Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 31 ÉG býð mig nú fram til Alþingis öðru sinni fyrir hönd míns flokks, Frjáls- lynda flokksins, og sit í fjórða sæti framboðslistans, í Suðvesturkjördæm- inu. Mér er það mikið hjartans mál að standa að því að koma fram umbótum sanngirni og réttlætis í skattkerfi landsmanna sem er hækkun skattleysismarka fyrir lægstu tekjuhópana, ásamt því að hætta bótaskerðingu gagnvart öryrkjum og öldr- uðum og leyfa þeim hinum sömu að njóta ávinnings mögu- legrar vinnugetu með frítekjumarki, einni milljón króna ár- lega. Núverandi skattbyrði þeirra sem lægstar hafa tekjurnar gengur ekki lengur, flóknara er það ekki. Þetta stórkost- lega óréttlætismál þarf því að leiðrétta eins og skot. Um það er órofa eining í Frjálslynda flokknum. Verkefni umbóta eru mörg og brýn. Kvótakerfi sjávarútvegs hefur ekki lotið þeirri nauðsynlegu endurskoðun og endurmati upphaflegra markmiða og tilgangs er finna má í fisk- veiðilöggjöfinni. Þar hafa menn algjörlega sofið á verðinum og er svo kom- ið að helmingi minni afli er á land borinn af Íslandsmiðum nú, en fyrir tutt- ugu árum rúmum, við upptöku þessa kerfis. Eigi að síður þykjast menn ekki þurfa að skoða nokkurn skapaðan hlut í þessu sambandi og neita að ræða breytingar til dæmis á grundvelli líffræðilegrar fiskveiðistjórnunar, þótt fiskunum fækki, skuldirnar aukist, landsbyggðin hrynji, þá hafa Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokkur engar áhyggjur, en það hið sama áhyggju- leysi mun síðar verða skráð á spjöld sögunnar sem ábyrgðarleysi. Frjálslyndi flokkurinn einn flokka vill taka á þeim nauðsynlegu breyt- ingum sem hér þurfa að koma til sögu. Málefni aldraðra og Framkvæmdasjóður Í raun hefði þessi ríkisstjórn átt að segja af sér þegar dregið var fram að lögbundin gjöld er runnið hafa í Framkvæmdasjóð aldraðra til langs tíma, voru notuð í rekstur stofnana í stað nauðsynlegrar uppbyggingar eins og lagalegur tilgangur gjalda stóð til. Sjálf skammast ég mín að mega þurfa að vera vitni að slíku óráðsíufyrirkomulagi í garð þeirra sem lokið hafa ævistarfi í okkar þágu. Þegar mannvirðing er farin veg allrar veraldar þá þurfa menn að staldra við og spyrja sig spurninga. Núverandi samstarfs- flokkar í ríkisstjórn hafa ekki einir vit á því að stjórna landinu, þótt þeir hafi setið þar lengi. Ég hvet menn til þess að gefa þessum flokkum frí, þeir hafa gefist upp við forgangverkefni og látið reka á reiðanum og fyrir það eiga þeir engin verðlaun skilið. Frjálslyndi flokkurinn mun vinna að hagsmunum fólksins í landinu sem heild. Ágætu kjósendur Eftir Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur Höfundur er skólaliði og kynningarfulltrúi, situr í 4. sæti á lista Frjálslyndra í Suðvesturkjördæmi. ÞAÐ er greinilegt að Árni John- sen fv. alþm. hefur ekki kynnt sér hvað gerst hefur í þinginu sl. fimm ár, eftir að hann hvarf þaðan. Þegar Landbún- aðarháskóli Íslands var stofnaður, lagði ég til að það yrði gert úr tveimur stoðum, þ.e. Hvanneyri og RALA. Þá barst ósk frá stjórnendum Garðyrkjuskóla ríkisins til mín sem landbún- aðarráðherra og landbún- aðarnefndar Alþingis um að Garð- yrkjuskólinn yrði þriðja stoðin í þessum skóla og var það sam- þykkt af Alþingi. Það er því Land- búnaðarháskóli Íslands sem nú starfar að Reykjum í Ölfusi og sú starfsemi sem þar var, stendur þar enn óhögguð hvað nem- endafjölda varðar og námsgreinar. Starfsstöðin á Reykjum var og er í erfiðri stöðu vegna húsakosts sem þarf að byggja þar upp. Ég hef sagt að þeirri óvissu þurfi að eyða sem fyrst; óvissan er skaðleg öllum, ekki síst skólastarfi. Minn vilji í þessu máli er skýr og hafi Árni Johnsen lesið ræður mínar í þinginu um málið eða andsvör í fjölmiðlum, þá ætti hann að sleppa svona vangaveltum eins og eru í grein hans. Ég hef rætt bæði við fjár- málaráðherra og ríkisstjórn um byggingarþörfina á Reykjum. Í framhaldi af því fékk ég heimild Alþingis til að selja land úr Reykjatorfunni, að vísu yrði landið heima við höfuðstaðinn ekki selt, sem er glæsilegt útivistarsvæði og mikilvægt fyrir þá starfsemi sem Landbúnaðarháskólinn mun reka á Reykjum í framtíðinni. Þar vil ég ekki sjá blokkir eða kaupsýslu- menn; þessi staður á að vera vís- inda- og skólastaður og staður þar sem fólk getur notið gönguferða og útivistar. Til þess að það sé verjandi að fjárfesta í verulegum nýbygg- ingum á Reykjum hafa flestir ver- ið sammála um að efla þurfi starf- semi á staðnum og hefur yfirstjórn skólans unnið að stefnu- mörkun og undirbúningi þess nú síðustu mánuði, m.a. í gegnum fagfólk sem myndar vinnuhópa og hefur kallað alla hagsmunaaðila að borðinu. Ég hef skýrt frá því að Landbúnaðarháskólinn hefur þeg- ar gert samning við fjárfestinga- fyrirtækið Arkea hf sem stýrt er af dr. Jakob Kristjánssyni um tæknigarða að Reykjum. Þetta samstarf hefur þegar leitt af sér rekstur á aðstöðu fyrir nýsköp- unar- og sprotafyrirtæki, svokall- að tæknisetur Arkea sem staðsett er á Reykjum. Þessi starfsemi mun styrkja og efla bæði skóla- og vísindastarf að Reykjum en þetta fyrirtæki vinnur að þróun á nýjum afurðum og þjónustu á sviði holl- ustu, umhverfis og orkulíftækni. Það eru líkur á að við þessa starf- semi, sem þegar er hafin, muni fljótlega starfa jafnmargir ein- staklingar og starfa í dag við skól- ann. Reykir gegna stóru hlutverki í starfi Landbúnaðarháskólans og það er óþarfi að sá efasemdum um minn vilja hvað skólann varðar; sá vilji er einnig hjá rektor skólans, Ágústi Sigurðssyni og háskólaráði. Starfsemi Arkea mun styrkja staðinn. Því miður er ylræktarnámið minna sótt en áður var vegna breytinga í garðyrkjunni en skrúðgarðyrkja, garðplöntufram- leiðsla og blómaskreytingar eru eftirsóttari en áður. Árni Johnsen þarf ekki að minna mig á mikilvægi þessa máls. Sunnlendingar vita að ég er maður orða minna. Hins vegar verður gott að eiga Árna Johnsen að í þessu verkefni, ekki síst ef flokkur hans felur honum að starfa í fjárlaganefnd að kosn- ingum loknum, eins og jafnan áð- ur. Bestu þakkir og kveðjur að Reykjum, þeir munu rísa og gegna stóru hlutverki í atvinnulífi Sunnlendinga áfram. Umræða um Garðyrkjuskólann og andsvar til Árna Johnsen Eftir Guðna Ágústsson Höfundur er landbúnaðarráðherra. Fáðu úrslitin send í símann þinn Fr u m Nú er tækifæri til þess að eignast nýtt og eigið atvinnuhúsnæði í 116 Reykjavík Besta fermetraverð á sambærilegu atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinuil i i i Esjumelar - 116 Rvk Staðsteypt 1590 fm. atvinnuhúsnæði. Grunnflötur er 1060 fm og milliloft 530 fm. Miðað er við að húsinu verði skipt uppí 8 bil sem verða öll ca. 200 fm að stærð með stórum innkeyrsludyrum. Hægt er að breyta skipulagi húss. Miðað er við að lofthæð neðri hæðar verði 4-7 metrar og að lofthæð millilofta verði 2,5 til 2,8 metrar. Hæð húss er 7 metrar. Húsið er steypt og afhendist fullbúið að utan með malbikuðu plani og tilbúið til innréttinga að innan. Stórar innkeyrsludyr. Eignin er staðsett í hverfi sem er skipulagt sem eitt af stærri iðnaðarhverfum Reykjavíkur. Esjumelar eru 10-15 mín. akstri frá Borgartúni í Reykjavík. Verð 117.000 á fm. Afhending í mars 2008. Traustur byggingaaðili. Nánari upplýsingar veitir Þórarinn í síma 840 2277 eða á skrifstofu Draumahúsa 530 1811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.