Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 44
Hún hvíslaði að blaða- konu að ef hún fengi að ráða myndu Norður- löndin skipa fimm efstu sætin í ár.… 49 » reykjavíkreykjavík ÞÓTT fólk hafi skiptar skoðanir á fegurð- arsamkeppnum er það staðreynd að fegursta stúlka landsins hefur verið krýnd árlega frá árinu 1953 og hlotið titilinn Ungfrú Ísland. Elín Gestsdóttir er framkvæmdastjóri hátíð- arinnar og hefur sinnt því starfi síðan árið 1996. Hún segir keppnina hafa breyst talsvert síðan þá. „Keppnin hefur farið í gegnum hæðir og lægðir eins og gengur og þegar ég tók við fannst mér hún vera í talsverðri lægð. Það vantaði áhugann, bæði hjá þátttakendum og áhorfendum. Það þurfti að leggja meiri áherslu á hversu frambærilegar stelpur við erum með. Þetta er ekki bara einhver sýning á kroppum í bíkiníi heldur svo miklu meira,“ fullyrðir Elín og segir að fólk sé í auknum mæli að gera sér grein fyrir því. „Áherslurnar eru meira á hvaða karakter stelp- urnar hafa að geyma og metnað þeirra í lífinu, meira en bara útlit þeirra og vöxt.“ Þrátt fyrir aukna áherslu á persónuleika kepp- enda er Ungfrú Ísland líka keppni um útlitslega fegurð. Hverju svarar Elín þeirri gagnrýni að keppnir af þessu taki ýti undir staðlaðar fegurðar- ímyndir kvenna. „Ég tek ekkert undir það. Það nægir að líta á fegurðardrottningar undanfarinna ára en þær eru allar mjög ólíkar í útliti. Gagnrýnin hefur einnig verið að keppendur séu einhverjar horgrindur en það er ekki þannig lengur. Þetta eru stelpur með hold og vöxt og það er enginn að ýta þeim út í stífa megrun.“ Engu að síður hefur keppnin oft verið gagn- rýnd, hefur það kannski verið þannig frá upphafi? „Já ég held það nú,“ svarar Elín. „Það eru aðallega femínistarnir sem hafa verið að gagnrýna okkur en það snýst oft upp í and- hverfu sína því það er enginn sem pínir þessar stúlkur til að vera með. Ef þetta er eitthvað sem þær langar til að gera, af hverju mega þær það ekki? Við erum með á annað hundrað ábendingar og umsóknir árlega frá stúlkum sem vilja taka þátt í Ungfrú Reykjavík.“ Elín segir framtíð fegurðarsamkeppninnar bjarta. „Á meðan við vöndum okkur og gerum vel er fegurðarsamkeppnin bara á uppleið.“ Undirbúningur fyrir keppnina er nú hafinn en hinn 25. maí næstkomandi mun núverandi Ungfrú Ísland, flugumferðarstjórinn Sif Aradóttir, krýna einhvern 24 keppenda sem arftaka sinn á Broad- way. Á næstunni verður hægt að skoða nánari upp- lýsingar um stúlkurnar 24 á vef Morgunblaðsins, mbl.is. Engar horgrindur í keppninni Undirbúningur fyrir keppnina um fegurstu konu Íslands hafinn www.ungfruisland.is Fegurð „Það eru aðallega femínistarnir sem hafa verið að gagnrýna okkur en það snýst oft upp í andhverfu sína því það er enginn sem pínir þessar stúlk- ur til að vera með. Ef þetta er eitthvað sem þær langar til að gera, af hverju mega þær það ekki?“ spyr Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri keppninnar. Morgunblaðið/Ómar „ÞESSI keppni snýst ekki eins mikið um músík og hún gerði heldur meira um útlit og klæðaburð og það bitnar á þeim lögum sem varið er í,“ segir sjálfur Björgvin Halldórsson um Evróvisjón söngvakeppnina en útilokar samt ekki að hann muni taka þátt aftur. „Ég gæti hugsað mér að fara aftur sem keppandi fyrir Ísland með rétta lagið og við réttar aðstæður. Maður á aldrei að segja aldrei en keppnin hefur breyst og snýst um annað en tón- listina sjálfa sem mér þykir miður.“ Björgvin hefur ekki heyrt öll lögin sem taka þátt í keppninni í ár en nokkur þó og segir sum ágæt og önnur ekki nógu góð. „Mér finnst lögin frá Svíþjóð og Rússlandi koma sterk inn og ég spái þeim mjög ofarlega. Mér finnst sum austantjaldslögin vera heldur gamaldags fyrir minn smekk, það er eins og sum löndin hafi verið að grafa upp diskókúluna og Saturday Night Fever hafi fyrst verið sýnd þar í síð- ustu viku,“ segir Björgvin og hlær. „Við erum núna með ágætis lag og fín- an flytjanda og þá er bara að vona að við komumst upp úr undanúrslit- unum sem ég er nokkuð bjartsýnn á. Íslenska lagið venst vel og ég held að það komi ágætlega út, það er a.m.k smá innistæða þar í flutningnum.“ Spurður hvort eitthvað gæti unnið á móti okkur segir Björgvin það helst þá vera símakosningin sem honum finnst vera heldur pólitísk. „Ég hallast meira að því að hafa dómnefnd eins og áður, það myndi rétta þetta aðeins af og það yrði meira einblínt á lögin. Einu sinni var keppnin kölluð árshátíð ríkissjónvarpsstöðva í Evrópu en núna er þetta annars konar árshátíð, árshátíð hjá fólki sem vill hafa stuð sem er ágætt út af fyrir sig.“ Sjarmör Björgvin gæti hugsað sér að fara aftur út fyrir Íslands hönd. Diskókúlan grafin upp 1 dagur í söngvakeppni Ljósmynd/Jón Svavarsson  Kærustur hljóðfæraleikaranna sem spila með Eiríki Haukssyni í Evróvisjón komu til Helsinki í fyrradag. Þeirra á meðal er Telma Víðisdóttir, en hún er unnusta Gunnars Þórs Jónssonar gítarleik- ara. Eins og margir eflaust muna söng Telma lagið „Tell Me“ ásamt Einari Ágústi í keppninni árið 2000. Af ótta við minni árangur hafa þjálfarar knattspyrnulandsliða oft bannað leikmönnum að hitta kær- ustur sínar meðan á stórmótum stendur, en Eiríkur virðist enga trú hafa á slíkum aðferðum. Kærusturnar eru komnar til Helsinki  Jónas Sen, orgel- og hljóm- borðsleikari Bjarkar á tón- leikaferðalagi hennar um Bandaríkin, fór út að borða í New York, ásamt nokkrum stúlk- um úr lúðrasveit- inni. „Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Nema fyrir þær sakir að ég hef aldrei á ævi minni séð ferlegri mat- arskammta. Hvað pantaði ég mér aftur? Jú, kjúklingabringur í bar- bekjúsósu með grjónum (vegna kín- versks uppruna míns) og grænmeti. Á Íslandi fær maður tvær bringur ef maður er heppinn. En hér í New York: Hvorki meira né minna en átta bringur, sem sást varla í fyrir hryllilega rauðri barbekjúsósu. Enda voru diskarnir á stærð við kökuföt.“ Meira: daath.blog.is Stórir skammtar í Bandaríkjunum Jónas Sen og Björk Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.