Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 41 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Gönguhópur kl. 11. Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8-16.30 handav. Kl. 9- 16.30 smíði/útskurður. Kl. 10-11.30 heilsugæsla. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, alm. handa- vinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádeg- isverður, spiladagur brids og vist, kaffi. Uppl. í s. 535–2760. Dalbraut 18-20 | Í dag verður sýnt myndband úr þáttaröð Ómars Ragnarssonar „Stiklur“. Sýning hefst kl. 13.30. Á fimmtudag söngstund með Lýði kl. 14. Kaffi og meðlæti alla daga. Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gull- smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30. S. 554 1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13-14. Félagsvist er í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á mið- vikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar fara í létta göngu kl. 10. Síðdegisdans kl. 14.30, umsjón Árni Norðfjörð. Vinabandið leikur fyrir dansi, kaffi- veitingar. Söngfélag FEB æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 10, leið- beinandi verður til kl. 17. Félagsvist kl. 13. Söngur kl. 15.15, félagar úr kórnum sjá um gítarundirleik. Bobb kl. 17. Samkvæmisdans kl. 19, línudans kl. 20. Félagsmiðstöðin Selið | Kl. 10 ganga, kl. 11.40 leik- fimi og hádegisverður, kl. 13 kvennabrids. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Opnun vorsýn- ingar félagsstarfsins kl. 14 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, sýningin er opin til kl. 19. Allir velkomnir. Kvennaleikfimi kl. 9, 9.50 og 10.45 í Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi kl. 9.50 í Mýri. Bútasaumshópur í Kirkjuhvoli kl. 13. Garðaberg lokað. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Kl. 9.20 sund og leikfimiæfingar í Breiðholts- laug. Kl. 10.30 gamlir leikir og þjóðdansar, umsj. F.Á.Í.A. Spilasalur opinn frá hádegi. Leikhúsferð á morgun í Borgarleikhúsið á leikritið Ást, sýning hefst kl. 20. Uppl. á staðnum og s. 575–7720. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16 vinnustofur opn- ar, m.a. perlusaumur fyrir hádegi og leiðsögn við ull- arþæfingu (ýmsir nytjahlutir) eftir hádegi umsj. Nanna S. Baldursd. Kl. 10.30 létt ganga um ná- grennið. Fimmtud. 10. maí leikhúsferð í Borgarleik- húsið á leikritið Ást, nokkrir miðar lausir vegna for- falla. Uppl. á staðnum og s. 575–7720. Hraunbær 105 | Kl. 9-16.30 postulín. Kl. 9-12 út- skurður. Kl. 12-12.30 hádegismatur. Kl. 13-16.30 brids. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Línudans kl. 11. Glerbræðsla kl. 13. Saumar kl. 13. Pílukast kl. 13.30. Gaflarakórinn kl. 16.15. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, silki- og glermálun. Jóga kl. 9-12, Sóley Erla. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir s. 588–2320. Hársnyrt- ing s. 517–3005/849–8029. Hæðargarður 31 | Fjölbreytt félagsstarf. Kíktu í kaffi og kynntu þér dagskrána. Fastir liðir eins og venjulega. Tölvuleiðbeiningar þriðjud. og miðvikud. kl. 13-15. Hæðargarður heldur upp á 15 ára afmæli 25.-31. maí. Þá daga verður mikil hátið og boðið upp á ýmsa skemmtan. S. 568–3132 asdis.skuladott- ir@reykjavik.is Korpúlfar Grafarvogi | Á Korpúlfsstöðum er pútt á morgun kl. 10 og Listasmiðja kl. 13. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Handverks- og bóka- stofa kl. 9. Hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslunni kl. 10. Leikifimi fyrir byrjendur kl. 10.30. Leikfimi í salnum kl. 11. Verslunarferð í Bónus. Kaffiveitingar kl. 14.30. Uppl. í s. 552-4161. Allir velkomnir. Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði. Kl. 9-16.30 opin vinnu- stofa. Kl. 9 opin fótaaðgerðastofa, sími 568–3838. Kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu | Brids kl. 13 í Hátúni 12, allir velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30-12, handavinnustofan opin allan daginn, morgunstund kl. 10-11, bókband kl. 9-13, hárgreiðslu- og fótaað- gerðarstofa opin alla daga. Kl. 14 dansað við undir- leik harmónikkuhljómsveitar, allir velkomnir. Vorsýn- ingin verður helgina 11., 12., og 14. maí kl. 13-16. Þórðarsveigur 3 | Kl. 9 handavinna. Kl. 13 opinn sal- urinn. Kirkjustarf Áskirkja | Samverustund kl. 11 í neðri sal í umsjá djákna. Styrkjum saman líkama og sál. Bessastaðasókn | Foreldrarmorgunn í Holtakoti kl. 10-12, farið verður í heimsókn á Náttúruleikskólann Krakkakot. Opið hús eldri borgara er í Litlakoti kl. 13- 16, spilað, púttað og spjallað. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hug- vekja, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir stundina. Lokasamvera Kirkjuprakkara og TTT kl. 16. Grillum pylsur og skemmtum okkur saman. Bústaðakirkja | Starf aldraðra kl. 13- 16.30. Spilað og spjallað. Gestur: Þorvaldur Halldórsson. Munið bílaþjónustuna. Dómkirkjan | Bænastund kl. 12.10-12.30. Léttur há- degisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í síma 520–9700 eða í tölvupósti til domkirkjan@domkirkjan.is. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. TTT fyrir börn 10-12 ára í Rimaskóla kl. 17-18. TTT fyrir börn 10-12 ára í Korpuskóla kl. 17-18. Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58-60. Sam- koma í kvöld kl. 20. „Guð allrar veraldar“. Ræðu- maður er Friðrik Schram. Bjarni Gíslason segir frétt- ir frá Eþíópíu. Kaffi eftir samkouna. Allir velkomnir. Langholtskirkja | Bænagjörð með orgelleik og sálmasöng kl. 12.10. Léttur hádegisverður kl. 12.30 (kr. 300). Starf eldri borgara kl. 13-16. Sungið, tekið í spil, föndrað og spjallað. Kaffisopi. Verið velkomin. Laugarneskirkja | Kl. 14.10 Kirkjuprakkarar 6-9 ára. Umsjón sr. Hildur Eir, Andri og Gunnhildur. Kl. 16.30 TTT 10-11 ára. Umsjón Andri Bjarnason og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson. Síðasti fundur vorsins. Neskirkja | Foreldramorgunn kl. 10. Kaffi og spjall. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Beðið fyrir sjúkum og þeim sem þurfa á fyrirbæn að halda og getur fólk komið óskum þar um til prestanna. Einnig er altarisganga. Vegurinn kirkja fyrir þig | Smiðjuvegi 5. Samfélag „Fyrir þá sem heima sitja“ kl. 14. Eiður Einarsson sér um kennsluna. Vöfflur og kaffi í boði kirkjunnar. Allir velkomnir. Vídalínskirkja Garðasókn | Foreldramorgunn kl. 10- 12.30. Í dag kynnir Hrafnihildur Sigurðardóttir okkur fyrir „tónlist í uppeldi barna“. Heitt á könnuni. Allir velkomnir. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á net- fangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja lið- inn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er miðvikudagur 9. maí, 129. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh.13,34.) Viðskipta- og hagfræðideild Há-skóla Íslands stendur í sam-starfi við Þekkingarmiðlunfyrir ráðstefnu næstkomandi fimmtudag undir yfirskriftinni Fyr- irtækjamenning og þjóðmenning. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson lektor er einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar: „Við- skiptafræðistofnun hefur undanfarið ár verið að rannsaka velgengni íslenskra útrásarfyrirtækja. Margir þættir skýra þessa velgengni, og er fyrirtækjamenn- ing einn þátturinn,“ segir Gylfi. „Fyrirtækjamenning mótast að mörgu leyti af þjóðmenningu viðkom- andi lands og má þannig meðal annars leita skýringa á árangri íslenskra fyr- irtækja í því að við erum fámenn og einsleit þjóð og laus við stéttaskiptingu. Samskipti eru óformleg, boðleiðir eru stuttar, tengslanet öflug og hálfgerður vertíðarbragur á okkur þegar tekist er á við verkefni.“ Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni er hollenski fræðimaðurinn Geert Hof- stede: „Það er sannarlega hvalreki að fá hann hingað til lands, en hann er einn virtasti fræðimaður heims á sviði fyr- irtækjamenningar og vann m.a. viða- mikla rannsókn á áhrifum þjóðmenn- ingar sem náði til 116.000 starfsmanna IBM í 60 þjóðlöndum,“ segir Gylfi en með Geert kemur sonur hans Gert Jan Hofstede sem flytur fyrirlestur um þjóðmenningu frá sjónarhorni líffræð- ings. „Jón Kr. Gíslason starfs- mannastjóri Össurar fjallar um hvernig Össur hefur reynt að innleiða íslenska fyrirtækjamenningu í umfangsmikilli starfsemi fyrirtækisins erlendis, og Guðjón Svanson, forstöðumaður hjá Út- flutningsráði Íslands, fjallar um áhrif þjóðmenningar á íslensk útflutningsfyr- irtæki.“ Gylfi vill líkja áhrifum þjóðmenningar á íslenska fyrirtækjamenningu við vík- ingaskip: „Rannsóknir sem leitast hafa við að skýra forskot víkinga á aðrar þjóðir á sínum tíma hafa leitt í ljós að líkamlegt atgervi þeirra, vopn og fimi var jafngóð og annarra. Víkingarnir áttu hins vegar góð skip sem voru snör í snúningum, gátu gert strandhögg með stuttum fyrirvara og komið andstæð- ingum í opna skjöldu,“ segir Gylfi. Ráðstefna fimmtudagsins fer fram í stofu 132 í Öskju og stendur frá 13 til 16.30. Aðgangur er öllum heimill. Finna má nánari upplýsingar á www.thekkingarmidlun.is. Viðskipti | Málþing um tengsl fyrirtækjamenningar og þjóðmenningar Víkingar í viðskiptum  Gylfi Dalmann Aðalsteinsson fæddist í Reykja- vík árið 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1984, B.A. í stjórnmálafræði frá Háskóla Ís- lands 1992 og meistaraprófi í vinnumark- aðsfræðum frá Háskólanum í War- wick 1995. Gylfi starfaði sem ráðgjafi hjá Hagvangi, síðar sem fræðslustjóri hjá VR ogstjórnendaþjálfari hjá Gall- up. Frá 2000 hefur hann verið lektor í mannauðsstjórnun við HÍ. Gylfi er kvæntur Magneu Davíðsdóttur bóka- safns- og upplýsingafræðingi og eiga þau fjögur börn. Fyrirlestrar og fundir Askja- Náttúrufræðihús HÍ, stofa 132 | Viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla íslands og Þekkingarmiðlun ehf. efna til ráð- stefnu um tengsl fyrirtækja- menningar og þjóðmenningar á morgun, fimmtudag, kl. 13-16.30. Sérstakur gestur ráðstefnunnar er hinn heimskunni fræðimaður Dr. Geert Hofstede, prófessor við Limburg háskóla. Skráning á net- fangið thekkingarmidlun@thekk- ingarmidlun.is Nánari upplýs- ingar á www.vidskipti.hi.is og www.thekkingarmidlun.is Verð kr. 10.000. Félagsheimili Samtakanna ́78 | Laugavegi 3, 4. hæð. Aðalfundur FAS, Samtaka foreldra og að- standenda samkynhneigðra kl. 20.Venjuleg aðalfundarstörf. Ný- ráðinn fræðslufulltrúi Samtak- anna ’78 mætir og svarar fyrir- spurnum um fræðslustarf í skólum. Nýir félagar velkomnir. Veitingar. Skartgripir Fjallkonunnar Reynomatic Café Mílanó FRÉTTIR HJALTI Már Björnsson, læknir og formaður Skyndihjálparráðs Ís- lands, hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu varðandi nýlega um- ræðu um endurlífgun: Nýlega voru birtar niðurstöður japanskrar rannsóknar á árangri endurlífgunartilrauna utan spítala í tímaritinu Lancet 2007; 369:920-26. Fjallað var um niðurstöðurnar Morgunblaðinu og á mbl.is og af þeirri umfjöllun mátti ráða að leið- beiningum til almennings hefði verið breytt í kjölfar birtingar rannsókn- arinnar. Skyndihjálparráð Íslands vill árétta að leiðbeiningum til almenn- ings varðandi þetta atriði skyndi- hjálpar hefur ekki verið breytt vegna útgáfu þessarar einu rann- sóknar Síðustu alþjóðlegu leiðbeining- arnar til almennings voru gefnar út árið 2005, þýdd og staðfærð útgáfa þeirra er aðgengileg á vef Land- læknis, www.landlaeknir.is. Slíkar leiðbeiningar byggjast á skipulagðri yfirferð hópa vísindamanna á þús- undum rannsókna en aldrei á ein- stökum rannsóknum. Í japönsku rannsókninni sem birt var í Lancet reyndist árangur af endurlífgunartilraunum sem fram- kvæmdar eru utan spítala, þar sem hjartahnoði er eingöngu beitt, gefa betri árangur en hefðbundin endur- lífgun þar sem bæði er hnoðað og blásið. Um 6% þeirra sem voru ein- ungis hjartahnoðaðir lifðu áfallið af, 4% þeirra sem fengu hefðbundna endurlífgun og einungis 2% þeirra sem fengu enga aðstoð. Því var dregin sú ályktun að rétt sé að hætta öndunaraðstoð og hnoða eingöngu. Betri árangur hér á landi en í japönsku rannsókninni Í núgildandi leiðbeiningum var dregið verulega úr vægi öndunar- aðstoðar og meiri áhersla lögð á hjartahnoð. Ofangreind rannsókn var gerð á árunum 2002–2003 áður en nýjar leiðbeiningar um endur- lífgun tóku gildi. Einnig má benda á að árangur endurlífgunartilrauna hér á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hefur reynst mun betri en í japönsku rannsókninni og lifun verið um 20%. Því er óvíst að niðurstöð- urnar eigi við með sama hætti hér á landi. Vel er þekkt að þó að hjartahnoð eitt og sér skipti mestu máli fyrstu mínúturnar eftir hjartastopp er blástur engu að síður nauðsynlegur þegar lengri tími er liðinn frá hjarta- stoppinu og ef hjartastoppið er til komið vegna öndunarfærasjúkdóms, drukknunar, slysa eða ef um börn er að ræða. Á skyndihjáparnámskeið- um er nauðsynlegt að þjálfa fólk einnig til að bregðast við slíkum til- vikum en ekki eingöngu hjarta- stoppum fullorðinna líkt og japanska rannsóknin fjallaði um. Að mati Skyndihjálparráðs er ekki rétt að breyta ráðleggingum al- mennings um endurlífgun vegna þessarar einu rannsóknar. Þeim sem vilja kynna sér aðferðir endurlífgunar nánar er bent á upp- lýsingar á heimasíðu Rauða kross Íslands, www.redcross.is Blástur eða ekki blástur í endurlífgun Tilkynning frá Skyndihjálparráði Reuters Búlgarinn Veselin Topalov, fyrrum heimsmeistari í skák, teflir blindskák við Alex Brunetti frá Ítalíu á móti í Sófíu í gær. Sjón er sögu…

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.