Markmiðið er að allir lands- menn sem þess óska hafi aðgang að háhraðatengingum. Verkefnið er því uppbygging á háhraða- tengingum þar sem markaðs- aðilar munu ekki bjóða upp á há- hraðatengingar. Fjarskiptasjóður stefnir að því að auglýsa útboð í júní. Und- irbúningur er í fullum gangi er gert ráð fyrir að uppbygging hefjist í haust og verði að mestu lokið sumarið 2008. 3. Dreifing á dagskrá RÚV í gegnum gervihnött Fjarskiptasjóður vann að þessu markmiði fjarskiptaáætl- unar á síðasta ári og skrifaði í byrjun ársins undir samning við norska fjarskiptafyrirtækið Tele- nor um dreifingu á dagskrá RÚV, bæði útvarps og sjón- varps, í gegnum gervihnött. Út- sendingarnar hófust í apríl sl. Þá er unnið að öllum mark- miðum fjarskiptaáætlunar og geta áhugasamir kynnt sér skýrslu um framkvæmd hennar sem ég lagði fram á Alþingi. Má þar nefna verkefni eins og:  Að tryggja öruggt vara- samband fjarskipta við út- lönd, en sú vinna hefur verið leidd af samgönguráðuneyt- inu. Gert er ráð fyrir því að nýr sæstrengur verði tekinn í notkun haustið 2008.  Að allar helstu stofnanir rík- isins verði tengdar öflugu há- hraðaneti. Í því sambandi má meðal annars benda á að Vegagerðin bauð út há- hraðatengingar sínar á árinu 2006. Í kjölfar útboðsins mun tengihraði um tífaldast á 14 starfsstöðvum á landinu, en 50 faldast á öðrum stöðum. Þrátt fyrir það verð- ur kostnaður stofnunarinnar óbreyttur.  Að langdræg farsímaþjón- usta standi til boða um allt land og á mið- um við landið eftir að rekstri NMT-kerfisins lýkur. Póst- og fjarskiptastofn- un hefur aug- lýst útboð á tíðnisviðinu sem nýtt hefur verið fyrir NMT-kerfið og verður tíðni- heimild gefin út um mitt árið og unnt verð- ur að veita fulla þjónustu á nýju kerfi í byrjun árs 2009. Vaxandi samkeppni ríkir á fjarskiptamarkaðnum. Fyr- irtækin keppa um hylli við- skiptavina og bjóða þjónustu víð- ast hvar um landið. Það er hin eðlilega staða en með fjar- skiptaáætlun koma yfirvöld til skjalanna til að unnt sé að tryggja öllum viðunandi þjón- ustu með samningum við fjar- skiptafyrirtækin um ákveðin verkefni. Batnandi tengingar hafa til dæmis auðveldað op- inberum stofnunum að flytja starfsemi sína út á land og næg- ir þar að nefna staði eins og Blönduós, Hvammstanga og Skagaströnd. Ítreka má að Vegagerðin reið á vaðið með því að leita eftir til- boðum hjá fjarskiptafyrirtækjum vegna gagnaflutnings og náði góðum árangri. Stofnanir og fyr- irtæki gætu tekið Vegagerðina sér til fyrirmyndar í þessum efn- um. Auðvitað eru uppi kröfur um meiri afköst og lægra verð en það er í höndum fyrirtækja og stofnana að semja við fjar- skiptafyrirtækin. Þar sem allt þetta hefur gerst á síðustu misserum er undarleg grein Garðars Jónssonar um há- hraðaflutninga sem birtist í Morgunblaðinu. Það er engu lík- ara en að hann hafi ekki fylgst með. Eina ráð mitt fyrir hann er að hvetja hann til að herja á fjarskiptafyrirtækin og fá þau til að bjóða í eftirsóknarverð við- skipti á sviði gagnaflutninga. Umgjörðin, sem sköpuð hefur verið um gerð og framkvæmd fjarskiptaáætlunar, er til þess fallin að ná megi markmiðum hennar og stuðla þannig að því að Ísland sé og verði í fremstu röð í uppbyggingu og notkun fjarskiptatækni. Fjarskipti eru fyrir alla landsmenn Eftir Sturlu Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. Sturla Böðvarsson »Umgjörðin… er til þess fallin að ná megi markmiðum hennar og stuðla þannig að því að Ísland sé og verði í fremstu röð í uppbyggingu og notkun fjar- skiptatækni. þó kannski sérstaklega af því að við studdum umrædda innrás), beri skylda til að beita sér sérstaklega þannig að þjáningar írösku þjóð- arinnar séu linaðar. Það skiptir Íraka máli að þeim sé veitt hjálp- arhönd en ég held ég geti fullyrt að þeim stendur á sama um það hvort Ísland segir sig af umræddum lista eður ei. Vissulega felst lausnin ekki í því að flytja alla Íraka frá Írak, lausnin hlýtur að felast í því að friði sé náð fram í Írak sjálfu þannig að fólk hafi ekki lengur ástæðu til að flýja landið. Þar megum við okkur kannski lítils. En í þeirri stöðu sem nú er uppi er rík þörf á því að fórn- arlömbunum sé komið til aðstoðar, á einn eða annan hátt. Þar geta all- ar þjóðir, hversu smáar sem þær eru, lagt lóð á vogarskálar. Það er ekki mikið rætt um utan- ríkismál í aðdraganda þeirra al- þingiskosninga sem standa fyrir dyrum hér heima. En mikið þætti mér vænt um það ef einhverjir stjórnmálaflokkanna gripu þetta mál á lofti og lýstu því yfir, að þeir hygðust beita sér sérstaklega. Yf- irboð stjórnmálaflokka skömmu fyrir kosningar eru jafnan litin hornauga af stjórnmálaspekúlönt- um en í þessu tilfelli yrði þeim fagnað, að minnsta kosti á þessum bæ. Það myndi nefnilega þýða að ég gæti skrifað fólkinu sem ég hitti í Jórdaníu fyrir páska, sagt þeim að Ísland ætli að standa sína plikt gagnvart þeim. Nú spyr ég: ætlar einhver stjórn- málaforingi að taka áskorun minni? Guðmundsdóttur, þannig að henni sé kleift að fá Noor til dvalar hjá sér sem fyrst. Að hafa þannig jákvæð áhrif á líf einnar manneskju er sannarlega betra en ekki neitt. Verkefni fyrir Íslensku friðargæsluna? Utanríkisráðherra hefur líka vald til þess að ákveða mun hærri fjárhæð en hér var nefnd sem framlag Íslands til vandans í Jórd- aníu og Sýrlandi. Ég velti fyrir mér í þessu sambandi hvort ekki sé ástæða fyrir t.d. Íslensku frið- argæsluna til að taka að sér verk- efni í tengslum við þetta vandamál; með því að senda út fólk til starfa í einhverju nágrannalanda Íraks sem hefði það verkefni að hjálpa því, með einum eða öðrum hætti. Alþjóðastofnanir eins og UNHCR myndu áreiðanlega ekki slá hendi á móti slíku framlagi. Þá nefni ég sem dæmi að Norð- menn styðja sérstaklega verkefni í Jórdaníu, sem unnið er í samvinnu við þarlend stjórnvöld, sem felur í sér rannsókn á aðbúnaði íraskra flóttamanna þar, könnun á fjölda þeirra og aðstæðum. Gæti Ísland ekki fundið einhver verkefni af þeim toga til að sinna? Ég hef engan áhuga á að fara út í umræðu um veru Íslands á lista hinna viljugu þjóða, listanum yfir þær þjóðir sem studdu innrás Bandaríkjamanna í Írak 2003. Mér finnst það innantómt þvaður að tala um það eitt – eins og sumir hafa gert – að segja Ísland af lista hinna viljugu þjóða. Á hinn bóginn tel ég að Íslend- ingum, eins og öðrum þjóðum (og eldrar hennar dóu í loftárásum Bandaríkjamanna 2003, bóndi hennar var drepinn af vígasveitum sjíta haustið það ár og sjálf lenti hún í því 2005 að ráðist var inn á heimili hennar, henni misþyrmt á voðalegan hátt. Ég vil ekki gera lítið úr því fram- lagi sem íslensk stjórnvöld hafa til- kynnt um. Á ráðstefnu um vanda íraska flóttafólksins í Genf um miðjan síðasta mánuð lofaði fulltrúi Íslands því semsé að Ísland myndi reiða af hendi 100.000 dollara, eða um 6,3 milljónir íslenskra króna á núvirði. Ég vil heldur ekki gera at- hugasemd við að Ísland skuli á næstunni ætla að taka hóp flótta- fólks frá Kólumbíu, í stað flótta- manna frá Írak, eins og nýverið var tilkynnt um. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) mun hafa lagt til að við tækjum hóp frá Kólumbíu og vitaskuld er ástæða til að hlusta á tilmæli þeirra. Það er hins vegar ekkert sem úti- lokar að utanríkisráðherrann í rík- isstjórn Íslands taki um það póli- tíska ákvörðun að gera meira en uppfylla þann kvóta sem menn hafa sett sér (þ.e. taka við tilteknum hópi flóttamanna ár hvert frá því ríki sem UNHCR telur æskilegt). Utanríkisráðherra getur alveg ákveðið að sérstakar ástæður kalli á að neyðarópinu frá Jórdaníu og Sýrlandi verði svarað sérstaklega. Hann gæti að minnsta kosti ákveð- ið að greiða götu Sigurborgar S. ndi hætti í tefnumót- æða þess- að þá er ðinn þátt- sjálfum. nu ekki að Verkefni m huga pegla a, koma og svo af gögn- ta verk- nig, að il að gera dan við- minni um en grein- blaðinu lega upóst frá munds- að leggja með því að minna, r á Ís- ðileg; for- flokkanna Íraka flýja u. Ís- kylda alli sem ólki. Höfundur er blaðamaður á Morgunblaðinu. ga skýringu á þessu en engu að síð- Framsóknarmenn svona skilaboð varlega og allt verði sett í gang. alveg ljóst að við munum virkja alla m okkur þessa síðustu daga og biðja að koma og hjálpa okkur. Það er bilbugur á okkur en engu að síður skýr skilaboð að við verðum að nýta ustu daga vel.“ gn Óskars koma niðurstöður skoð- anakannana flokksmönnum mjög á óvart og hann segir að þær séu ekki í samræmi við móttökur á vinnustöðum og víðar. Fulltrú- um flokksins hafi verið tekið mjög vel hvar sem þeir hafi komið og starfið hafi gengið vel. Hins vegar hafi það lengi verið þannig að Framsóknarflokkurinn hafi fengið betri kosningu en kannanir hafi gefið til kynna. Bilið minnki eftir því sem nær dragi en nú, örfáum dögum fyrir kosningar, séu ennþá 38% óákveðin eða neiti að gefa upp af- stöðu sína. Reynslan sé sú að Framsókn- arflokkurinn eigi um 20% af þessu óá- kveðna fylgi. „Mér finnst það að mörgu leyti skrýtið að þessi fyrirtæki, sem eru að vinna skoðanakannanir, skuli ekki í raun og veru birta kosningaspár miðað við það hvert óákveðna fylgið er á hverj- um tíma til að fá réttari mynd,“ segir hann og bætir við að framsóknarmenn líti á niðurstöður nýlegra kannana sem sér- staka hvatningu til að gera betur. Bjartsýni Íslandshreyfingin lagði upp með að fá 10–15% fylgi í kosningunum, fékk 5,2% í fyrstu könnun Capacent Gallup og síðan hefur leiðin legið niður á við, en fylgið var 2,0% í könnuninni 5.–6. maí og 2,9% í nýj- ustu könnuninni. Snorri Sigurjónsson, stjórnarmaður Íslandshreyfingarinnar, segist vera hissa á hvað hreyfingin mælist með lítið fylgi, því vonirnar séu meiri en staðan sýni, en þegar um svona lága prósentu sé að ræða þurfi mjög lítið til að gjörbylta henni. „Það hrærist í okkur mjög sterk tilfinn- ing fyrir því að fylgið muni koma,“ segir hann og bendir á að Íslandshreyfingin þurfi ekki nema 5% fylgi til að ná inn þremur þingmönnum. Í sambandi við fylgisaukningu segir Snorri að einna helst sé horft til þess að um 60% þjóðarinnar séu mjög andvíg áframhaldandi stóriðjustefnu með til- heyrandi eyðileggingu og mengun á landi. Skoðun þessa fólks hljóti að skila sér einhvers staðar. VG sé eini flokkurinn sem hafi staðið í fæturna í þessu máli og gefa megi sér að flokkurinn fái um þriðj- ung atkvæða þessa fólks en spurningin sé um tvo þriðju atkvæðanna. „Okkar sýn er sú að það sé bara einn flokkur fyrir utan VG sem geti komið þarna að til þess að stöðva þessa þróun og við bindum ein- faldlega vonir við að náttúruverndarsinn- ar, fólk sem er vel hugsandi í umhverf- ismálum, skili sér að lokum,“ segir hann. „Við gerðum okkur vonir um 10 til 15% fylgi og trúum enn að það hlutfall muni skila sér.“ Að sögn Snorra notar Íslandshreyfing- in öll tækifæri sem bjóðast til þess að vekja athygli á málstaðnum. Ekkert orki tvímælis í honum og fólk hafi ekki þurft að fara í vörn fyrir það sem sett hafi verið fram. Baráttunni verði haldið áfram til að vekja fólk til umhugsunar. „Það er okkar von að þeir sem hafi ekki þegar gert upp hug sinn muni átta sig.“ m ekki sama og úrslit að bjartsýni rnar. Hvatning Óskar Bergsson (fyrir miðju) segir að Framsóknarmenn taki skoðanakannanir alvarlega og þeir ætli að bretta upp ermar. Huginn Freyr Þorsteinsson (lengst til hægri) segir að umræða þess efnis að VG su falli sé á villigötum og mikil gleði sé í herbúðum VG með tvöfalt fylgi. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.