Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 30
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn 30 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar FRÖKEN ríkisstjórn. – Ég er vinnuveitandi þinn og þar af leiðandi get ég bæði ráðið þig og rekið. Gallinn er reyndar sá að eig- endur fyrirtækisins Íslands eru svo marg- ir að ég ein og sér hef ekki úrslitavaldið. Ég var heldur aldrei fylgjandi því að ráða þig á sínum tíma. Ég vonast samt til að fá stuðning meiri- hluta eigendanna í eftirfarandi máli. Mér finnst þú ekki hafa staðið þig sem skyldi í starfi þínu hjá fyrirtæk- inu síðastliðin 12 ár. Auk þess áttu það til að grobba þig af afrekum þín- um þó oft á tíðum sé innistæðan held- ur lítil. Til dæmis þreytist þú aldrei á að stæra þig af mikilli kaupmátt- araukningu eftir að þú komst til starfa hjá okkur. Hingað til hef ég þurft að trúa þér þar sem þú hefur alltaf virst vera með rökin fyrir þess- ari fullyrðingu á hreinu. Nú hefur hins vegar Árni Páll Árnason hrakið þessi rök og sýnt fram á að kaupmátt- araukningin síðustu 11 árin er ein- ungis í meðallagi (Fréttablaðið 7. maí 2007, bls. 22). Það finnst mér ekki góður árangur í starfi. Einnig grobbarðu þig af því að hafa lengt fæðingarorlofið með því að bæta við það þremur mánuðum sem aðeins faðirinn getur nýtt. Þetta var mjög góð hugmynd, ég verð að játa það, en útfærslan var ekki fullnægjandi. Því miður nýtist orlofið ekki öllum börn- um. Sumir foreldrar eru nefnilega einir með nýfætt barn sitt (jú, það er alveg dagsatt!) og margir þeirra geta alls ekki nýtt sér þessa þrjá nýju mánuði. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því og ætla ég hér að nefna tvær þeirra sem eru mjög algengar. Í fyrsta lagi getur ástæðan verið sú að faðirinn hefur ekki áhuga á því að vera einn með barnið, kannski vegna þess að hann þekkir móðurina lítið eða hann hefur hreinlega ekki áhuga á barninu. Sumir taka jafnvel þessa þrjá mánuði en nýta þá til annars en þeir eru ætlaðir. Í öðru lagi er algengara en margur heldur að faðirinn búi erlendis og hafi ekki möguleika á því að vera með barninu. Á meðan viðhorf þitt er það að fæð- ingarorlof sé réttur foreldranna en ekki barnanna – jafnvel þótt markmið laganna sé að tryggja barninu sam- vistir við báða foreldra – sé ég ekki ástæðu til að láta þig sjá lengur um þetta mál. Ég sé það heldur ekki fyrir mér að viðhorf þitt í málinu breytist á næstunni. Að auki vil ég sjá meiri kaupmátt- araukningu en þú hefur náð, sér- staklega hjá þeim lægst launuðu, en einstæðir foreldrar tilheyra einmitt margir þeim hópi. Fröken ríkisstjórn, ég verð því miður að tilkynna þér að þú ert rekin. Þú ert rekin Eftir Þuríði Björgu Þorgrímsdóttur Höfundur er varaformaður Félags einstæðra foreldra. Alveg er makalaust að heyra Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra, reyna að kenna ágreiningi innan Samfylkingarinnar um að það að stjórn Greiðrar leiðar ehf. lýsi yfir vonbrigðum með stöðu málsins eftir afgreiðslu samgönguáætlunar. Félagið hefur frá 2003 unnið markvisst að undirbúningi verkefnisins og lokið öllum nauðsynlegum rannsóknum til að geta hafist handa við verkið, enda hafa allar áætlanir fé- lagsins miðast að því að hefjast handa í ár og ljúka verkinu árið 2010. Málið hefur rækilega verið kynnt fyrir öllum þingmönnum kjördæmisins og samgönguráðherra, sem vægast sagt hefur sýnt málinu lítinn áhuga. Mér er kunnugt um að beiðni um viðræður við stjórnvöld um aðild ríkisins að þessari framkvæmd var lögð formlega fyrir ráð- herrann á fundi í ágúst 2005, án þess að nokkuð gerðist í málinu. Sama beiðni var ítrekuð í ágúst 2006 og í framhaldi þar af var þrýst á þingmenn að tryggja að málið kæmist inn á samgönguáætlun til að hægt yrði að hefj- ast handa. Eftir mikla þrautargöngu stjórnarflokkanna við að koma saman sam- gönguáætlun 2007–2010 fóru Vaðlaheiðargöng þar inn með framlagi að upphæð 300 milljónir sem koma eiga til verkefnisins á árunum 2008–2010. Það hefur legið ljóst fyrir að til að koma málinu í höfn þyrfti aðkoma rík- isins að vera eftirfarandi: 1. Niðurfelling á virðisaukaskatti, sambærilegt og gert var í Hvalfjarð- argöngunum 2. Ríkið veiti ábyrgð á lánum Greiðrar leiðar ehf. 3. Ríkið taki þátt í framkvæmdakostnaði með stofnframlagi, sem alltaf hefur legið fyrir að þyrfti að vera mun hærra en 300 milljónir og ræðst m.a. af vaxtarstigi og því hvort ríkisábyrgð verður veitt. 4. Að Vegagerðin kosti vegtengingar að göngunum. Forsvarsmönnum Greiðrar leiðar var síðan vísað á Vegagerðina til við- ræðna um málið, þó að öllum sem þekkja til sé ljóst að annars ágætir starfs- menn Vegagerðarinnar veita hvorki ríkisábyrgð á lánum, né setja lög sem heimila niðurfellingu á virðisaukaskatti eða veita sérstakt framlag úr rík- issjóði til framkvæmda. Hér er því augljóslega um yfirklór að ræða af hálfu stjórnarflokkanna. Því miður verða Vaðlaheiðargöng ekki á dagskrá fyrr en þessari sam- gönguáætlun hefur verið breytt. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum dæmum um nauðsyn þess að breyting verði á stjórnarfarinu í kosningunum á laugardaginn. Núverandi stjórn- arflokkar hafa setið of lengi á valdastólunum. Yfirklór Sjálfstæðisflokksins varðandi Vaðlaheiðargöng Eftir Kristján L. Möller Höfundur skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Í kosningabaráttunni hafa for- menn tveggja stjórnmálaflokka sagt að þeir vilji hækka persónuafsláttinn meira fyrir láglauna- fólk en fyrir þá tekju- hærri. Þeir vilja með öðrum orðum tekju- tengja persónu- afsláttinn. Nú þegar eru alls- kyns tekjutengingar grasserandi þvers og kruss um skatta- og bótakerfin hér á landi. Flestum er orðið ljóst að þær valda gífurlegu ranglæti og skaða og eru byggðar á hæpinni hug- myndafræði. Samt hafa formenn- irnir tveir hingað til ekki verið krafðir um nánari útskýringar og rök fyrir þessari nýju hugmynd. Það er dapurlegt dæmi um það hversu grunnt hin pólitíska umræða ristir. Til þess að átta sig á því sem gerist ef persónuafslátturinn verður tekju- tengdur er best að setja upp dæmi: Gefum okkur að skattleysismörkin yrðu hækkuð úr 90 þús. í 120 þús. á mánuði með þessari aðferð og breyt- ingin látin deyja út við 220 þús. kr. á mánuði. Tekinn yrði upp tekju- tengdur viðbótarpersónuafsláttur upp á 10.700 kr., sem myndi skerð- ast með hækkandi tekjum og hverfa við 220 þús. kr. tekjur. Skerðing- arhlutfallið væri 10,7% og myndi virka á þessu tekjubili til viðbótar við 35,7% staðgreiðsluhlutfall. Þetta jafngildir því að samhliða hækkun skattleysismarka væri tekið upp nýtt skattþrep fyrir tekjur á bilinu 120–220 þúsund. Í öllum ná- lægum löndum nota menn reyndar þrepaskipt skattkerfi, en þau eru að sjálfsögðu smíðuð með því lagi að skattprósentan er lægst í fyrsta þrepi, á lægstu tekjurnar, en fer síð- an stighækkandi með hærri tekjum. Hið nýja tveggja þrepa skattkerfi formannanna tveggja myndi hins- vegar vera á hvolfi, því að þar væri skattprósentan hæst í fyrra þrepinu eða 46,4%, en lækkaði síðan í 35,7% fyrir tekjur yfir 220 þúsund. Vilji menn í alvöru gera þetta sem dæmið lýsir, væri því einfaldara og auðskiljanlegra að lýsa stefnunni svona, t.d. í kosningastefnuskránni: „Q-listinn vill hækka álagning- arprósentuna á lægstu tekjur, upp að 220 þúsund kr. á mánuði, í 46,4% og hækka jafnframt persónuafslátt- inn í 55.700 kr. þannig að skattleys- ismörk verði 120 þúsund.“ Þetta er einfalt og auðskilið og gerir ná- kvæmlega það sama og tekjuteng- ingin í dæminu að ofan. Eini gallinn er sá, að þegar þetta er sett fram svona sjá allir hversu arfavitlaus hugmyndin er og það gæti leitt til minna fylgis en ella í komandi kosningum. Tekjutenging persónuafsláttar? Eftir Finn Birgisson Höfundur er arkitekt. ÉG HEF að undanförnu þurft að dvelja nokkuð á Reykjavík- ursvæðinu. Í nokkra daga hef ég ekið fram hjá gríðarstórri auglýs- ingu frá Framsóknarflokknum. Auglýsingin sýnir fjóra glæsilega framsóknarmenn úr Reykjavík og á henni er þetta kjör- orð: „Fólk í fyr- irrúmi.“ Ég fór í fram- haldi af þessari glæsilegu auglýs- ingu að velta fyrir mér hvaða fólk það væri sem Framsóknarflokk- urinn vildi hafa í svona miklu fyr- irrúmi. Eru það öryrkjar og aldraðir sem Framsóknarflokkurinn hefur verið duglegur að skerða kjörin hjá undanfarin ár? (Trygg- ingaráðuneytið er í höndum Fram- sóknarflokksins.) Eru það sjúklingarnir sem þurfa að greiða sífellt hækkandi sjúkraþjónustu, komugjöld o.s.frv.? (Heilbrigðisráðuneytið er í höndum Framsóknarflokksins.) Eru það verkamennirnir við Kárahnjúka sem margir hverjir lifa við aðstæður sem ekki eru mönnum sæmandi? (Iðnaðarráðu- neytið er í höndum Framsókn- arflokksins og reyndar félags- málaráðuneytið líka.) Eru það kannski þeir sem eiga vegna ýmissa aðstæðna rétt á bót- um úr almannatryggingakerfinu, bótum sem minnka sífellt að verð- gildi og eru þess utan skattlagðar? (Tryggingaráðuneytið er í höndum Framsóknarflokksins.) Þegar ég hafði skoðað málið og nokkur önnur sem unnt væri að nefna komst ég að raun um að ekki gæti verið átt við þetta fólk, þ.e. öryrkjana, hina öldruðu, sjúk- lingana, verkamennina og þá sem rétt eiga á bótum úr almanna- tryggingakerfinu. Það fólk er greinilega ekki í fyrirrúmi. En hverja skyldi þá átt við? Skyldi kannski vera átt við hina fjóra glæsilegu framsóknarmenn sem prýða auglýsinguna sem ég gerði að umtalsefni hér í upphafi? Hvaða fólk í fyrirrúmi? Eftir Ragnar Óskarsson Höfundur er stuðningsmaður Vinstri grænna í Vestmannaeyjum. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli ÆSUFELL - MEÐ BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu fallega 115 fm 5 herbergja íbúð ásamt 24 fm bílskúr eða samtals 139 fm á góðum stað í Breiðholtinu. And- dyri, sjónv.hol, 4 herbergi þ.a. 2 með skápum, flísal. baðherb. eldhús, stofa og borðstofa með útg. út á s-svalir. Hús nýtekið í gegn að utan m.a. einangrað, klætt og málað ásamt því að skipta um gler og glugga. Nánari upplýsingar á skrifstofu GIMLI. Verð 22,9 millj. Traust þjónusta í 30 ár Hverafold Einbýlishús í suðurhlíðum Grafarvogs FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Glæsilegt 290 fm einbýlishús á tveimur hæðum á þessum eftirsótta stað. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð nýlega, m.a. innréttingar, gólfefni, innihurðir og fataská- par. Rúmgóðar og bjartar stofur með útg. á suðursvalir, eldhús með vandaðri innréttingu og tækjum og útgangi á verönd, 5 svefnher- bergi og 2 flísalögð baðherbergi. Ræktuð lóð með verönd og heitum potti. Stór hellulögð innkeyrsla og falleg lýsing á lóð og húsinu að utan. Frábær staðsetning á skjólsælum stað í lokaðri botngötu. Stutt í skóla, leikskóla og aðra þjónustu. Verðtilboð. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.