Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN F ramtíð Reykjavík- urflugvallar er mál sem eingöngu varðar borg- ina sjálfa, íbúa hennar og yfirvöld. Það er á valdi þessara aðila að taka ákvörðun um að fjarlægja völlinn úr Vatns- mýrinni. Það er meira að segja líka á valdi þessara aðila að taka ákvörðun um að setja völlinn niður að mestu í landi annars sveitarfélags, Mosfells- bæjar, uppi á Hólmsheiði. Borgin hefur með öðrum orðum rétt til að losa sig við vandamálið og leggja það á herðar annarra. Einhvern veginn svona er í raun og veru málflutningur undarlegra samtaka sem kenna sig við betri byggð og snúast um það eitt að fjar- lægja flugvélar og annað fuglalíf úr Vatnsmýrinni og setja þar í staðinn mikið af húsum með tilheyrandi um- ferðarþunga og mengun. Á þessu öllu saman á að græða svo og svo mikið. Talsmaður ofan- greindra samtaka sagði í ein- hverjum fjölmiðli á laugardaginn eitthvað á þá leið að nýbirt skýrsla um framtíðarkosti vallarins sýndi að ekki mætti bíða eitt andartak með að fjarlægja hann og fara með upp á einhverja af nærliggjandi heiðum. Að vísu benti nýgerð Capacent- Gallup könnun til að yfirgnæfandi mikill meirihluti landsmanna vilji hafa völlinn í Vatnsmýrinni. Þegar sú könnun var gerð höfðu þegar bor- ist fregnir af helstu niðurstöðum rannsóknarhópsins, þannig að gera verður ráð fyrir að þátttakendur í könnuninni hafi haft vitneskju um hvað það myndi græðast mikið á því að fjarlægja völlinn og reisa í stað- inn hús í Vatnsmýrinni, með allri þeirra bílaumferð sem slíku til- heyrir. Ég hef mikinn áhuga á að flugvöll- urinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Fyrir því eru margar ástæður, en hér og nú ætla ég að láta duga að nefna þá, að mig hryllir við því að mýrin verði troðfyllt af íbúðarhúsum með allri umferðinni sem því myndi fylgja. (Var nokkuð í skýrslunni tekið með í reikninginn hversu mikið mengun í miðborginni myndi aukast af völdum aukinnar umferðar, eða reiknað með að ómengandi almenn- ingssamgöngukerfi, eins og til dæm- is rafknúnar jarðlestir, yrði reist í tengslum við nýja byggð í Vatns- mýrinni?) Af hverju liggur svona mikið á að græða á Vatnsmýrinni peninga? Er ekki mikils um vert að hafa stórt, op- ið svæði í borginni? Hvers vegna ætli yfirvöld í New York hafi ekki fyrir löngu rutt Central Park og byggt þar háhýsi? Ætli sé til dýrara ónotað byggingarland í heiminum en það sem þar liggur? Það verður að segjast eins og er, að þau rök fyrir brottflutningi Reykjavíkurflugvallar að landið undir honum sé svo verðmætt bygg- ingarland eru einhver þau haldlaus- ustu sem heyrst hafa í nokkru máli. Gagnrökin eru auk þess óteljandi, auk þeirra sem nefnd eru hér að of- an að byggð í mýrinni myndi valda aukinni mengun í miðborginni, sem nú þegar er orðin mengaðri en við- unandi getur talist. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra skrifaði ágæta grein í Morgunblaðið á laugardaginn þar sem hann nefndi meðal annars að flugvallarmálið er ekki eingöngu spurning um að borgarsjóður fitni svo og svo mikið, heldur er þetta einnig (og ég myndi bæta við, fyrst og fremst) réttlætismál. En ég ætla að reyna að forðast að fara út í það hér og nú, heldur horfa einungis á málið frá sjónarhorni höfuðborg- arbúans. Þetta sem ég nefndi hér að ofan um Central Park í New York hefur verið mér hugleikið lengi, og væri gaman að sjá útskýringar á því hvers vegna borgaryfirvöld þar hafa ekki byggt á svæðinu í stað þess að láta það liggja ónotað og vera þar að auki kjörlendi glæpamanna. Einnig hef ég hugleitt hvers vegna yfirvöld í borgum eins og London og París hafa ekki þegar fært lestastöðvar út fyrir borg- armörkin í stað þess að láta þær sitja á verðmætu byggingarlandi inni í borgunum. En hættum nú að hugsa um hvað fólk er að gera í útlöndum. Hvað varðar okkur um langa reynslu ann- arra? Við ráðum okkur sjálf. Vatnsmýrarvöllurinn er eitt helsta einkenni Reykjavíkur, ásamt húsunum sem brunnu við Lækj- artorg um daginn, Hallgríms- kirkjuturni, Bernhöftstorfunni, Perlunni og svo mætti lengi telja. Völlurinn er einfaldlega hluti af sjálfsmynd Reykjavíkur og þannig í raun menningarverðmæti sem halda þarf í rétt eins og götumyndina á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Eða eru hús merkilegri manna- verk en samgöngumannvirki? Eru hús mikilvægari þáttur í umhverfi mannsins en flugvélar? Ég hef satt að segja aldrei heyrt rök fyrir því, en það er nú kannski af því að ég er ekki arkitekt, og á þar af leiðandi engra hagsmuna að gæta að byggð verði hús. Aftur á móti nota ég flug- vélar mikið, sem og Vatnsmýrarvöll- inn, og á þar hagsmuna að gæta. Kannski heldur einhver að mér sé ekki alvara þegar ég segi að Vatns- mýrarvöllur sé menningarverðmæti og hluti af borgarmyndinni. En mér er fúlasta. Manngert umhverfi er ekki eingöngu hús. Borg er ekki bara hús. Borg er líka götur, gang- stéttir og garðar. Við þetta má bæta að borg er líka bílar, hvort sem manni líkar betur eða verr. Og sam- göngumannvirki og samgöngutæki, eins og til dæmis lestarstöðvar og lestar. Og flugvellir og flugvélar. Reyndar finnst mér fullmikið af bílum í borginni minni, ekki síst í miðborginni og Vesturbænum, og ég skil ekki hvers vegna menn vilja stuðla að fjölgun bíla á þessu svæði með því að reisa byggð í Vatnsmýr- inni. Geta samtökin um betri byggð útskýrt það fyrir mér? Borg er ekki bara hús »Er ekki mikils um vert að hafa stórt, opið svæðií borginni? Hvers vegna ætli yfirvöld í New York hafi ekki fyrir löngu rutt Central Park og byggt þar háhýsi? Ætli sé til dýrara ónotað bygg- ingarland í heiminum en það sem þar liggur? BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Það hefur vakið furðu mína og hneykslan hvernig sumir fjöl- miðlar hafa matreitt umfjöllunina um veitingu ríkisborgararéttar til ungrar stúlku frá Guatemala. Kastljós reið á vaðið með svo dæmalausum hætti að ekki varð annað séð en ætti að svipta um- hverfisráðherra, verð- andi tengdamóður stúlkunnar, ærunni í beinni útsendingu. Ýmsir hafa svo bætt í og nú síðast DV (7. maí) með sjö uppsláttum og frétt- um, á forsíðu, bak- síðu, nánast heilli opnu inni í blaðinu og tveimur „Sand- kornum“ á leið- araopnu af málinu á einum degi (7. maí) í alkunnum stíl ofsókn- arblaðamennsku. Er mér til efs að íslenskur fjölmiðill, sem segist óháður og frjáls, hafi gengið jafn langt í hlutdrægni ör- fáum dögum fyrir kosningar. Þar við bætast þrjár áberandi nei- kvæðar fréttir í sama blaði um Framsókn. Að öðru leyti eru í blaðinu lítið annað en íþróttafrétt- ir – fimm dögum fyrir kosningar. Það er blindur maður sem sér ekki að hér er skipulögð aðför að Framsókn. Fréttamenn hlæja gjarnan að slíkum staðhæfingum. Þeir eru vissulega eins misjafnir og þeir eru margir en oft finnst mér sem engin stétt í landinu sé eins við- kvæm fyrir gagnrýni og einmitt fréttamenn og eigi afskaplega erf- itt með að viðurkenna mistök sín. Látið er í veðri vaka að ráð- herrann hafi misbeitt valdi sínu og störf allsherjarnefndar eru gerð tortryggileg og gert lítið úr því fólki sem þar situr, það sagt ljúga og að það hafi misbeitt valdi sínu til að þóknast umræddum ráð- herra. Hér er auðvitað fyrst og fremst vegið að ráðherranum, Jónínu Bjartmarz. En það er um leið vegið að starfsheiðri allsherjarnefndar og þeim nefndarmönnum sem um mál þetta fjölluðu þar. En eins og svo oft í fjölmiðlum er það Framsókn- arflokkurinn sem er gerður að blóraböggli. Umhverfisráðherra tók engan þátt í af- greiðslu málsins, gætti þess vandlega. Hún leiðbeindi vissulega tengdadótt- ur sinni um þennan lagalega möguleika, eins og hún hefur upplýst. Er það virki- lega glæpur? Hver leiðbeinir ekki fjöl- skyldu sinni? Það er auðvitað út í hött að það sé orðin máls- ástæða í þessu máli. Fram hefur komið að formaður allsherjarnefndar, þingmaður Samfylkingar og varaformaður allsherjarnefndar hafi ekki vitað um tengsl ráðherrans og um- ræddrar stúlka. Af hverju er þeim ekki trúað? Sjálfri finnst mér þetta fólk allt trúverðugt og Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, fór rækilega yfir málið í Kastljósþætti og hrakti hverja ásökunina á fætur annarri, lið fyrir lið. Þá hefur verið látið að því liggja að þetta mál sé einstakt í sinni röð og önnur eins afgreiðsla hafi aldr- ei þekkst. Sú fullyrðing hefur ver- ið hrakin með upplýsingum frá allsherjarnefnd um fjölda veitinga ríkisborgararéttar. Fram kemur að 30 einstaklingar hafa fengið ríkisborgararétt eftir dvöl hér á landi skemur en eitt ár og 144 einstaklingar fengið rík- isborgararétt á kjörtímabilinu sem ekki uppfylla lögbundin skilyrði, en dvalartími er eitt af skilyrð- unum. Þá hafa Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneytið upplýst að það sé ekkert einsdæmi að af- greiðsla taki þennan tíma. Alþingi hefur með lögum veitt ein- staklingum ríkisborgararétt tvisv- ar á ári. Umsóknir sem seint koma fram liggja einfaldlega skemur en þær sem fyrr eru á ferðinni. Blaðamenn eiga vissulega að spyrja spurninga og leita mál- efnalegra svara við þeim. Stað- reyndir skipta öllu máli og þeirra bera að afla áður en „frétt“ er sett í loftið og dómur er kveðinn upp af fjölmiðlum. Í þessu máli finnst mér mjög margir þeirra hafa brugðist þeim skyldum sínum. Vald fjölmiðla, ekki síður en annarra, er vandmeðfarið. Per- sónuleg málefni eru í eðli sínu við- kvæm og standa ber vörð um frið- helgi einkalífsins. Í þessu tiltekna máli var aflað trúnaðargagna, um persónulega hagi einstaklings og þeim gögnum veifað framan í landsmenn. Sá aðili sem lak þeim gögnum gerðist brotlegur við lög. Líkja má þessu við að skatt- skýrsla manns sé tekin út úr kerf- inu og henni veifað framan í lands- menn. Þetta er ótrúlegur málflutningur, þar sem brotið er á mannréttindum viðkomandi ein- staklings, í því skyni eða þeim til- gangi að koma höggi á umhverf- isráðherra og Framsóknarflokkinn. Makalaus aðför að umhverfisráðherra Guðrún Helga Brynleifsdóttir skrifar um veitingu ríkisborg- araréttar til ungrar stúlku frá Guatemala » Í þessu tiltekna málivar aflað trún- aðargagna, um persónu- lega hagi einstaklings og þeim gögnum veifað framan í landsmenn Guðrún Helga Brynleifsdóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Þegar fulltrúalýðræðið var fundið upp, fyrir ekki svo löngu síðan, voru aðstæður allt aðrar en nú. Í þá daga var það einungis á færi örfárra manna að öðlast næga menntun og þekkingu til þess að geta haft skoðanir á og tekið ákvarðanir um það hvernig þjóðfélag væri best að byggja upp. Þess vegna var það fullkomin lausn að ómenntaður lýðurinn gæti valið sér menntaða fulltrúa til þess að sjá um alla ákvarðanatöku. Í dag er öldin önnur. Við sem tilheyrum lýðnum erum alls ekk- ert ómenntuð og vitlaus lengur. Ís- lenska þjóðin er á meðal menntuð- ustu þjóða heims. Í nútímasamfélagi höfum við öll aðgang að sömu upplýs- ingunum og getum aflað okkur allrar þeirrar vitneskju sem við þurfum. Mikil umræða hefur verið um það á meðal íslenskra og erlendra fræði- manna, að fulltrúalýðræðið sé að renna sitt skeið á enda. Það eru til aðrar útgáfur af lýðræði sem eru lík- ari því lýðræði sem kom fyrst til sög- unnar í Grikklandi til forna. Þar þýddi lýðræði einfaldlega það að lýð- urinn sjálfur færi með völdin. Á síð- ustu áratugum hafa komið fram nýjar hugmyndir um lýðræði, hugmyndir um svokallað rökræðulýðræði. Þar er gert ráð fyrir mun meiri þátttöku al- mennings í ákvarðanatöku heldur en í hinu hefðbundna fulltrúalýðræði. Slíkt rökræðu-og íbúalýðræði hefur verið reynt í löndum eins og Sviss þar sem það hefur gefið mjög góða raun. Helsta vandkvæði sem kenningar um opn- ara rökræðulýðræði hafa þurft að kljást við er hvernig það sé mögu- legt í milljónasam- félögum að koma skoð- unum allra íbúanna á framfæri. Þetta er vandamál sem við Ís- lendingar þurfum ekki að hafa áhyggjur af. Heildarfjöldi Íslendinga er á við frekar smáa borg í öðrum Evr- ópulöndum. Það er lítið því til fyrirstöðu að taka upp mun opnara lýðræði hér á Ís- landi. Því ekki að kanna þann mögu- leika ítarlega áður en honum er hafn- að? Það er leiðinlegt að þær raddir skuli heyrast að almenningur sé ekki nógu hæfur til þess að taka afstöðu í stórum og flóknum málum. Þetta við- horf ber ekki vott um mikla virðingu fyrir vitsmunum almennings. Það eina sem þarf til þess að geta tekið afstöðu til stórra og flókinna mála er vilji til að fræðast og kynna sér mismunandi hliðar málsins. Það gerðu Hafnfirðingar af miklum áhuga í allan vetur, lifandi umræða fór af stað í samfélaginu þar sem allar radd- ir fengu að heyrast. Það skiptir fólk e.t.v. meira máli að kynna sér stór og flókin mál til hlítar þegar það veit að það getur haft áhrif á ákvarðanatök- una. Ef því er sagt að það sé búið að taka ákvörðunina og ekki orð um það meir, þá skiptir það engu máli hvaða afstöðu það tekur. Af hverju þá að leggja það á sig að kynna sér málið? Ættum við ekki frekar að hvetja fólkið í landinu til þess að hafa skoð- anir frekar en að letja það? Samtökin Sól á Suðurnesjum efna til umræðufundar um lýðræði og rök- ræðu í safnaðarheimilinu Sæborgu í Garði á miðvikudagskvöld kl. 20. Þar gefst okkur gott tækifæri til þess að setjast niður og fræðast um hvaða möguleika við höfum á því að taka aukinn þátt í lýðræðinu í framtíðinni. Samtökin hvetja alla Suðurnesja- menn og aðra sem vilja taka þátt í opnum umræðum um lýðræðismál til að mæta. Nánari upplýsingar á sa- sudurnesjum.blog.is Hvert viljum við stefna í lýðræðismálum? Ekkert er því til fyrirstöðu að taka upp opnara lýðræði hér- lendis segir Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir »Mikið hefur breystsíðan fulltrúa- lýðræðið var fundið upp, er kominn tími fyrir opnara lýðræði? Guðbjörg Rannveig Jó- hannesdóttir Höfundur er M.A. í heimspeki og tals- kona samtakanna Sól á Suðurnesjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.