Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 33 RÆTUR Framsóknarflokksins liggja meðal fólksins í landinu. Flokkurinn er byggður á lýðræð- ishugsjónum fjölda- hreyfingar sem búa vill í sátt við menn og náttúru. Flokk- urinn hefur frá fyrstu tíð staðið vörð um atvinnu og upp- byggingu atvinnulífs- ins um land allt. Samvinnufélögin byggðust upp af samtakamætti fólksins í baráttu fyrir atvinnu og bættu mannlífi. Framsóknarflokkurinn er enn trúr þessari grundvallarstefnu sinni. Flokkurinn hefur verið í forystu þeirra breytinga sem skapað hafa þær miklu efnahagsframfarir sem einkennt hafa íslenskt samfélag undanfarna tvo til þrjá áratugi. Kvótakerfið, sem komið var á 1984, markaði tímamót sem hag- sæld okkar nú grundvallast meðal annars á. Með því var viðvarandi taprekstur útgerðarinnar í fyrsta sinn stöðvaður og taflinu snúið við. Þróttmikil útgerð undanfarin ár er afleiðing þess. Hundraða milljarða króna virðisauki hefur skilað sér inn í íslenskt efnahagslíf vegna góðrar stöðu útgerðar frá dögum kvótasetningarinnar. Mikilvægustu fiskistofnum okkar var einnig forð- að frá algerri eyðingu. Þá hafa stóriðja og orkuvinnsla dafnað vel undir pólitískri forystu Framsókn- arflokksins. Mikilvægasta skrefið var uppbygging stóriðju á Austur- landi sem leggja mun grunn að góðu mannlífi þar um ókomin ár. Þá hefur sala bankanna og innleið- ing frjálsræðis í viðskiptum við út- lönd lagt grunn að hinum fjöl- mörgu glæsilegu íslensku útrásarfyrirtækjum okkar sem við erum svo stolt af og vekja eftirtekt um heim allan. Tugþúsundir vel launaðra starfa hafa orðið til í fjár- málageiranum, hátækniiðnaði, sjávarútvegi, stóriðju og orku- vinnslu auk fjölda afleiddra þjón- ustustarfa. Framsóknarflokkurinn hefur skapað vaxtarskilyrðin sem fyrirtækin og unga vel menntaða fólkið okkar þurfti til að blómstra. Atvinnulífinu hefur verið haldið frá þeim flokkum sem setja vilja prik í hjólin. Árangur áfram Við framsóknarmenn viljum ekki stoppa heldur halda áfram og vinna nýja sigra. Við viljum efla þau svæði sem ekki fá notið fram- fara efnahagslífsins í jafnmiklum mæli og suðvesturhornið og Mið- Austurland. Við viljum tryggja sátt milli fólksins í landinu og skapa öllum tækifæri til að bæta hag sinn og sinna. Við viljum að allir geti séð framtíð sína í björtu ljósi hvar sem þeir búa. Við viljum að allir geti alið von í brjósti um bjarta framtíð afkomenda sinna. Grunnurinn er traustur efnahagur og sterkt atvinnulíf. Öll velferð byggist á þessari einföldu stað- reynd. Við þurfum að huga að úr- ræðum fyrir Vestfirði, Suðaust- urland og vestustu og austustu byggðir Norðurlands, auk ýmissa minni svæða þar sem útgerð og fiskvinnsla eru uppistaða atvinnu- lífsins. Mér finnst að til greina komi að beita ívilnun í úthlutun fiskveiðiheimilda fyrir þessi svæði. Efla þarf Byggðastofnun, m.a. með því að láta hana úthluta byggða- kvótanum. Jafnframt má ekki slaka á í að bæta enn starfsskilyrði útrásarfyrirtækjanna. Starfsemi flestra þeirra er að langstærstum hluta erlendis. Við viljum tryggja að þau sækist áfram eftir því að hafa höfuðstöðvar sínar hér en ekki erlendis. Þingflokksformenn VG og Samfylkingarinnar hafa báðir hótað þessum fyrirtækjum aðgerðum sem gætu valdið því að þau flýðu land. Þeir vilja setja prik í hjól þessara fyrirtækja. Það vilj- um við framsóknarmenn koma í veg fyrir. Við viljum ekkert stopp, við viljum framsókn áfram. Við viljum enn efla efnahagslífið, efla sátt fólksins í landinu með sértæk- um aðgerðum fyrir þau svæði sem liggja utan þungamiðju atvinnulífs- ins. Við viljum búa í sátt við um- hverfi okkar nú sem fyrr. Við vilj- um byggja velferðina fyrir aldna sem unga, sjúka sem fríska á sterku efnahagslífi. Við viljum byggja mennt og listir á sterku efnahags- og atvinnulífi sem togar allt áfram og fyllir mannlífið af bjartsýni og andagift. Við viljum Framsókn en ekkert stopp. Áfram Framsókn en ekkert stopp Eftir Sæunni Stefánsdóttur Höfundur er alþingismaður. „Grundvöllur velferðarinnar er verðmætasköpun. Gæfa okkar Ís- lendinga hefur ætíð verið sú að skilja vel samhengið þarna á milli“. Geir Haarde, 2007. BAKLAND efnahagslífs okkar hefur verið styrkt svo rækilega á síðustu 16 árum að við getum nú látið í té bestu þjónustu á sviði heilbrigðismála. Við ráðum við að veita mjög dýra og sér- hæfða heilbrigð- isþjónustu hvort heldur er lækn- isaðgerðir, lyf eða endurhæfing. Íslendingar fá notið nýjustu uppgötvana og þess besta sem heimurinn hefur upp á að bjóða vegna þess að efnahags- grunnur okkar er svo góður sem raun ber vitni. Þarna hafa Sjálf- stæðismenn verið við stýrið. Ef sjálfstæðum aðilum verður í vaxandi mæli falið að sinna verk- efnum, eins og Sjálfstæðisflokk- urinn ályktar, nýtast fjármunirnir betur og biðlistar hverfa hratt. Sjálfstæðisstefnan leggur mikla áherslu á ábyrgð einstaklinganna, ábyrgð á eigin heilsu þar á meðal. Þess vegna snýst ályktun síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins um velferðarmál að stórum hluta um forvarnir. Var sérstaklega ályktað um fíkniefna- og krabba- meinsvarnir ásamt gildi hollra lífs- hátta. En við megum ekki gleyma að það þarf að borga fyrir þjón- ustuna. Það skilja Sjálfstæð- ismenn. Sjálfstæðis- flokkurinn – heilbrigði Eftir Jón Gunnar Hannesson Höfundur er læknir og starfar í fjölskyldunefnd Sjálfstæðisflokksins.                      Franskur seiður Hljómsveitarstjóri ::: David Björkman Einleikari ::: Olivier Charlier Hector Berlioz ::: Rómverskt karnival, forleikur Camille Saint-Saëns ::: Fiðlukonsert nr. 3 Claude Debussy ::: Síðdegi skógarpúkans Maurice Ravel ::: La Valse FÖSTUDAGINN 11. MAÍ KL. 19.30 tónleikar á listahátíð í háskólabíói fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands F ít o n /S ÍA F I0 2 1 2 6 5 . L jó s m y n d © J M S a b b a t Óvæntar breytingar hafa orðið á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar á föstudagskvöldið. Hélène Grimaud forfallaðist á síðustu stundu en landi hennar, fiðluleikarinn Olivier Charlier, hefur hlaupið í skarðið. Með því er efnisskrá tónleikanna orðin alfrönsk. Olivier Charlier er einn af eftirsóttustu fiðluleikurum samtímans og leikur með mörgum af bestu hljómsveitum undir stjórn þekktustu hljóm- sveitarstjóra veraldar. Við bíðum komu hans því með mikilli eftirvæntingu. SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.